Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 14
22 Tíminn ' ' Laligiírdágur 3. 'rióvérríber 1990 Reykjavík w Skoðanakönnun fulltrúaráðs framsóknarfélaganna I Reykjavík um val á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Reykjavík, fyrir naestu kosningar til Alþingis, fer fram dagana 10. og 11. nóvember nk. að Hafnarstræti 20, 3. hæð, Reykjavík (væntanlegri skrifstofu Framsóknarflokksins í húsnæði Strætisvagna Reykjavikur við Lækjartorg). Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 20.00 báða dagana. I FRAMBOÐI ERU EFTIRTALDIR AÐILAR: Anna Mangrét Valgeirsdóttir, nemi Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, deildarstjóri Bolli Héðinsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaöur heilbrigðisráöherra Guðmundur Birgir Heiðarsson, leigubiffeiðastjóri Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður Hermann Sveinbjömsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra Sigfús Ægir Amason, framkvæmdastjóri Þór Jakobsson, veðurfræðingur. Rétt til þátttöku I skoöanakönnuninni hafa allir fulltrúaráðsmenn I fulltrúa- ráði framsóknarfélaganna i Reykjavlk og varamenn þeirra. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Framsóknarflokksins að Höfðabakka 9, Reykjavlk. At- hugasemdir við kjörskrá þurfa að berast kjömefnd fyrir kl. 14.00 þriðjudag- inn 6. nóvember nk. Kjósendur skulu velja fjóra frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, og merkja með tölustöfum við nöfn þeirra og i þeirri röð sem þeir vilja að frambjóð- endur taki sæti á framboöslistanum, þ.e. 1 við þann sem kjósandi vill I fyrsta sæti, 2 við þann sem skipa á annað sæti, 3 við þann sem skipa á þriðja sætið og 4 við þann sem skipa á fjórða sætið. Sá frambjóöandi, sem flest atkvæði fær I 1. sætið, telst kjörinn I það sæti, sá sem flest atkvæði faér i 1. og 2. samanlagt hlýtur annaö sæti, sá sem flest atkvæði fær í 1., 2. og 3. samanlagt, hlýtur þriðja sætið, sá sem flest atkvæði fær I 1., 2., 3. og 4. sæti samanlagt hlýtur fjórða sætið. Niðurstaöa skoöanakönnunarinn- ar er bindandi hvað snertir þá frambjóðendur sem hljóta 50% eða meira gildra atkvæða i eitthvert af fjórum efstu sætunum. Kjörnefnd hefur ákveðið að fram fari utankjörfundarkosning vegna skoð- anakönnunarinnar. Fer kosningin fram á skrifstofu Framsóknarflokksins að Höfðabakka 9, Reykjavlk, laugardaginn 3. nóvember og sunnudagir.n 4. nóvember nk. milli kl. 14.00 og 16.00 báða dagana. Dagana 5. nóvember til 8. nóvember er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofu Framsóknarflokksins milli kl. 16.00 og 18.00. I kjörnefnd eiga sæti Jón Sveinsson formaður, s. 75639, Steinþór Þor- steinsson, s. 16388, Helgi S. Guðmundsson, s. 77622, Sigrún Sturludóttir, s. 30448, Anna Kristinsdóttir, s. 21883. Veita fulltrúar kjömefndar frekari upplýsingar um framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Kjörnefnd fulltrúaráðs framsóknarfélaganna I Reykjavik 21. flokksþing Framsóknarflokksins 21. flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið á Hótel Sögu, Reykjavík, dagana 16.-18. nóvember 1990. Um rétt til setu á flokks- þingi segir í lögum flokksins eftirfarandi: 7. grein. Á flokksþingi framsóknarmanna eiga sæti kjörnir fulltrúar flokksfélaga. Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa á flokksþinOg fyrir hverja byrjaða þrjá tugi félagsmanna. Fulltrúar skulu þó aldrei vera færri en 1 fyrir hvert sveitarfélag á félagssvæðinu. Jafnmargir varamenn skulu kjömir. 8. grein. Á flokksþinginu eiga einnig sæti miðstjórn, framkvæmdastjórn, þingflokkur, formenn flokksfélaga og stjórnir LFK, SUF og kjördæmissambanda. Dagskrá þingsins verður auglýst slðar. Framsóknarflokkurinn. Frá SUF. „Flag í fóstur“ Ákveðin hefur verið skemmti- og skoðunarferð Sambands ungra fram- sóknarmanna að .Steingrimsþúfu" 3. nóvember nk. ef næg þátttaka næst. Fariö verður með rútu frá BSl kl. 14.00. Á leiðinni til baka verður komið við á hótelinu á Selfossi. Þeir sem hafa áhuga á að koma með eru vinsamlega beönir um að hafa samband við skrifstofu Framsóknarflokksins, I siðasta lagi föstudaginn 2. nóv. I sima: 674589 og láta skrá sig. Öllu ungu framsóknarfólki er heimil þátttaka. Þátttökugjald er áætlað 1500 kr. á mann. Framkvæmdastjóm. Ámesingar Hin áriega félagsvist Framsóknarfélags Árnessýslu hefsr föstudaginn 2. nóvember kl. 21.00 l Aratungu, föstudaginn 9. nóvember I Þjórsárveri og lýkur 23. nóvember að Flúðum. Aðalvinningur, ferð fyrir tvo að verðmæti 80.000,- Allir velkomnir. Stjómin. Selfoss og nágrenni Fjögurra kvölda keppni Félagsvist verður spiluð að Eyrarvegi 15, þriðjudagana 30. okt., 6. nóv., 13. nóv. og 20. nóv. kl. 20.30. Kvöldverðlaun - Heildarverölaun Fólk má missa úr eitt kvöld án þess að verða af heildarverðlaununum. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Keflavík — Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg Ingimundardóttir, verð- ur á staönum. Simi 92-11070. Framsóknarfélögin Léttspjall llll álaugardegi ““ Kosning á flokksþing - Borgarmál Framsóknarfélag Reykjavikur efnir til fundar laugardaginn 3. nóv. nk. kl. 10.30 að Höföabakka 9. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á flokksþing. 2. Borgarmál. Framsaga Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi. Framsóknarfélag Reykjavlkur Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum ki. 15.00-17.00. Slminn er 22547. Félagar eru hvattir til aö llta inn. K.S.F.S. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Simi 43222. K.F.R. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Reykjanesi verður haldið sunnudaginn 4. nóvember nk. I Veitingahúsinu Glóðinni, Hafnarstræti 62, Keflavlk, kl. 10.00. Stjómin. PÓSTUR OG SÍMI í Reykjavík: TALSÍMAVÖRÐUR, talsamband við útlönd — góð tungumálakunn- átta nauðsynleg. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannadeild í Landsímahúsinu við Austurvöll I. hæð. í Kópavogi BRÉFBER11/2 starf Upplýsingar veitir stöðvarstjóri Pósts og síma í Kópavogi FLUGLEIÐIR HLUTHAFAR FLUGLEIÐA Athugið að forgangsréttur hluthafa félagsins til að skrá sig fyrir nýjum hlutum rennur út 7. nóv- ember næstkomandi. Áskrift þarf því að berast aðalskrifstofu Flug- leiða, Reykjavíkurflugvelli, eigi síðar en miðviku- daginn 7. nóvember. FLUGLEIÐIR HF. PÓSTFAX TÍMANSi BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið, gerir þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá Kóreu 215/75 R15 kr. 6.950,- 235/75 R15 kr. 6.950,- 30/9,5 R15 kr. 6.950,- 31/10,5 R15 kr. 7.950,- 33/12,5 R15 kr. 9.950,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 91-84844 Fræðimannastyrkir Atlantshafsbandalagsins 1991-1992 Atlantshafsbandalagið mun að venju veita nokkra fræðimannastyrki til rannsókna í aðildar- ríkjum bandalagsins á háskólaárinu 1991- 1992. Markmið styrkveitinganna er að stuðla að rann- sóknum og aukinni þekkingu á málefnum er snerta Atlantshafsbandalagið og er stefnt að út- gáfu á niðurstöðum rannsóknanna. Alþjóðadeild utanríkisráðuneytisins veitir upp- lýsingar um fræðimannastyrki og lætur í té um- sóknareyðublöð. Styrkirnir nema nú um 317 þúsund íslenskum krónum (180 þús. belgískum frönkum) og er ætl- ast til að unnið verði að rannsóknum á tímabilinu frá maí 1991 til ársloka 1992. Einnig er greiddur nauðsynlegur ferðakostnaður, en gert er ráð fyrir að rannsókn geti farið fram í fleiri en einu ríki Atl- antshafsbandalagsins. Styrkirnir skulu að jafnaði veittir háskólamennt- uðu fólki. Styrkþegum ber að skila lokaskýrslu um rannsóknir sínar á ensku eða frönsku til al- þjóðadeildar utanríkisráðuneytisins fýrir árslok 1992. Umsóknir um fræðimannastyrki Atlants- hafsbandalagsins skulu berast til alþjóðadeildar utanríkisráðuneytisins eigi síðar en 31. desem- ber nk. Utanríkisráðuneytið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.