Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 16
& 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Halnarhusmu v Tryggvogolu, S 28822 a IMI5SAN Réttur bíll á réttum stað. •Ingvar Helgason hff. Sævartiöfða 2 Sími 91-674000 9 I íniinn LAU6AR0AGUR 3. NÓVEMBER1990 Þorsteinn Pálsson segir aö sýndarmennskan sé rík hjá alþýöuflokksmönnum: Vilja kratar pappírsálver? í ræðu sem Þorsteinn Pálson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt fyrir flokksráðsfund sem hófst í gær, sagði hann í sambandi við nýtt álver, að það hefði vaidið vonbrigðum að raforkuverðið, sem um hafl verið samið, sé við lægstu veijanlegu mörk. Enn hafl ekki verið samið um mjög mikilvæg atriði, eins og ábyrgð er- lendu samstarfsaðilanna á orkukaupum og sanngirnisákvæði er heimili endurskoðun vegna breyttra forsendna. Þorsteinn sagði að alþýðuflokks- menn hafi verið með ásakanir í garð sjálfstæðismanna, vegna þess að hvorki þeirra menn né fulltrúar Framsóknar og Alþýðubandalags í Landsvirkjun hafi viljað fallast á að gengið yrði frá þessum samning- um án þess að niðurstaða fengist um þessi tvö mikilvægu atriði. Þá sagði Þorsteinn að sýndarmennsk- an væri rík í alþýðuflokksmönn- um. Engu sé líkara en þeim sé meira í mun að sýna álver á papp- írunum en að ljúka samningunum þannig að ábyrgð á orkukaupum sé trygg og samið hafi verið um hvernig bregðast eigi við breyttum forsendum. Öllum megi vera Ijóst að það væri fullkomið ábyrgðar- leysi að ganga frá málum án þess- ara mikilvægu atriða og því verði að treysta því að stjórn Landsvirkj- unar nái samningum um þessi at- riði, þannig að verjanleg niður- staða fáist áður en yfir lýkur. Þá vék Þorsteinn að því í ræðu sinni að þau umskipti, sem orðið hafa í þjóðfélaginu til hins betra í tíð ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar, hafi átt sér stað þrátt fyrir þá ríkisstjórn en ekki vegna hennar. Þorsteinn benti á það að erlend skuldasöfnun hafi farið vax- andi og að hagvöxtur hafi verið ónógur og fyrir þá sök hafi kaup- máttarrýrnun orðið mun meiri en þurft hefði að vera. —SE Kviknaði ífitu í viftu Eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í Krummahólum 2 í Breiðholti um hádegisbilið í gær. Tálið er að kvikn- að hafi í út frá eldavél. Kveikt var á eldavélarhellu og er talið að hitinn frá henni hafi náð að bræða fitu, sem safnast hafði saman í viftu þar fyrir ofan. Fitan Iak síðan niður á helluna með fyrrgreindum afleiðingum. íbúðin er mikið skemmd, sérstak- lega viftan og eldhúsinnréttingin, en skemmdir eru einnig í íbúðinni eftir reyk. íbúðin var mannlaus þegar eld- urinn kom upp og náðu íbúar nær- liggjandi íbúða að slökkva eldinn að mestu með duftslökkvitæki. Þegar slökkviliðið kom á staðinn, lagði mikinn reyk frá íbúðinni og sást reykur í kringum blokkina víðs veg- ar að úr Reykjavík. Slökkviliðsmenn slökktu í glóðum og reyklosuðu íbúðina. Ekki hafa borist kvartanir frá öðrum íbúum hússins vegna reykskemmda og er talin mikil mildi að ekki fór verr. Vert er að brýna fyr- ir fólki að athuga viftur eða gufu- gleypa fyrir ofan eldavélar sínar og kanna hvort mikil fita hefur safnast í síuna. Til að koma í veg fyrir svona óhöpp er ágætt ráð að þrífa síuna upp úr heitu vatni og ætti aö það að minnka líkurnar á því að kvikni í fitu sem safnast hefur þar fyrir. —SE Lögreglu- og slökkviliðsmenn hífa reyklosunartækið upp á svalir íbúðarínnar. Tímamynd: Pjetur Anna Margrét Valgeirsdóttir, nemi í Háskóla fslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í skoðanakönnun framsóknarfélaganna í Reykjavík og lætur það ekki aftra sér, þó hún hafi eignast sitt annað bam s.l. miðviku- dag. Tíminn heimsótti Onnu Margréti á Fæðingarheimilið í gær og var hún hin hressasta, og sagði hinn nokkurra daga gamla svein vera hreinræktaðan framsóknarmann. Hún sagðist jafnframt hafa óskað eft- ir því, að fá sérstakt herbergi fyrir sig og sveininn á flokksþingi fram- sóknarmanna, sem haldið verður um miðjan nóvember. Eiginmaður Önnu Margrétar er Höskuldur Eriingsson. -hs. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík: Níu gefa kost á sér Frestur til að tilkynna framboð í efstu sæti á framboðslista Fram- sóknarflokksins í Reykjavík rann út í gær. Níu menn gefa kost á sér. Skoðanakönnun um val á frambjóð- endum fer fram dagana 10. og 11. nóvember. Rétt til þátttöku hafa að- al- og varamenn í fulltrúaráði fram- sóknarfélaganna í Reykjavík, alls rúmlega 500 manns. Þeir sem gefa kost á sér eru: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir upplýs- ingafulltrúi, Anna Margrét Valgeirs- dóttir nemi og húsmóðir og formað- ur FUF í Rvík, Bolli Héðinsson hag- fræðingur, Finnur Ingólfsson að- stoðarmaður heilbrigðisráðherra, Guðmundur Birgir Heiðarsson bfl- stjóri, Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður, Hermann Svein- björnsson aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra, Sigfús Ægir Árnason framkvæmdastjóri TBR og Þór Jak- obsson veðurfræðingur. Framsóknarflokkurinn fékk einn þingmann kjörinn í Reykjavík í síð- ustu kosningum, Guðmund G. Þór- arinsson. í öðru sæti listans var Finnur Ingólfsson. -EÓ Neytendur og verkalýður í Borgarfirði funda um innflutning búvara í Hótel Borgarnesi: Dönsk egg í jólakökur? Á að leyfa innflutning á landbúnaðarvörum? Ólíklégt er að menn verði sam- mála um svör við þessari spumingu, sem tekin verður til umræðu á fundi sem Neytendafélag Borgarfjarðar og Verkalýðsfélag Borgamess efna til í Hótel Borgamesi n.k. fimmtudagskvöld. Frummælendur verða: Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra, Jón Magnússon form. Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins, Ásmundur Stefáns- son forseti ASÍ og Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda. Að afloknum stuttum framsöguræðum verða frjálsar umræður og fyrir- spurnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.