Tíminn - 01.11.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.11.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 1. nóvember 1990 Tíminn 17 Sarah Ferguson kemur til góð- gerðasamkomunnar sem haldin var í þjóðminjasafninu. Ivana Trump hefur eflaust látið eitthvað af hendi rakna þetta kvöld. Hertogaynjan af York: Jerry Hall var einn af gestum góðgerðasamkomunnar. Frank Sinatra þolir ekki upp- blásna smástráka sem ekki eru orðnir þurrír á bak við eyrun. Frank Sinatra George Michael íhár saman Söngvararnir George Michael og Frank Sinatra eru öskureiðir hvor út í annan þessa dagana og láta sví- virðingarnar og fúkyrðin vaða á milli sín. Þetta stjörnustríð hófst með því að George Michael lét hafa það eft- ir sér í viðtali við Los Angeles Tim- es að fraegðin geti verið slítandi og að hann væri ekki nógu heimskur til að halda að hann þyldi að vera í sviðsljósinu í tíu til fimmtán ár til viðbótar. Sinatra tók þetta mjög svo óstinnt upp og taldi að George Michael sýndi með þessum orðum mikið George Michael hikaði ekki við að svara Sinatra í sömu mynt og kall aði hann útbrunninn ellibelg. vanþakklæti í garð aðdáenda sinna. Hann greip því til sinna ráða og skrifaði bréf til Los Angeles Times þar sem hann úthúðaði Ge- orge Michael og kallaði hann van- þakklátan krakkaskratta. „Ekkert fer meira í skapið á mér en krakk- agrislingur sem ekki kann að meta aðdáendur sína,“ sagði hann ösku- reiður við vin sinn. George Michael brást hinn versti við þessum skrifum Sinatra og sagði hann vera útbrunninn elli- belg sem væri einungis að reyna að vekja á sér athygli á sinn kostnað. Hann sagði að ef Sinatra hefði skrifað sér persónulega og haft í frammi föðurlegar ráðleggingar um hvernig frægt fólk eigi að um- gangast aðdáendur sína hefði hann getað trúað honum. En aðferðin sem hann notaði sýni það eitt að hann geri hvað sem er til að koma sjálfum sér á framfæri. í bréfinu segir Frank að þeir sem hafi hæfiieika eigi að þakka guði á hverjum morgni fyrir að hafa öðl- ast þá í vöggugjöf og að frægðin sé ekki erfið heldur það að þurfa að sofa um borð í rútunni, þurfa að hjálpa bfistjóranum að taka hljóð- færin úr farangursgeymslunni og syngja síðan á galtómum stað. Frægðin og hæfileikarnir eru fengin að láni og geta horfið hrað- ar en hendi er veifað. LANDSFUNDUR KVENNALISTANS 1990 KONUR EIGA NÆSTA LEIK Landsfundur Kvennalistans verður haldinn í Hrafnagilsskóla 3.-4. nóvember nk. Upplýsingar á skrifstofu Kvennalistans, Laugavegi 17. Opið milli kl. 14.00 og 18.00. Sími 91-13725 móðir okkar, tengdamóðir, amma og Astkær eiginkona mín, langamma Sigurjóna Eiríka Jónsdóttir frá Kálfárvöllum Valbraut 9, Garði andaðist á Sjúkrahúsi Keflavíkur mánudaginn 22. október. Kveðjuathöfn verður frá Útskálakirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 14.00. Jarðsett verður að Búðum í Staðarsveit laugardaginn 3. nóvem- ber kl. 14.00. Ferð frá B.S.Í. kl. 10.00 árdegis. Blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Búðakirkju. Fyrir hönd ættingja og vina Þorsteinn Nikulásson Margrét Þorsteinsdóttir Guðmundur Þorsteinsson Jón Þorsteinsson Hulda Þorsteinsdóttir Sigrún Þorsteinsdóttir Ása Þorsteinsdóttir Alda Þorsteinsdóttir bamaböm og bamabamaböm. Bjami Jónsson Þórey Hjartardóttir Benedikta Þórðardóttir Hjamar Beck Ingvi Eiríksson Walter Borgar Sigurður Helgason + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur Magnús J. Krístinsson rafmag nsefti ri itsmaðu r verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hans láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Svala E. Waage Margrét H. Magnúsdóttir Gunnlaug J. Magnúsdóttir Krístín P. Magnúsdóttir Magnús J. Magnússon Ingi K. Magnússon tengdaböm, bamaböm og bamabamaböm. PÓSTFAX TÍMANS + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Helga Hemitsdóttir Llndahlíð, Aðaldal verður jarðsungin frá Grenjaðarstaðakirkju laugardaginn 3. nóv- emberkl. 14.00. Kristján B. Ásmundsson Hulda Jónasdóttir Þóra K. Ásmundsdóttir Jón Þ. ísaksson bamaböm og bamabamaböm. HEIÐURSGESTUR A GÓÐGERÐASAMKOMU Nýlega var haldin í London mikil góðgerðasamkoma til styrktar krabbameinsrannsóknum. Þar kom margt frægra og auð- ugra manna og söfnuðust þetta kvöld 10 milljónir sterlingspunda. Heiðursgestur samkomunnar, sem skipulögð var af pakistönsk- um krikketleikara Imran Khan að nafni, var Sarah Ferguson, her- togaynja af York. Hún hélt ræðu á samkomunni og lýsti þar eigin reynslu af þeim þjáningum sem krabbameinssjúk- lingar þurfa að ganga í gegnum. Hún átti þar við stjúpföður sinn, Hector Barrantes, sem á sex mán- uðum breyttist úr hraustum manni í algeran sjúkling sem hvorki gat talað né gengið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.