Tíminn - 07.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.11.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 7. nóvember 1990 UTLOND New York: GYÐINGAPRESTUR SKOTINN TIL BANA Meir Kahane, herskár gyðingur sem rekið hefur harðan áróður fyrir því að öllum aröbum verði vísað út úr ísrael, var skotinn til bana í New York á mánudagskvöldið af brosandi tilræðismanni, sem samkvæmt skilríkjum er af arabískum uppruna.Morðinginn skaut Kahane, sem var 58 ára gamall, tvisvar í andlitið og brjóstið að loknum fyrírlestri sem rabbíninn hélt yfír hópi gyðinga á hóteli í Manhattan. Kahane var að svara spurningum áheyrenda þegar ungur maður gekk að honum, brosandi og undirfurðu- legur, og skaut hann í höfuðið og iík- amann, að sögn sjónarvotta. Rabbíninn, sem er fæddur í Banda- ríkjunum, var áður fulltrúi á ísraelska þinginu. Á sjöunda áratugnum stofn- aði hann öfgasamtökin Vamarsamtök gyðinga í Bandaríkjunum. Lögreglan sagði að morðinginn, sem skömmu síðar var skotinn og særður af vakthafandi lögreglumanni skammt frá hótelinu, hefði borið á sér skilríki með nafhinu El Sayyid Nosair og væri 34 ára gamall. Öryggisverðir Kahane höfðu hleypt honum inn á fyr- irlesturinn. Rannsóknarlögreglustjóri New York borgar, Joseph Borrelli, sagði vitni hafa talið að morðinginn kynni að vera gyðingur sem ætti uppruna sinn í arabalöndum. Um það bil 100 manns voru á fyrirlestrinum. Borrelli sagði að nafrí morðingjans væri mið-austurlenskt, en aðrar heimildir innan lögreglunnar kváðu það arabískt og töldu að skilríkin til- heyrðu morðingjanum. Eftir árásina á Kahane hljóp morð- inginn út úr salnum og skaut þá á og særði 73 ára gamlan mann sem reyndi að hefta för hans. Síðan hljóp hann út úr hótelinu og reyndi að stöðva ieigubíl með því að ógna bílstjóranum með byssunni, en þá kom lögreglumaðurinn Carlos Ac- osta til skjalanna. Morðinginn skaut á Acosta, sem var í skotheldu vesti, og náði að særa hann á handlegg. Acosta skaut á móti og særði manninn. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús og er morðinginn talinn vera í lífshættu. Kahane, sem talaði opinberlega um araba sem hunda og aðrir gyðingar kölluðu nasista vegna kynþáttahaturs hans, var látinn er komið var með hann á sjúkrahús. Kahane hafði hafn- að tilmælum einkaritara síns um að vera í skotheldu vesti. Lögreglan sagði morðingjann verra meðalmann á hæð og dökkan yfirlitum. Kahane hóf starfsferil sinn sem rabb- íni í Brooklyn og stofnaði Varnarsam- tök gyðinga vegna sívaxandi árása svertingja á gyðinga. Hann hélt þetta kvöld fyrirlestur um ísrael og Persa- flóadeiluna á Marriot hóteli. Salurinn var bókaður í nafni Hug- myndafræði gyðinga og var auglýstur sem stofnfundur samtaka um neyðar- aðgerðir. Mikill ótti greip um sig meðal við- staddra við skotárásina. Lík Kahanes mun verða flutt til ísra- el til greftrunar. Skothríðin batt enda á feril eins umdeildasta gyðings síðari ára. Vamarsamtök Kahanes vom þekkt fyrir árásir sínar á Sovétríkin m.a. Ár- ið 1971 flutti hann til ísraels og stofh- aði þar stjómmálaflokk sem barðist fyrir brottvísun araba frá ísrael. Kynþáttahatur Kahanes hneykslaði bæði gyðinga og araba. Kahane spáði því að flokkur hans yrði allsráðandi í Israel en kjósendur vom ekki á sama máli. Hann komst fyrst á þing árið 1984 með því að krefjast brottvísunar allra araba frá ísrael og herteknu svæðun- um. í ísrael búa 800.000 arabar og 1,75 milljónir araba búa á Gazasvæð- inu og Vesturbakkanum. Eftir þrjár misheppnaðar tilraunir kosninganefndar stjómvalda til að banna flokk hans komst hann á þing með stuðningi eins af hverjum áttatíu kjósendum. „Ég vil ekki drepa arabana, ég vil bara að þeir búi við góðan kost einhvers staðar annars staðar," sagði hann við stuðningsmenn sína. Vemdarsamtök Kahanes vom upp- haflega stofhuð af amerískum gyðing- um til að stofna varðsveitir til varnar öldmðum gyðingum gegn ræningj- um á götum úti. Slagorð samtakanna, ,Aldrei aftur", sem skírskotaði til ofsóknar nasista á hendur gyðingum, höfðaði mjög til margra ungra gyðinga. Eftir að ffegnir um morðið bámst út hópuðust stúdentar með fána ísraels að sjúkrahúsinu og hótelinu til að biðja fyrir sálu hans. Miklar væringar hafa verið meðal ar- aba og gyðinga í ísrael og á herteknu svæðunum að undanförnu og er þetta morð talið munu hella olíu á eldinn. Stuðningsmenn Kahanes í ísrael hafa þegar hótað að hefna hans grimmi- lega og hafe lýst því yfir að dauði hans muni hafa í för með sér útheliingu ar- abísks blóðs. Fullorðin hjón vom myrt á Vestur- bakkanum í gær, en ekki er vitað hvort það tengist morðinu á rabbínanum. Krónprins Kúvæts: Hinn útlægi krónprins Kúvæts sagði í sjónvarpsviðtali í Banda- ríkjunum á mánudaginn að efnahagsþvinganir á íraka bæru engan árangur og styrjöld þyrfti til að koma Saddam Hussein út úr Kúvæt. ,„Menn verða að viðurkenna staðreyndir. Eina leiðin er stríð,“ sagði Saad al-AbduIIa al- Sabah við CBS fréttastofuna í fyrsta viðtali sem hann hefur veitt frá því Persaflóadeilan hófst. Prinsinn, sem er erfíngi krúunnar og forsætisráðherra landsins, sagði stjóm Kúvæts ekki reiðubúna til að gera neina samninga við íraka. Vlðtalinu við prinsinn var sjón- varpað eftir að utanrfldsráðherra Bandaríkjanna hafði verið á þríggja klukkutíma löngum fundum með furstanum, krón- prinsinum og öðrum ráðamönn- um Kúvæts sem dvelja nú í út- legð í Saúdi-Arabíu. Furstinn lagði þunga áherslu á að land hans yrði frelsað sem fyrst undan innrásarherjum ír- aka, en talsmenn Bandaríkja- stjómar segja að hann geri sér fyllilega grein fyrir að framtíð lands hans sé nú í höndum al- þjóðlegra samtaka. Mengunarvírus drepur hundruö höfrunga Hundruö höfrunga rekur nú á land viö Miöjaröarhafiö og eru fömariömb veirusjúkdóms sem talið er að gjósi upp vegna mengunar. Hundruðum dauðra eða deyjandi höfrunga skolar nú á land á Spáni, í Frakklandi og Ítalíu, fómariömb ví- mss sem sérfræðingar telja að rekja megi til hinnar miklu mengunar Miðjarðarhafsins. Yfirvöld í þessum þremur löndum tilkynna um fjölda dýra sem rekur á land og fólk í flugvélum eða bátum hefur séð mikið af hræjum á floti. „Þeir lfta eðlilega út og eru fallegir, en þeir skjálfa eins og maður með slæma flensu og deyja fljótlega," sagði Jean-Michel Bompar, læknir í Toulon. Vísindamenn, sem hafa rannsakað dánarorsök dýranna, segja hana stafa af vírus svipuðum þeim sem árið 1988 banaði um 18.000 selum í Norðursjónum, um það bil einum fimmta af selastofninum á þeim slóðum. Þeir sögðu að sjúkdómur- inn orsakaði lungnabólgu og herjaði á lifrina. Þar sem engin þekkt lækn- ing er til við þessum sjúkdómi er bú- ist við að miklu fleiri höfrungar láti lífið. Þessi faraldur hefur vakið áhyggjur og reiði sérfræðinga sem halda því fram aö þarna sé enn ein viðvörunin varðandi þá miklu mengun sem haf- svæði Evrópu eru undirlögð af. Krufningar hafa leitt í ljós að enn sem komið er hafa allir höfrungarn- ir verið yfirfullir af efnamengun, þar á meðal málmefnum og baneitruð- um klórupplausnum. Þessi efni hafa verið talin draga úr frjósemi sæspen- dýra en nú óttast vísindamenn að þau eyðileggi líka ónæmiskerfi þeirra. Viö háskólana í Mflanó og Genúu á Ítalíu, Montpellier í Frakklandi og Valensfe á Spáni hafa menn einnig viljað tengja faraldurinn almennri hnignun vistkerfisins í Miðjarðar- hafinu. Þessi hnignun hefur þegar eytt áður auðugum fiskimiðum og svo til útrýmt munkaselnum sem var algengur á þessum slóðum. Rannsóknarmenn frá ýmsum stofn- unum segjast ekki hafa nein skýr svör við ástæðu útbreiðslu sjúk- dómsins. En flestir eru þeir sammála um að óvenjulega mildir vetur og áratugamengun frá iðnaði, skipum og borgum hafi skapað þessum vírus óvenju góð lífsskilyrði. Dauða röndóttu höfrunganna, sem’ eru algengastir á þessum slóðum, varð fyrst vart á austurströnd Spán- ar, við Valensfe, í fyrrihluta ágúst- mánaðar og í Barcelóna í september. En hið raunverulega áfall kom þegar sérfræðingarnir hittust á ráðstefnu í Frakklandi 15. október og fóru að bera saman bækur sínar. ,AHir tilkynntu um mikinn fjölda dýra sem rekið hafði í Iand,“ sagði dr. Bompar sem tilheyrir rannsóknar- hópi sem kannar öll sjávarspendýr sem rekur á Iand. „Við gerðum okk- ur ljóst að þarna var um að ræða far- aldur sem fór vaxandi." Við Miðjarðarhafsströnd Frakk- lands rekur að meðaltali 50 dauða höfrunga á land á ári, sagði hann. En yfir 50 hafa fundist undanfarnar tvær vikur. „Þeir eru svo margir að við höfum ekki undan.“ Prófessor Aguilar á Spáni skýrði frá því að þeir hefðu þegar talið 350 dauð dýr og taldi að það væri aðeins lítið brot af þeim dýrum sem orðið hafi sjúkdómnum að bráð. Með aukinni dreifingu sjúkdómsins og ferðalögum höfrunganna er nú farið að tilkynna um tugi dauðra dýra við strendur Korsíku, Mónakó og vesturhluta Ítalíu. Sérfræðingarnir geta ekki sagt til um styrk faraldursins þar sem ekki er vitað hversu margir höfrungar eru í Miðjarðarhafinu. Þó öðrum tegundum tannhvala hafi fækkað undanfarin ár eru höfrungarnir enn algeng sjón þar um slóðir. En öll stærri sjávarspendýr hafa komist í útrýmingarhættu vegna aukinnar skipaumferðar og notkun- ar rekneta sem fanga spendýrin og drekkja þeim. Eftir langa baráttu umhverfismanna og sjómanna bönnuðu ítölsk yfirvöld notkun rek- neta í júlí sl. og á Spáni gekk bannið í gildi í október. Fólk á þessum slóðum er vant því að sjá höfrungana að leik út af ströndinni og í kringum báta sína og hefur tekið það nærri sér að sjá mörg dýr reka á land á degi hverjum. „Sjá má að dýrin hafa verið veik dögum saman því maginn er tómur," sagði dr. Bompar sem hefur krufið mörg dýranna. „í sumum þeirra er aðeins sandur og þörungar." Dýralæknirinn Gérard Lerpiniére hefur reynt án árangurs að bjarga veikum dýrum með því að gefa þeim lyf sem notað hefur verið til að lækna hunda af svipuðum sjúkdómi. „Hundalyfið var notað til að vemda selina í Norðursjónum," sagði Seam- us Kennedi, írskur vísindamaður sem í október einangraði og greindi höfrungavírusinn. En hann sagði að þessi sjúkdómur væri frábrugðinn þeim sem hrjáir hundana og líka selafárinu sem geisaði árið 1988. „Þetta er kröftugur og banvænn vír- us,“ sagði dr. Kennedy og bætti því við að þar til höfrungarnir mynduðu sjálfir mótefni gegn honum væri lík- legt að miklu fleiri ættu eftir að drepast. Fréttayfirlit AMMAN - Jihad hópur Palest- ínumanna, sem heítið hafði 20.000 dala verðlaunum hverjum þeím sem dræpi Kahane rabbfna, hyllti morðingja hans en kvaðst ekki standa að baki morðinu. BAGDAÐ - Saddam Hussein hefur fyrirskipað lausn 106 gísla sem hafðir hafa verið f haldi frá því 2. ágúst Gfslamir, sem látnir verða lausir, em 77 Japanar, 20 Ítaiír, flmm Svíar, tveír Þjóðveijar og tvefr Portúgalir. KAIRO - Utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi hemaðar- áætlanir i gær við Hosni Mubar- ak Egyptalandsforseta á sama tíma og bandamenn BNA gegn Irak sögöust enn halda i vonina um friðsamiega lausn deilunnar. WASHINGTON -Forkosning- ar til þings hófust í Bandaríkjun- um. Hljóðið f kjósendum er þungt vegna efnahagsástandsins og Persaflóadeilunnar og gæti það ieítt tfl þess að flokkur Bush for- seta, Repúblikanaflokkurinn, gæti farið halloka. ISLAMABAÐ - Nawaz Sharif var skipaður í embætti forsætis- ráðherra Pakistan en áður itrek- aði Benazir Bhutto ásakanir sfn- ar um að kosningasvik heföu átt sér stað og stóð fyrir því að stjómarandstaðan rígsaði út úr þinghúsinu í mótmælaskyni. BRÚSSEL - Landbúnaðar- og viðskiptaráðherrar Evrópubanda- lagsríkjanna halda áfram viðræð- um um að draga úr opinberum styrkjum tíl landbúnaðar til að greiða leiðina að frjálsri verslun. BELFAST - Cahal Daly erki- biskup, 73 ára og yfiriýstur and- stæðingur skæruliðasamtakanna IRA var í gær skipaður andlegur leiðtogi hinna flögurra milljóna íra sem aðhyllast rómversk-kaþ- ólskatrú. GENF - Forsætisráðherrar Frakka og Breta lýstu því yfir á ráðstefnu í gær að allar þjóðir yrðu að grípa til aögerða strax tii að draga úr gróðurhúsaáhrtfum en ekki bíða eftir niðurstöðum frekari rannsókna MANILA - Kommúnistar, sem voru á flótta eftir skotbardaga við herinn, rændu Bandaríkjamanni á Norður- Filipseyjum, að sögn yfirmanna hersins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.