Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 3. nóvember 1990 „Ósk um aðild að EB nú er óskynsamleg. Hún veikir samningsstöðu okkar,“ segir utanríkisráðherra: ísland verður að laga sig að leikreglum EB „íslendingar verða að taka upp leikreglur Evrópubandalagsins, hvort sem við sækjum um aðild að bandalaginu eða ekki.“ Þetta sagði Þórður Friðjónsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, á fundi sem Alþjóðastofnun Háskóla íslands gekkst fyrir undir yfir- skriftinni: „Er aðild íslands að Evrópuabandalaginu æskileg?" Jón Baldvin Hannibalsson gagnrýndi harölega yfirlýsingar starfsbræðra sinna á Norðurlöndum um málefni EB. Hann sagði þær óskynsamlegar, einmitt nú þegar lokahrina EFTA-EB-viðræðnanna er að hefjast. Tímamynd Pjetur Þórður sagði að þrátt fyrir að hægt væri að tína upp ýmis efnahagsleg rök fyrir því að ísland ætti að gerast aðili að EB, væru þau ekki ótvíræð. Hing- að til hafa það fyrst og fremst verið hin efnahagslegu rök, sem menn hafa talið styðja aðild íslands að EB. Þórð- ur sagði rökin fyrir aðild m.a. vera þau að Evrópa er langstærsta við- skiptasvæði íslendinga. Hætta væri á að hagvöxtur og lífskjör yrðu ekki í takt við það sem gerist í Evrópu, ef ís- land stendur utan við bandalagið. Þórður rakti einnig ýmis atriði, sem mæla gegn aðild. Hann sagði t.d. að óvíst að þjóð sem er með jafn einhæf- an útflutning eins og íslendingar gæti alfarið tengst myntkerfi EB- landa. Hann sagði jafnframt að því líkara sem efnahagslíf lands er efna- hagslífi helstu viðskiptalanda sinna, því meiri hag hefði landið af því að tengjast myntkerfi þeirra. Aðalatriðið sagði Þórður vera að íslendingar yrðu að fylgja þeim leikreglum, sem leikið er eftir meðal vestrænna þjóða. ís- lendingár yrðu að aðlaga efnahagslíf sitt efnahagslífi nágranna sinna og þar er EB stærsta markaðssvæðið. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra gerði á fundinum grein fyrir stöðu viðræðna EB og EFTA. Hann ít- rekaði þá skoðun, sem hann hefur áð- ur látið í Ijós, að hagsmunum íslands væri best borgið með því að fylgja EFTA-þjóðunum í viðræðum við EB. Sú leið væri betri en tvíhliða viðræð- ur við EB. Hann tók jafnframt fram að farið yrði í tvíhliða viðræður þegar og ef viðræður EFTA og EB leiddu ekki til jákvæðrar niðurstöðu. Spurninguna um hvort ísland ætti að sækja um aðild að EB, sagði utan- ríkisráðherra ekki tímabæra. Hann sagði ákaflega heimskulegt að sækja um núna, því þar með væru íslend- ingar að veikja samningsstöðu sína í EFTA-EB-viðræðunum. Ráðherrann gagnrýndi harðlega yfirlýsingar nor- rænna ráðherra, sem á síðustu dög- um hafa beint og óbeint verið að ýja að því að Norðurlöndin ættu að sækja um aðild að EB. Jón Baldvin sagði þessar yfirlýsingar óskynsamlegar, því að þær veiktu samningsstöðu EFTA. Utanríkisráðherra sagði að í þeim viðræðum, sem nú eru að komast á Iokastig, yrði látið reyna á hvort EB tæki eitthvert tillit til sérstöðu ís- lands á sviði sjávarútvegs. Hann sagði alls ekki vonlaust að tekið yrði tillit til sérstöðu okkar. Verði það gert, hefð- um við miklu sterkari samnings- stöðu, ef til þess kæmi að ísland sækti um aðild að EB einhvem tímann í framtíðinni. Jón Baldvin minnti á, að að óbreyttum forsendum þýddi aðild að EB að fsland yrði að skrifa undir Rómarsáttmálann. Þar með myndu íslendingar verða að afhenda ráða- mönnum í Bmssel allt forræði yfir fiskimiðum við íslandsstrendur. -EÓ Halldór á Fjalli er látinn Látinn er í Skagafirði Halldór Bene- diktsson, fyrmm bóndi á Fjalli í Sæ- mundarhlíð. Hann andaðist á Sjúkra- húsi Sauðárkróks 29. síðasta mánað- ar, nokkuð við aldur. Halldór var son- ur hjónanna Benedikts Sigurðssonar og Sigurlaugar Sigurðardóttur, sem bjuggu allan sinn búskap á Fjalli. Þau eignuðust tvö böm fyrir utan Halldór, dr. Jakob Benediktsson, sem enn lifir, og Margréti, sem giftist Benedikt Pét- urssyni, bónda á Stóra-Vatnsskarði. Margrét andaðist 1942 eftir skamma sambúð við mann sinn. Æskuheimili Halldórs var rómað fyrir gestrisni. Þangað lögðu margir leið sína, þótt bærinn væri ekki í al- faraleið eftir að bílvegir komu. Hall- dór var eins og faðir hans söngvinn vel. Hann var einn af stofnendum karlakórsins Heimis og var í kómum yfir fimmtíu ár. Þá hafði hann marg- vísleg afskipti af félagsmálum í sveit sinni og innan héraðsins. Halldór sat í hreppsnefnd árin 1962 til 1982, og var oddviti Seyluhrepps frá 1970 til 1982. Síðustu árin bjó hann í Varma- hlíðarhverfi ásamt konu sinni, Þóru Þorkelsdóttur frá Miðsitju. Hún lifir mann sinn. IGÞ Lyfsölufyrirtæki færir út kvíarnar: Pharmaco kaupir íslensk matvæli Lyfjafyrirtækiö Pharmaco hf. hef- ur keypt fyrirtækið íslensk matvæli hf. í Hafnarfirði. Fyrirhugað er að efla rekstur fyrirtækisins, meðal annars með aukinn útflutning í huga, enda góð vöru- og markaðs- þekking hjá fyrirtækinu, segir í fréttatilkynningu frá Pharmaco. Helstu framleiðsluvörur íslenskra matvæla hafa verið reyktur og graf- inn lax og síldarréttir ýmiss konar. Fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á vöruþróun og hefur framleiðsla þess fengið á sig mjög gott orð. Heildarvelta fyrirtækisins á síðasta ári var um 80 milljónir króna og voru starfsmenn 28. Það er von hinna nýju eigenda að takast megi að efla fýrirtækið, auka framleiðslu og fjölga starfsfólki. Áhersla verður lögð á aukna markaðsstarfsemi heima og erlendis, enda njóta ís- lenskir sjávarréttir sívaxandi vin- sælda. —SE Jóhann Páll Símonarson afhendir forseta SVFf, Öriygi Hálfdánarsyni, hinn glæsta grip í viðurvist forstjóra félagsins, skólastjóra og starfs- manna Slysavamaskólans. Farandgripur til eflingar öryggi 18 þúsund manns hafa séð sýningar Borgarleikhússins Það sem af er haustinu hefur að- sókn að sýningum Borgarleik- hússins fariö fram úr vonum bjartsýnustu manna. Gera má ráð fyrir að um 18.000 manns hafi farið á sýningar í leikhúsinu, en einn og hálfur mánuður er síðan fyrsta verkefnið á leikárinu var frumsýnt. Af þessum 18 þúsundum hafa 13 þúsund séð Fló á skinni, 3.400 hafa séð sýninguna Ég er meistarinn, og um 2.000 manns hafa séð sýn- ingarnar Ég er hættur! farinn! og Sigrún Ástrós. Rétt er að taka fram að aðeins nokkrar sýningar eru búnar af Ég er hættur! farinn! Uppselt hefur verið á nær allar sýningar á leikritinu Ég er meist- arinn og flestar sýningar á leikrit- inu Fló á skinni. Aðsókn að sýn- ingunni Ég er hættur! farinn! hef- ur einnig verið mjög góð og loks hefur aðsókn að Sigrúnu Astrós farið fram úr vonum. Samkvæmt upplýsingum frá Leikfélagi Reykja- víkur þá virðist það vera sem áhugi á leiklist hafi aukist í borginni og aðsókn að nær öllum sýningum hjá leikfélögum í borginni hafi far- ið fram úr vonum. Þeir hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur vonast til að hafa fengið rúmlega 30 þúsund áhorf- endur fyrir áramót og má telja lík- legt að sú von rætist, ef aðsóknin verður jafn mikil áfram. Þess má geta að allt leikárið í fyrra komu um 53.000 manns á sýningar í Borgarleikhúsinu. —SE Jóhann Páll Símonarson, háseti á m/s Brúarfossi, hefur afhent Slysa- vamafélagi íslands fagran bikar til eflingar áhuga sjómanna um fræðslu og þjálfun um björgunar- og öryggismál, eins og fram fer í Slysa- vamaskóla sjómanna, Sæbjörgu. Forseti SVFÍ, skólastjóri og leið- beinendur Slysavarnaskólans velja ár hvert það skip og þá skipsáhöfn, sem sýnt hefur sérstakan áhuga í námi og starfi að öryggismálum. Hér er um farandbikar að ræða, sem veittur verður í fyrsta sinn á Sjómannadag- inn á næsta ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Jó- hann Páll sýnir öryggismálum sjó- manna áhuga, skilning og ræktar- semi. Á sjómannadaginn í Reykjavík og Hafnarfirði sl. tvö ár hafa verið af- hentir tveir farandbikarar, sem Jó- hann gaf, til skipa, skipstjóra og áhafna, sem sýnt hafa sérstaka reglu- semi um æfingar, umhirðu og eftirlit öryggisbúnaðar um borð í skipun- um. Með Sæbjargarbikarnum er hann að hvetja félaga sína í sjó- mannastéttinni í öllum útgerðarbæj- um landsins, bæði farmenn og fiski- menn, til að sameinast í átaki á vett- vangi öryggismála til að fækka slys- um meðal sjómanna. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.