Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 16
RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hafnarfiusinu v Tryggvagofu, _____g 28822_____ AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sævartröföa 2 Sími 91-674000 Öflugar jarðskjálftahrinur hafa að undanförnu skakið Reykjaneshrygginn suð-vestur af Reykjanestá: KJ IESHRYGGUR- ■TT □ E OPNAST? Um klukkan hálf fímm í gærdag mældist skjálfti 120 km suö-vestur af Reykjanestánni og á laugardaginn mældust nokkrir öflugir jarðskjálftar um 50 km suð-vestur af Reykjanestá. Svo virðist sem skjálftamir, sem hófust 8.-9. september með kröftugri jarðskjálftahrinu og Tíminn greindi frá á sínum tíma, færist nær landinu. Þeir skjálftar voru í um 1000 km fíarlægð frá landinu. Fyrir viku mældust skjálftar 150 km suð- vestur af Reykjanestá og síðasta hrinan var eins og áður sagði í 50 km fjarlægö. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur, sagði í samtali við Tím- ann að svo virtist sem þetta stykki á Reykjaneshryggnum væri að opnast og það megi segja að vissar líkur séu á því að þetta geti farið eitthvað inn á land en það sé ekkert ennþá sem gefi það til kynna. Ragnar telur að þarna geti hugsanlega verið um neðansjáv- argos að ræða þar sem skjálftamir voru ekki snarpir, en einnig sagði hann að þar gæti verið um kviku- hreyfingar að ræða, þyrfti rannsókn- arskip til að skera úr um það. Skjálftinn í gær mældist 4 stig á Richter. Stærsti skjálftinn sl. laugar- dag mældist4,3 á Richter en fyrir viku mældist stærsti skjálftinn 4,8 á Richt- er. Hrinan í byrjun september var hins vegar nokkuð öflugri og mældist stærsti skjálftinn 5,5 á Richter og voru nokkrir skjálftar yfir 5 á Richter. Ragnar sagði að smáhræringar hefðu verið á svæðinu þessa vikuna. Rannsóknarskipið Bjami Sæ- mundsson var í gær að rannsaka svæðið um 130 km suð-vestur af Reykjanestá. Síðdegis í gær var fátt sem benti til þess að neðansjávargos væri hafið. Jón Ólafsson, leiðangurs- stjóri sagði að þeir væru að skoða ýmsa hluti á botninum og í sjónum og notuðu m.a. hlustunardufl til að greina hvort gos væri hafið. Banda- rísk flugvél mældi 30 gráða sjávar- hita sl. föstudag á þeim slóðum, sem skipið var á, en Jón sagði að þeir hefðu ekki mælt svo mikinn hita. Jón sagði að þeir myndu halda áfram að taka sýni en von er á Bjarna Sæ- mundssyni í land í dag. Síðast er talið að gosið hafi á, Reykjanesi um 1660. Þá á að hafa myndast Amarseturshraun en það er norður af Svartsengi. Ögmundar- hraun og Selvogshraun mynduðust einnig á sögulegum tíma. Tálið er að þau hafi orðið til á milli áranna 1340-1390. Þetta munu vera yngstu gosin sem em þekkt á skaganum. Nýey myndaðist árið 1783 um 50 km suð-vestur af Reykjanesi en hún hvarf aftúr í sjóinn og er ekki vitað með vissu um eldvirkni á hryggnum eftir það. Ragnar Stefánsson sagði að ýmsar sögusagnir hefðu verið í gangi um eldglæringar í sjónum en það hefði ekki verið staðfest með vissu. —SE Jón Sveinsson formaður nefndarinnar kynnti firumvarpsdrögin á fundi í Bankamannaskólanum í gær. Tímamynd: Ámi Bjama Frumvarp lagt fram sem gerir erlendum fyrirtækjum og bönkum kleift að fjárfesta í íslenskum atvinnurekstri: Útlendingum leyfð þátt- taka í atvinnurekstri Með nýju frumvarpi um starfsemi erlendra banka og fyrirtækja á ís- landi er stefnt að því að rýmka til muna heimild útlendinga til þátt- töku í atvinnulífi landsmanna. Tak- markanir verða settar um ýmis atriði m.a. um þátttöku útlendinga í físk- iðnaði og orkuiðnaði. Frumvarpið verður lagt fyrir ríkisstjómina í dag. í frumvarpinu er sett sú almenna regla að erlendum aðilum verði leyft að fjárfesta í atvinnurekstri hér á landi. Þetta verður þó háð vissum takmörkunum. Leyfi frá viðskipta- ráðherra þarf ef erlendur aðili vill fjárfesta meira en 250 milljónir á ári í íslenskum fyrirtækjum. Ráðherra getur einnig stöðvað fjárfestingar er- lendra aðila hér á landi í vissum til- vikum. Útlendingar mega ekki eiga meira en 25% í hverri atvinnugrein nema með sérstöku leyfi. Fram- kvæmdastjórar og meirihluti stjórna fyrirtækja verða að eiga lögheimili hér á landi. Erlendir aðilar mega samkvæmt frumvarpinu ekki eiga hlutafé í ís- lenskum útgerðar- og fiskvinnslufýr- irtækjum. Erlendir aðilar mega ekki eiga nema 25% í útvarpsstöðvum hér á landi. Eftir árið 1995 mega erlendir aðilar kaupa eins mikið og þeir vilja í íslenskum bönkum sem reknir eru sem hlutafélög. Fram að því verður hlutafjáreign erlendra aðila í bönk- um háð vissum skilyrðum. Erlend fyrirtæki mega ekki eiga nema 49% hlutafjár í fyrirtækjum sem stunda flugrekstur hér á landi. Frumvarpið var samið af nefnd sem Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra skipaði á síðasta árí og var Jón Sveinsson formaður hennar. Með þessu frumvarpi er stigið skref í átt til aukins frjálsræðis í viðskiptum milli landa og tengist því beint og óbeint umræðum um evrópskt efnahags- svæði. Búast má við deilum um frumvarpið á þingi, en forsætisráð- herra leggur mikla áherslu á að fá það samþykkt. -EÓ Meðalfallþungi á Hólmavík 16,48 kg: Vænt fé á Ströndum Frá Stefání Gíslasynl, fréttarttara Tímans á Hólmavík: í haust var fallþungi dilka í sláturhúsi Steingrímsfjarðar á Hólmavík 16,46 kg og muna menn þar um slóðir naumast eftir ööru eins. Mikill fallþungi telst ekki til gleðitiðinda á sama hátt og fyrir nokkrum árum. Þar kemur einkum kvótinn til sögunnar, en aukin dilkakjötsframleiðsla rúmast ekld í öllum tilvlkum innan fulivirðisréttar búanna. Núgildandi reglur um kjötmat hafa það einnig í för með sér, að hærra hlutfall af stærstu dilka- kjötsskrokkunum fer í svo- nefnda fitufíokka, þ.e. DIB og DIC. Þannig voru rúmiega 16,6% af diikalg'Ötsframieiðslu sláturhússins á Hólmavík í haust verðfelld vegna fitu. í haust var slátrað um 16.200 fjár í sláturhúsi Kaupfélags Steingrímsfjarðar, en í fyrra- haust var sláturfjártalan um 18.000. Fækkunin stafar af mikilii líflambasÖiu frá Strönd- um til svæða sem hafa veríð fjáriaus vegna riðuniðurskurð- ar. Þótt mikill fallþungi hafl sínar dökku hliðar, er hitt þó óbreytt frá fyrri tíð, að fallþunginn ber vott um góðan árangur af rækt- unarstarifí og um skynsamlega nýtingu beitilands. Árangurs- rflct ræktunarstarf hefur gert sauðfé Strandamanna eftir- sóknarvert tíi endumýjunar á fjárstofnum annars staðar á iandinu, ásamt því að sauðfé á þessu svæði befur verið laust við sauöfjársjúkdóma allt frá dögum mæðiveikinnar. m I íniinn ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER1990 Hitaveita Reykjavíkur fjár- magnar að hluta ritun Hann- esar Hólmsteins á ævisögu Jóns Þorlákssonar: Lektors* laun í tvöár Stjórn Hitaveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að borga Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni tveggja ára lekt- orslaun til að skrifa ævisögu Jóns Þorlákssonar. Jón var eins og kunn- ugt er borgarstjóri, þingmaður, ráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins um langt skeið. Hann var auk þess landsverkfræðingur. Ævi- sagan verður þó ekki gefin út af Hitaveitunni, heldur er þessi fjár- hæð lögð til ritsmíðanna. Páll Gíslason formaður veitustjórn- ar sagði í samtali við Tímann að þetta væri gert í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá stofnun Hitaveitu Reykjavíkur. Hann sagði Jón hafa sem borgarstjóra drifið áfram hita- veituframkvæmdir. Páll sagði Hann- es hafa sótt um meira fé til verksins frá Hitaveitunni, en það hafi ekki verið samþykkt m.a. vegna þess að það þótti ekki við hæfi að opinber stofnun fjármagnaði að öllu leyti slíka útgáfu. „Okkur fannst þetta ekki allt koma okkur við“, sagði Páll. Stjórnin ákvað jafnframt að veita fimm milljónum til Verkfræðideild- ar Háskóla íslands, til rannsókna á hitaveitu og hitaorku. -hs. Val á vaxta- fyrirkomulagi SambÖnd íslenskra viðskipta- banka og sparísjóða hafa nú bcint þeim tílmælum tíl allra banka og sparisjóða að frá og með 15. nóvember verði lántak- endum geflnn kostur á að velja á milli þess hvort ný lán þeirra verðí verðtayggð eða óverð- í frcttatilkynningu frá þessum tveimur samböndum segir að þetta frelsi takmarkist þó við nú- gfldandi lagaregiur, sem banna valfrelsi af þessu tagi á lánum tíl skemmri tíma en tveggja ára. „Því munu bankar einungis geta boðið valfrelsi á lánum til 2ja ára eða lengri tíma.“ Einnig segir í fréttatilkynningunni að með auknum stöðugleika í peninga- og verðlagsmálum, samfara frelsi í vaxtamálum og gjaldeyr- isviðskiptum, munu smám sam- an skapast þau skilyrði að verð- trygging verði talm óþörf. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.