Tíminn - 01.11.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.11.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 1. nóvember 1990 Sigmundur Guðbjarnason rektor: Nauðsyn að styrkja sjálfs- traust og sjálfsvirðingu Ég býð ykkur hjartanlega velkomin til þessarar hátíðar og gleði- stundar þegar kandidatar taka við prófskfrteinum úr hendi deildar- forseta. Háskólaprófið er ekki markmið heldur áfangi að mark- miði, mjög mikilvægur áfangi sem skapar fjölda tækifæra til að glíma við áhugaverð viðfangsefni og skapandi störf. Látum ekki sannast þær fullyrðingar að langskólaganga dragi úr dirfsku og frumkvæði, framtakssemi og sköpunargleði einstaklingsins. í háskólanáminu hafið þið sjálf orð- ið að afla ykkur þekkingar og þjálfun- ar og þið hafið einnig lært að árangur er enginn án vinnu. í lífi ykkar og störfum í framtíðinni verður veru- leikinn hinn sami - nihil sine labore - ekkert án vinnu. Er þið nú kveðjið Háskóla íslands og haldið til frekara náms eða starfa þá vil ég ræða við ykkur um atvinnumál og atvinnuhorfur. Atvinnumálaum- ræðan nú um stundir einkennist af kveinstöfum og úrtölum, af ástæðu- lausu vonleysi sem dregur kjark og þrek einkum úr yngra fólki. Vanda- málið er í raun framtaks- og fyrir- hyggjuleysi því við eigum vissulega auðlindir sem verða enn eftirsóknar- verðari í framtíðinni. Þessar auðlindir eru vannýttar í dag, sjávarfangið er selt í vaxandi mæli til erlendra vinnslustöðva og orkan er enn lítt beisluð og þá engin markaðsvara á meðan. Náttúra landsins og hugvit fólksins og menntun eru einnig van- nýttar auðlindir, en við virðumst raunar læra seint að nýta það sem hendi er næst. Nú sem fyrr er rætt um væntanlega offjölgun háskólamenntaðra manna og líklegt atvinnuleysi og þannig var umræðan einnig þegar ég var við há- skólanám fyrir 35 árum. Sú ffamtíð sem við verðum að stefria að mun krefjast meira af vel menntuðu fólki. Þörf verður einkum fyrir fólk með breiða og trausta menntun, fyrir fólk sem getur tekist á við ný og ný verk- efni með því að leita nýrrar þekkingar og þjálfunar þegar þörf krefur. Okkar fámenna þjóð verður að nýta sér vís- indi og tækni í lífsbaráttu sinni, en það verður þá að gerast meðvitað og markvisst Framfarir í tækni og vísindum hafa skapað grundvöllinn að þeirri öru þróun á sviði atvinnumála sem nú á sér stað um allan heim. Þessi þróun er afrakstur nýrrar þekkingar og mun þekkingin verða enn mikilvægari auðlind í framtíðinni. En þekkingin verður aðeins auðlind ef menn læra að nota hana. Þjóðir heims verða sí- fellt háðari hver annarri bæði efha- hagslega og tæknilega þar sem stöð- ugt streymi tækninýjunga verður grundvöllur samkeppnishæfni at- vinnulífsins og efnahagsþróunar. Tækni-, efnahags- og þjóðfélags- breytingar eru samtvinnaðar og háð- ar hver annarri. Tæknibreytingar eru ekki atburður heldur atburðarás sem leiðir til þjóðfélagsbreytinga. Þetta sjáum við vel í íslensku þjóðfélagi, bæði landbúnaði og fiskveiðum. Tæknibreytingar hafa leitt til aukinna afkasta bænda meö þeim afleiðingum að færri bændur þarf til að mæta þörfum þjóðarinnar fyrir landbúnað- arafúrðir. Á sama hátt hafa afköst sjó- manna og veiðiflotans aukist vegna tæknibreytinga og geta nú mun færri sjómenn veitt þann fisk sem fiski- stofnamir þola. Þessi auknu afköst í ffumframleiðslunni hafa meðal ann- arra þátta leitt til mikilla þjóðfélags- breytinga og stórfelldra byggðabreyt- inga sem eru í eðli sínu aðlögun að þessum tækni- og þjóðfélagsbreyt- ingum. Þessi atburðarás - tækni- framfarir og nýsköpun, vöxtur og at- vinna - er ekki alltaf í jafnvægi. Vandinn verður ekki leystur með því að reyna að hindra breytingarnar, hvorki tækniframfarir né byggða- breytingar. Vandinn vex þegar menn berjast vonlausri baráttu við að halda í fortíðina því byggö mun enn breyt- ast í samræmi við óskir fólksins, en það eru ekki einungis óskir um at- vinnu heldur jafnframt óskir um menntun og þjónustu, um félags- og menningarlíf svo dæmi séu tekin. Barlómur sveitarstjómarmanna víða á landsbyggðinni eykur enn vandann en hann á þátt í því að flæma fólk úr byggðarlögunum og fæla jafnframt aðra frá því að flytja þangað. Á sama hátt getur bölsýnin flæmt ungt og dugmikið fólk úr landi ef það glatar trú á framtíð þessarar þjóðar. Þessi stöðugi barlómur hefur skapað þá ímynd að staða landsbyggðarinnar sé vonlaus. Á tímum erfiðleika er ein- mitt nauðsyn að styrkja sjálfstraust, sjálfsvirðingu og sjálfstæöi manna en ekki rýra sjálfsmyndina. Á þetta bæði við um einstaklinga og þjóðina í heild. Við förum hins vegar öfugt að og drögum kjarkinn og máttinn úr okkur sjálfum með sjálfsmeðaumkun og svartsýni. Vonir standa nú til að mótuð verði raunhæf byggðastefna í náinni fram- tíð. Fyrir skömmu var haldin í Borg- amesi ráðstefna Byggðanefndar for- sætisráðherra um stefnumótun í byggðamálum og var Háskóla íslands boðið til þátttöku. Fórum við nokkrir fúlltrúar Háskólans á ráðstefriuna og buðum fram okkar aðstoð bæði við mótun og framkvæmd byggðastefúu. Lögðum við einkum áherslu á að vanda vel til undirbúnings við mótun á byggðastefnu, Ld. með því að kanna aðstæður og viðhorf fólks á lands- byggðinni til búsetu og búsetuskil- yrða. Nauðsynlegt er að vita hvað fólkið sjálft vill, hvers vegna fólk flytur brott og hver reynsla þess er af bú- ferlaflutningum. Hugmyndir byggða- nefridar eru um margt athyglisverðar einkum efling sérstakra atvinnuþró- unarsvæða. Slík atvinnuþróunar- svæði munu þá leiða til eflingar stærri byggðakjama með þeirri þjón- ustu og félags- og menningarlífi sem ungt fólk gerir kröfu til í dag. Hér gætu verið áhugaverð tækifæri fyrir ungt fólk til að byggja upp nýja atvinnustarfsemi, hvort heldur fram- leiðslu eða þjónustu því efling slíkra byggðakjama laðar að fólk, ekki að- eins úr dreifbýli heldur jafnffamt úr þéttbýli. Við framkvæmd byggða- stefhu getur Háskólinn veitt margvís- lega og mikilvæga þjónustu. Áhugi kennara og nemenda í atvinnumál- um og byggðamálum kemur m.a. fram í fjölda rannsóknaverkefna og lokaverkefna nemenda en upplýsing- ar um slík verkefni er að finna í Rann- sóknaskrá Háskólans annars vegar og Árbók Háskólans hins vegar. Þennan áhuga kennara og nemenda á at- vinnumálum er unnt að virkja á markvissari hátt og hvet ég ykkur til að nýta þá þekkingu og aðstöðu sem fyrir hendi er í Háskólanum. Er hér sérstök Rannsóknaþjónusta til að auðvelda öll slík samskipti. Ef þessar einföldu leiðir hjálpa lítið þá bendi ég ykkur á Comett-áætlun- ina svonefndu, en Háskóli íslands átti frumkvæði að stofnun samtaka um íslenskt átak til menntunar og þjálf- unar, tengt CometL Comett er vett- vangur Efnahagsbandalags Evrópu til Sigmundur Guðbjamason rektor að flytja þekkingu á nýrri tækni frá þeim sem hafa skapað og mótað hana til atvinnulífsins og er þá miðað við menntun á ffamhalds- og háskóla- stigi. Líta menn á Comett sem þátt í að leysa hina miklu þörf atvinnulífs- ins fyrir hraða tækniuppbyggingu m.a. vegna öflugrar samkeppni við Bandaríkin og Japan. ísland gekk inn í þetta samstarf ásamt öðrum EFTA ríkjum. Nú þegar hafa 15 fyrirtæki og stofnanir, skólar og samtök gerst aðil- ar að þess átaki og myndað samstarfs- nefnd hér á landi sem starfar undir heitinu SAMMENNT, þ.e. samstarfe- nefnd atvinnulífs og skóla um mennt- un og þjálfún í tengslum við Comett. Þorsteinn Helgason prófessor er for- maður stjómar samstarfsnefhdarinn- ar. Sótt var um styrk til starfsins og nýlega var gengið frá samningi við Comett þar sem íslenska samstarfs- nefndin fær tæpar 12 milljónir króna til næstu þriggja ára gegn samsvar- andi eigin framlagi. Verkefnin eru margbætt en athygli er vakin á tvennu: I fyrsta lagi að kanna og skilgreina þarfir felensks at- vinnulífs fyrir þekkingu og þjálfun á nýtæknisviðum. í öðru lagi að full- nægja fyrirliggjandi þörf fyrir þjálfún, annars vegar með innlendum aðgerð- um og hins vegar með aðstoð hlið- stæðra aðila innan Comett. Starfsvettvangur samtakanna er landið allt. Reynt verður að mæta þekkingar- og þjálfúnarþörf atvinnu- lífsins með námskeiðahaldi og með mannaskiptum og stofhunum um lengri eða skemmri tíma. Nánari upp- lýsingar fáið þið hjá Rannsóknaþjón- ustu Háskólans og hjá Alþjóðaskrif- stofu Háskólans. Hér hefúr verið skapað tæki sem veitir tækifæri til að ná í þá þekkingu og tækni sem við getum hagnýtt okk- ur, en menn verða að vita hvað þeir vilja. íslendingar verða að skilgreina markmið sín og þá leitum við leiða til að ná þessum markmiðum. Kæru kandidatar, í fjölmörgum störfum ykkar getið þið fengið mikil- vægan stuðning hjá stofnunum inn- an eða utan Háskólans. Kynnið ykkur tækifærin vel og vandið valið. Undir- staða alls er þó að hafa trú á framtíð þessarar þjóðar og hafa vilja og þrek til að vinna. Auðlindir eru ekki aðeins til lands og sjávar, auðlindir getum við skapað ef við notum þau tækifæri sem tækni og vísindi bjóða okkur. Þegar rætt er um atvinnumál á ís- landi er löngum verið að tala um frumframleiðsluna. Það á þó ekki lengur við því í dag starfa mun fleiri við þjónustu og iðnað en við fiskveið- ar og landbúnað. Vöxturinn verður í þjónustu og iðnaði og þar nýtast hug- og félagsvfeindi ekki síður en tækni og raunvísindi. íslensk ferðaþjónusta er dæmi um atvinnugrein sem fær lít- ið lof um þessar mundir en verður að eflast á næstu árum. Ferðaþjónustan þarf að hafa starfemenn með góða þekkingu á högum og háttum þeirra þjóða sem sækja okkur heim. Á sama hátt verða markaðsmenn okkar að þekkja vel til þeirra þjóða þar sem við- skipta er leitað, þekkja sögu þeirra og siði, en ekki aðeins staðtölur um við- skipti og efnahag. Tækifærin eru fyrir þá sem þeirra leita. Fróðlegt þætti mörum að vita að Orðabók Háskólans er í senn vísinda- leg orðfræðistofnun og mikilvæg þjónustustofnun, sem hefur umtals- verðar eigin tekjur af samvinnu við fyrirtæki og aðra aðila utan Háskól- ans, einkum IBM á íslandi. Stærstu þjónustufyrirtækin eru annars vegar leiðréttingaforriL sem liðsinnir not- endum við leit að stafsetningarvillum og við orðskiptingu milli lína, og hins vegar Orðabókin að umfangsmiklum þýðingum á sértækum textum. Þessi þjónusta gefúr af sér um 50 milljónir króna í tekjur á þessu ári. Orðabók Háskólans er dæmi um lofsverða framtakssemi en auk þessa er unnið að þýðingum á gögnum í samvinnu við utanríkisráðuneytið varðandi Evr- ópubandalagið og skapar þaö störf fyrir 15-20 manns. Háskóli íslands hefur nú nær fjörutíu rannsóknastof- ur og stofnanir sem þið getið leitað til á flestum fræðasviðum. Kæru kandidatar, tækifærin eru víða og bíða þess að þið sýnið frumkvæði og framtakssemi. Á síðari árum hefúr tölvutæknin orðið sameiginleg tækni allra fræðasviða, ekki síður hug- og félagsvísinda en raunvísinda. Skilin milli vísindagreina verða þannig óljós og raunar óþörf. En hér gildir einnig hið fomkveðna - nihil sine labore - ekkert án vinnu. Á Vesturlöndum hafa menn um skeið vænst mikils af þróun og vexti smærri hátæknifyrirtækja út frá rannsóknastofnunum háskóla. Slíkir tækni- og vísindagarðar hafa víða skapað grundvöll nýrrar framleiðslu eða þjónustu, og þeir hafa getið af sér ný fyrirtæki og ný störf. Viðhorf stór- fyrirtækjanna er að láta háskólana geta af sér tækni morgundagsins, láta nýju, smáu hátæknifyrirtækin opna dymar fyrir tækni framtíðarinnar og ef þessi litlu fyritæki virðast ætla að lifa og verða arðbær þá verða þau keypt upp af stórfyrirtækjum. Þessi þróun er einnig hafin hér á landi og miðar vel eftir aðstæðum. Fyrir tveimur árum var Tæknigarður vígður hér á Melunum en hann var reistur af Háskóla íslands, Reykjavík- urborg, Þróunarfélagi íslands hf„ Fé- Iagi íslenskra iðnrekenda og Tækni- þróun hf. Tæknigarðurinn ber vitni tiltrú okkar á auknu samstarfi Há- skólans og atvinnulífsins, ber vitni um gagnkvæmt traust og miklar væntingar. Hlutverk þessa Tækni- garðs er að veita þekkingu og tækni út í atvinnulífið, einkum á sviði upp- lýsinga og tölvutækni. í Tæknigarði starfa nú þrettán ung fyrirtæki auk Endurmenntunarstofnunar Háskól- ans, Reiknistofnunar og hluta Raun- vísindastofnunar. Fyrir ári vígðum við svo annan slík- an vísindagarð en það er Líftæknihús Háskólans og rannsóknastofnana at- vinnuveganna sem reist var á Keldna- holti hjá Iðntæknistofhun. Sú bygg- ing er vettvangur rannsókna og þró- unarstarfa er miða að hagnýtingu hráefna úr felensku lífríki frá hafi til heiða, frá hvemm til jökla. Við höfum vissulega tækifæri til að skapa auð- lindir úr hráefni sem í dag er til ama og umhverfisspjalla. í slíku þróunar- starfi verða rannsóknamenn að vinna náið með 4fíarkaðsmönnum því markmiðið með slíku starfi er að skapa nýjar og verðmætar afurðir. í leit slíkra auðlinda verðum við oft að staldra við og líta á áttavitann því við megum hvorki glata áttum né missa móðinn. Þegar þið, ágætu kandidatar, hefjið störf í íslensku atvinnulífi og fáið tækifæri til að bæta þjónustuna eða framleiðsluna eða jafnvel að móta eitthvað nýtt þá gangið skipulega til verks og gleymið ekki að nýta ykkur þá þekkingu sem þegar er fyrir hendi í landinu. f Háskóla íslands, rann- sóknastofnunum atvinnuveganna og í öðmm stofhunum og fyrirtækjum er oft að finna þá þekkingu og það vinnulag sem þarf og hefði getað komið í veg fyrir ýmis kostnaðarsöm mistök síðari ára. Þið hafið lært að vinna skipulega, skilgreinið verkefnið vel, „hvað skal gera“ og þið fáið aðstoð við að finna leiðir og svar við spumingunni: „hvemig á að vinna verkið?" Þá verð- ur unnt að meta kostnaðinn en fyrsta spumingin verður ætíð hvort einhver vilji kaupa vömna eða þjónustuna. Þið getið einnig notað samstarfs- nefndina SAMMENNT eða Comett sem innstungu er leiðir orkuna að vinnulampanum svo Ijós kvikni á per- unni. „Leitið og þér munið finna," stendur í hinni helgu bók og vissu- lega hjálpar guð þeim sem hjálpa sér sjálfir. íslendingar hafa áður skapað auð- lindir úr ólíklegum efhum en það krafðist tíma, elju og úthalds braut- ryðjenda. Fjarstæðukennt þótti hér Ræða flutt við brautskráningu kandidata 27. október.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.