Tíminn - 03.11.1990, Side 7
Laugardagur 3. nóvember 1990
Tíminn 7
LAUGARDAGURINN 3. NOVEMBER 1990
milljarða sem er það hagræði
sem íslenskur landbúnaður er
talinn hafa af innflutningstak-
mörkunum á útlendum land-
búnaðarvörum. Þessi reiknaða
„markaðsvernd" er því ekki fjár-
framlag, heldur stuðningur af
allt öðru tagi. Markaðsvernd er
heldur ekki eitthvert íslenskt
fyrirbæri í landbúnaðarstefnu
sem hvergi þekkist annars stað-
ar. Hún á sér stað í öllum þeim
löndum sem byggja Iandbúnað-
arstefnu sína á sömu viðhorfum.
Allt tal um einsdæmin í íslensk-
um landbúnaðarmálum er mis-
skilningur.
í ræðu Hauks Halldórssonar
mátti það teljast til fréttnæmra
upplýsinga að landbúnaður er
fjarri því að vera eina atvinnu-
greinin sem nýtur verndar í
markaðsþjóðfélögum, því að
margs konar iðnaður reynist
eiga við sinn aðlögunarvanda að
stríða gagnvart ströngustu lög-
málum markaðshyggjunnar og
er því studdur með opinberum
ráðstöfunum af ýmsu tagi. í Evr-
ópubandalaginu nema slík bein
fjárframlög til iðnaðar þúsund-
um milljarða króna, þótt þess sé
sjaldan getið eða tilraun gerð til
þess að skýra rök og ástæður fyr-
ir slíkum stuðningi. Einfaldasta
skýringin er sú að þótt allar þró-
aðar nútímaþjóðir byggi hag-
kerfi sitt á þeirri meginhugmynd
að þar skuli markaðslögmál
ráða, þá eru gerðar á því margs
konar undantekningar, þegar
þær þykja eiga við. Þess vegna
eru það einungis örfá ríki í al-
þjóðasamtökum um afnám toll-
verndar og styrkjastefnu sem
treysta sér til að ganga til slíkra
verka eftir föstum formúlum og
dogmatískri aktaskrift. Það væri
sannarlega verðugt verkefni
hinna áhrifamiklu Ijósvakamiðla
að kosta einhverju til af rúmu
starfsfé sínu til þess að varpa
fréttaljósi á þessa hlið efnahags-
umræðunnar og heimsviðskipt-
anna.
Bandalag kumpána-
________skaparins___________
Fundur Stéttarsambands
bænda á fimmtudaginn í fyrri
viku fjallaði ítarlega um þessi
mál, og þar komu fram frétt-
næmar upplýsingar í máli fram-
sögumanna, sem meginþorri
fjölmiðla gerði engin skil í frétt-
um eða umræðuþáttum, að und-
anskildu því smáræði sem haft
var eftir viðskiptaráðherra um
nauðsyn þess að flytja inn balk-
anska súrmjólk og möguleika Is-
lendinga að flytja út hangikjöt á
móti. Fjarri fer því að svona
fréttaflutningur lýsi þroskuðu
fréttamati. Þvert á móti er hann
sönnun fyrir þeirri kenningu að
íslenskar fréttastofur séu veikar
fyrir kerfishugsun og ofmati á
fræðum stofnanavaldsins. ís-
lenskur íjölmiðlaheimur er enn
á því gelgjuskeiði að vera aðeins
„bandalag kumpánaskaparins".
Löngu er tími til kominn að fjöl-
miðlar fari að taka starf sitt al-
varlega og hætti þessum sand-
kassaleik sínum með útvöldum
kerfisköllum.
matvæli en það sem varðar beint
hreinleika lífríkisins sem þau
eru sprottin úr. Hér stendur
þjóðin því frammi fyrir verkefn-
um sem henni á ekki að vera
neinn neyðarkostur að sinna,
heldur líta á sem atvinnuauk-
andi starfsemi og verðugt við-
fangsefni menntaðrar nútíma-
þjóðar. Hráefnisöflunin sjálf —
veiðimennskan og sjómennskan
— heldur áfram að vera undir-
staðan að því að nýta okkar dýr-
mætu sjávarauðlindir, en henni
til viðbótar verður að koma ný
eða endurskoðuð úrvinnslu- og
markaðsstefna sem tryggir þjóð-
arbúinu eðlilegan hagvöxt, at-
vinnu og bætt lífskjör. Van-
ræksla á þessu sviði atvinnu-
möguleikanna má ekki verða
fylgifiskur þess að þjóðin á vissu-
lega fleiri kosta völ til þess að
efla atvinnulíf sitt og auka fjöl-
breytni þess. í rauninni kemur
ekkert í staðinn fýrir þá auðlind
sem við eigum í hafinu og þá
möguleika sem við höfum til að
nýta afla hennar til meiri verð-
mætasköpunar. Nýjar atvinnu-
greinar á öðrum sviðum ber að
skoða sem viðbót við þann meg-
inatvinnuveg sem sjávarútveg-
urinn er, veiðarnar, úrvinnslan
og efling markaðanna. En nú
skal vikið að öðrum efnum.
Kerfishugsun
________fjölmiðla__________
Því miður verður þess mjög vart
í umræðum á ráðstefnum og í
fjölmiðlaþáttum um framtíð ís-
lenskrar efnahagsþróunar, að
það er eins og þessum umræðu-
vettvangi sé stjórnað af kerfis-
hugsun þar sem umræðuhópur-
inn er afmarkaður, umræðuefn-
in fastákveðin og umfjölluninni
haldið í þröngum farvegi eins og
verið sé að veita vatni að einum
og sama ósnum. Þessi lýsing á
efnahagsumræðunni á ekki síst
við um umfjöllun frétta- og fjöl-
miðlaheimsins um Evrópumál-
in, því að þar er þess vandlega
gætt að öll rök hnígi í eina átt,
kannski ekki endilega vegna þess
að umræðustjórarnir og dag-
skrárgerðarmennirnir hafi ætlað
sér þetta í upphafi, heldur af
hinu að þeir komast auðveldleg-
ast frá verkefni sínu með þessu
fyrirkomulagi. Þegar til kast-
anna kemur er kerfishugsunin í
þjóðfélaginu miklu betur virkjuð
en sú dreifða andstaða sem fyrir
hendi er, sem auk heldur er vís
með að líta út eins og hópur
ósamstæðra sérvitringa. Það má
jafnvel ímynda sér að kerfiskall-
arnir séu svo miklu „fótógenísk-
ari“ en sá dreifði hópur „sérvitr-
inga á vaðmálsbuxum" sem
stundum er að myndast við að
andmæla stofnanavaldinu, að
fyrir þær sakir einar eigi kerfis-
fulltrúarnir erindi í sjónvörpin
og breiðsíðuviðtölin en ekki hin-
ir.
Eitt gleggsta dæmið um
ágengni kerfishugsunar og
stofnanaveldis á fréttamennsk-
una í landinu er áhuga- og af-
skiptaleysi fjölmiðla af fundi sem
Stéttarsamband bænda efndi til í
vikunni sem leið um hugsanleg
áhrif GATT-viðræðnanna svo-
kölluðu á íslenskan landbúnað.
Vel var til þessa fundar vandað af
hálfu fundarboðendanna, þar
sem haldnar voru efnismiklar
framsöguræður af hálfu við-
skiptaráðherra Jóns Sigurðsson-
ar og formanns Stéttarsambands
bænda, Hauks Halldórssonar,
auk þess sem fulltrúi norskra
bænda skýrði frá afstöðu norskra
og norrænna stjórnvalda og
bændasamtaka til þess málefnis
sem hér var um að ræða.
Umræðuefni fundarins var í
stuttu máli sagt að greina frá
viðræðum sem fara fram á veg-
um GATT-samtakanna um
hvernig vinna eigi að því að gera
viðskipti með landbúnaðarvörur
frjálsari milli landa en nú er og
hvernig og hversu langt eigi að
ganga í því að afnema opinberan
stuðning við landbúnað.
Alþjóðlegt vandamál
Að ólöstuðum þeim ræðum sem
þarna voru fluttar gat engum
dulist sem á hlýddi að ræða
Hauks Halldórssonar var yfir-
gripsmest og varpaði miklu
skýrara ljósi á umræðuefnið en
annað sem sagt var á þessum
fundi. Hann lagði áherslu á það í
máli sínu að aðlögunarvandi
landbúnaðar í nútímamarkaðs-
þjóðfélagi er ekki bundinn við
ísland eitt, heldur alþjóðlegt
vandamál sem glímt er við í öll-
um þróuðum ríkjum sem aðild
eiga að GATT-samtökunum.
Hann sýndi fram á að við mótun
landbúnaðarstefnu í þróuðum
löndum er tekist á um tvenn
sjónarmið, annars vegar sjónar-
mið þeirra landa sem leggja höf-
uðáherslu á útflutning á land-
búnaðarvörum og hinna sem
vilja sjálf fullnægja þörf fyrir bú-
vörur með heimaframleiðslu. í
hópi útflutningslandanna eru
Bandaríkin, Ástralía og Nýja-Sjá-
land auk Argentínu, en heima-
framleiðslulöndin eru Evrópu-
bandalagsríkin, Norðurlönd,
Japan og raunar mörg fleiri.
Staða íslands í þessari skiptingu
er augljós. Það telst til heima-
framleiðslulandanna og hefur
enga sérstöðu í þeim hópi sem
orð sé á gerandi. Það er sameig-
inlegt meginviðhorf að halda
uppi sem mestri matvælafram-
leiðslu í eigin landi og veita
landbúnaði nauðsynlegan
stuðning í því sambandi. í öllum
þessum löndum er það því talið
vandasamt viðfangsefni að verða
við hugmyndum Bandaríkjanna
og annarra útflutningsríkja bú-
vöru að afnema tollvernd og
styrkjapólitík gagnvart landbún-
aðarframleiðslu.
í ræðu Hauks Halldórssonar
kom fram að framlög til land-
búnaðar hér á landi eru hlut-
fallslega svipuð og í nágranna-
löndum okkar, Noregi, Svíþjóð
og Finnlandi, hvorki meiri né
minni. Sú staðreynd liggur fyrir
eftir að beitt hefur verið viður-
kenndri samanburðaraðferð um
það efni. Eins og orð eru oft lát-
in falla í umræðum um land-
búnaðarmál hér á landi mætti
ætla að landbúnaður sé slíkur
„baggi“ á þjóðarbúskap okkar að
þess séu engin dæmi frá öðrum
löndum. Þeir sem því halda fram
fara þá eins frjálslega með sam-
anburð sem frekast má verða.
Þeir hafa ekkert til síns máls.
Stuðningur við
landbúnað_______________
Formaður Stéttarsambands
bænda rakti skilmerkilega í
hverju stuðningur við íslenskan
landbúnað er fólginn og hversu
há sú fjárhæð er samanlagt sem
þar er um að tefla. Bein framlög
til landbúnaðar eru 6 milljarðar
króna og dreifast á tiltekna liði,
sem vel eru afmarkaðir í ríkis-
bókhaldinu, þ.e. framlög til
Framleiðnisjóðs, lífeyrissjóðs,
útflutningsbóta og niður-
greiðslna (sem koma neytend-
um til góða) og nokkuð til sauð-
fjárveikivarna.
Ofan á þetta má reikna „mark-
aðsvernd" sem metin er á 4,4