Tíminn - 17.10.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.10.1990, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 17. október 1990 Tíminn 9 Eftir mikla fækkun barneigna í áratugi stórfjölgar þeim á ný síðan 1985: Frjósemisbylgja gengið yfir Norðurlönd frá ‘85 Hin mikla fjölgun bamsfæðinga sem kom mörgum á óvart hér á landi árið 1988 reynist síður en svo neitt einstakt fyrirbrigði. Það sama hefur átt sér stað á Norðurlöndunum öllum að Finnlandi undanskildu. Árið 1988 voru fædd börn t.d. hlutfallslega frá 8% og upp í 17% (mismunandi eftir löndum) fleiri en árið 1985, þegar miðað er við fjölda kvenna á bameignaraldri í hverju landi. Þessi fjölgun barneigna er hlut- fallslega langmest meðal kvenna á aldrinum 25-40 ára. Hverjar 1.000 konur á þessum aldri áttu hátt í fjórðungi fleiri börn árið 1988 en árið 1985. Barneignir hafa hins vegar ekki aukist meðal norrænna kvenna 25 ára og yngri. Upplýsingar um fjölda fæddra barna og hlutfallslega fæðingar- tíðni á Norðurlöndum er að finna í Norrænu tölfræðihandbókinni. Að sögn yfirljósmóður á Fæðingar- deild Landspítalans hafa barneign- ir einnig verið að aukast á ný í mörgum Evrópulöndum og víðar. Svo dæmi sé tekið um þróunina fæddust um 18.000 fleiri börn í Svíþjóð árið 1988 en á árunum 1980/85 að meðaltali. Á Norður- löndunum fjórum, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og íslandi, litu um 32.000 fleiri börn dagsins ljós árið 1988 heldur en árlega á fyrri hluta 9. áratugarins — eða alls um 233.000 börn borið saman við rúmlega 201.000 börn að meðaltali á árunum 1980/85. Fyrir Finnland og Færeyjar vantar hins vegar töl- ur ársins 1988. Sem áður segir hefur þessi mikla barneignabylgja fyrst og fremst orðið meðal kvenna sem komnar eru yfir 25 ára aldur. Konur á aldrinum 25-29 ára fæða hlutfallslega flest börn. En barn- eignum hefur á hinn bóginn fjölg- að hlutfallslega meira meðal kvenna á aldrinum 30-34 ára. Dæmi um þetta kemur glöggt fram þegar litið er á barneignir hverra 1.000 kvenna á aldrinum 30-34 ára á árinu 1985 annars veg- ar og árinu 1988 hins vegar. Fæðingar þúsund 30-34 ára kvenna 1985 1988 Fjölgun: Danmörk Noregur Svíþjóð ísland 64 77 71 85 86 100 81 106 20% 20% 17% 31% Álíka hlutfallsleg fjölgun fæðinga varð einnig meðal kvenna á aldrin- um 35-39 ára í þessum löndum. Og í öllum löndunum nema á ís- landi voru barnsfæðingar samt fleiri árið 1985 en á árunum 1980/85 að meðaltali, þannig að barneignabylgjan er í raun ennþá stærri en þegar árin 1985 til 1988 eru borin saman. í Danmörku, Finnlandi og Noregi vantar þó ennþá töluvert á að kon- ur eignist nógu mörg börn til eðli- legs viðhalds fólksfjöldans, þ.e. um 2 börn hver kona að meðaltali. Sænskar konur voru hins vegar komnar mjög nálægt því marki á ný árið 1988. Konur á íslandi, Færeyjum og Grænlandi eru heldur yfir þessum mörkum. - HEI Glæsileg gjöf f il Þjóðminjasafnsins Þjóðminjasafni íslands barst á dög- unum gjöf, málverk af Gunnlaugi Briem sýslumanni á Grund, talið málað í Kaupmannahöfn um 1796. Gefendur er Martin og Susanne Bitsch, Kaupmannahöfn, en Sus- anne er afkomandi Gunnlaugs í fimmta lið. Gunnlaugur var sonur séra Guð- brands Sigurðssonar prests á Brjánslæk og Sigríðar Jónsdóttur konu hans. Eftir andlát föður síns Árlegar viðskiptaviðræður Jglands og Sovétríkjanna: Akvörðunum var frestað Árlegar viðskiptaviðræður íslands og Sovétríkjanna fóru fram í Reykjavík dagana 8.-12. október. Rætt var um þróun viðskipta landanna árin 1989- 1990 og jafnframt var haldið áfram undirbúningi að gerð nýrrar við- skiptabókunar á grundvelli viðskipta- samnings frá 1953. í umræðum um framkvæmd við- skiptanna var m.a. rætt um hvemig tryggja mætti greiðslur fyrir íslenskar vörur, sem eftir er að afgreiða á þessu ári. Vegna þeirra skipulagsbreytinga sem nú em í deiglunni í Sovétríkjun- um og efnahagsástands þar var ekki unnt að ná endanlegu samkomulagi um öll atriði viðskiptabókunar fyrir árin 1991-1992. Ekki er enn ljóst að hve miklu leyti sovésk stjómvöld geti haft áhrif á vörukaup til landsins á umræddu tímabili. Sovéska viðræðu- nefndin taldi að þetta mundi skýrast þegar fyrir lægju ákvarðanir varðandi ríkisbúskap, markaðskerfi og framtíð- arskipan ríkjasambandsins, sem nú em til meðferðar. Báðir aðilar lögðu áherslu á að hefð- bundin viðskipti landanna haldist og kannaðir verði möguleikar á að nýta tækifæri sem skapast kunna við þær breytingar sem að er stefnt í sovésku efnahagslífi. Stefnt er að viðræðum verið fram haldið í nóvember í Moskvu. Formaður íslensku viðræðunefndar- innar var Sveinn Bjömsson, sendifull- trúi í utanríkisráðuneytinu, en for- maður sovésku viðræðunefndarinnar var Yuri Ledentsov, skrifstofustjóri í sovéska utanríkisráðuneytinu. khg. ólst hann upp hjá séra Birni Hall- dórssyni í Sauðalæk til 15 ára ald- urs. Þá fór hann utan og nam mynd- höggvaralist í Kaupmannahöfn í sex ár. Vom þeir samtíða á akademíunni um skeið Gunnlaugur og Bertel Thorvaldsen og eru góðar heimildir til um æskuvináttu þeirra. Bá§ir luku þeir listnámi á akademíunnij áen ferill þeirra varð harla ólíkur. Þegar Thorvaldsen hélt til Rómar til þess að sigra heiminn sneri Gunn- laugur við blaðinu og fór að lesa lög. Hann lauk lagaprófi 1797 og komst fljótlega í þjónustu stjórnarinnar, varð sýslumaður og bjó Iengst af á Grund. Kona hans var Vaigerður Árnadóttir og af þeim er Briemsætt komin. Afkomendur þeirra munu vera um tvö þúsund, flestir á íslandi en einnig í Danmörku, Þýskalandi og í Vesturheimi. khg. Málverk af Gunnlaugi Briem sýslumanni (1773-1834). Framsóknarfélag Kjósarsýslu ályktar: Sorpuröun í Álfsnesi um- hverfisslys Aðalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu, haldinn að Hlégarði, sunnudaginn 14. október, skorar á Júlíus Sólnes umhverfismálaráð- herra, að veita Sorpeyðingarfélagi höfuðborgarsvæðisins ekki starfs- leyfi vegna fyrirhugaðrar urðunar sorps í Alfsnesi. Þetta segir í tillögu sem samþykkt var samhljóða á fundinum. Jafn- framt er bent á að enn er tími til að koma í veg fyrir það umhverfisslys, sem af því hlytist. Þá lýsir fundurinn fúrðu sinni á vinnubrögðum Náttúruverndarráðs sem samþykkti staðsetningu sorp- hauga við bæjardyr Mosfellinga og Leirvoginn, náttúruperlu Mosfells- bæjar, þrátt fyrir að niðurstöður rannsókna á væntanlegri mengun séu enn óljósar. Einnig verður að teljast undarlegt að grenndarsjónar- mið meirihluta íbúa Mosfellsbæjar er fyrir borð borið í svo mikilvægu máli. -hs. Slátrun lokið í gær lauk slátrun í sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðár- króki. Slátrað var 30.500 fjár. Með- alfallþungi reyndist 14,8 kg sem er talið í betra meðailagi. Sauðfjáreign hefur mjög dregist saman og til marks um það má nefna að fyrir um áratug var slátrað 67 þúsund fjár og tala Sauðárkróks- búar um hrun sem sjái ekki síður stað í atvinnulífi bæjarbúa en hjá bændum sjálfum og í afkomu þeirra. Fullveldi veröi viðurkennt Tíu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu þar sem ríkisstjóminni er falið að árétta formlega viðurkenningu íslands á fullveldi Eistlands, Lett- lands og Litháens og að tekið verði tafarlaust upp stjómmálasamband við þessi ríki. í tillögunni er ríkisstjórninni falið að vinna að því að önnur ríki sýni með sama hætti stuðning við full- veldi og sjálfstæði Eystrasaltsland- anna. Fyrsti flutningsmaður er Þor- steinn Pálsson. -EÓ 50 ára afmæli Bréfaskólans Bréfaskólinn hefur nú starfað óslitið í 50 ár og á mánudag sl. var haldið upp á þessi merku tímamót í Listasafni ASÍ. Samvinnuhreyfingin á íslandi stofnsetti skólann í október 1940 og hét hann þá Bréfaskóli SÍS. Rak sambandið skólann í 25 ár en þá gerðist ASÍ eignaraðili og ráku sam- tökin skólann saman um skeið. Síð- ar urðu fleiri samtök í landinu eign- araðilar að skólanum og reka hann nú mörg fjöldasamtök. Þau eru: Al- þýðusamband íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Far- manna- og fiskimannasamband ís- lands, Kvenfélagasamband íslands, Samband íslenskra samvinnufélaga, Stéttarsamband bænda, Ungmenna- félag íslands og Öryrkjabandalag fs- lands. Bréfaskólinn varð sjálfseignar- stofnun á liðnum vetri og er enn eini skólinn á landinu sem eingöngu hefur fjarkennslu á sinni könnu. Fyrirmyndin að bessari sérstæðu fræðslustofnun á Islandi var sótt til norrænna bréfaskóla sem þá voru komnir til vegs og virðingar. í Sví- þjóð hóf Brevskolen starfsemi sína árið 1919 og var hann fús til að styðja tilraun íslensku samvinnufé- laganna til að starfrækja bréfaskóla hér á landi, m.a. með því að láta þeim í té námsefni og hljómplötur. Fólk úr öllum helstu stéttum og starfsgreinum alls staðar á landinu sækir Bréfaskólann nú eins og áður. Þrátt fyrir stórbættar samgöngur og gífurlega aukið námsframboð víða um landið hefur aðsókn að Bréfa- skólanum verið stöðug í mörg ár. Árlega skrá sig um 800-1200 nem- endur. Fyrir utan fólk sem býr í strjálbýli er enn margt fólk í landinu sem ekki á heimangengt á venjuleg- um kennslutímum, t.d. þeir sem vinna vaktavinnu, þeir sem eru bundnir yfir börnum, sjúkum eða öldruðum. Sjómenn eru líka stór hópur sem ekki getur sótt venjuleg námskeið. Fyrir þetta fólk getur fjarkennsla verið góð lausn. Bréfaskólinn hefur fært starfsemi sína út fyrir landsteinana með því að bjóða upp á fslensku fyrir útlend- inga. Nú eru 68 nemendur, frá ýms- um löndum heimsins, innritaðir í það nám. Við kennslu er notaður ýmis tæknibúnaður sem auðveldar nám- ið. Hljóðbönd og myndbönd eru notuð í kennslunni auk kennslu- bréfanna. Símafax er notað í sam- skiptum nemenda og kennara, ásamt leiðsögn sem kennarar bjóða nemendum símleiðis. Þá er námsráðgjöf fastur liður í starfsemi skólans sem mjög margir notfæra sér, einkum í tengslum við innritun. khg. Siglingamálastofnun fer fram á frekari rannsókn Iðntæknistofnun hefur að undan- förnu verið að rannsaka olíuleiðslu Olís, sem fór í sundur með þeim af- leiðingum að talsvert magn af olíu fór í sjóinn. Um leið og skýrsla ligg- ur fyrir um orsök slyssins mun Sigl- ingamálastofnun fara fram á að allar olíulagnir olíufélaganna, er liggja neðansjávar, verði rannsakaðar. „Þegar lögn sem er aðeins fjögurra ára gömul fer svona illa eins og raun varð á og búist er við að hún endist í að minnsta kosti tíu til fimmtán ár, þá verður maður hræddur og spyr sjálfan sig, hvað með hinar lagnirn- ar,“ sagði Gunnar Ágústsson hjá mengunarvarnadeild Siglingamála- stofnunar. Þá nefndi Gunnar að rannsókn olíulagnanna gæti farið fram með þeim hætti að kafari myndi kvik- mynda allar lagnirnar neðansjávar. Myndirnar yrðu skoðaðar og ef eitt- hvað athugavert kæmi ljós væri full ástæða til að draga fleiri lagnir upp á land til frekari rannsókna. Gunnar sagði einnig að búist væri við niðurstöðum Iðntæknistofnunar um leiðsluna í dag. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.