Tíminn - 01.11.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.11.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur; 1. nóvember.1990 Tíminn 3 Ungt fólk og umhverfismál Æskulýðsnefnd Norræna félagsins hefur ákveðið að efna til ráðstefnu um umhverfismál 9.-11. nóvember, ætl- aða ungu fölki. Er það gert í tilefni af Norrænu umhverfisári 1990 og er markmið ráðstefnunnar að vekja at- hygli ungs fólks á umhverfismálum, stöðu þeirra og þróun. Ráðstefnan er helguð endurvinnslu plasts og pappírs undir kjörorðinu „Pappír og plast í þínu nánasta um- hverfi". Framtak þetta er í tengslum við Norræna umhverfisárið sem nú stendur yfir og er þetta liður í því að vekja ungt fólk á aldrinum 15-20 ára til umhugsunar um þessi efhi sem það umgengst daglega -hs. Rangar upplýsingar frá þýsku rannsóknarskipi um aukna þorskgengd: Glópagull við Grænland orðið vart við aukna þorskgengd við austurströnd Græn- iands. Margir fóru þá strax að vona að auka mætti þorsk- kvótann til muna, en eíns og kunnugt er hefur verið ákveð- íð að draga hann saman um 10%. Þær vonir eru hins veg- ar að engu orðnar, því upplýsingamar frá þýska rannsókn- arskipinu hafa reynst rangar. Sigfús Schopka hjá Hafrann- sóknarstofnun er nú staddur í Danmörku og hélt hann fund með Þjóðveijum og Dönum um þetta mál. Þar kom upp úr dúrn- um að lciðangursstjórinn hafði reiknað eitthvað vitlaust og eng- in aukinn þorskgengd er við Austur-Grænland. „Þannig að ég væri nú fegnastur ef menn gieymdu þessu,“ sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar, í samtali við Tímann í gær. Hann sagði að í heild væri ekki um aukna þorsk- gengd á þessum slóðum að ræða. „Leiðangursstjórinn hef- ur ekki verið búinn að skoða sín gögn nægUega vel, eða sagt of fljótt frá,“ sagði Jakob um hvers vegna slíkar upplýsingar hefðu komið fram. „Þetta kennir manni bara enn og einu sinni að maður þarf að hafa eitthvað fast í höndunum áður en farið er að tala um þetta. -hs. Hart var deilt á hugmyndir sjávarútvegsráðherra um Fiskveiðistofnun á fiskiþingi í gær og einnig kom fram gagnrýni á störf fiskimálastjóra. Þorsteinn Gíslason: „Aumur er sá sem aldrei fær gagnrýni fyrir störf sín“ Á Fiskiþingi í gær kom fram hörð gagnrýni á hugmyndir sjávarútvegs- ráðherra um Fiskveiðistofnun sem hann kynnti í ræðu sinni við setningu Fiskiþings. Allir þingfulltrúamir, 18 að tölu, sem tóku til máls í umræð- unni voru mótfallnir hugmyndinni. Þá kom fram gagnrýni, aðallega frá fulltrúum Landsambands íslenskra útvegsmanna, á störf Þorsteins Gísla- sonar fiskimálastjóra og fyrirrennara hans. Þorsteinn Gíslason svaraði því til að aumur væri sá sem aldrei fengi gagnrýni á störf sín því hann álíti þann vin er til vammsins segir. í bréfi frá Jóni B. Jónassyni, skrif- stofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, dagsettu 14. okt. sl., til Fiskifélags ís- lands um hugmynd að fiskveiðistofri- un, segir að þessi stofnun eigi að taka við hluta af starfsemi ráðuneytisins, Fiskifélags fslands og Hafrannsóknar- stofnunar. Ennfremur mætti athuga hvort rétt væri að sameina Ríkismat sjávarafurða þessari stofnun. Hún myndi annast ýmsa framkvæmd vegna fiskveiðistjórnunar og almennt veiðieftiriit. Einnig myndi stofnunin annast alla öflun og skráningu upplýs- inga um fiskveiðar og fiskvinnslu. í bréfinu segir að stofnunin myndi því í raun taka að stórum hluta við hlut- verki ráðuneytisins sem snýr að fisk- veiðistjómun og veiðieftirliti auk ým- issa annarra verkefha. Jafnframt myndi þessi stofnun taka við allri skýrslusöfnun og úrvinnslu Fiskifé- lags íslands. Rekstur tölvumiðstöðvar Hafrannsóknarstofnunar og skráning og vinnsla ýmissa gagna sem nú á sér stað hjá þeim myndi flytjast til þessar- ar nýju stofnunar. í bréfinu segir að með þessari stofn- un sé stefnt að tveimur mikilvægum markmiðum. í fyrsta lagi valddreif- ingu. Þessi stofnun hefði opinbert vald í ýmsum mikilvægum málaflokk- um sem snerta fiskveiðistjómun og veiðieftirlit. Þykir það samrýmast bet- ur grundvallarreglum stjórnsýslurétt- ar að þessi verkefni séu færð til sjálf- stæðrar stofnunar í stjórnsýslukerf- inu og að þá myndi opnast möguleiki til þess að bera athafnir þessarar stofn- unar undir æðra stjórnvald, þ.e. ráðu- neytið. Annað markmiðið er það að ná fram samræmdri skýrslusöfnun og úrvinnslu. Nú í dag fari fram skýrslu- söfnun og úrvinnsla hjá þremur aðil- um og verður að telja að öll skýrslu- söfnun og úrvinnsla yrði nákvæmari ef hún væri á einni hendi. Myndu þá skapast auknir möguleikar til einföld- unar og samræmingar. Eins og áður sagði urðu miklar um- ræður á Fiskiþingi um þessa hug- mynd og voru menn á því að þarna yrði aðeins um bákn að ræða. Marías Þ. Guðmundsson, ritari milliþinga- nefndar sem skipuð var á síðasta Fiskiþingi, sagði að kostnaður upp á 6-7 milljónir sem ráðherra hafi nefnt sé mjög vanmetinn. Hann taldi einnig að starfsmannafjöldi væri mjög van- metinn, en gert er ráð fyrir að 35-40 manns starfi hjá Fiskveiðistofnun. Milliþinganefndin sendi sl. vor bréf til ýmissa aðila sem tengjast sjávarútvegi og spurði þá um þjónustu Fiskifélags íslands, hvort aðilamir notuðu sér hana og hvort mætti bæta hana á ein- hvem hátt. f greinargerð nefndarfor- manns, Marteins Friðrikssonar, til 49. Fiskiþings, kemur fram að langflest svörin hafi verið jákvæð og mörg lof- samleg um starfsemi Fiskifélagsins. Neikvæð svör bámst frá stjórn Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda og Landssambandi íslenskra útvegs- manna. Jónas Haraldsson, skrifstofu- stjóri LÍÚ, sagði að Kristján Ragnars- son, framkvæmdastjóri LÍÚ, hefði skrifað undir þetta bréf og að hann væri á móti Fiskifélaginu og hans álit væri það að leggja ætti FÍ niður. Jónas sagði að hann væri ekki sömu skoð- unar. Hann gagnrýndi hins vegar Þor- stein Gíslason fiskimálastjóra og fyrir- rennara hans fyrir það að hafa ekki myndað sér opinberlega skoðun á ýmsum málum og það hefði veikt stöðu Fiskifélagsins og gert það að verkum að frekar sé troðið á því. Jón- as sagði að þetta forystuleysi hafi háð félaginu á síðustu ámm. Fiskimála- stjóri virtist passa sig á því að styggja ekki neinn og þar af leiðandi hafi hann ekki verið nægilega harður. Sveinn Hiörtur Hjartarson, hagfræðingur LIÚ, tók undir orð Jónasar og sagði að rödd Fiskifélagsins hefði ekki verið nægilega skelegg í ýmsum málum. Einar K. Guðfinnsson, útgerðarmað- ur frá Vestfjörðum, blandaði sér einn- ig inn í þessa umræðu og sagði að menn þyrftu að þora að segja sína meiningu á hlutunum. Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri kom í pontu og svaraði ásökunum Jónasar og Sveins Hjartar. „Ég sagði við setningu Fiskiþings, aumur er sá, og átti ég þar við sjálfan mig, sem aldrei fær gagnrýni fyrir störf sín, þess vegna þakka ég persónulega, því ég álít þann vin er til vamms segir,“ sagði Þorsteinn. „Ég hef verið kosinn af Fiskiþingi til að gegna þessu starfi og ég fullyrði það af heilum hug að ég hef leitast við að fylgja eftir þeim vilja og þeim fyrirmælum sem Fiskiþing hef- ur gefið mér. Jafnvel þótt það stríði á móti mínum lífsskoðunum þá hef ég haft það að leiðarljósi frá því ég hóf hér störf að fylgja því eftir sem Fiski- þing hefur lagt mér fyrir. Ég hef forð- ast það að hella olíu á eld þegar aðilar hafa deilt," sagði Þorsteinn. Hann taldi að það væri ekki hlutverk sitt að taka opinbera afstöðu í málum þar sem tveir aðilar í sjávarútvegi deila, þar sem það yrði öðrum til skapraun- ar og honum sjálfum til skammar. —SE Danmork: Islenskir ostar fá verðlaun á ostasýningu Á danskri ostasýningu, sem fór fram í Heming í Danmörku fyrir skömmu, hlutu 12 íslenskir ostar gullverðlaun og 11 silfurverðlaun. Af 900 ostasýnum, sem lögð vom fyrir 40 dómara á sýningu þessari, vora 64 frá íslandi. Þriðjungur ís- lensku ostanna hlaut verðlaun og sex sýni hlutu fjórðu hæstu ein- kunn. Þetta er besti árangur ís- lenskra osta til þessa. Gefin var einkunn fyrir útlit, lit, byggingu, þéttleika, lykt og bragð. Aðeins 10 sýni hlutu hærri einkunn en þau íslensku sem hæst voru. Gullverðlaun voru veitt fyrir ein- kunnina 12 og hærra en silfurverð- laun fyrir einkunn hærri en 11,5. Af íslensku gullverðlaunahöfunum fengu sex einkunnina 12,3 og sex einkunina 12. Hæstu einkunn af íslensku ostun- um hlutu sveppaostur, blaðlauksost- ur, fondue-ostur með kúmeni og na- polímyrja frá Smurostagerð Osta- og Smjörsölunnar, skólaostur frá Mjólkursamlagi KEA og rjómaostur með kryddi frá Mjólkurbúi flóa- manna. Demparar í margar gerðir bíla. Gæðademparar. Hagstætt verð. BílavörubúÓin FJÖÐRIN Skeifan 2 simi 82944

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.