Tíminn - 01.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.11.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 1. nóvember 1990 UTLOND Afríka: Súdanir biðja um matvælaaðstoð vegna eþíópískra flóttamanna Súdanir, sem sjá ná fram á mikinn matvælaskort, hafa leitað til al- þjóðlegra hjálparstofnana um aðstoð við að fæða þtjár milljónir flóttamanna frá Eþíópíu, sem þeir segja vera í landi sínu. Ef hjálparstofnanirnar verða við beiðninni, segjast Súdanir vera fær- ir um að brauðfæða eigin þjóð. Súdan hefur orðið fyrir ítrekuðum uppskerubresti vegna þurrka, en stjórn landsins, sem er stærsta land álfunnar, neitar því að hungursneyð sé yfirvofandi. Súdanir álíta að alþjóðlegar stofn- anir eigi að bera ábyrgð á þeim þremur milljónum Eþíópíumanna, sem flúið hafa hungursneyð og borgarastyrjöld í landi sínu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur aðeins skráða 300.000 flóttamenn frá Eþíópíu, en sagt er að nú bætist 100 við á degi hverjum. Alþjóðlegar hjálparstofnanir gera ráð fyrir að hungurvofan ógni fimm milljónum manna í Súdan. Á föstu- daginn ályktuðu Sameinuðu þjóð- irnar að um níu milljónir manna væri að ræða og sökuðu stjórnvöld landsins um tregðu til samvinnu til lausnar vandanum. Dagblöð í Khartoum segja að á þessu ári muni skorta eina milljón tonna af korni í landinu og hafa beð- ið um 750.000 tonn sem neyðar- hjálp. Vestrænar hjálparstofnanir hafa haldið að sér höndum og vilja tryggja að birgðirnar fari til þeirra sem þurfandi eru, en ekki til hers- ins. Khartoum hefur átt í sjö ára styrj- öld við súdanska frelsisherinn, sem krefst aukins frelsis fyrir suðurhluta landsins, þar sem flestir íbúar eru kristnir, frá múslimunum í norður- héruðunum. Árið 1988 létust um 250.000 manns í Suður-Súdan úr hungri og borgarastyrjöldin bætti þar ekki úr. Starfsmenn hjálparstofnana segja að í þeim hluta Súdan og Eþíópíu, sem liggja að Rauðahafinu, hafi orð- ið alger uppskerubrestur í ár. {seinustu viku var tilkynnt um tvö börn sem höfðu látist úr hungri og óttast starfsmenn hjálparstofnana að það sé aðeins byrjunin á hörm- ungunum. Þeir segja yfirvöld í Khartoum neita harðlega að viður- kenna umfang vandans opinberlega. Vestrænir diplómatar segja afstöðu herforingjastjórnarinnar til Persa- flóadeilunnar, sem vestræn ríki líta á sem stuðning við íraka, standa í vegi fyrir alþjóðlegri aðstoð við Súd- an. Hungursneyð vofir nú enn og aftur yfir Súdönum, en stjómvöld landsins þrjóskast við að viðurkenna staðreyndir. Rússland: Filshin segir 500 daga áætlunina komna í gang Rússland, sem er öflugasta lýðveldi Sovétrílqanna, tilkynnti í gær að það hefði hrundið í framkvæmd sinni eigin áætlun til breytingar á efnahagskerfl sínu. „Það má segja að við höfum byrjað í dag. Við höfum nýlokið ríkisstjórn- arfundi. Einkavæðingin er þegar hafin," sagði varaforseti Rússlands, Gennady Filshin. Rússar sækjast ekki eftir illdeilum við Mikhail Gorbatsjov, en örar efna- hagsbreytingar þeirra geta haft í för með sér harða andstöðu hinnar íhaldssömu sovétstjórnar. Forseti Rússlands, uppreisnarmað- urinn Boris Jeltsin, hafði svarið þess eið að hefja hina róttæku 500 daga áætlun sína til markaðsvæðingar 1. nóvember, þrátt fyrir það sem hann kallaði tilraunir Gorbatsjovs til að hindra einkavæðingu. Aðgerðir Rússa geta fljótlega markað stefn- una fyrir önnur lýðveldi innan Sov- étríkjanna. „Það er enginn tími til að standa í rifrildi við Æðsta ráðið,“ sagði Fils- hin. „Við höldum okkur striki með þær auðlindir sem við höfum yfir að ráða og þær aðstæður sem við búum við.“ Fyrr í þessum mánuði studdi Æðsta ráðið efnahagsáætlun Gor- batsjovs, sem gekk út á málamiðlun 500 daga áætlunarinnar og íhalds- samari áætlun sovétstjórnarinnar. En sovétleiðtoginn tilkynnti jafn- framt að hann veitti lýðveldunum 15 frelsi til að gera sínar eigin áætl- anir. Filshin sagði ráðherra Rússlands hafa velt fyrir sér í gær áætlunum um að einkavæða stærstu timbur- og pappírsfyrirtæki ríkisins. Laga- frumvarp sem komast mun í giidi í næsta mánuði gerir ráð fyrir stofn- un hlutafélaga með erlendu fjár- magni. „Það er þörf á gífurlega miklu er- lendu fjármagni til að tæknivæða fyrirtækin og vinna gegn félagsleg- um vandamálum og mengun," sagði Filshin. „Við höfum einnig í hyggju að einkavæða stórar efnaverksmiðj- ur og vélsmiðjur sem og þjónustu- fyrirtæki." Áætlun Gorbatsjovs er fremur óljós hvað varðar einkavæðingu ríkis- eigna. Rússland vonast til að fá útlendinga til að fjárfesta mikið, til að unnt verði að tæknivæða iðnaðarfyrir- tæki, en það var algerlega vanrækt þegar öllu var miðstýrt. En ágrein- ingur er vís til að koma upp þegar Rússland reynir að ná yfirráðum yfir fyrirtækjum sem enn eru lagalega í höndum sovétstjórnarinnar. Jeltsin sagði í ræðu nýlega að 73% allra stórfyrirtækja, þar á meðal olíu- og gasfyrirtæki, væru undir stjórn Æðsta ráðsins og stjórnvöld í Moskvu væru treg til að sleppa taumunum. Filshin sagði varkára áætlun Gor- batsjovs geta staðið í vegi fyrir Rúss- um. En hann sagði þá ekki ætla að hafna þeirri ákvörðun Gorbatsjovs að hækka verð á neysluvörum. „Þetta er verðbólguvaldandi ákvörðun. Við getum þó ekki gengið í berhögg við hana, þar sem það myndi kosta meiriháttar árekstra við Æðsta ráðið, forsetann og ráða- menij landbúnaðarmála,“ sagði hann. Verslanir í Rússlandi, eins og ann- ars staðar í Sovétríkjunum, bjóða upp á lítið úrval af mat, vönduðum fatnaði og öðrum neysluvörum. f Úkraínu, sem er ríkasta og stærsta lýðveldið á eftir Rússlandi, eru uppi hugmyndir um að koma á skömmt- unarmiðakerfi sem skref í átt til upptöku nýs gjaldmiðils. En Filshin sagði að Rússar hefðu ekki í hyggju að taka upp nýjan gjaldmiðil, en því hótaði Jeltsin fyrir tveimur vikum, eftir að Gorbatsjov hafði birt áætlun sína. Vöruskortur er enn mikill í Sovétríkjunum, en Rússar hafa nú tilkynnt að þeir séu komnir á fullt skrið i átt til einkavæðingar. Þýskaland: Þarf strangari lög til verndar konum Fjölskyldumálaráðherra Þýskalands krafðist þess í gær að strangari við- urlög yrðu sett við misþyrmingu á konum og ólöglegrí verslun hór- mangara með konur frá þríðja heiminum. „Verslunin með erlendar konur, þar með taldar misþyrmingar í gervi- hjónaböndum og vændishúsum, er komin á mjög alvarlegt stig,“ sagði Ursula Lehr ráðherra. Hún skýrði frá því í þinginu að tala kvenna frá Filipseyjum, sem kæmu ólöglega inn í landið til að stunda vændi, hefði stigið úr 4.000 árið 1984 upp í 12.000 árið 1988. „Það er full þörf á því að beita þ^m viðurlögum, sem þegar eru fyrir hendi við verslun með fólk, og reyna að vernda þessar konur,“ sagði hún í ræðu sinni. w Gazasvæðið: Israeiskir hermenn skjota á ísraelskir hermenn skutu á og særðu palestínskan vörubflstjóra í eltingaleik á Gazasvæðinu í gær. Abdel Rahman Usruf, 24 ára, var skotinn í höfuðið þegar hann var að reyna að flýja í gegnum varðstöð ísraelska hersins. Hann var eltur af lögreglu, sem hafði áður reynt að stöðva hann. Bróðir hans Isa, 12 ára, særðist lítillega. 2 bræður „Við vorum að dreifa gashylkjum fyrir eldunartæki og ísraelskur lög- reglubíll kom á móti okkur og skip- aði okkur að stoppa," sagði Isa. „Bróðir minn þorði ekki að stoppa, af því að þessir lögreglumenn sekta hann í hvert sinn sem þeir sjá hann og hann hefur ekki ráð á því. Skyndilega skutu svo hermenn, sem voru á verði rétt við Ansar II (fang- elsi á Gazasvæðinu), á okkur.“ FRÉTTAYFIRLIT Washington — Bush Bandarfkjaforseti segir að viðskiptahömlur þær, sem lagðar hafa verið á (raka, beri takmarkaðan árang- ur, en varar Saddam Hussein jafnframt við þvf að hann hafi fengiö sig fullsaddan á þeirri grlmmd sem Bandaríkjamönnum hafi verið sýnd í Kúvæt. Blaðafulltrúi forsetans segir að Bush telji þó þann kost enn vænlegastan aö leiða deiluna til lykta á friðsamlegan hátt. Kaíró — Egyptar tóku tillögu Gorbatsjovs Sovétleíðtoga um fund arabaþjóða óstinnt upp og sendu utanríkisráðherra sinn til Saudi- Arabfu til viðræðna. Amman *— Hussein Jórdaníukonungur, sem nú er í enn einni friðartilraunaferðinni, er nú lagður af stað til Oman og mun líklega hítta vestræna leiðtoga eftir þá heimsókn. Ayodhya, Indland! — Indverska stjórnin hefur sent öryggissveitir til Ayodhya-mosk- unnar, til að koma f veg fyrir fleiri tifraunir til að rffa hana og byggja musteri f hennar stað. Að minnsta kosti 30 manns hafa látið Iffið f trúarbragðadeilum víðs vegar um Indland, þar af fimm í Ayodhya. Chittagong, Bangladesh —• Lögregtan átti í höggi við mótmælendur, sem vörpuðu sprengjum þegar múslimar efndu til óeirða vegna þeirra fregna að hindúar hefðu ráðist á moskuna á Norður-lndlandl. Beirút — Lfbanskir skæailiðar, sem látið hafa undan hernaðarlegum þrýstingi Sýr- lendinga eftir fall Michels Aoun hershöfð- ingja, munu nú yfirgefa Beirút eftir 15 ára borgárastyrjöld. Maputo — Tugir flóttamanna deyja dag- lega úr hungri og ýmsum sjúkdómum í flótta- mannabúðum í Mozambique, þar sem 40.000 fórnarlömb styrjaldar eru saman komin. Moskva — bjóðernissinnar I Moldavfu, sem eru reiðir vegna aðskilnaðartilrauna tyrkneska minnihlutans, hafa lagt undir sig tollstöð við landamæri Rúmenfu og Moldavíu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.