Tíminn - 26.10.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.10.1990, Blaðsíða 16
RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Halnafhusinu v Tryggvagotu. _____» 28«?? SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS NORÐ- AUSTURLAND AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sævartröföa 2 Sími 91-674000 I íniinn FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER1990 MS segir sig úr MORFIS Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna á íslandi hefur enn og aftur valdi fjaðrafoki í félagslífi skólanna. Menntaskólinn við Sund hefur sagt sig úr MORFÍS og telja nemendur skólans að keppnin sé gróf móðgun við alla sanna mælsku- og rökræðulist. Dropinn, sem fyllti mælinn hjá MS- ingum, voru úrslit í ræðukeppni á milli MS og Fjölbrautarskólans í Garðabæ í fyrstu umferð MORFÍS sem fram fór sl. fimmtudag. MS-ing- ar töpuðu keppninni og töldu sannast í niðurstöðum dómara að sígild mælsku- og rökræðulist, sem þeir að- hyllast, eigi ekki lengur heima í MORFIS- keppninni. Elsa Valsdóttir, tengill oddadómararáðs MORFÍS og oddadómari í fyrmefndri ræðukeppni sagði að það væri afskaplega hæpið fyrir MS að segja sig úr keppni sem þeir væru þegar fallnir úr og í öðru lagi hafi þeir skrifað undir skjal þess efnis fyrir keppnina að það kæmi ekki til neinna eftirmála út af þessari keppni og þetta skjal sagðist hún hafa undir höndum og sagði Elsa að þetta hefðu þeir svo sannarlega ekki staðið við. Viðmælandi Tímans, sem ekki vill láta nafns síns getið, sagði að MS- ingar stæðu í þeirri trú að það sem hlegið væri að teldist ekki til raka og það hafi farið mjög fyrir brjóstið á þeim að fyndnara ræðuliðið skyldi sigra. Þar að auki hefði á síðasta aðal- fundi félagsins verið samþykkt breyt- ing á dómblaði þar sem vægi rökfestu hefði verið hækkað á kostnað annarra liða og þar með væri um að ræða undirstrikun á því að hin sígilda mælsku- og rökræðulist væri aðalat- riðið hjá MORFÍS. „En MS-ingum veitist erfitt að skilja að menn geti verið rökfastir og fyndnir um leið“, sagði viðmælandinn. 700 af 850 nemendum í MS sam- þykktu úrsögn úr MORFÍS á almenn- um fundi sem haldinn var sl. mánu- dag. Ályktun Skólafélags MS um úr- sögn úr MORFÍS er svohljóðandi: „í ljósi þeirrar fáheyrðu dómsniður- stöðu, að Menntaskólinn við Sund hafi beðið afgerandi ósigur í öllum liðum á dómblaði, í báðum umferð- um rökræðukeppninnar við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ hinn 18. október 1990 - sér skólinn sig til- neyddan að draga sig út úr MORFÍS- keppninni. Við teljum þessi úrslit sýna og sanna að þessi keppni er nú orðið mælsku- og rökræðulist með öllu óviðkomandi. Önnur og annar- legri sjónarmið virðast hafa ráðið úr- slitum við þennan dóm. Við skiljum hreinlega ekki forsendur hans frekar en allur þorri áheyrenda þetta kvöld, þar með talinn fjöldi manna sem hlýddi á keppnina í beinni útsend- ingu á Rás 2 í Ríkisútvarpinu. Við telj- um virðingu Menntaskólans við Sund ekki samboðið að taka þátt f slíkri keppni í framtíðinni. Hún er gróf móðgun við alla sanna mælsku- og rökræðulist." Eins og áður sagði er þetta ekki í fyrsta skipti sem MORFÍS veldur deil- um innan framhaldsskólanna. 1987 sagði Menntaskólinn við Hamrahlíð sig úr keppni þar sem einn liðsmaður ræðuliðsins hafði verið sakaður um ólögmætt athæfi og dæmdur í keppn- isbann. Þar að auki hafa oft staðið deilur um dómara en mikið er um það að skólar hafni þeim dómurum sem dæma eiga keppnina á mjög svo fjölbreyttum forsendum. Fyrstu umferð MORFÍS lýkur í kvöld en þá tekur Menntaskólinn við Hamrahlíð á móti Menntaskólanum á Akureyri í MH. Þau lið, sem þegar eru komin í átta liða úrslit, eru lið Fjöl- brautaskólans í Garðabæ, Flensborg- arskóla í Hafnarfirði, Menntaskólans í Kópavogi, Menntaskólans í Reykjavík, Verslunarskóla íslands, Fjölbrauta- skólans við Ármúla og lið Fjölbrauta- skóla Suðumesja. Menntaskólinn á Laugarvatni sat hjá í fyrstu umferð og mun hann keppa við eitthvert þeirra átta liða sem komust áfram. —SE NU ER HANN TV0FALDUR NÚERÁÐ HITTAÁ RÉTTU KÚLURNAR Efþú hittirfœrðu milljónir Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.