Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 3. nóvember 1990 Um síðustu helgi höfnuðu vestfirskir sjálfstæðismenn þingmanni sínum, Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, í prófkjöri. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorvaldur Garðar er „höggvinn”: Afskipti formanns voru ekki við hæfi Um síðustu helgi gerðust þau óvæntu tíðindi að þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson fyrrverandi forseti Sameinaðs Alþingis, var felldur í próflqöri á Vestfjörðum. Mörgum leikur hugur á að vita um það sem gerðist meðal sjálfstæðismanna í Vestfjarðakjördæmi og ekki síst hvað Þorvaldur Garðar ætlar að gera í framhaldi af ósigrinum. Þorvaldur Garðar ræðir hér af hrein- skilni um sinn pólitíska feril, gömul og ný átök meðal sjálfstæðismanna á Vest- fjörðum, nýliðið prófkjör, afskipti for- manns flokksins af því og um áform sín. Þorvaldur Garðar fór fýrst í framboð í Vestur- í safj arðarsýslu. „Ég fór í vonlaust kjördæmi, sem þá var talið, fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kjördæmi hafði Sjálfstæðisflokk- urinn aldrei unnið. í síðustu kosning- um áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn fengið tæp 20% atkvæða og var þá minnstur flokka í kjördæminu, fyrir ut- an Sósíalistaflokkinn sem hafði nánast ekkert fylgi. Ég kom þarna fýrst til leiks í aukakosningunum sem haldnar voru þegar Ásgeir Ásgeirsson tók við emb- ætti forseta íslands, en hann hafði verið þingmaður Vestur- ísafjarðarsýslu um langt árabil. Ég bjóst til atlögu eins og ég ætlaðf mér að vinna kjördæmið strax. Bjarni Benediktsson gaf mér samt ýmis heilræði og minnti mig á að ekki væru allir viðhlæjendur vinir. Ég tapaði þessari kosningu eins og allir höfðu gert ráð fyrir, nema kannski ég. Ég var því fúll yfir kosningunum þó að Ólafur Thors segði að ég mætti vera ánægður vegna þess að mér hefði tekist að vera næstur þeim sem vann þingsæt- ið. Ég skildi ekki mikilvægi þessa ár- angurs fyrr en seinna. Vann kjördæmið í fjórðu tilraun Eftir eitt ár voru almennar þingkosn- ingar og ég hélt áfram í Vestur-ísafjarð- arsýslu og féll aftur. Að þrem árum liðn- um voru alþingiskosningar á ný og enn tapaði ég. Ég bauð mig fram í fjórða sinn og vann þá Vestur-ísafjarðasýslu fyrir flokkinn. Var þá svo komið að ég var með nálega 45% atkvæða. Þetta var í vorkosningunum 1959. Þetta þóttu merkileg úrslit og örlagarík. í þessum kosningum var mesta deilumálið kjör- dæmabreytingin og var háð af þeim sem töldu sér hag í að leitast við að magna illdeilur milli strjálbýlis og þétt- býlis eins og löngum hefur þótt brenna við. Hefði mátt ætla að vandi minn væri nokkur því að ég var formaður Varðar- félagsins í Reykjavfk þegar ég vann þetta strjálbýliskjördæmi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og hafði reyndar áður verið formaður Heimdallar.“ Hefur þú verið alþingismaður síðan 1959? „Nei, Adam var ekki lengi í Paradís. Ég var alþingismaður í eitt sumar. Kjör- dæmið, sem ég hafði streðað við að vinna í sjö ár og í fjórum kosningum, var ekki lengur til. Um haustið voru al- þingiskosningar, þær fyrstu eftir kjör- dæmabreytinguna og tilkomu Vest- fjarðakjördæmis. Var þá að líkum nokk- ur vandi að stilla upp lista Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi. Um vor- ið höfðum við verið kosnir fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í fjórum af fimm einmenningskjördæmum á Vestfjörðum. Hvernig átti nú að stilla upp með slíku mannvali? Gísli Jónsson, áður þingmaður Barðstrendinga, var valinn í efsta sætið. Hann var annálaður fyrir dugnað og langa þingreynslu. Þessum manni var falið að leiða flokk- inn í fyrstu kosningunum í Vestfjarða- kjördæmi. Hann var þá einmitt á sama aldri og ég er í dag.“ „Fyrir þetta verður þú höggvinn“ Það hefur oft verið sótt hart að þér í tengslum við uppröðun á lista Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum. „Það var ekki fyrr en í næstu alþingis- kosningum sem gamanið fór að grána. Ég var allt í einu kominn í ólgusjó í framboðsmálum Vestfjarðakjördæmis úr lognblíðu Vestur-ísafjarðarsýslu. Var þá tekið að bola mér út af framboðslist- anum eða halda mér sem neðst. Voru þá náttúrlega taldar fram þær vammir og skammir sem við hæfi þóttu. Þykir mér því nú andstaðan gegn mér undanfarið, þegar nánast ekkert er talið fram nema aldurinn, vera sem hlýr andblær miðað við hretviðrin sem ég hef áður mætt. f kosningunum 1963 tókst mér samt að ná landi í öðru sæti framboðslistans. Þá var hins vegar hinum vinsæla lækni ísfirðinga, Kjartani Jóhannssyni, kastað fyrir borð úr framboði. Hann hafði unn- ið það afrek að ná þingsæti ísfirðinga 1953 og vinna þannig frækinn sigur í rauða bænum til handa Sjálfstæðis- flokknum. Það verður alltaf svartur blettur á þeim sem að þessari atlögu stóðu. Röðin átti eftir að koma að mér síðan. Það var í alþingiskosningunum 1967. Þá voru prófkjörin ekki komin til. Mér var bolað úr öðru sæti listans og boðið upp á þriðja sæti. Það náðist þó fram í kjördæmisráðinu með aðeins eins at- lwæðis meirihluta, sem ég áleit að hafi verið fenginn með ólögmætum hætti, og á þeirri forsendu neitaði ég að vera á framboðslistanum." Ég heyri á þér að innbyrðisátök meðal Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum eru ekki nýtt fyrirbæri. Hvaða máli barðist þú helst fyrir á þingi? „Á fyrsta kjörtímabilinu sem ég sat á Alþingi 1963-1967 bar hæst hjá mér Vestfjarðaáætlun. Það vildi þannig til að mér hafði komið til hugar að fá fjár- magn frá Viðreisnarsjóði Evrópuráðsins til uppbyggingar á Vestfjörðum. Ég út- vegaði þetta fé og Vestfjarðaáætlun varð að veruleika. Þarna var um að ræða framkvæmdaáætlun í samgöngumál- um sem á verðlagi í dag nam um 10 milljörðum króna. Hér var um að ræða framkvæmdir víðs vegar á Vestfjörðum í vegagerð, hafnargerð og flugvallagerð. Þetta fýrirbæri, Vestfjarðaáætlunin og fjáröflun til hennar, þótti með eindæm- um. Þegar þetta var að gerast sagði einn af mætustu embættismönnum þjóðarinn- ar við mig, en hann var góður vinur minn: „Fyrir þetta verður þú höggv- inn.“ Ég hló og gat ekki skilið hvað hann var að fara. Mörgum árum síðar sagði þessi sami maður við mig: „Skilur þú nú það sem ég sagði af þekkingu minni á öfundareðli mannskepnunnar, sem getur tekið á sig hinar furðuleg- ustu myndir.“ Ég játti því og sagði: „Það er rétt. Ég var höggvinn." Mér var bolað út af þingi árið 1967 og var utan þings eitt kjörtímabil, eða fjögur ár. Það er bættur skaði þó að þessi tími félli úr þingsögu minni, en það er ennþá óbættur skaði Vestfirðinga því að þar með var rofið framhald Vestfjarðaáætl- unar sem drög höfðu verið lögð að og átti að tryggja áframhaldandi fjármagn til frá Viðreisnarsjóðnum vegna fram- kvæmda við alhliða uppbyggingu í at- vinnumálum, félagsmálum, mennta- málum og heilbrigðismálum kjördæm- isins. \ Prófkjor kom mér til hjálpar 1971 Næsta hryðja hjá mér kemur svo fýrir kosningarnar 1971. Þá kom prófkjör mér til hjálpar. Ég hafði í prófkjörinu náð öðru sæti listans, en hálfur eða heill dagur fór í deilur á kjördæmis- þingi um hvort virða skyldi úrslit próf- kjörsins hvað mig varðaði, eða þar til góður maður sagði: „Hingað og ekki lengra.“ Reynsla þín af átökum í kringum fram- boð er orðin löng. „Ég ætla mér ekki að fara að rekja öll framboðsmál mín. Það yrði langur lest- ur. Ég hef setið á þingi óslitið frá 1971. Mín reynsla er því orðin nokkur og af mörgu að taka ef ég ætlaði mér þá dul að fara að rekja það í blaðaviðtali. Ég hef alltaf leitast við að vinna sem best að hagsmunamálum og framfaramálum kjördæmisins. Kennir þar ýmissa grasa, þó að ég ætli að hátt beri Vestfjarða- áætlunina og Orkubú Vestfjarða svo eitthvað sé nefnt. Ég hef líka alla tíð leitast við að leggja ekki síður áherslu á hin almennu þingmál sem varða þjóð- málin í heild en kjördæmismálin. Þetta hefur ekki verið erfitt að láta fara saman fremur en að vera það sem kallað er fýr- irgreiðslumaður og vera jafnframt í hlutverki löggjafans." Sat í 25 ár á þingi Evrópu- ráðsins Hvað um forystu þína fýrir Alþingi? „Ég hef hér ekkert farið inn á það sem hefur þó verið einn sterkasti þátturinn á mínum þingmannsferli. Á ég þar við allt sem Iítur að forystu og stjórn sjálfs Alþingis. Ég var átta ár varaforseti efri deildar og fimm ár forseti deildarinnar. Ég var fimm ár forseti Sameinaðs Al- þingis. Þetta allt er stór þáttur í minni lífsreynslu og er kafli út af fýrir sig. Margt fleira kemur manni til hugar í þessu sambandi. Ég var 25 ár fulltrúi á þingi Evrópuráðsins í Strasbourg og lengst af formaður íslensku sendinefnd- arinnar og mörg ár einn af varaforset- um þingsins. Ég sagði stundum að ég væri eins hagvanur í þinginu í Sras- bourg eins og á Alþingi. Árið 1987, þeg- ar ég hætti sem fulltrúi íslands á þingi Evrópuráðsins, var ég gerður að heið- ursþingmanni Evrópuráðsins, eins og það heitir, og er mér sagt að slík viður- kenning sé sjaldgæf. En allt þetta leiðir af þingmennsku minni og kjöri mínu á þing af Vestfirðingum." Endumýjun nauðsynleg, en hún má ekki verða of hröð Við skulum þá snúa okkur að þessum síðustu atburðum. „Þú átt við prófkjörið sem er nýafstað- ið. Það verður lítið sagt um það nema að hafa í huga aðdraganda þess að ég tók þátt í því. Síðan 1971 hafa sömu tveir menn skipað efstu sæti framboðs- listans. Þessi skipan hlaut að hafa sinn endi. Það var strax augljóst þegar Matt- hías Bjamason gaf margítrekað yfirlýs- ingu sína á aðalfundi kjördæmisráðsins á Vestfjörðum 1988, um að hann ætlað ekki að gefa kost á sér til framboðs í næstu alþingiskosningum. Á grundvelli þessa ákvað ég að gefa kost á mér til framboðs við næstu kosningar. Þessi ákvörðun var tekin fýrir áeggjan margra áhugamanna og frammámanna í kjördæminu. Þeir höfðu áhyggjur af því að efstu menn listans hættu þing- mennsku báðir samtímis. Ég hygg að það hafi verið orðið nokkuð almenn skoðun hjá flokksmönnum að hæfileg endurnýjun yrði á framboðslista flokks- ins með því að Matthías hætti eins og hann var búinn að ákveða en ég héldi áfram. Um þetta virtist bærileg sam- staða, með því að endurnýjun fram- boðslistans gengi þá hvorki of hratt né of seint fýrir sig. Eg var sammála þessu og taldi að framboðslisti flokksins á Vestfjörðum væri ekki lengur sterkur með óbreyttum tveim efstu sætunum. Annað sætið ætti að skipa manni sem hefði ekki áður verið þingmaður. Þessi sjónarmið lágu að baki þeirri ákvörðun minni um framboð og að stefna að fýrsta sæti framboðslistans. Ég vildi í prófkjörinu leita trausts hjá sjálfstæðis- fólki til að skipa efsta sæti listans. Þetta kom til meðan svo var að sá sem hafði skipað þetta sæti gaf ekki kost á sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.