Tíminn - 03.11.1990, Side 5

Tíminn - 03.11.1990, Side 5
Laugardagur 3. nóvember 1990 Tíminn 5 Deildar meiningar innan verkalýðshreyfingarinnar um eignaraðild og afstöðu til íslandsbanka: Ahrif eda áhrifaleysi gagnvart stórkapítali „Þessi vaxtahækkun íslandsbanka kemur mér ekkert á óvart, því þetta er akkúrat það sem við, í verkalýðsfélaginu hér, vorum bú- in að spá um þennan ágæta banka, í öllum okkar samþykktum. Við höfum því miður ekkert hlutafé að selja, því við erum búin að því. Ég tel að rök Dagsbrúnar eigi fyllilega rétt á sér og vil óska þeim til hamingju með það hvað þeir hafa staðið sig vel í þessu máli. Bankarnir ætla sér einfaldlega að græða mikla peninga, sem er út af fyrir sig ósköp skiljanlegt sjónarmið. Við erum á hinn bóginn ekkert sátt við að láta þá raka saman gróða á þeim aðgerðum, sem launafólk í landinu stóð fyrir, og munum beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir það“. Dagsbrún fær þessar hamingju- óskir frá Birni Grétari Sveinssyni, form. Verkalýðsfélagsins Jökuls á Hornafirði og framkvæmdastjórn- armanni í VMSÍ. „En við höfum því miður ekkert hlutafé að selja, því við erum búin að því. Um leið og það stóð til að Alþýðubankinn gengi inn í ís- landsbanka, þá voru samþykkt hörð mótmæli gegn því hér í Verkalýðsfélaginu Jökli, að sam- einast kapítalinu. Jafnframt var samþykkt að selja hlutabréf okkar, og það höfum við gert. Það kemur okkur því ekkert á óvart, heldur var þetta bara það sem við áttum von á, að íslandsbanki mundi koma til með að verða í farar- broddi með háa vexti, eins og reynslan hefur síðan sýnt,“ sagði Björn Grétar. Hann sagðist heldur ekki geta betur séð en að bankarnir hafi all- an tímann haft allt sitt á þurru í þessu máli og þeir ætli sér greini- lega að halda því áfram. Þeir lækki seint vextina til samræmis við hjaðnandi verðbólgu. „Þann mán- uð, sem verðbólgan fór niður í 2- 3%, voru raunvextir bankanna um 9-10%,“ sagði Björn Grétar. Vaxtahækkunin ekki 2% heldur 16% „Ég vil gera athugasemdir við þann fréttaflutning að vextir hafi hækkað um 2%, þegar raunveru- lega er um 16% vaxtahækkun að ræða. Hækkun almennra skulda- bréfavaxta hjá íslandsbanka úr 12,25% í 14,25% er rúmlega 16% vaxtahækkun. Og forvexti víxla hækkuðu þeir um 7,8%. Þegar fjallað er um launakröfur fólks, þá eru það hlutfallslegar hækkanir sem talað er um. Og það er lang- best að tala sama tungumálið, þeg- ar fjallað er um vaxtahækkanir. „Það má líka benda á að raunvext- ir hafa hækkað að meðaltali hjá þessum ágætu bönkum. Meðal- vextir verðtryggðra skuldabréfa, þ.e. raunvextir, hafa hækkað úr 7,7% í fyrra upp í 8,2% núna að meðaltali. Þetta þýðir 6,5% meðal- talshækkun raunvaxta," sagði Björn Grétar. Frekar aukin áhrif en að hlaupa Örn Friðriksson, varaforseti ASÍ, telur hins vegar meiri árangurs að vænta af ítökum innan bankanna, heldur en að standa utan þeirra: „Mín skoðun er sú að við eigum frekar að reyna að hafa meiri áhrif innan bankanna, heldur en okkur hefur kannski tekist hingað til. Ég er t.d. viss um það að hefðum við engin ítök haft í íslandsbanka, í gegn um verkalýðsfélögin og líf- eyrissjóðina, þá hefði sú vaxta- lækkun, sem óneitanlega varð og er, úr um 30% niður fyrir 15%, aldrei orðið með þessum hætti. Ég held því að við ættum frekar að reyna að auka þarna áhrif okkar, heldur en að hiaupa burtu," sagði Örn. Hveijir vilja áfram þjóðarsátt? Hvað varðar áhrifin á þjóðarsátt- ina, segir Örn bankana vissulega einn aðilann en alls ekki þann eina. „í mfnum huga snýst spurning- in um það hvaða aðilar í þjóðfé- laginu vilja framlengja þjóöar- sáttina. Það gengur aldrei upp ef ætlast er til að það séu eingöngu verka- lýðsfélögin, þ.e. hvort þau vilji framlengja samningana fram á næsta haust. Heldur er þetta spurningin um þátttöku allra að- ila: Bankarnir verða að koma inn í myndina líka. Ríkisvaldið sömu- leiðis. Þá er spurning, hvað sveit- arfélögin ætla að gera með sína tekjustofna. Þetta snýr líka að bændasamtökunum. Þjóðarsáttin byggist á ákveðnum aðgerðum aílra þessara aðila og svo síðast en ekki síst á fýrirtækjunum sjálf- um,“ sagði Örn. Fjárlagafrumvarpið gefur tóninn „Vitanlega skiptir það miklu máli að bankarnir, eins og aðrir, sýni fullt aðhald í sfnum málum. Enda ýta ráðstafanir eins og vaxtahækk- anir vitanlega undir það að ver- bólguskriðan fari af stað. En þetta á líka við um ríkisvaldið, fyrirtæk- in, búvöruverðið og bæjarfélögin. Það liggur m.a. fyrir í fjárlaga- frumvarpinu, að þar er gert ráð fyrir ýmsum hækkunum umfram það sem menn hafa áætlað. Þar er einnig gert ráð fyrir niðurskurði (á niðurgreiðslum) sem munu þýða verðhækkanir á landbúnaðarvör- um. Fjárlagafrumvarpið gefur því tóninn." Hvað það snertir að taka fjármuni verkalýðsfélaga út úr íslands- banka, sagði Örn: „Það er mín skoðun að menn verða fyrst að spyrja sjálfa sig: „Hvert á ég þá að fara með peningana?" Okkar verk- efni er að ávaxta þessa fjármuni fé- lagsmanna. Fari ég með féð í banka sem borgar lægri vexti, þá er ég þar með að rýra þessa eign fé- lagsmanna. Fari ég hins vegar með það í banka sem býður hærri vexti en íslandsbanki, þá er það um leið banki sem krefur lántakendur jafnframt um hærri vexti," sagði örn Friðriksson. SFR: Abyrgð fjármagnseigenda Stjórn Starfsmannafélags rfkis- stofriana hefur samþykkt hörð mótmæli gegn ákvörðun íslands- banka um vaxtahækkun. „Þessi ákvörðun er ögrun við Iaunafólk og í engu samræmi við þá kjarasamninga sem gerðir voru síðastliðinn vetur. Stjórn SFR leggur áherslu á að nú er það atvinnurekenda og fjár- magnseigenda að sýna ábyrgð í verki. Þess vegna ber bönkum og öðrum fjármagnseigendum að lækka vexti þegar í stað.“ —HEI Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra styður sjónarmið Dagsbrúnarforystunnar í vaxtamálinu og segir um bankana: Fljótir til að hækka, seinir til að lækka Forsætisráðherra kvaðst í gær, að ríkisstjórnarfundin- um loknum, hafa rætt við formenn bankaráða Lands- bankans og Búnaðarbankans og verið fullvissaður um að ríkisbankamir myndu láta vaxtahækkanir kyrrar liggja að sinni. Það væri afar slæmt að á sama tíma og launþeg- ar leggja áherslu á markmið þjóðarsáttar og taka á sig byrðar vegna olíuhækkana, þá komi bankar í bakið á þeim. „Bankarnir hafa ávallt verið fljótir til að hækka vexti en seinir til að lækka vextina,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. —sá „Ég tók vaxtahækkun íslandsbanka upp á ríkisstjómar- fundi í morgun og studdi mjög viðbrögð forystu Dags- brúnar. Viðskiptaráðherra var ekki á fundinum, en ég taldi að málið þyldi enga bið og að leggja yrði áherslu á það við ríkisbankana að þeir færu ekki í kjölfar íslands- banka og ég veit að þeir munu ekki gera það, að minnsta kosti ekki að sinni. Ég mun ræða við við- skiptaráðherra um málið við fyrsta tækifæri," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í gær- kvöldi. Islenskir ostar stóðu framar- lega í Danmörku Islenskár ostar náðu mjög góðum árangrí á ostasýningu í Danmörku nýlega. íslenskir ostagerðarmenn hlutu 12 gullverðlaun og 11 silfur- verðlaun. Forsaga málsins er sú að Osta- og smjörsölunni sf. var boðin þátttaka á dönsku ostasýningunni, Landsmejeri Udstillingen, sem fram fór í Herning dagana 17. til 18. októ- ber síðastliðinn. Þar lögðu 40 dóm- arar mat á 900 ostasýni, þar af voru 64 frá íslandi. Verðlaunakeppnin fór þannig fram að ostasýnin voru flokkuð eftir teg- und. Gráðaostar voru dæmdir sam- an, rjómaostar, skorpuostar o.s.frv. Gefin var einkunn fyrir útlit, lit, byggingu, þéttleika, lykt og bragð og að lokum gefin sjálfstæð einkunn, sem réð úrslitum um verðlaun. Verðlaunin 23 skiptust þannig: Smurostgerðin OSS fékk 12 verð- laun, þar af 7 gullverðlaun, Mjólkur- samlag KEA tvö gull og tvö silfur og Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkur- samlagið Búðardal og Mjólkursam- lag KS á Sauðárkróki hlutu eitt af hvoru. Þess má geta að allir íslensku silfurverðlaunahafarnir hlutu ein- kunnina 11,8 og voru aðeins hárs- breidd frá gullinu, en fyrstu verð- launin voru veitt fyrir einkunnina 12 og hærra. íslensku ostarnir náðu enn fremur þeim glæsilega árangri að hljóta fjórðu hæstu einkunn á sýningunni. Sex íslensk ostasýni fengu einkunn- ina 12,3 en aðeins 10 ostasýni af 900 hlutu hærri einkunn en þeir ís- lensku ostar, sem stóðu sig best. Sex tegundir fengu einkunnina 12,5, fjórar tegundir 12,8 og danski rjómaosturinn Anansring var hæst- ur með 13,3. Af íslensku ostunum hlutu hæstu einkunn skólaostur 26%, sveppaost- ur, blaðlauksostur, fondue-ostur með kúmeni, rjómaostur með kryddi og napólímyrja. khg. 'ARMEI Á myndinni sjáum viö ostameistarana ásamt verðlaunaostunum fýrir framan þá. Frá vinstri: Oddgeir Sigur- jónsson, Mjólkursamlagi KEA Akureyri, Helgi Ragnarsson, sem var fýrir Hauk Pálsson Mjólkursamlagi KS Sauðárkróki, Hermann Jóhannsson, Mjólkursamlagi KÞ Húsavík, Björgvin Guðmundsson, Osta- og smjörsöl- unni, Elísabet Svansdóttir, Mjólkursamlaginu Búðardal og Gesturíraustason, Mjólkurbúi Flóamanna. Timamynd Pjetur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.