Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 3. október 1990 Tíminn 21 AUGLÝSING um kosningarétt íslenskra ríkis- borgara sem búsettir eru eríendis Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis hafa íslendingar sem flust hafa af landi brott og sest að erlendis kosningarétt hér í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Eftir það falla menn sjálfkrafa af kjörskrá nema sérstaklega sé sótt um að fá að halda kosningarétti. Einungis þeir sem einhvern tíma hafa átt lögheimili á íslandi geta haft kosn- ingarétt hér. Kosningaréttur fellur niður ef íslend- ingur gerist ríkisborgari í öðru ríki. Koshingarétt- urinn miðast við 18 ára aldur. Þeir sem búsettir hafa verið erlendis skemur en átta ár, talið frá fyrsta desember næstum fyrir kjördag, munu verða teknir á kjörskrá án um- sóknar. Þurfa því þeir sem flust hafa af landinu eftir 1. desember 1982 ekki að sækja um skrán- ingu á kjörskrá miðað við 1. desember 1990. Þeir sem búsettir hafa verið erlendis lengur en átta ár (þ.e. fluttu af landi brott fyrir 1. desember 1982) þurfa að sækja um það sérstaklega að verða teknirá kjörskrá. Umsókn skal senda Hag- stofu íslands á sérstöku eyðublaði. Sé umsókn fullnægjandi skráir Hagstofa íslands umsækj- anda á kjörskrárstofn. Slík skráning gildir í fjögur ár og þarf þá að endurnýja hana með nýrri um- sókn. Eyðublöð fyrir slíkar umsóknir fást í sendi- ráðum Islands erlendis, sendiræðisskrifstofum, skrifstofum kjörræðismanna og hjá fastanefnd- um við alþjóðastofnanir. Einnig er hægt að fá eyðublöðin á afgreiðslu Hagstofunnar. Umsækjandi þarf sjálfur að undirrita umsókn sína. Umsókn þarf að hafa borist Hagstofu íslands fyrir 1. desember nk. til þess að umsækjandi verði tekinn á kjörskrá fyrir næstu kosningar. íslendingar sem búsettir eru erlendis verða skráðir á kjörskrá þar sem þeir seinast áttu lög- heimili samkvæmt kjörskrá. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 31. október 1990 LISTASAFN REYKJAVÍKUR KJARVALSSTAÐIR SAFNAKENNARI Laust er til umsóknar starf safnakennara við Listasafn Reykjavíkur (Kjarvalsstaðir og Ás- mundarsafn). Listfræði-, kennara- eða mynd- listamenntun æskileg. Starfið felst í að leiðbeina hópum um sýningar að Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni og gerð sérstakra verkefna þar að lútandi. Nánari upplýsingar veittar í síma 26131. Um- sóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað til Kjarvalsstaða v. Flókagötu, 105 Reykjavík, á sérstökum eyðublöðum er þar fást. Bókasafnsfræðingur Héraðsbókasafn Rangæinga, Hvolsvelli óskar að ráða bókasafnsfræðing í fullt starf, sem fyrst. Góð vinnuaðstaða, húsnæði á staðnum. Umsóknir sendist til formanns stjórnar bókasafnsins Pálínu B. Jónsdóttur, Dufþaksholti, 861 Hvolsvöllur, fyrir 15. nóv. n.k. Jennifer Gray leikur Oskubusku og Rob Lowe er vttanlega prlnsinn í kvikmyndinni „Ef skórínn passar". ROB LOWE Kvikmyndin „Bad Influence", sem sýnd var í kvikmyndahúsum hér í sumar, hafði góð áhrif á líf Rob Lo- we. Við töku þeirrar kvikmyndar kynntist hann förðunarmeistaran- um Sheryl Berkoff og hafa þau ver- ið saman síðan. Rob Lowe hefur lengi verið oröað- ur við frægar konur, jafnvel prins- essur, og kann nú vel að meta það að vera í slagtogi með konu sem ekki er fræg. Hann segist nú eiga meira einkalíf og hafa að mestu frið fyrir ljósmyndurum. Rob Lowe var í stuttan tíma í sam- bandi með Stefaníu Mónakóprins- essu, en þau skildu sem vinir og eru það enn. Hann segir þau bæði hafa látið gamlan draum rætast er þau voru saman, hann hafði dreymt um alvöru prinsessu og hana um frægan leikara. Þó Rob hafi ekki gifst prinsess- unni gefst honum í nýjustu mynd sinni tækifæri til að prófa að vera prins. Það er nútímaútgáfa af ævin- týrinu um Öskubusku og nefnist „Ef skórinn passar". Þar leikur hann á móti Jennifer Gray sem sló í gegn í kvikmyndinni „Dirty Danc- ing“. Rob Lowe segist nú vera óðum að þroskast og nú sé loks að komast almennilegt skipulag á líf hans. Hann segist vera afslappaðri, helst vilja vera í gallabuxum og bol eða í stuttbuxum á ströndinni. Hans uppáhaldsfarartæki er mótorhjól sem hann segir veita sér visst frelsi í umferðaröngþveiti stórborganna. Rob Lowe segist nú vera aö þroskast og vinnur að því að efla likama og sál. Elton John og Joan Collins Joan Collins leikur nú aðalhlutverk- ið í „Private Lives" á sviði í London við miklar vinsældir. Leikritinu hefur verið svo vel tekið að búast má við að það eigi eftir að ganga lengi. Til að halda upp á þessa velgengni tók Elton John sig til og bauð Joan út að borða á einu vinsælasta veit- ingahúsi í London, Langan’s Brass- erie. Hann tók vel á móti henni við kom- una til veitingahússins og kyssti hana í bak og fyrir, enda hefur leik- konan aldrei litið betur út en nú. Elton John fagnar Joan Collins við veitingahúsið þar sem þau héldu upp á leiksigur hennar í London. Rob Lowe ásamt vinkonu sinni Sheryl Berkoffförðunarmeistara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.