Tíminn - 26.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.10.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. október 1990 Tíminn 5 H.l. braut- skráir 125 kandídata Háskólahátíð verður haldin í Há- skólabíói n.k. laugardag, og fer þar fram brautskráning kandídata. Athöfnin hefst með því að Marta Halldórsdóttir syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Háskóla- rektor, dr. Sigmundur Guðbjarnason ávarpar kandídata og síðan afhenda deildarforsetar prófskírteini. Að lok- um syngur Háskólakórinn nokkur lög undir stjórn Ferenc Utassy. Að þessu sinni verða brautskráðir 125 kandídatar og eru þeir flestir úr viðskiptafræðum eða 37 manns. B A próf í heimspekideild hljóta 22, BA próf í félagsvísindadeiid 20 og B.S. próf í raunvísindum 19. Mun færri verða brautskráðir úr öðrum fræði- greinum. khg. Bátur sökk við Papey: Sjómaðurinn fannst úti í Papey í gær í gær fannst maður sem lagt hafði út á bát sínum frá Djúpavogi. Hans hafði verið saknað frá því í fyrradag þar sem bátur hans kom ekki að iandi. Leitarmenn fundu hann í Papey um hádegisbilið í gær og virtist honum ekki hafa orðið meint af volkinu. Maðurinn heitir Valgeir Sveinsson. „Við fórum í fimm í gærmorgun út í Papey til að ganga fjörur í eynni. Fyrst fundum við smávegis brak úr bátnum, síðan fundum við björgun- arbátinn úr bátnum og sáum að Val- geir hafði verið í bátnum, þegar hann kom í land, þar sem báturinn var bundinn, síðan sáum við för eft- ir hann og fórum heim að Papeyjar- bænum og sáum að hann hafði ver- ið þar og loks fundum við hann í sumarhúsi sem hafði verið byggt þama 'rétt hjá. Hann var þar í góðu yfirlæti, var búinn að kveikja upp og farinn að hita sér kaffi", sagði Krist- ján Ragnarsson, einn af leitarmönn- unum. „Hann hafði brennt sig á lærinu á neyðarblysi sem hann fann inni í sveitabænum en að öðru leyti var hann hress". Kristján sagði að Valgeir hefði farið á bát sínum, Auð- björgu VE, upp að Papey um hádeg- isbilið á miðvikudaginn vegna ein- hverra gangtruflana og þegar hann fór af stað aftur hafi hann keyrt á blindsker með þeim afleiðingum að bátnum hálfhvolfdi og fljótlega eftir það hefði hann sokkið. —SE Islenskur tónlistar- dagur á laugardag Á laugardaginn verður haldinn ís- lenskur tónlistardagur með þeim hætti að íslenskri tónlist verður gert hátt undir höfði bæði á öldum ljósvakans sem og á ýmsum tón- ieikastöðum og klúbbum víða um land. Með þessum tónlistardegi vilja ís- lenskir tónlistarmenn vekja athygli á því óréttlæti, sem ríkir í sambandi við íslenska tónlist, en hún situr ekki til sama borðs og aðrar listir þar sem hún er skattlögð. íslenskar hljómplötur og tónleikar eru virðis- aukaskattsskyld og vilja tónlistar- menn mótmæla því óréttlæti. Tákn- ræn athöfn fer fram í Púlsinum við Vitastíg klukkan 15 á laugardaginn en þá verður nokkrum helstu fyrir- mönnum þjóðarinnar afhent ný út- gáfa af verkum hins ástsæla tón- skálds Sigfúsar Halldórssonar. Þar er um að ræða bók, sem inniheldur hljómplötu með verkum Sigfúsar, en menn standa nú andspænis þeim vanda að selja skattfrjálsa bók sem inniheldur skattskyldan hlut, sem er hljómplatan, sem gefur að finna innan á bakkápu bókarinnar, segir í fréttatilkynningu frá undirbúnings- nefnd um íslenskan tónlistardag. —SE Bragi Steinarsson saksóknari (tv.) og Hallur Magnússon, dagskrárgerðarmaður í húsakynnum Sakadóms í gær. Tímamynd: Pjetur Halli var birt ný ákæra Halli Magnússyni dagskrárgerðar- manni var birt ákæra í Sakadómi Reykjavíkur í gær, vegna greinar- skrifa hans um séra Þóri Stephens- sen. Þetta er í þriðja sinn, sem sak- sóknari gefur út ákæru vegna þessa máls, en tveimur fyrri ákærunum var vísað frá dómi. Ákæran á rætur sínar að rekja til vettvangsgreinar, sem Hallur skrifaði og birtist í Tímanum 14. júlí 1988, þar sem fjallað var um embættisverk séra Þóris sem staðarhaldara í Viðey. Hallur er ákærður á grundvelli al- mennra hegningarlaga þar sem kveð- ur á um rétt opinberra starfsmanna. í ákærunni, sem birt var í gær, er grein Halls sögð vera í heild ósvífin og móðgandi, hafi að geyma aðdrótt- anir og er sett fram og birt á ótil- hlýðilegan hátt af illfysi. Saksóknari krefst þess í ákæruskjalinu að ákærði verði dæmdur til refsingar, að ein- stök ummæli, sem ákært er fyrir, verði dæmd ómerk og að kröfu sr. Þóris verði honum greiddar miska- bætur að upphæð kr. 250.000 auk greiðslu alls sakarkostnaðar. Ragnar Aðalseinsson mun verða verjandi Halls að þessu sinni, sem og í fyrri tvö skiptin. Einnig hefur Þórir Stephensen kært málið til siðanefhdar Blaðamannafé- lagsins, og var málið tekið til fyrstu umfjöllunar þar í gær. —GEÓ VEITINGAHOLLIN TEKIN TIL GJALD- ÞROTASKIPTA VeitingahöIIin hf. í Reykjavík var sem næst verður komist er í gær tekin til gjaldþrotaskipta. stærsti lánadrottinn fyrirtækis- Veitingahöllin er í leiguhúsnæði íns íslandsbaaki. á neðstu hæð í Húsi verslunar- Bústjóri hefur verið skipaður innar. Um er að ræða fjölskyldu- Þorsteinn Eggertsson. Fyrirtæk- fyrirtæki og er talið að ekki séu ið vcrður enn um sinn áfram í miklar eignir í búinu, og eftir því rekstri. A fundi bændasamtakanna í gær var rætt um GATT-viðræðurnar. Haukur Halldórsson: ÞVINGUÐ HAGRÆÐING HÆTTULEG? Bændasamtökin gengust fyrir fundi í gær um GATT-viðræðumar og hugsanleg áhrif nýs GATT-sam- komulags um viðskipti með búvör- ur á alþjóðamarkaði. Meðal fram- sögumanna voru Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda. Fjallaði Jón um stefnu íslenskra stjóm- valda í GATT- viðræðunum með áherslu á þá þætti, sem að landbún- aði lúta, en Haukur ræddi hins veg- ar um afstöðu Stéttarsambandsins til þeirra. Vandasamasta málefnasviðið í GATT- viðræðunum er án efa land- búnaðarmál. Menn virðast vera sammála um að aðgerða sé þörf á að draga úr verndar- og stuðningsað- gerðum í landbúnaði, en eins og svo oft áður deila menn um leiðir og hversu langt skuli ganga. Einkum eru það deilur á milli Evrópubanda- lagsins og Bandaríkjanna, sem þótt hafa harðar. Innan EB eru umæður um 30% niðurskurð, en fulltrúar Bandaríkjanna telja það of lágt og hafa gert kröfu um allt að 75% nið- urskurð. Jón Sigurðsson greindi frá tillög- um íslendinga í málinu, sem þó hafa ekki verið formlega lagðar fram í GATT-viðræðunum ennþá. Þær ganga í fyrsta lagi út á að út- flutningsbætur verði lækkaðar um 65% fram til 1996. í öðru lagi verði dregið úr opinberum stuðningi um 25%, og er þá átt við þætti eins og reiknaða markaðsvernd, niður- greiðslum ofl. í þriðja lagi verði að- lögunin jöfn milli ára. í fjórða lagi verði innflutningur heimilaður á unnum landbúnaðarvörum, svo sem ostum, en áfram verði inn- flutningsbann á nýmjólk og hráu kjöti af heilbrigðisástæðum og að lokum verði könnuð álagning breytilegra innflutningsgjalda, sem næmi rrtismun á heimsmarkaðs- og innanlandsverði. Jón sagði að innan EFTA væri gert ráð fýrir að viðkomandi ríki gæti beitt verðjöfnun á iðnaðarvörur, sem nota landbúnaðarafurðir sem hráefni, til að jafna samkeppnismun er stafaði af niðurgreiðslum á bú- vörur í einstökum ríkjum. ísland hefur nýlega nýtt sér þessar heim- ildir með verðjöfnunargjaldi á kök- ur. Hann benti t.d. á að ísland væri eina EFTA-landið, sem ekki hefur enn gefið jákvæð svör um að heimil- aður verði innflutningur á jógúrt. „Ég tel ljóst, að ísland muni verða að leyfa slíkan innflutning fyrr eða síðar, enda ókleift fyrir íslendinga að standa á innflutningsbanni eftir að verðjöfnunargjaldskerfið er komið á.“ Jón hvatti bændasamtökin til að líta ekki á væntanlegt GATT- sam- komulag sem ógnun. „Vissulega mun það hafa áhrif á rekstrarum- hverfi búvöruframleiðslunnar. En þau áhrif eru ekki einungis neikvæð til skamms tíma, heldur geta þau jafnframt orðið einn af hornsteinum bættra lífkjara og aukins kaupmátt- ar almennings þegar frá líður.“ Haukur Halldórsson sagði á fund- inum, að það hafi verið stefna stjórnvalda síðustu 10 ár, að draga úr útgjöldum ríkisins til landbúnað- armála. Sú stefna hafi verið mörkuð með breytingu á Framleiðsluráð- slögunum árið 1979 og ítrekuð með setningu Búvörulaganna árið 1985. „Ef útgjöld til landbúnaðarmála samkvæmt ríkisreikningi eru skoð- uð frá árinu 1980 kemur í ljós að þar er um stöðugan samdrátt að ræða, ef frá eru talin áhrif niðurgreiðslna vegna matarskattsins frá ársbyrjun 1988", sagði Haukur. Hann benti á varðandi þann sam- drátt, sem felst í tilboði ríkisstjórn- arinnar, en í tilboðinu er lögð til grundvallar staðan árið 1988 og því væri augljóst að hinn ráðgerði sam- dráttur væri þegar kominn fram. „Það er því dálítið undarlegt þegar einstakir ráðherrar í ríkisstjórninni tala um þetta sem einhvern nýjan áfanga í pólitískri baráttu sinni og stórgjöf til neytenda." Haukur sagði þá hugmynd að færa núverandi nið- urgreiðslur sem mest yfir í beinar greiðslur til bænda, sem nú væri m.a. til umræðu varðandi nýjan bú- vörusamning, þyrfti ekki að þýða minni stuðning við landbúnaðinn. Slíkt kerfi gæti hins vegar leitt til markvissari nýtingar fjármunanna. Varðandi innflutning á matvælum benti Haukur á, að íslendingar flyttu inn meira af matvælum, mælt í hita- einingum en flestar aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu. „Þótt við séum stór- útflytjendur af próteinum flytjum við inn meginhlutann af kolvetna- fæðunni og að sjálfsögðu alla ávexti og vín. Þessa stöðu þurfum við að hafa í huga þegar við ræðum hug- myndir um aukinn innflutning bú- vara. Annað atriði í þessu sambandi vil ég einnig neftia, en það eru heil- brigðiskröfúrnar. í ályktun síðasta aðalfundar Stéttarsambandsins um GATT-málið er sú krafa gerð, að komi til frekari innflutnings á bú- vörum, verði tryggt að ekki verði gerðar minni kröfur til þeirra en innlendra búvara varðandi aðbúnað á framleiðslustigi og notkun lyfja, hormóna og eiturefna." Að lokum benti Haukur á, að stundum heyrð- ust þær raddir sem vilja láta þvinga fram hagræðingu í landbúnaði með því að opna fyrir innflutning búvara. „Þetta myndi jafngilda því að skjóta fyrst og spyrja svo. Slík vanhugsuð skyndiaðgerð myndi leiða til hruns í flestum greinum landbúnaðarins á örskömmum tíma og þegar menn áttuðu sig á mistökunum eftir nokk- ur ár væru framleiðslutækin ekki til staðar lengur." -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.