Tíminn - 17.10.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.10.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. október 1990 Tíminn 7 OLIA Að fara í kvöldverðarboð heima hjá Bandar bin Sultan prins, sendiherra Saudi Arabíu í Banda- ríkjunum, er engu líkara en að stíga inn í leikmynd fyrir James Bond mynd. Risastóru málmhlið- gríndurnar sem loka innkeyrsl- unni að húsi sendiherrans rétt fyrir utan Washington Iíta út fyrir að geta vamað skriðdreka ferða, hvað þá óboðnum gesti. Þegar svo hliðið er opnað taka við samninga- viðræður við fjölþjóða lið lífvarða frá Saudi- Arabíu, Bandaríkjunum og Wales. Eftir að fram hefur far- ið leit á gestunum, þeir yfirheyrð- ir og loks samþykktir em þeir af- hentir síðustu varaarlínunni, enskum bryta. Þetta nákvæma öryggiseftirlit er bráðnauðsynlegt. Ef nokkur má teljast líklegt skotmark útsendra hryðjuverkamanna íraka er það hinn glæsilegi og herðabreiði Bandar. Eftir að Saddam Hussein sendi skriðdreka sína inn í Kúvæt hefur þessi 41 árs sendiherra Saudi- Arabíu verið sá haukurinn í Washington sem mest hefur lát- ið til sín taka, og sá sem hefur mest áhrif með framkomu sinni. Hann er eini opinberi embættis- maðurinn sem segir upphátt það sem aðrir láta sér nægja að hugsa, þ.e. að það verði að sýna íraska einræðisherranum hvar hann eigi heima og að sennilega nægi ekki efnahagslegar þvingan- ir til að koma honum í skilning um það. Fyrrverandi orrustuflugmaður talar vafningalaust Ágæt enska Bandars og hressandi einarðar skoðanir hafa gert hann að boðbera hreinskilinnar um- ræðu í annars þokukenndu dip- lómatíska orðaglamrinu sem hefur umlukið Persaflóadeiluna. Sendi- herra Saudi-Arabíu er líka orðinn fjölmiðlastjarna eftir að hafa kom- ið ótal sinnum fram í sjónvarpi og fyrir þingmenn. Bandar talar enn eins og sá orr- ustuflugmaður sem hann var, en ekki sá háttsetti diplómat sem hann nú er. Við kvöldverðarborðið og langt fram á nótt lætur hann rigna yfir gesti sína sögum um óhreinlyndi Saddams. Meðan flest- ir vestrænir fréttaskýrendur botna hvorki upp né niður í hugarástandi slátrarans í Bagdad, þekkir Bandar hann eins og aðeins öðrum araba er unnt. „Ef maður vill dæma um hversu mikil áhrif efnahagsþvinganir eru líklegar til að hafa verður maður að skilja skapgerð mannsins. Ég held ekki að Sáddam Hussein bregðist eins við þeim og tilætlun- in er, þó að fólk hans verði fyrir harðræði. Svo lengi sem herinn og flokksgæðingarnir búa við gott atlæti er Saddam ekki sá maður sem lætur hrærast af mannúðar- ástæðum eða vegna áhrifa frá þjóð sinni - þegar allt kemur til alls jós hann yfir hana eiturgasi fyrir að- eins nokkrum árum. Af þessum ástæðum er hann fær um að standast efnahagsþvinganir leng- ur en Vesturlandabúar halda,“ segir Bandar. í andstöðu við hugmyndir ráðgjafa Bandaríkjaforseta Svona beinhörð röksemdafærsla er ekki sú sem varkárir stefnu- myndandi ráðgjafar George Bush forseta vilja heyra. Þeir virðast hafa sannfært sjálfa sig um að með tíð og tíma muni þvinganimar koma Saddam á þá skoðun að best væri að draga sig til baka frá Kúvæt og að hægt sé að komast hjá stríði. Bandar fellst ekki á þessa skoðun. „Við höldum ekki að stríð sé óhjá- kvæmilegt, en allt það sem við nú vitum er ekki uppörvandi, þegar Bandar bin Sultan Al-Saud, sendiherra Saudi-Arabíu í Washington, þekkir hugs- anagang „Ar- ababróðurins“ Saddams Hus- sein betur en Vesturlandabú- ar. Hann segir óhjákvæmilegt að brjóta Sadd- am á bak aftur. Sendiherra Saudi-Arabíu í Bandaríkjun- um herskár höfð er í huga framkoma Sadd- ams,“ segir hann. Bandar byggir álit sitt á persónu- legri reynslu sinni, öfugt við bjart- sýna Bandaríkjamenn. Hann hitti Saddam í fjórar klukkustundir fyr- ir aðeins fáum mánuðum og hefur í fjölmörg skipti átt samskipti við hina skelfilegu íraksstjórn. Þegar Bandar kom til Bagdad tók einkaritari Saddams á móti honum. Því miður hafði íraski embættismaðurinn enga hug- mynd um hvar yfirmaður hans var niðurkominn. Seint og um síðir kom íraskur hermaður og sagði Bandar að fara aftur um borð í flugvélina sína. Eftir flug- ferð, 100 mílur norður af Bagdad, var komið til leynilegs felustaðar Saddams. Bandar var ekkert óskaplega undrandi. Fyrir tveim árum varð hann vitni að öðru dæmi um einkaskelfingarstjórn Saddams, þegar hann starfaði sem meðal- göngumaður í friðarsamningun- um eftir stríðið milli írana og ír- aka. TariqAziz, íraski utanríkisráð- herrann, var fulltrúi Saddams í viðræðum í New York. Friðarsamningurinn sem heild var samþykktur nema hvað varð- aði eitt einasta orð, en Aziz hafði ekki vald til að breyta því orði og hann var of óttasleginn til að hringja til Saddams. Á endanum hringdu Bandar og Fahd konung- ur til leiðtoga íraks og fengu leyfí hans til að breyta orðinu. Bandar álítur að Saddam sé um- kringdur hópi „já-manna“ sem séu of skelfingu lostnir til að segja honum sannleikann um möguleikann á að hann sé búinn að koma sér í skelfilega aðstöðu. Af þessari ástæðu styður Bandar hugmyndina um að senda sovésk- an sendiboða til Bagdad til að hitta Saddam og segja honum augliti til auglitis að ef hann hypji sig ekki út úr Kúvæt, sé hann búinn að vera. Helst kysi ríkisstjórn Saudi-Arabíu að enda- lok deilunnar yrðu að losna við íraska einræðisherrann. The Washington Post hefur skýrt frá því að háttsettir embættismenn Saudi-Arabíu séu í einkaviðræð- um að þrýsta á Bandaríkjamenn að gera hernaðarlega árás hið fyrsta. Hefur skapað nýjar hugrayndir um arabíska diplómata Bandar heldur því fram að tengsl ríkisstjórna Bandaríkjanna og Saudi- Arabíu haldi áfram að vera mjög góð. Ef svo er, má að miklu leyti skrifa það á hans reikning. Hann hefur verið á stöðugri ferð inn og út úr Hvíta húsinu, utanrík- isráðuneytinu og hermálaráðu- neytinu síðan deilan við Persaflóa hófst. Þeir sem lengi hafa fylgst með málum í Washington eru ekkert hissa á því hversu .mikils álits Bandar nýtur. Allt frá því að hann gerðist fulltrúi Saud-ættarinnar í Washington fyrir sjö árum hefur hann lagt sig fram um að rækta sambönd á æðstu stöðum og orðið afar vinsæll maður í borginni. Á forsetaárum Reagans voru George Shultz utanríkisráðherra og Ca- spar Weinberger varnarmálaráð- herra . í hópi merkispersónanna sem Bandar hélt veislur bak við járnhliðið sitt. Bandar tók að sér að bera per- sónuleg skilaboð Ronalds Reagan til PLO og aðstoðaði við að skipu- leggja stuðning Saudi-Araba við fjöldann allan af leynilegum að- gerðum Bandaríkjamanna. Farið er að lfta á sendiherra Saudi-Arabíu sem fullkomið dæmi um nýja gerð arabískra di- plómata. Hann hefur gert að engu hugmyndina um hinn dæmigerða araba sem undirförul- an, andamerískan son eyðimerk- urinnar. Þar nýtur hann skop- skyns sín og glæsifatnaðar úr Sa- vile Row. Bandar er sonarsonur Abdul Aziz ibn Saud, fyrsta kon- ungs Saudi-Arabíu, bróðursonur Fahd konungs, núverandi ein- valds, og sonur Sultan prins, varnarmálaráðherra. Konan hans, Haifa prinsessa, er dóttir Faisal konungs, enn eins fyrrver- andi einvalds. Iðrast ekki beiðninnar um bandaríska hernaðaraðstoð Bandar hlaut hefðbundna kon- unglega menntun þangað til hann var sendur í skóla breska konung- lega flughersins 16 ára gamall. Þaðan útskrifaðist hann 1969 og hélt þá til Texas þar sem hann hlaut þjálfun hjá bandaríska flug- hernum sem orrustuflugmaður. Framhaldsþjálfun hlaut hann í Alabama en lauk síðar háskólaprófi í alþjóðlegum samskiptum við John Hopkins University. Eftir árin sem Bandar átti í bandaríska flughernum hefur hann vinsamlega afstöðu til Vest- urlanda og enskan hans er blátt áfram og auðskiljanleg. „Maður hefur ekki tíma til að tala eins og Shakespeare þegar maður flýgur hraðar en hljóðið," hefur hann sagt. Þegar hann sneri aftur til Saudi-Arabíu var hann gerður að ofursta í flugher Saudi-Arabíu. Miðað við núverandi starf hans fannst honum draumur einn að fljúga F16-flugvélum, en nú, þegar tveir mánuðir eru liðnir frá því hann bað um bandaríska hernað- araðstoð, heldur Bandar því fram að það hafi verið hárrétt ákvörðun. „Við iðrumst einskis vegna þess að við vorum alveg handvissir um það kvöldið sem við báðum vini okkar um aðstoð, að Saddam Hus- sein hefði illan tilgang og ætlaði að halda áfram árás sinni inn í Saudi- Arabíu, frekar fyrr en síðar," segir hann. „Saddam Hussein verður ekki yfirsterkari og Kúvæt verður frelsað“ „Ein kaldhæðnin og harmleikur- inn í núverandi kringumstæðum er að Kúvæt er hernumið vegna þess að það hélt áfram að hafa trú á slagorðum Saddams og hafði trú á honum sem Araba-bróður.“ Bandar álítur að ill meðferð íraka á Kúvæt eigi eftir að valda stór- kostlegri reiði um allan heim þeg- ar opinberlega verður upplýst hversu víðtæk og í hve miklum mæli hún sé. Eitt það dapurlegasta við gerðir Saddams segir Bandar vera það að hann hafi klofið araba í fýlkingar. Einkum og sér í lagi hefur deilan rekið fleyg milli Saud-ættarinnar og Husseins Jórdaníukonungs sem eru gamlir bandamenn. Þrátt fyrir hávaðann nú segir Bandar aðskiln- aðinn við Jórdaníu ekki óafturkall- anlegan. „Þegar skýin, sem nú grúfa yfir tengslunum, hverfa er ég viss um að við allir verðum mjög ánægðir með að hverfa aftur til gömlu, ágætu samskiptanna," seg- ir hann „En eitt er ég viss um,“ bætir hann við. „Saddam Hussein verður ekki yfirsterkari og Kúvæt verður frelsað. Spurningin er aðeins hvernig. Ég ítreka það að við vild- um gjarna sjá það gerast með friði, en það verður að gerast.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.