Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 3. nóvember 1990 Ný andlit í NBA-deildinni: Níu lið haffa skipt um þjálfara Töluverðar breytingar hafa orð- ið í herbúðum flestra NBA-lið- anna frá síðasta keppnistímabili. Nýir leikmenn úr háskólunum eru komnir í liðin og einnig hafa leikmenn farið á milli liða. Þá hafa níu NBA-lið skipt um þjálf- ara frá síðasta keppnistímabili. Hér á eftir verður farið yfir hvaða nýju leikmönnum og þjálfurum liðin tefla fram í vet- ur. Atlantshafsriðill: Boston Celtics: Chris Ford hefur tekið við þjálfun Boston-liðsins, en hann var áður aðstoðarþjálfari bæði hjá K.C. Jones og Jimmy Rogers, samtals í 7 ár. Nýliðar eru: bakvörð- urinn Dee Brown, miðherjinn Stoj- an Vrankovic frá Júgóslavíu og Brian Shaw, sem snýr heim frá Ítalíu. Miami Heat: Nýliðar eru bakvörð- ur/framherji Willie Burton, fram- herjinn Alec Kessler og bakvörður- inn Bimbo Coles. í>á fékk bakvörður- inn Milt Wagner frjálsa sölu og fram- herjinn Jeff Sanders var keyptur frá Chicago. New Jersey Nets: Dýrasti nýliði árs- ins er framherjinn Derrick Coleman, sem var valinn fyrstur í háskólaval- inu. Annar framherji var valinn Jed Buechler. Nýliðinn Tate George, sem er bakvörður, er einnig kominn til Nets ásamt gamla bakverðinum Raggie Theus frá Orlando. New York Knicks: Aðeins einn ný- liði leikur með liðinu í vetur, en það er framherjinn Jerrod Mustaf. Philadelphia ‘76ers: Nýliðar eru bakvörðurinn Brian Oliver og fram- herjinn Derek Strong. Þá er mið- herjinn Manute Bol frá Súdan kom- inn til Sixers frá Golden State, en hann er 2,30 m á hæð. Washington Bullets: Nýliðar eru miðherjinn Greg Foster og bakvörð- urinn A.J. English. Framherj- inn/miðherjinn Pervis Ellison er kominn til Bullets frá Sacramento eftir samkomulag liðanna tveggja og Utah Jazz. Miðriðill Atlanta Hawks: Nýr þjálfari liðsins er Bob Weiss, sem verið hefur þjálf- ari og aðstoðarþjálfari hjá nokkrum NBA-liðum, t.d. San Antonio Spurs 1986-1988. Nýliðar eru bakverðirnir Stephen Bardo og Rumeal Robinson og framherjinn TVevor Wilson. Þá er gamli maðurinn Sidney Moncrief, sem er bakvörður, kominn til Hawks, en hann fékk frjálsa sölu. Einning er miðherjinn Tim McCormick kominn til liðsins frá Houston. Charlotte Hornets: Gene Littles er þjálfari liðsins. Hann hefur sitt lyrsta heila tímabil nú, en um mitt síðasta keppnistímabil tók hann við, eftir að Dick Harter hætti. Nýliðar eru bak- vörðurinn Kendall Gill og miðherj- inn Steve Scheffler, framherjinn Johnny Newman fékk frjálsa sölu til Hornets. Chicago Bulls: Engir nýliðar, en bakvörðurinn Dennis Hopson er kominn frá New Jersey og framherj- inn Cliff Levingston fékk frjálsa sölu til Bulls. Cleveland Cavaliers: Nýliðar eru framherjinn Danny Ferry, sem lék á Ítalíu í fyrra, og miðherjinn Milos Babic. Detroit Pistons: Eini nýliðinn, sem fenginn var í raðir meistaranna, er bakvörðurinn Lance Blanks. Þá er gamli miðherjinn TVee Rollins kom- inn til Piston eftir frjálsa sölu. Indiana Pacers: Nýliði er framherj- inn Kenneth Williams, en bakvörð- urinn Michael Williams fékk frjálsa sölu til liðsins. Milwaukee Bucks: Engir nýliðar, en miðherjinn Dan Schayes er kominn frá Denver og framherjinn/miðherj- inn Frank Brickowski er kominn frá San Antonio. Miðvesturriðill Dallas Mavericks: Richie Adubato hefur sitt fyrsta heila tímabil sem þjálfari Mavericks. Hann tók við lið- inu, þegar 11 leikjum var lokið á síð- asta keppnistímabili. Nýliði er bak- vörðurinn Phil Henderson, en fram- herjinn Alex English er kominn til liðsins eftir frjálsa sölu. Bakvörður- inn Fat Lever er kominn frá Denver og framherjinn Rodney McCray frá Sacramento. Denver Nuggets: Fyrrum þjálfari Los Angeles Lakers, Paul Westhead, hefur tekið við þjálfun Nuggets, Westhead hefur undanfarin 5 ár þjálfað háskólalið Loyola Marymo- unt. Nýliðar eru bakverðirnir Chris Jackson og Stefvie Thompson, fram- herjinn Marcus Liberty og framherj- inn/miðherjinn Anthony Cook. Þá er framherjinn Orlando Woolridge kominn til Nuggets frá Los Angeles Lakers og framherjinn/miðherjinn Joe Wolf fékk frjálsa sölu til liðsins. Houston Rockets: Nýliðar eru fram- herjinn Matt Bullard og bakvörður- inn Dave Jamerson. Framherjinn David Wood og bakverðirnir Kenny Smith og Roy Marble frá Atlanta. Minnesota Timberwolves: Nýliðar eru miðherjinn Felton Spencer og bakvörðurinn Gerald Glass. Bak- vörðurinn Tim Legler er kominn til liðsins eftir frjálsa sölu og bakvörð- urinn Scott Brooks frá Philadelphia. Orlando Magic: Nýliði er framherj- inn Dennis Scott. Miðherjinn Greg Kite er kominn til Orlando eftir frjálsa sölu. San Antonio Spurs: Nýliðar eru framherjarnir Sean Higgins og Tony Massenburg og miðherjinn Dwayne Schintzius. Framherjinn David Greenwood er kominn til liðsins, eft- ir að hafa fengið frjálsa sölu, sem og framherjinn Mike Mitchell. Þá er Paul Pressey kominn frá Milwaukee. Utah Jazz: Nýliði er miðherjinn Walter Palmer. Bakvörðurinn Jeff Malone er kominn til Utah frá Wash- ington, eftir samning liðanna beggja og Sacramento. Kyrrahafsriðill Golden State Warriors: Nýliðar eru framherjinn Tyrone Hill, miðherjinn Les Jepsen og bakvörðurinn Kevin Pritchard. Los Angeles Clippers: Nýr þjálfari Clippers er Mike Schuler, fyrrum þjálfari Portland TYail Blazers, en f fyrra var hann aðstoðarþjálfari hjá Goiden State. Nýliðar eru bakvörð- urinn Bo Kimbler, framherjinn/mið- herjinn Loy Vaught, en framherjinn Greg Butler fékk frjálsa sölu til Clip- pers. Los Angeles Lakers: Pat Riley er hættur sem þjálfari Lakers og við starfi hans hefur tekið Mike Dunle- avy, fyrrum aðstoðarþjálfari Milwa- ukee Bucks og fyrrum leikmaður með Philadelphia, Houston, San An- tonio og Milwaukee. Nýliðar eru framherjinn/miðherjinn Elden Campell og bakvörðurinn Tony Smith. Framherjinn Sam Perkins kom til Lakers eftir frjálsa sölu og bakvörðurinn/framherjinn Terry Te- agle er kominn til Lakers frá Golden State. Phoenix Suns: Nýliðar eru bakvörð- urinn Negele Knight, framherjamir Cedric Caballos og Jayson Williams. Framherjinn Ed Nealy er kominn til liðsins eftir frjálsa sölu. Portland Trail Blazers: Nýliði er framherjinn Alaa Abdelna- by. Þá er bakvörðurinn Danny Ainge kominn frá Sacramento, en hann gerði garðinn frægan hjá Boston Celtics um árabil. Sacramento Kings: Dick Motta hef- ur sitt fyrsta heila keppnistímabil með liðið. Hann tók við liðinu um mitt síðasta tímabil. Nýliðar eru framherjarnir Lionel Simmons og Anthony Bonner, bak- vörðurinn TYavis Mays og miðherj- inn Duane Causwell. Bakvörðurinn Byron Irvin er kominn frá Miami, miðherjinn Bill Wennington frá Dallas, bakvörðurinn Bobby Hansen og framherjinn Eric Leckner eru komnir frá Utah eftir samning milli Sacramento, Utah og Washington. Seattle Supersonics: Nýr þjálfari liðsins er enginn annar en K.C. Jo- nes, fyrrum þjálfari Boston Celtics, en í fýrra var hann aðstoðarmaður Barnie Bickerstaff hjá Sonics. Nýliði er bakvörðurinn Gary Payton. Gamli miðherjinn Dave Corzine fékk frjálsa sölu til liðsins. BL ; vTíirfiiTn 23 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúia 39-108 Reykjavík - Sími 678 500 FELAGSRAÐGJAFI 50% staða félagsráðgjafa er laus á hverfaskrifstofu í miðbænum. Um er að ræða afleysingastarf í 10 mán- uði. Verkefnin eru aðallega á sviði meðferðar og barna- verndarmála. Upplýsingar um stöðuna gefur Anni Haugen yfirfélags- ráðgjafi í síma 625500. STARFSMAÐUR Laus er staða starfsmanns við fjölskylduheimili fyrir unglinga. Um er að ræða 65% stöðu í sambýli fyrir 5 unglinga. Menntun eða reynsla á sviði uppeldismála æskileg. Nánari upplýsingar í síma 681836 eftir kl. 16.00 alla virka daga. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember VERKSTJÓRAR í ÖLDRUNARÞJÓNUSTU Verkstjóra í heimaþjónustu vantar í félags- og þjón- ustumiðstöðvar fyrir aldraða að Norðurbrún 1 og Vest- urgötu 7. Starfssvið verkstjóra erfólgið í daglegum rekstri heima- þjónustu aldraðra, verkstjórn og ráðgjöf við starfsmenn. Æskilegt er að umsækjendur geti unnið sjálfstætt og hafi einhverja reynslu á sviði félagslegrar þjónustu og þægilegt viðmót í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn, Steinunn í Norðurbrún 1, sími 686960, og Eygló á Vesturgötu 7, sími627077. Umsóknarfrestur er til 9. nóvember. SJÚKRALIÐI í ÖLDRUNARÞJÓNUSTU Sjúkraliða vantar til aðstoðar við böðun aldraðra. Um er að ræða 50% starf við félags- og þjónustumið- stöðina að Vesturgötu 7. Góð vinnuaðstaða og fullkom- ið sjúkrabað. Upplýsingar veitir Eygló forstöðumaður í síma 627077. Umsóknarfrestur er til 9. nóvember. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Lektorsstaða í sagnfræði við heimspekideild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 29. nóvember nk. Menntamálaráðuneytið 1. nóvember 1990 t Þökkum af alhug þeim öllum sem sýndu okkur vinarhug og sam- úð við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföð- ur og afa. Ólafs Þórðarsonar tollvarðar Hjarðarhaga 44 Ragnhildur Guðmundsdóttir Guðmundur Ólafsson Þórður Ólafsson Gunnar Bjami Ólafsson Magnús Ólafsson og bamaböm Kristín Magnúsdóttir Ester Jónatansdóttir Kristín Alfreðsdóttir Helga Bima Jónsdóttir Þóra Eriingsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.