Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 4
nnimiT 4 Tíminn oeei iediTi9vón .C lugBbieeuBJ Laugardagur 3. nóvember 1990 VÁTRYGGINGAFÉLAG w ISLANDS HF UTBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Daihatsu Charade TS árgerð 1990 MMC Cakabt 2000 GSS árgerð 1989 Daihatsu Charade árgerð 1988 Suzuki Swift GA árgerð 1988 Dodge Aries Wagon árgerð 1988 Daihatsu Charade árgerð 1988 Chevrolet Monza árgerð 1987 Ford Escort árgerð 1987 Lada Vaz árgerð 1987 MMC Colt diesel árgerð 1987 Honda Civic árgerð 1985 Renault CTXE árgerð 1984 Toyota Corolla 1600 árgerð 1983 VWGolf árgerð 1982 VW Derby árgerð 1979 Volvo 244 árgerð 1976 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 5. nóvember 1990, kl. 12-16. Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðsmanna fyr- ir kl. 17:00 sama dag. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS hf. — Ökutækjadeild — MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Staða forstöðumanns Reiknistofnunar Háskólans er laus til um- sóknar. Samkvæmt reglugerð um Reiknistofnun stjórnar forstöðumaður stofnunarinnar daglegum rekstri hennar, ræður starfslið og sér um framkvæmdir á þeim málum sem stjórnin felur honum. Menntunar- og hæfniskröfur miðast við prófessorsstöðu með áherslu á stjórnunarþátt starfsins. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna til fjögurra ára frá 1. janúar 1991 að telja. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík fýrir 29. nóvember nk. Menntamálaráðuneytið 1. nóvember 1990 LOGTOK Að kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, fyrir 7.-9. greiðslutímabil með eindögum 15. hvers mánaðar frá ágúst til október 1990. Reykjavík 1. nóvember 1990 Borgarfögetac UTLOND Noregur: Norðmenn framselja þýskan fjársvikara Norska lögreglan skýrði frá þvf í gær að Norðmenn muni framselja Þjóðverjum mann, sem er grunaður um að vera höfuðpaurinn í 170.000 marka fjársvikamáli sem hefur haft alvarleg áhrif á þýska Sósíaldemókrataflokkinn. Karl-Heinz Kaufmann, sem var gjaldkeri flokksins, hefur verið er- lendis frá því lögreglan handtók í síðustu viku tvo leiðtoga flokksins, sem sagðir eru hafa játað að hafa flutt fjármuni flokksins á banka- reikning edendis. Kaufmann var handtekinn í Ósló á fimmtudaginn, að beiðni þýskra yf- irvalda, þegar hann kom til fundar við yfirmenn stærsta banka Noregs, Den norske Bank, en þar hafði hann lagt inn að minnsta kosti 70 millj- ónir marka. „Vera má að honum verði haldið hér í allt að 14 daga, áður en hann verður framseldur," sagði talsmaður norsku lögreglunnar. „En við vön- um að hann verði framseldur sem fyrst'." Kaufmann kom fyrir rétt í Ósló í gær og þar lét hann í ljós ósk um að snúa aftur til Þýskalands. Fjármunir þeir, sem um er að ræða, voru fluttir úr landi af ótta við að stjórnvöld legðu hald á þá. Þetta mál er afar slæmt fyrir Sósíaldemó- krataflokkinn, sem áður var Sam- einaði sósíalistaflokkurinn og réð lögum og lofum í Austur-Þýskalandi í 40 ár. Fyrir þremur vikum reyndi Kauf- mann árangurslaust að taka út pen- inga úr norska bankanum og leiddi það til þess að Interpol hóf að ránn- saka málið. Þýska dómsmáiaráðuneytið sagði að Kaufmann, sem heldur því fram að aðgerðir hans hafi verið með fullu samþykki flokksforystunnar, hafi aftur haft samband við bankann í gegnum lögfræðing og krafist þess að 70 miiljónir marka yrðu hafðar til reiðu. Lögreglan beið hans, þegar hann kom í bankann til að sækja pening- ana. Bretland: Thatcher stokkar upp stjórn sína Forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, endurskipulagði ríkisstjórn sína í gær eftir hina tilþrífamiklu afsögn varamanns síns, Sir Geoffrey Howe, vegna ágreinings um stefnuna í Evrópu- málum. Heimildir segja að Thatcher hafi skipað menntamálaráðherrann, John McGregor, til að taka við af Howe sem forseti neðri deildar breska þingsins. Svo virtist sem hún hefði ekki enn tilnefnt nýjan varaforsætisráðherra, embætti sem hún endurvakti fyrir Howe í júlí 1989, eftir að hafa tekið af honum utanríkisráðherraemb- ættið í breytingum sem þá voru gerðar á stjórninni. Thatcher mun hafa sett Kenneth Clarke heilbrigðisráðherra í menntamálin og William Waldegra- ve, sem var aðstoðarutanríkisráð- herra, mun taka við heilbrigðisráðu- neytinu. Skrifstofa Thatchers í Downing Street vildi ekki staðfesta þessar fréttir í gær, en sagt var að von væri á opinberri tilkynningu. Forsætisráðherrann mun ekki hafa haft í hyggju að gera frekari breyt- ingar á stjórninni fyrir þingkosning- arnar 1992 og reynir því að draga úr áhrifum afsagnar Howes. Margaret Thatcher neyddist til að gera breytingar á ríkisstjóm sinni eftir afsögn Sir Geoffrey Howe. Sameinuðu þjóðirnar: Stoltenberg hættir Thorvald Stoltenberg, yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti afsögn sína í gær, þar sem hann hyggst taka við embætti utanríkisráðherra Noregs. Starfsmenn hans sögðu að þegar væri byrjað að leita að eftirmanni hans. Stoltenberg mun verða varaforsæt- isráðherra og utanríkisráðherra í stjórn norska Verkamannaflokksins undir forsæti Gro Harlem Brundt- land. Stoltenberg sagði þessa ákvörðun þá erfiðustu á starfsferli sínum, en bætti því við að tilboð Brundtland hefði komið á erfiðum tíma fyrir Noreg, sem stæði nú frammi fýrir því að taka ákvörðun um stöðu sína í Evrópu. Evrópumál eru mjög um- deilt málefni í Noregi. Raymond Hall, blaðafulltrúi Flótta- mannahjálparinnar, sagði það nú vera í höndum aðalritara SÞ, Perez de Cuellar, að tilnefna arftaka Stol- tenbergs. Hann sagðist ekki vita hve langan tíma það myndi taka, en Perez de Cuellar væri þegar farinn að ræða við ríkisstjórnir nokkurra ríkja. Starfsmenn Flóttamannahjálpar- innar sögðu að fýsilegur kostur væri Thorvald Stottenberg hverfur nú frá starfi sínu hjá Sameinuðu þjóðunum og tekur við embætti utanríkisráðherra Noregs. að Sadruddin Aga-Khan, sem gegndi stöðunni 1966-1977, tæki við af Stoltenberg. Hann stjórnar nú milljóna dollara áætlun sem SÞ standa fyrir vegna uppbyggingar Afganistan. Flóttamannahjálpin, sem hefur 15 milljónir flóttamanna víðs vegar um heiminn á sínum snærum, er mjög fjárþurfi og á í erfiðleikum. Stoltenberg hafði nýhafið gagngera endurskipulagningu stofnunarinnar til að bæta ímynd hennar út á við og til að geta veitt flóttamönnunum meiri hjálp. Forveri hans, Jean Pierre Hocke, sagði af sér í nóvember á síðasta ári, eftir að hafa orðið fýrir ásökunum um misnotkun sjóða, aukinn rekstr- arkostnað og lélegan starfsanda meðal starfsmanna. Stoltenberg tók við embættinu 15. janúar sl. og hófst þegar handa við að skipuleggja starfsemina og draga úr starfsmannafjölda, sem kominn var í 2.400 manns undir stjórn Hockes. Á starfstíma Hockes hafði stofnun- in, sem hefur tvisvar fengið friðar- verðlaun Nobels, fært út kvíarnar og var m.a. farin að sinna menntamál- um, sem varð til þess að kostnaður háekkaði upp úr öllu valdi. En vandi stofnunarinnar stafaði einnig af tvöföldun fjölda flótta- manna á síðasta áratug. Fjárframlög náðu ekki að aukast jafnhratt, þótt framlög þjóða hafi farið stighækk- andi. Stoltenberg mun verða viðstaddur, þegar Brundtland tekur við embætti í Ósló í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.