Tíminn - 01.11.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.11.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 1. nóvember Tíminn 9 áður að skeljasandur og grjót yrðu að auðlind. Um árabil hefur sement verið framleitt úr skeljasandi af hafs- botni og úr líparíti úr Hvalfirði. Áár- um áður hefði ekki þótt líklegt að botnleðja úr Mývatni yrði sú auðlind sem kísilgúrinn hefur orðið. Fyrir skömmu voru hér vísinda- menn frá Ástralíu að kynna athugan- ir á þeim afurðum og verðmætum sem vinna mætti úr innyflum slátur- dýra hér á landi. Niðurstöðumar em vissulega áhugaverðar og áþekkar þeim sem komu fram í skýrslu ís- lenskrar nefndar sem lögð var fram fyrir tólf ámm. Víða em tækifæri íyr- ir smærri iðnað sem við þó ekki gef- um gaum. Nú er mikið rætt um nýtt álver, mikilvægi þess og áhrif á umhverfi og byggðaþróun. Við uppbyggingu á orkufrekum iðnaði, sem vissulega gæti verið mikilvægur markaður fyrir þá miklu orku sem enn er óbeisluð, er mikilvægt að slíkur iðn- aður verði hvati að frekari tækni- og atvinnuþróun á skyldum sviðum. Við sjáum hvemig Járnblendiverk- smiðjan á Gmndartanga hefur með rannsóknum og þróunarstarfsemi ekki aðeins aukiö gæði og afköst eig- in framleiðslu heldur jafriframt örv- að og hraðað víðtækari tækniþróun með ýmsum samstarfsverkefnum við aðila utan veggja verksmiðjunn- ar. Álverið í Straumsvík hefur hins vegar ekki tekið þetta hlutverk alvar- lega. Slíkt álver er nánast einangrað- ur tæknipakki sem hvetur lítið til frekari nýsköpunar eða atvinnuþró- unar í landinu. Þetta er eitt af um- kvörtunarefnum þróunarlanda þeg- ar slíkur iðnaður verður ekki sú uppspretta iðnþróunar sem vonir stóðu til. Hafa ætti slíkt í huga við samningagerð um stóriðjufram- kvæmdir. Sagan sýnir að á tímum erfiðleika gera menn óvænta og jafhvel ótrú- lega hluti. Á þessu ári em 50 ár liðin síðan Aðalbygging Háskólans var tekin í notkun en þá geisaði heims- styrjöldin síðari. Við vígslu bygging- arinnar kemst þáverandi háskóla- rektor, prófessor Alexander Jóhann- esson, þannig að orði. „Gerðar hafa verið allmargar til- raunir með íslenskt byggingarefni og má líta þannig á að með byggingu þessari skapist tímamót í sögu ís- lenskrar byggingarlistar. Veggir í anddyri byggingarinnar em þaktir hellum, er gerðar em úr skeljum, er muldar hafa verið og blandaðar steinlími, en síðar steyptar í mótum og fágaðar. Hvelfing anddyris er gerð úr silfurbergi, sem hefir verið hlaðið og lagt eins og tiglaskraut, og glitrar hvelfingin öll í ljósbroti hæfilegrar birtu. En loftið utan um hvelfinguna er lagt hrafntinnumolum á bláleit- um gmnni. Anddyri hátíðasals er lagt brúnum hellum, og em þær steyptar úr rauðu líparíti og síðan fágaðar. Gólf í anddyri byggingarinn- ar er þakið hellum úr íslenskum grá- steini og sömuleiðis stigar úr and- dyri og hefir grásteinn þessi verið sagaður í vélum og síðan fágaður og olíuborinn. En allt efni í þrep í bak- stigum og víðar hefur verið gert úr ýmsum íslenskum steintegundum. Altari og hliðarbríkur í kapellu em gerðar úr silfurbergssteypu og stein- Iími, sem fágað hefur verið. En efri brún altaris er lögð silfurbergskrist- öllum, er hlaðnir hafa verið og gull- lagðir á innhlið. Allt, sem nú hefir verið nefnt, hefir verið gert í fyrsta sinn hér á landi. Ennfremur em grænu hellumar utan um aðaldyr al- ger nýjung; em þær gerðar úr grænu líparíti er blandað hefir verið fi'nmul- inni hrafntinnu. Erfiðleikar þeir, sem hafa verið á innflutningi erlends byggingarefhis, hafa mjög ýtt undir ýmsar tilraunir, er gerðar hafa verið. Því ánægjulegra er hve vel hefir tekist, og hafa þessi vandræði því mtt braut þekkingu á hagnýtingu íslenskra efria og þar með skapað íslenska tækni, er vafa- laust getur orðið að ómetanlegu gagni í framtíðinni og opnað nýjar leiðir í þróun íslenskrar byggingar- listar." Þessi frásögn lýsir stórhug þeirra Guðjóns Samúelssonar húsameist- LIST UM LANDIÐ Gerðuberg ara og Alexanders Jóhannessonar háskólarektors. Þeir létu ekki erfið- leika stríðsáranna aftra sér, þeir vildu og þeir gátu þá sigrast á erfið- leikunum. Við eigum ekki að vera dugminni í dag þótt verkefriin séu önnur. Hlutverk Háskóla fslands er að bæta lífið í landinu með öflugri rannsóknastarfsemi og með mennt- un landsmanna, bæði beint og óbeint. Þið, kæm kandidatar, mun- uð miðla öðmm af menntun ykkar, veita vinnufélögum og öðmm hlut- deild í þekkingu ykkar og þjálfun. Þið hafið þá skyldu að viðhalda hæfni ykkar með símenntun. Hvet ég ykkur jafnframt til að leita þekk- ingar og færni á fleiri sviðum og breikka þannig gmnninn sem menntun ykkar byggir á. Nýtið ykk- ur Endurmenntunarstofnun Há- skólans og Háskólabókasafn en 1. nóvember nk. verður safnið 50 ára. Háskólabókasafn hefur það hlutverk að varðveita og miðla þekkingu og sinna þörfum kennslu og rann- sóknastarfsemi í Háskólanum og einnig eftir föngum þörfum at- vinnulífs og rannsókna utan Háskól- ans. Þótt byggingu Þjóðarbókhlöðu miði hægt þá hefur Háskólabóka- safn eflst og vaxið við erfiðan kost. Notið þá aðstoð sem hér er að finna við símenntun ykkar og notið jafn- framt þá upplýsingaþjónustu sem Háskólinn getur veitt. Kæm kandidatar, ég vil árétta það að Háskóli íslands vill veita ykkur að- stoð og stuðning í störfum ykkar með rannsóknum, menntun og ann- arri þjónustu sem við getum veitt og þið viljið nýta. Við þökkum ykkur samvemna og samstarfið á liðnum ámm og óskum ykkur og fjölskyld- um ykkar hamingju og heilla í fram- tíðinni. Guð veri með ykkur. Mjög er til fyrirmyndar viðleitni hinna dreifðu byggða til að halda uppi menningarviðleitni í sinni byggð. Ur heimi sögunnar koma fyrst í huga byltingarkennd áhrif ungmennafé- lagshreyfingarinnar fyrr á öldinni sem skópu nýtt Island og byggðist einmitt fyrst og fremst á sjálfsrækt félags- manna, líkamlegri og andlegri, én einnig aðfengnum kröftum. (Síðar gleymdist andinn, eins og kunnugt er, þótt ræktun holdsins héldi áfram í takt við tímana.) Breiðholtshverfi austan Elliðaáa hef- ur á síðari tímum lyft slíku menning- armerki hátt á loft með því að koma sér upp félagsheimilinu Gerðubergi þar sem nú um hríð hafa verið haldn- ir menningarviðburðir af ýmsu tagi og söngleikar á háu stigi. í útvarpinu á dögunum kom fram að helsti keppi- nautur Gerðubergs og Breiðholts er Hveragerði - talsmanni Gerðubergs var það ofarlega í huga að þeim sem menningu vildu fremja væri nær að fara upp í Breiðholt en austur í Hvera- gerði og jafnframt það að frést hefði af Hvergerðingi sem ætlaði að sækja menningarviðburð í Gerðubergi. Þetta kallast væntanlega „heilbrigð samkeppni milli félagsheimila" nú til dags. í vetur, eins og í fyrra, er félagsheim- ilið Gerðuberg með metnaðarfulla söngleikaröð og hófst hún með tón- Ieikum Mörtu G. Halldórsdóttur mánudaginn 22. október. Upphafs- maður tónleikaraðar þessarar er að- fluttur Breiðhyltingur, Jónas Ingi- mundarson, sem jafnan „er við píanó- ið" með söngvurum í Gerðubergi. Annað áhersluatriði en Jónas og söngvari á söngskemmtunum þess- um er prósaþýðingar Reynis Axelsson- ar á ljóðunum sem sungin eru hverju sinni, og er mikill bragur að því að prenta frumtexta og fimlega þýðingu samsíða - t.d. kínverska miðalda- kvæðið „Lítill fugl sat á kvisti" með myndletri á vinstri hlið og íslenskri þýðingu til hægri eða kafla úr „Rubay- at“ með arabísku letri á vinstri hlið en þýðingu til hægri. Hafa margir lokið sundur munni um það að starfsmenn Raunvísindastofnunar Háskólans (Reynir Axelsson er einn þeirra) séu vart einhamir í tungumálakunnáttu sinni - en svona eru nú raunvísindin og raunvísindamenn. Á tónleikunum 22. október var áheyrendum þó ekki boðið upp á neitt svona framandlegt sem hér var lýst, heldur frumtexta og þýðingar úr frönsku, ensku, rúss- nesku og ýmsum mállýskum spænsku. í hinni veglegu söngleikaskrá voru því miður engar upplýsingar aðrar en textamir, hvorki um tónskáldin né flytjendurna, en Marta G. Halldórs- dóttir mun vera rúmlega tvítug og stunda söngnám í Miinchen. Á tón- leikunum í Gerðubergi flutti hún lög eftir Bizet, Samuel Barber, Poulenc, Joaquin Nin og Rachmaninoff, auk þess sem hún söng fjögur aukalög eft- ir Atla Heimi Sveinsson, Jón Laxdal og Mendelssohn. Flest þetta gerði hún af- ar vel, enda sérlega efnileg söngkona sem „hefur allt með sér“ sem unga listakonu má prýða: örugga og frjáls- mannlega ffamkomu, fallega söng- rödd og góða tækni, skýran textafram- burð og öruggt tóneyra. Marta á auð- vitað eftir að þroskast sem söngkona; sístur þótti mér flutningur hennar á vókalísu (söng án orða) Rachmanin- offs, sem kallar á voldugri og safameiri rödd en Marta ræður yfir ennþá. Þessir tónleikar Mörtu og Jónasar Ingimundarsonar vom óvenju skemmtilegir og glæsilegir, enda fyrir nær fullu húsi, og listafólkinu inni- lega fagnað í Iokin sem maklegt var. Sig.SL LEIKLIST DAUÐI DANTONS NEMENDALEIKHÚSIÐ. Sýningarstaður: Lindarbær. Höfundun Georg Biichner Þýðing: Þorvarður Helgason Leikstjóri: Hilde Helgason Leikmynd og búningar. Karl Aspe- lund Tónlist og leikhljóð: Eyþór Amalds Lýsing og yfirstjóm smíða: Egill Ingibergsson. Klæðskerar: Oddný Kristjánsdóttir, Elísabet Böðvarsdóttir. Áhorfendur em leiddir tæp tvö hundmð ár aftur í tímann til frönsku byltingarinnar. Konungur hefur látið af völdum og borgarastéttin tekið við og landið lýst Iýðveldi. En það er ólga í almúg- anum. Byltingin hefur ekki fært fólkinu þau lífsgæði sem það vænti og það er enn hungrað. I september 1792 er sú ákvörðun tekin að leyfa múgn- um að taka af lífi fanga sem grunað- ir eru um gagnbyltingu og voru um 1200 þeirra myrtir á götum úti. Höfuðpersóna þessa leiks Danton, sem þá var dómsmálaráðherra, var talinn bera ábyrgð á þessum verk- um. Þetta er í örstuttu máli umgjörð leiksins sem endar með aftöku Dan- tons og nokkurra samstarfsmanna hans. Verkið er skrifað af Georg Buchner, sem fæddur var í Hessen og Iést að- eins 23 ára að aldri en hafði þá skrif- að þrjú leikrit. Hann varð þó fyrst þekktur fyrir dreifirit nokkurt sem hann sendi bændum í heimahéraði sínu þar sem hann hvatti þá til að rísa upp gegn oki yfirstéttanna. Hann var ofsóttur vegna skrifa sinna og flúði land. Leikritið um Dauða Dantons ber þess glögg merki að höfundurinn er skarpgáfaður og heimspeki hans höfðar jafnt til okkar í dag sem fyrir 160 árum. Minnisstæð er sú skoðun höfundar að framþróunin gerist í stökkum. Stökkum sem haft geta geigvænleg- ar afleiðingar, því svo virðist sem rækilega þurfi að stjaka við mann- kyninu svo það rumski. Hvort held- ur það er í formi náttúruhamfara eða blóðugra byltinga. Enda er einn byltingarmanna látin lýsa þeirri skoðun sinni í leikritinu að bylting- ar með mannfórnum séu í eðli sínu hliðstæðar náttúrulegum plágum sem yfir mennina ganga. Fórnir séu nauðsyn til að framþróun eigi sér stað. Það þarf að eyða illgresinu til að blómin dafni. Nærtækar samlík- ingar eru gyðingaofsóknir og kyn- þáttafordómar. En leysir það vandann að höggva hausinn af kóngi jafnvel þótt fúl- menni sé? Er ekki lausnin fólgin í einhverju öðru en tortíma því sem er í vegi okkar? Þessar og fleiri spurningar vakna þegar horft er á þetta leikrit Buchners. En yfir og allt um kring svífur dauðans óvissi tími sem áhorfandinn skynjar að nálgast æði hratt. Þeir leikarar sem bera uppi þessa sýningu eru 4. árs nemar skólans þau: Halldóra Björnsdóttir, Gunnar Helgason, Ingibjörg Gréta, Þórey Sigþórsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Þorsteinn Guðmundsson, Ari Matt- híasson og Magnús Jónsson. Öll fara þau með fleiri hlutverk en eitt nema Þorsteinn Guðmundsson sem leikur Danton. Auk þeirra eru 2. árs nemar í minni hlutverkum og 1. árs nemar sjá um tæknivinnu. Það var mikil orka sem leyst var úr Aftaka Lúðvíks 16. á Place de la Revolution. læðingi á sviðinu. Það var öskrað, grátið, elskast og haldnar þrumandi ræður. Hlutverk karlmannanna eru mun veigameiri, enda karlar hið ríkjandi kyn á þessum tíma. Öll stóðu þau sig með sóma og stuðluðu að því að gera þessa sýningu býsna eftirminnilega. Á sýningunni sátu áhorfendur í hálfhring umhverfis sviðið. Leik- tjöld voru einföld en hæfðu verkinu vel. Sérstaklega eru mér þó mfnnis- stæð einföld en áhrifamikíT leikhljóð (klukkutif, fallandi vatnsdropar og fallaxarhvinur) sem sýna að ekki er nauðsyn að kaupa milljóna sviðs- mynd frá útlandinu með tilheyrandi reyk og glæringum til að ná fram hinum réttu hughrifum. Leikstjóra, leikurum og öðrum sem hlut eiga að máli færi ég þakkir fyrir athyglisverða sýningu. Gísli Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.