Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 9
8 Ttminn Þriðjudagur 6. nóvember 1990 Þriðjudagur 6. nóvember 1990 Tíminn 9 A raöstefnu um nýsköpun atvinnulífs á Islandi var kastljósinu beint aö sjávarútvegi: Möguleikar til nýsköpunar mestir í greinum tengdum sjávarútvegi Fyrsta nóvember síðastliðinn var haldin á Hótel Sögu, ráðstefna um nýsköpun í ís- lensku atvinnulífi og var tilgangur hennar að efla umræðu um nýsköpun í atvinnulíf- inu. Þeir sem boðuðu til ráðstefnunnar voru Iðntæknistofnun íslands, Félag íslenskra iðnrekenda og Útflutningsráð íslands. Aðal- ræðumaður var Dr. Peter Wallenberg frá Sví- þjóð en hann er einn þekktasti iðnrekandi og athafnamaður á Norðurlöndum. í erindi sínu sagði Wallenberg að það væru honum talsverð vonbrigði að efnahagssamvinna milli Norðurlandanna væri með minnsta móti. Hvorki væri um að ræða frjálst flæði fjármagns milli landa né sameiginlegan hlutabréfamarkað þó svo að Norðurlöndin væru sameiginlegur vinnumarkaður og vegabréfsskoðun hefði verið afnumin. Wal- lenberg sagði einnig að það væri hans skoð- un að Norðurlöndin gætu ekki staðið fyrir utan innri markað Evrópu. Wallenberg benti í erindi sínu á þá sérstöðu Norðurlandanna að þau væru mjög háð út- flutningi. Hann sagði það vera reynslu Svía að útflutningur byggðist að mestu á fyrir- tækjum, sem sænsk fyrirtæki hefðu stofnað í öðrum löndum, og ekki væri aðeins um fyr- irtæki sem seldu útfluttar vörur að ræða heldur einnig framleiðslufyrirtæki. íslendingum mislagðar hendur við uppbyggingu atvinnulífsins Á ráðstefnunni fluttu Gunnar Svavarsson, forstjóri Hampiðjunnar og Sturlaugur Stur- laugsson, framleiðslustjóri hjá Haraldi Böðvarssyni og Co. erindi um nýsköpun ís- lenskra fýrirtækja. Gunnar Svavarsson sagði í sínu erindi að þegar litið væri yfir farinn veg, væri ekki laust við að manni fyndist sem okkur íslend- ingum hefðu verið nokkuð mislagðar hend- ur við uppbyggingu atvinnulífsins. Oftar en ekki hafi verið lögð áhersla á að búa til það, sem kallað hefur verið atvinnutækifæri og gleymdist þá gjarnan að athuga hvort ein- hver markaður væri til staðar: „Menn fá gnótt hugmynda um all kyns vöru og þjón- ustu, fara af stað með framleiðslu, en gleyma að athuga hvort einhvers staðar finnist ein- hverjir sem eru reiðubúnir til að kaupa vör- una á því verði sem kostar að framleiða hana“, sagði Gunnar. Gunnar sagði að stefna hins opinbera í at- vinnumálum ætti að felast í því að koma á stöðugleika í stað þess hringlanda sem oft hafi viljað brenna við, t.d. í skattamálum, vaxta- og verðtryggingarstefnu og gengis- málum: ,Atvinnulífið þarf á að halda viðnámi gegn verðbólgu og stöðugleika í gengismál- um. Skráning gengis á ekki að taka mið af af- komu einstakra atvinnugreina eins og nú er, heldur markmiðinu um hallalaus utanríkis- viðskipti. Ef fyrirtæki eiga að geta endumýj- að tæki sfn, sótt fram á nýjum mörkuðum, beitt sér fyrir nýsköpun og greitt sæmileg laun, þarf að búa þeim góð rekstrarskilyrði. Auka þarf frelsi á ýmsum sviðum þar sem enn ríkja boð og bönn, og er meiri frjálsræði í gjaldeyrisviðskiptum þar einna mikilvæg- ast. Einnig verður að hverfa frá því að skatt- leggja kostnað fyrirtækja", sagði Gunnar. Gunnar benti á fjóra valkosti fyrir fyrirtæki sem vildu auka rekstur sinn. Fyrsti kostur- inn væri sá að auka markaðshlut á núverandi mörkuðum. Ef hann væri ekki mjög hár þá mætti segja að það væri sá kostur sem fyrir- tæki ætti fyrst að huga að. Annar kosturinn væri sá, ef fyrirtækið hefði þegar náð hárri hlutdeild á markaðinum. Þá þyrfti fyrirtækið að auka fjölbreytni vöruframboðs á núver- andi mörkuðum, þ.e. að bæta við skyldum vörum og selja þær til sömu viðskiptavina. Þriðji kosturinn væri sá að leita nýrra mark- aða með núverandi vörur. Gunnari sagði að hér á landi þýddi þetta oft útflutning. Síðasti og yfirleitt sísti valkosturinn sagði Gunnar að væri sá að gera hvort tveggja í senn, þie. að bjóða nýja vöru og reyna að selja hana á nýjum markaði. Það krefðist gífurlegrar vinnu stjórnenda sem gerðu þá ekki annað á meðan. Gunnar sagði að boðskapurinn væri sem sagt þessi: ,Aður en lagt er í nýsköpun, í þeirri merkingu sem síðast var nefnd, ber að skoða gaumgæfilega hvort ekki sé unnt að vinna betur úr því sem fyrir er.“ t Ekki mikill vaxtarbroddur í landbúnaði Gunnar benti á dæmi um nýsköpun í fyrir- tæki sínu, Hampiðjunni. Árið 1977 var þar hafin framleiðsla plaströra og var það óskin um örari vöxt og dreifingu áhættu sem var hvatinn að baki þeirri ákvörðun. Gunnar sagði að röradeildin hefði gengið all þokka- lega og skilað sínu í hlutfalli við stærð og stofnkostnað: ,Á allra síðustu árum hefur þetta þó breyst því innlend samkeppni hefur aukist í kjölfar þess að aðgangur að greininni varð auðveldari. Mikið framboð er nú víða af notuðum vélum til framleiðslunnar, þannig að sú hindrun, sem hár fjárfestingarkostnað- ur var, er ekki lengur fyrir hendi. Þetta hefur valdið því að nú keppa of margir á litlum markaði og enginn gerir það gott. Kannast menn ekki við mörg önnur slík tilfelli?" sagði Gunnar. Gunnar sagði að vaxtarbrodda atvinnulífs- Eftir Stefán Eiríksson ins væri einna helst að finna innan sjávarút- vegs, ferðaþjónustu og orkufreks iðnaðar. Hann sagði að landbúnaðurinn yrði víst seint talinn til greina sem mikill vaxtar- broddur væri í. Hins vegar gætu gerst þar góðir hlutir, væru fjötrar forsjárhyggjunnar leystir og bændurnir og fyrirtæki í úrvinnslu afurða þeirra fengju að njóta sín, rétt ein og hver önnur fyrirtæki. Gunnar sagði í lok erindis síns að það væri hlutverk stjórnvalda að búa atvinnulífinu góð, almenn rekstrarskilyrði, en skipta sér sem minnst af því að öðru leyti. „Raunveru- Ráðstefnugestirfylgjast með framsöguerindum á Hótel Sögu í Reykjavfk. leg nýsköpun í víðum skilningi og aukin hagsæld gerist ekki með miðstýringu að ofan eða með smáskammtalækningum þar sem arðsemissjónarmiðið vill gleymast. En við skulum líka minnast þess, að þegar hefur viss árangur náðst. Betra jafnvægi á launa- markaði, og frjálsræði meira í fjármagnsvið- skiptum. Verðlag er nú stöðugra en það hef- ur verið í langan tíma og fyrsta skrefið í átt til frjálsra gjaldeyrisviðskipta hefur verið stigið. Ef haidið er áfram á þessari braut er ég ekki í vafa um að atvinnulífið mun sjálft sjá um þann vöxt sem æskilegur er talinn“, sagði Gunnar að lokum. Réttar ákvarðanir á grunni betri upplýsinga í erindi sínu fjallaði Sturlaugur Sturlaugs- son, framleiðslustjóri hjá Haraldi Böðvarssyni og Co., einkum um nýsköpun f sjávarútvegi í víðum skilningi. Sturlaugur sagði að í sínum huga væri nýsköpun einhver breyting á t.d. tækni, vinnutilhögun eða viðhorfi manna sem skiptir sköpum fyrir atvinnulífið og oft á tíðum eitthvað sem hámarkar framtíðarhagn- að en er ekki beint áþreifanlegt í nútíð. Stur- laugur vék síðan að ýmsum verkefnum sem unnið hefur verið að í H.B. og Co. og sagði hann að þeir teldu þau vera framþróun a.m.k. fyrir þeirra fyrirtæki en e.t.v. ekki nýsköpun. Langtímamarkmið þeirra væri að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins gagnvart um- heiminum með því að framleiða hágæðavöru og hafa fjárhagslegt bolmagn til að geta greitt hæsta heimsmarkaðsverð á hráefni og útveg- að hæstu launin fyrir besta starfskraftinn. Sturlaugur sagði að til að nálgast þessi mark- mið þurfi leikreglumar að vera þannig að keppt sé á jafnréttisgrundvelli. Tímamynd: Áml BJama Sturlaugur tók sem dæmi að um bessar mundir væru þeir að þróa með IBM á Islandi og RT-Tölvutækni tölvukerfi til að sfyrkja alla ákvarðanatöku innan fyrirtækisins. Þetta kerfi byggist á því að safna upplýsing- um úr fiskvinnslunni í eitt gagnasafn á sjálf- virkan hátt og miðar að því að þær upplýs- ingar og reynsla, sem er til staðar í fyrirtæk- inu, haldist þar, því oft á tíðum sé það þann- ig að ákveðnir einstaklingar í fyrirtækinu keyri reksturinn á tilfinningunni einni með misgóðum árangri og finni sínar eigin við- miðanir fyrir ákvarðanatöku. Þvf miður séu ekki allir með þessa hæfileika og ef slíkir ein- staklingar hverfa frá, myndast gap sem erfitt er að fylla upp í. Sturlaugur sagði að hug- búnaðarlausnin byði upp á aukin samskipti við söluaðila, banka, þjónustuaðila, ráðu- neyti o.fl. í tengslum við þróun tölvukerfis- ins er ætlunin að taka upplýsingar úr gæða- eftirlitinu til að skilgreina betur gæðavanda- mál og minnka gæðakostnað. Hann sagði að þeir vonuðust til með hjálp hugbúnaðarins eða gagnasafnsins verði meiri líkur á því að við tökum réttar ákvarðanir á grunni betri upplýsinga. Framleiðniaukning í fískvinnslu áætluð 35% Sturlaugur sagði að ótal þróunarverkefni væru unnin innan sjávarútvegsins bæði stór og smá eins og t.d. verkefnið VIRKNI sem er samnorrænt. Markmið þess er að auka fram- leiðni með tilkomu sjálfvirkni í pökkun og frystingu í frystihúsum samhliða hagræð- ingu f flutningum og upplýsingastreymi í húsunum. Síðan sé það HÁLIOS verkefnið sem er samstarfsverkefni íslenskra, franskra og spænskra fyrirtækja og samtaka iðnaðar og stofnana. Markmiðið með því sé að auka hagkvæmni og framleiðni fiskiskipaflotans í Evrópu með tilstuðlan nýsköpunar og þró- unar tækja og kerfa fyrir sjávarútveginn. Sturlaugur sagði að töluverð uppstokkun ætti sér stað innan sjávarútvegsins. Samein- ing, samvinna og sala á fyrirtækjum hafa leitt til aukinnar hagræðingar og nýjar vinnslulínur hafi leitt til framleiðniaukning- ar í greininni. Framleiðniaukning í fisk- vinnslunni frá 1987-’90 skv. upplýsingum frá hagfræðingum vinnumarkaðarins er áætluð 35%. Sturlaugur sagði að ástæðan fyrir þessu væri sú að greinin væri að takast á við sín vandamál af fullri alvöru. Það hafi tekið langan tíma að uppgötva að fiskur sé tak- mörkuð auðlind sem þurfi að vernda og nýta á hagkvæmastan hátt. Hann sagði að ástæð- an fyrir því að hann hefði trú á íslenskum sjávarútvegi í framtíðinni væri sú að það hafi orðið hugarfarsbreyting í greininni til hins betra. Sturlaugur sagði að hlutabréfamarkaður væri vanþróaður á íslandi. Sfyrking hans muni án efa hleypa nýjum þrótti í íslenskt atvinnulíf. Hann sagði að sjávarútvegurinn þyrfti á langtímafjármagni að halda og hluta- bréfamarkaðurinn geri meiri kröfur almennt til starfsfólksins, jafnt undir- sem yfirmanna. Þessi þróun væri eðlileg og heilbrigð og ár- angurinn muni án efa skila sér í hagkvæmari rekstrareiningum en eru í dag. Sturlaugur sagði að H.B. og Co. myndi taka þátt í þessari þróun. Sturlaugur sagði að sjávarútvegur, fisk- vinnsla og útgerð væru okkar stóriðja. Það sé það sem við kunnum einna best og gerum betur en aðrar þjóðir. Hann sagði að lokum að ef við ættum eftir að upplifa sterka efna- hagsstjórn á íslandi og frið á vinnumarkað- inum í framtíðinni þá muni okkur auðnast að nýta auðlindir hafsins, vatnsorku og feg- urð landsins til hagsældar fyrir íslenskt at- vinnulíf. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.