Tíminn - 17.10.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 17. október 1990
Tíminn 5
Um 200 kærur vegna læknamistaka berast landlæknisembættinu á ári:
Eru samskipti lækna
og sjúkra að versna?
Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra hyggst á næstunni
leggja fram frumvarp um sjúklingatryggingu, þar sem gert er ráð
íyrir að sjúklingur, sem verður fyrír heilsutjóni af völdum læknis-
meðferðar eða í tengslum við hana, eigi rétt tii bóta eftir almennum
skaðabótareglum. Þessi breyting verður gerð í tengslum við breyt-
ingar á almannatryggingarlöggjöfínni.
Guðmundur gat þess á blaðamanna-
fundi, þar sem þessar breytingar voru
kynntar, að á undanförnu hefði riðið
yfir landlæknisembættið bylgja kæra
vegna læknamistaka.
Matthías Halldórsson aðstoðarland-
læknir sagði að kærum hefði ekki
fjölgað umtalsvert á þessu ári. Hann
sagðist hins vegar kannast við að
nokkuð stór bylgja kæra hefði komið
síðla sumars. Þrátt fyrir það sagðist
hann ekki búast við að kærur færu
mikið yfir 200 á þessu ári, en það er
svipaður fjöldi og var á síðasta ári.
Kærum fjölgaði mikið fyrir um 4-5
árum, en hefur fjölgað óverulega síð-
an.
Matthías sagði stóran hluta af kær-
unum vera tilkominn vegna sam-
skiptaerfiðleika lækna og sjúklinga,
a.m.k. virtist undirrótar óánægju
sjúklings með unnin læknisverk oft
vera að leita í slæmum samskiptum
þeirra. Hann sagðist hafa á tiífinn-
ingunni að fleiri kærur væru þessar-
ar tegundar nú en áður var.
Gangur þessara mála er sá, að kær-
um vegna meintra læknamistaka er
komið til landlæknisembættisins.
Þar er upplýsingum um málið safn-
að, s.s. sjúkraskýrslum, áliti sérfræð-
inga ef um alvarlega kvörtun að ræða
o.fl. Landlæknir sendir síðan frá sér
álit á kærunni. í sumum tilfellum er
málið sent læknaráði til umsagnar.
Einnig getur sjúklingur kært og farið
þá hefðbundna dómstólaleið.
Matthías sagði að mikill tími færi í
að sinna þessum kærum og segja
mætti að þetta væri orðinn mjög stór
hluti af starfsemi landlæknisembætt-
isins. Landlæknir á að hafa faglegt
eftirlit með heilbrigðisþjónustunni.
Að sinna kærum er hluti af því eftir-
liti.
Stundum hefur verið gagnrýnt að
læknar skuli ekki sjálfir taka þátt í
kostnaði sem hlýst af mistökum
þeirra. Guðjón Magnússon, skrif-
stofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu,
sagði að gera yrði greinarmun á
hvort um væri að ræða lækni sem
ynni hjá ríkinu, eða hvort viðkom-
andi væri með eigin læknastofu.
Hann sagði ekki óeðlilegt að læknar,
sem eru með eigin rekstur, bæru
ábyrgð á eigin mistökum. Það gerðu
t.d. tannlæknar. Guðjón sagði það
venju að vinnuveitandi bæri ábyrgð á
mistökum starfsmanna sinna.
Vinnuveitandinn ætti síðan endur-
kröfurétt á hendur starfsmanns sem
gerði mistökin. Dæmi er um að ríkið
hafi krafið lækni um greiðslu á bót-
um, sem því var gert að greiða sjúk-
lingi.
Guðjón benti ennfremur á að oft
væri erfitt að segja nákvæmlega til
um hver bæri ábyrgð á því ef sjúk-
linguryrði fyrir heilsutjóni vegna að-
gerða lækna. í mörgum tilfellum
væru unnin mörg læknisverk á sjúk-
lingi og því ekki auðvelt að staðsetja
mistökin. í slíkum tilfellum væri það
heilbrigðisþjónustan sem heild sem
bæri ábyrgðina. -EÓ
Jóhannes Geir,
Níels Ámi og
Sverrir á þingi
Þrír varaþingmenn sitja nú á þingi
fyrir Framsóknarflokkinn.
Fyrstan skal telja Sverri Sveinsson
frá Norðurlandskjördæmi vestra.
Sverrir kemur inn fyrir Pál Péturs-
son, formann þingflokks Framsókn-
armanna, en Páll fer nú fyrir sendi-
nefnd Norðurlandaráðs á ferð hennar
um Sovétríkin. Níels Árni Lund er úr
Reykjaneskjördæmi og kemur inn á
þing í stað Jóhanns Einvarðssonar.
Jóhann situr nú á þingi Sameinuðu
þjóðanna í New York. Þriðji vara-
þingmaðurinn er Jóhannes Geir Sig-
urgeirsson. Hann kemur frá Norður-
landi eystra og situr þing fyrir Guð-
mund Bjamason heilbrigðisráð-
herra, en Guðmundur situr nú fund
heilbrigðisráðherra á Kýpur. -hs.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson.
Níels Ámi Lund.
Sverrir Sveinsson.
Valur Gíslason
leikari látinn
Valur Gíslason leikari lést aðfara-
nótt sl. laugardags, 88 ára að aldri.
Hann var einn af fremstu leikurum
Þjóðleikhússins frá stofnun þess.
Valur gegndi fjölda trúnaðarstarfa
um ævina. Hann var formaður Fé-
lags íslenskra leikara 1949-1955 og
aftur 1958-1962. Þá var hann stjórn-
armaður og formaður Bandalags ísl.
listamanna og í Þjóðleikhúsráði og í
stjórn norræna leikararáðsins um
árabil.
Valur hlaut Silfurlampann fyrir
besta leik ársins í tvígang og heið-
urslaun listamanna frá 1975.
Vaiur Gíslason.
<< ••
SVEITAHREPPAR-BUNAÐARFILOG-BÆNDUR
Ódýr lausn í ófærðinni!
. . ,
Snjóblásari fyrir dráttarvélar
Tekur nánast allan snjó. Jafnt krapa
sem harðfenni.
Lítil orkunotkun miðað við
vinnslubreidd.
Blæs snjó hvort sem ekið er áfram
eða afturábak, það þarf einungis að
snúa dráttarvélinni við.
Fáanlegur í tveimur stærðum.
Vinnslubreidd 2.30 m og 2.50 m.
Áralöng góð reynsla við íslenskar
aðstæður.
Sjáið við ófærðinni og tryggið ykkur
réttu tækin tímanlega
B5P
SNJÓBLÁSARAR
G/obusi
VÉLADEILD
S: 91 681555