Tíminn - 26.10.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.10.1990, Blaðsíða 15
Föstudagur 26. október 1990 Tíminn 15 Handknattleikur: hominu og Bjami Sigurðsson er óð- um að ná sér af meiðslunum hann sýndi gamla takta í gær. Hjá Val varði Einar Þorvarðarson 10 skot, en lét skapið spilla fyrir sér í lok leiksins, var vikið af leikvelli og kom ekki meira við sögu. Júlíus Gunnars- son og Jakob Sigurðsson stóðu sig vel og Finnur Jóhannesson var gríðarlega harður í vöminni, stundum fúll harð- ur. Valdimar Grímsson náði sér ekki almennilega á skrið og munar um minna. Þá var skarð fyrir skildi að Brynjar skildi meiðast Leikinn dæmdu þeir Rögnvaldur Er- lingsson og Stefán Amaldsson og áttu þeir góðan dag. Mörkin Víkingur: Alexei TUrfan 6/3, Guðmundur 5, Bjarki 3, Ami 2, Karl 1 og Birgir 1. Valur: Júlíus 4, Brynjar 4, Jakob 3, Jón 2, Valdimar 2/1, Dagur 1 og Finnur 1. BL Uppskeruhátíð Knattspyrnu- ráðs Akureyrar Friðrik Friðriksson, markvörður Þórs í meistaraflokki, var kjörinn Knattspymumaður Akureyrar 1990 á uppskeruhátíð Knattspymuráðs Akureyrar, sem fram fór um síðustu helgi. Þá var markakóngur KRA heiðraður, og hlaut Kristján Öm- ólfsson þá nafnbót. Kristján er leik- maður með 4. flokki hjá Þór, og skoraði hann 7 mörk í 4 leikjum. Þá voru á uppskemhátíðinni afhent verðlaun fyrir sigur á mótum á veg- um Knattspyrnuráðs Akureyrar í sumar. Þórsarar urðu Akureyrar- meistarar í 6. flokki A, B og C, 4. flokki, 2. flokki karla og meistara- flokkum karla og kvenna. KA sigraði hins vegar í 5. flokki A, B og C, 3. flokki A og B, 3. flokki kvenna A og B, og 2. flokki kvenna. Þórsarar fengu Sporthússbikarinn, en hann er veittur því liði sem hlýtur fleiri stig úr leikjum á vegum KRA. í sumar voru leiknir 50 leikir, og hlaut Þór 54 stig, en KA 46 stig. Það var Mótherji, starfsmannafélag Útgerð- arfélagsins Samherja, sem gaf öll verðlaunin, og er það þriðja árið í röð sem þeir gera svo. í þakídætisskyni var Mótherjamönnum afhentur áletraður platti á uppskeruhátíðinni. Þá heiðraði Knattspymuráð Akur- eyrar Rafn Hjaltalín knttspymudóm- ara, og var honum afhentur skjöldur frá KRA, með þakklæti fyrir störf hans í þágu knattspymunnar. hiá-akureyri. Þrefaldur pottur um helgina - Biðinni eftir beinu útsendingunum lokið Getspekingar sáu ekki fyrir óvænt úrslit í ensku knattspyrnunni um síðustu helgi og enginn var því með 12 leiki rétta. Hins vegar voru þrír með 11 rétta. Þá komu fram 49 rað- ir með 10 réttum. Potturinn verður þrefaldur nú um helgina, upphæð- in, sem flyst yfir á 1. vinning 43. lei- kviku, er 855.829 kr. Þeir þrír sem náðu 11 réttum fá hver í sinn hlut 81.116 kr. Fyrir 10 rétta greiðast 4.966 kr. í vinning. Úr- slit leikja voru óvænt um síðustu helgi, eins og áður segir, og þar af leiðandi skiptust getraunamerkin ekki á líklegasta hátt, 3-5-4. Eins og fyrr voru flest áheit í síð- ustu viku til Fylkis, en f næstu sæt- um voru í þessari röð: Fram, KR, ÍA, ÍBK, Valur, UBK, Selfoss, Þór Ak. og Víkingur. BOND hópurinn jók forystu sína í HAUSTLEIK ‘90, en hópurinn var með 10 rétta um síðustu helgi. MAGIC- TIPP var með 9 rétta og fylgir fast á eftir BOND. Staða efstu hópa er nú þessi: BOND 75, MAGIC- TIPP 73, 2X6 72, SÆ-2 71, JÚMBÓ, ÖSS og J.M. hafa 70 stig. Stöð 2 og Alþýðublaðið náðu best- um árangri í fjölmiðlaspánni um síðustu helgi, 6 réttum. Bylgjan var með 5 rétta og Dagur og RUV voru með 4 rétta. Aðrir miðlar voru ein- ungis með 3 rétta. Staðan í fjöl- miðlakeppninni er nú þessi: RÚV og Bylgjan 54 stig, Alþýðublaðið 53, Morgunblaðið, DV og Stöð 2 hafa 52 stig, Dagur 51, Tíminn 48, Lukku- lína og Þjóðviljinn hafa 42 stig. Um helgina verður mikið um að vera, þrefaldur pottur og fyrsta beina útsending vetrarins frá ensku knattspyrnunni. Sýndur verður leikur Nottingham Forest og Tot- tenham. Gaman verður að fylgjast með hvort Guðni Bergsson verður í liði Tottenham, en á því eru tölu- verðar líkur. Hins vegar er mjög ósennilegt að Þorvaldur Örlygsson verði í leikmannahóp Nottingham Forest. Bein útsending frá leiknum hefst kl. 13.55 á laugardag, en á sama tíma lokar sölukerfi Islenskra get- rauna. BL Birgir Sigurðsson Víkingur reynir að komast í gegnum Valsvömina, en Finnur Jóhannsson er fastur fyrir. Tímamynd Pjetur. Valsmenn töpuðu sínum fyrsta leik í 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld er þeir mættu Víkingum í Laugardals- höll. Bæði liðin voru taplaus fyrir leikinn og eru því Víkingar einir á toppi deildarinnar með 16 stig. Leikurinn var mjög fjörugur og spennandi. Áhorfendur sem fjöl- menntu í Höllina urðu vitni að sterk- um vamarleik og æsispennandi loka- mínútum. Víkingar höfðu frumkvæð- ið allan fyrri hálfleik, en rétt fyrir hlé tókst Valsmönnum að jafna 8-8, eftir að Brynjar Harðarson skoraði tvö skemmtileg mörk. Brynjar kom Valsmönnum yfir í fyrsta sinn í Ieiknum 9-8 í upphafi síð- ari hálfleiks og Júlíus Gunnarsson bætti 10. markinu við. Skömmu síðar varð Brynjar að fara meiddur af leik- velli. Víkingar jöfnuðu 10-10 og jafnt var 11-11 og 12-12. Víkingar náðu síðan 4 marka forskoti 18-14, en síð- ustu 3 mörkin í leiknum vom Vals- manna. Valsmenn fengu tvö tækifæri til að jafna leikinn, en Hrafn Marg- eirsson varði vel skot þeirra Valdimars Grímssonar og Jóns Kristjánssonar. Lokatölur vom því 18-17 Víkingssig- ur. Ekki er nokkur vafi á að þessi tvö lið em þau sterkustu um þessar mundir í íslenskum handknattleik. Mikil breyt- ing hefur orðið á Víkingsliðinu ffá því í fyrra þegar Iiðið var í fallbaráttu. Sovéski Ieikmaðurinn Alexei Tlirfan styrkir Iiðið mjög, jafnt í vöm sem sókn, en Tlirfan átti einmitt snilldar- leik í gær. Hetja Víkinga í leiknum f gær var samt Hrafn Margeirsson sem varði 13 skot. Guðmundur Guð- mundsson skoraði 5 góð mörk úr Naumur sigur hjá Víkingum íslenskar getraunir: MERKIÐ VIÐ 12 LEIKI 27. okt.1990 Viltu gera uppkastað þinnispá? 1. Arsenal-Sunderland D CDSdD 2. Aston Villa-Leeds United □ 00f2] 3. Crystal Palace-Wimbledon 0 000 4. Liverpool-Chelsea □ CDHCI] 5. Luton Town-Everton □ [D0[2] 6. Notth.Forest-Tottenham -sjónvarpað Q pTirxinri 7. Q.P.R.-Norwich City □ 11 n x im 8. Sheff.United-Coventry City o mmm 9. Southampton-Derby County O CDHtl] 10. Barnsley-Swindon Town Œimmcn 11. Millwall-Sheff.Wed. EQ QES 12. Oldham-Notts County e mrnci] 13. Ekki í gangi að sinni œ m00 FJÖLMIÐLASPÁ1 -I m a a z i •p Z 2 I | DAGUR i cc jg 5 ' if B «JIWW * | lukkixJnan 2 SA 4TA LS 1 1 I X I 2 | 11 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 2 1 1 X X 1 1 1 > X 1 6 4 0 3 1 1 1 1 1 X 1 X 1 8 2 0 4 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 5 X X 1 1 1 2 2 2 1 2 4 2 4 6 2 2 2 1 1 X 2 2 X 2 2 6 7 1 1 1 1 X 1 1 1 1 9 1 0 8 2 2 1 2 X 2 1 > X X 2 4 4 9 1 1 1 1 1 1 1 ' 1 1 10 0 0 10 X X X 1 1 1 X X X 4 6 0 11 1 X 2 X 2 X X > 2 X 1 6 3 12 1 1 1 1 1 X 1 1 1 9 1 0 13 STAÐAN í 1. DEILD Liverpool .9 8 1 020-6 25 Arsenal .9 63 0 17-5 21 Tottenham .... .9 54 0 15-3 19 Crystal P. .945 0 13-6 17 Man. City .9 44 1 12-9 16 Nott. Forest .. .9 34 2 12-11 13 Man. United .. .941410-11 13 Luton .94 14 10-14 13 AstonVilla .... .9 33 3 13-10 12 QPR .933 3 15-13 12 Leeds .9333 13-11 12 Wimbledon ... .92 52 8-10 11 Southampton .9 32 4 13-16 11 Chelsea .9 243 13-16 10 Sunderland ... ...92 34 12-159 Coventry ....92 2 5 10-13 8 Norwich ...92 1 6 8-18 7 Everton ....9 135 12-166 Derby ....9 03 6 5-16 3 Sheff. Utd ....9036 6-18 3 STAÐAN í 2. DEILD Sheff. Wed 12 84 0 27-8 28 West Ham 13 7 6 022-8 27 Oldham 13 9 4 024-10 26 Wolves 13 65 2 22-12 23 Millwall 12 64221-12 22 Notts. C 12 624 18-14 20 Barnsley 12 543 20-15 19 Middlesbro 12 534 18-10 18 Brighton 12 534 19-23 18 Ipswich 13 53 5 15-19 18 Bristol City .... 11 524 15-17 17 Newcastle 12 444 12-12 16 Swindon 13 44 5 17-19 16 Portsmouth .. 13436 19-22 15 Bristol R 11 42 5 15-15 14 Plymouth 13 2 74 11-16 13 Leicester 13418 17-31 13 PortVale 12 336 17-21 12 WBA 10253 11-14 11 Blackburn 133 2 8 16-21 11 Hull 13 2 56 18-31 11 Charlton 122 3 7 13-19 9 Oxford 122 37 15-24 9 Watford 122 2 8 8-17 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.