Tíminn - 01.11.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.11.1990, Blaðsíða 5
vr.rjcV. r . f ‘i'j';'- .vrr.iVi i Fimmtudagur 1. nóvember 1990 Tíminn 5 Öll 4 ára vopnfirsk sveitabörn með heilar tennur, en bara helmingur reykvískra: Sveitabörn með miklu heilbrigðari tennur I rannsókn, sem gerð var á tönnum fjögurra til sex ára bama á Vopnafirði á síðasta ári, kom m.a. í ljós að tannskemmdir fundust aðeins í 18% þeirra bama, sem þar búa í sveit, borið saman við 64% bamanna, sem búa í þorpinu, „Tanga“ eins og heimamenn kaila það. Skemmdir eða viðgerðir tannfletir vom hlutfallslega um þrisv- ar sinnum fleiri á tönnum bamanna á Tanga heldur en tönnum sveitabamanna. Börain á Tanga búa þó ekki við lakari tannheilsu en t.d. reykvísk böm. Einnig kom í ljós að skemmdar fullorðinstennur vom hlutfallslega meira en helmingi færri í öllum bamahópnum á Vopnafirði, heldur en meðal jafnaldra þeirra hjá skólatannlæknum í Reykjavík sama ár. Sjoppumár? Rannsókn þessi var gerð af þeim Sigurði Rúnari Sæmundssyni tann- lækni og Halldóru Bergmann tann- fræðingi, sem segja frá niðurstöðum hennar í 'fannlæknablaðinu. Hvað veldur þessum mikla mun á tannheilsu eftir búsetu, segja þau erfitt að fullyrða um. „Nær víst er þó að mataræði, heimavera foreldra og nálægð við sjoppur og fleira þess- háttar hefur áhrif. Þessi munur á tannheilsu eftir búsetu er í sam- ræmi við niðurstöður úr öðrum rannsóknum hérlendis og erlendis." Má af þessu ráða að „sjoppufóðrið" kostar í raun miklu meira heldur en það verð, sem þar er upp sett við kassann. Stór munur á 70% og 2% Rannsóknin, sem gerð var vorið 1989, náði til nær allra barna á Vopnafirði, sem fædd voru á fjög- urra ára timabili, þ.e. 1982 til 1985. Þeim var skipt niður í tvo aldurs- hópa (1982-83 og 1984-85) og sömuleiðis eftir búsetu (sveit og sjávarþorp). Tannskemmdir eru taldar eftir fjölda skemmdra flata á tönnum. Sveitabörnin í yngri hópnum höfðu öll alheilar tennur, en 56% barnanna á Tánga. f eldri hópnum voru 71% sveitabarnanna ennþá með alheilar tennur, en aðeins 2% barnanna á Tanga. Tangabörn voru því nær öll með viðgerðar eða skemmdar tennur við 6-7 ára aldur. 80% skemmdanna í 20% bamanna Af hópnum í heild hafði tæplega helmingurinn (47%) engaskemmda eða viðgerða tönn. Stór hópur þar til viðbótar (24%) hafði aðeins 1-2 , skemmdar eða viðgerðar tennur. Börn með mikið skemmdar tennur voru því ekki mjög mörg. Raunar er Nýr búvörusamningur: Samningaviðræður hefjast að nýju Samningaviðræður um nýjan bú- vörusamning eru að hefjast að nýju, en þær hafa að mestu legið niðri síð- an í ágúst í sumar. Foiystumenn bænda og fulltrúar landbúnaðarráðu- Nauðung- aruppboð? Nokkuð algengt virðist að auglýst séu nauðungaruppboð í Lögbirt- ingablaðinu vegna skulda sem eru undir 5000 krónum. En í sfðasta tölublaði Lögbirtingablaðsins eru auglýstar nokkuð margar skuldir af þessu tagi vegna ógreiddra fast- eignagjalda, að kröfu Gjaldheimt- unnar. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarfógetaembættinu, þá er sá kostnaður, sem kominn er á þær kröfúr sem hér um ræðir, 2692 krónur á þessu stigi málsins. Auk þess leggst 1% kostnaður til við- bótar á skuldarfjárhæðina, en þessi upphæð hækkar í samræmi við hve lengi dregst að greiða. Ekki er þó algengt að kröftjr vegna skulda að þessari fjárhæð endi með uppboði. Jónas Gústafs- son hjá Borgarfógetaembættinu sagði í samtali við Tímann, að þessar litlu skuldir klárist nú nán- ast allar og alltaf, en svona auglýs- ing um smáupphæðir geti verið byrjunin á uppboðsmáli sem leiðir til að fasteignin verði seld á upp- boði einhvern tímann síðar. —GEÓ neytisins hittust á formlegum samn- ingafundi í fyrradag. Á fundinum var farið yfir stöðu samninganna, eink- um með tílliti tíl GATT-viðræðnanna. Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, sagði að tillögur íslands, sem lagðar hafa verið fram í GATT- við- ræðunum, breyttu litlu í sambandi við búvörusamningana. Hann sagði tillögur íslands í GATT-viðræðunum skýra þau markmið, sem samnings- aðilar eru sammála um að ná fram í nýjum búvörusamningi. 1 haust urðu drög að nýjum búvöru- samningi að pólitísku bitbeini og stjórnmálamenn voru óragir við að gefa yfírlýsingar um efni þeirra. Há- kon sagðist ekki trúaður á að yfirlýs- ingar stjórnmálamanna í sumar myndu ná að spilla fyrir gerð samn- ingsins. Hann sagði markmiðið vera að ljúka samningum á þessu ári. Óvíst er hvenær samningurinn verður undirritaður, en reiknað er með að hann verði undirritaður með fyrir- vara um samþykki næstu ríkisstjóm- ar. Nefnd skipuð fulltrúum verkalýðs- hreyfingarinnar, vinnuveitenda, bænda og landbúnaðarráðuneytisins, sem forsætisráðherra skipaði í byrjun þessa árs og á að vinna að því að finna leiðir til að lækka verð á búvörum, hefur mikið starfað síðustu vikumar. Starf nefndarinnar tengist mjög sjálf- um búvörusamningnum. Áformað er að nefndin skili tillögum fyrir 1. des- ember, en þá á að vera lokið endur- skoðun kjarasamningsins sem kenndur er við þjóðarsátt. reiknað út að rúmlega fimmtungur barnanna var með nær 80% alira tannskemmdanna. Þar af hafði tæp- ur helmingurinn (10% barnanna) 10 eða fleiri skemmda eða viðgerða tannfleti. Að sögn greinarhöfunda eru fáar rannsóknir til hérlendis um tann- heilsu barna. En sé algengi tann- skemmda í þessari rannsókn borið saman við niðurstöður fyrri rann- sókna, komi í ljós að vopnfirsk börn séu ekki illa haldin af tannskemmd- um miðað við sömu aldurshópa annars staðar á íslandi. Af 4 ára börnum á Vopnafirði höfðu 65% all- ar tennur heilar, borið saman við 50% reykvískra jafnaldra þeirra tveim árum áður og um 40% barna á sama aldri á hinum Norðurlönd- unum (1983 og 1988). Þessi hag- stæði samanburður er þó allur sagð- ur vopnfirsku sveitabörnunum að þakka. Gífurlega breytingu til hins betra má sjá ef litið er lengra til baka. í rannsókn á tannheilsu 4 ára barna í Reykjavík árið 1963 reyndust aðeins um 9% hafa alheilar tennur. Sex ára afmælið... Meðal athyglisverðra niðurstaðna, að mati þeirra sem rannsóknina gerðu, var sá mikli munur sem kom fram á sókn barna til tannlækna eft- ir aldri. í yngri hópnum voru um 80% þeirra tanna, sem skemmst höfðu, óviðgerðar. En í eldri hópn- um var þetta hlutfall aðeins um 15%. „Ef til vill endurspeglar þetta það viðhorf, sem loðir við íslenska þjóðarsál, að nægjanlegt sé að koma með barn í fyrstu heimsókn til tann- læknis eftir 6 ára afmælisdaginn," segja greinarhöfundar. Líka stór munur meðal gamla fólksins í Tannlæknablaðinu er önnur grein eftir Guðjón Axelsson tann- lækni þar sem greint er frá rann- sóknum á ástandi tanna aldraðra. Þar kemur m.a. í Ijós að algert tann- leysi fólks 65 ára og eldra er mun sjaldgæfara hjá sveitafólki en öðrum landsmönnum. Og í rannsókn á 400 ellilífeyrisþegum á stofnunum í Reykjavík kom í ljós að um 20% þeirra, sem áður höfðu búið í sveit, voru án falskra tanna, en aðeins 9% þeirra, sem búið hafa í Reykjavík eða á öðrum þéttbýlisstöðum á landinu. -HEI Rafmagnslaust varð í miðborg Reykjavíkur og Vesturbæ um hádegisbilið í gær. Háspennustreng- ur var slitinn upp af vinnuvéi, sem var að vinna við Vesturbæjarlaugina. Gönguljós urðu m.a. óvirk og var ekið á unga stúlku við gönguljósin á Hringbraut á móts við Bræðraborgarstíg. Hún var flutt á slysa- deild nokkuð slösuð og jafnvel talið að hún hefði fótbrotnað. Ttmamymi: Pjetur Bandalag íslenskra sérskólanema og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis: Samkomulag um samstarf Bandalag íslenskra sérskólanema og Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis1 hafa unnið að samkomu- lagi um sérkjör BÍSN-félaga sem eru, eða munu verða, í viðskiptum hjá sparisjóðnum. Samkomuiagið hefur verið sniðið eftir þörfum námsmanna. f BÍSN eru 16 sér- skóiar. Þeir eru: Garðyrkjuskólinn, Lyfjatækniskólinn, Samvinnuskól- inn, Fósturskólinn, Þroskaþjálfa- skólinn, Myndlista- og handíðaskól- inn, Iðnskólinn, Kennaraháskól- inn, Tónlistarskólinn, Tækniskól- inn, Fiskvinnsluskólinn, Leiklistarskólinn, Stýrimannaskól- inn, Söngskólinn, Tölvuháskólinn og íþróttakennaraskólinn. Þau fríðindi, sem sérskólanemar hljóta hjá SPRON umfram venju- lega þjónustu, eru t.d. yfirdráttar- heimild á Sér- tékkareikningi; þeir, sem leggja námslánin reglulega inn, eiga kost á launaláni, lán fram að fyrstu útborgun lánasjóðsins, lán að loknu námi, einkum ætlað til hús- Ólafur Loftsson, formaður BÍSN, afhendir Baldvini Tryggvasyni spari- sjóðsstjóra fyrsta eintak af símaskrá BlSN og staðfestir um leið sam- komulag það, er SPRON og BlSN gerðu með sér. Símaskráin kom út 25. okt. sl. og styrkti SPRON útgáfu hennar. Bókin verður send út til allra sérskólanema, þeim að kostnaðariausu. næðiskaupa, allt að einni milljón ráðgjafar á sviði fjármála og skulda- króna miðað við 1990, til 7 ára, auk bréfaviðskipta. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.