Tíminn - 07.11.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn
Miðvikudagur 7. nóvember 1990
Miðvikudagur 7. nóvember 1990
Tíminn 9
il
I
■ 1
■■
.
Atvinnuvegirnir hafa í raun minnkað skuldir sínar á þessu ári en ríki og einstaklingar „slegið“ grimmt:
011 nýju lánin í ár hafa verið
tekin af ríki og einstaklingum
Ríkissjóður og einstaklingar hafa tekið
að láni allt nýtt fé á lánamarkaðnum og
stóraukið skuldir sínar á þessu ári. At-
vinnuvegirnir hafa á hinn bóginn verið
að greiða af lánum og minnka skuldir
sínar að raungildi. Af rúmlega 21 millj-
arða auknum útlánum banka og fjárfest-
ingalánasjóða á fyrri hluta þessa árs fóru
um tveir þriðju í lán til einstaklinga og
afgangurinn til ríkissjóðs. Skuldir fyrir-
tækja hafa aftur á móti sáralítið hækkað í
krónum talið sem þýðir að þær hafa í
raun farið lækkandi. Má kannski draga þá
ályktun af þessu að þeir sem hvað hæst
kvarta undan háum vöxtum, forráða-
menn ríkissjóðs og heimilanna, eigi
stærstan þátt í að halda uppi háum vöxt-
um í landinu?
Þessi spurning var lögð fyrir Eirík
Guðnason aðstoðarbankastjóra Seðla-
bankans.
Mikil eftirspurn ríkis
og heimilanna
„Það er ekkert fráleitt að ætla það. Að
minnsta kosti ljóst að ríkissjóður og
heimili halda uppi mikilli eftirspurn. En
það gera fyrirtækin hins vegar alls ekki,
sem er alveg gjörbreyting frá því sem ver-
ið hefur. Fyrirtækin hafa ekki verið að
taka nein lán í bönkum, í fjárfestinga-
lánasjóðum né erlendis. Annað hvort
halda þau að sér höndum með fram-
kvæmdir. Eða að þau geta fjármagnað
þær með fé úr eigin rekstri eða þá með
hlutafé sem þau hafa aflað í auknum
mæli á árinu“.
Samkvæmt Hagtíðindum Seðlabank-
ans jukust útlán og endurlán innláns-
stofnana úr tæplega 153 milljörðum í
tæplega 164 milljarða króna frá áramót-
um til ágústloka. Af þessari 11 milljarða
viðbót fóru um 6,6 milljarðar til ríkis-
sjóðs og 4,3 milljarðar til einstaklinga.
Lán atvinnuveganna (um 108 milljarð-
ar) jukust hins vegar ekkert á tímabil-
inu.
Benda má á að erlend lán bankanna,
sem þeir endurlána til fyrirtækja, hafa
t.d. lækkað um hálfan þriðja milljarð
króna, eða um 8%, frá áramótum til ág-
ústloka.
Öll ný fjárfestingalán
í íbúðir
Heildarútlán fjárfestingalánasjóðanna
jukust úr tæpum 122 upp í rúmlega 132
milljarða kr. á fyrri helmingi þessa árs.
Nær öll þessi hækkun fellst í í íbúðalán-
um til einstaklinga, sem jukust um 9,2
milljarða (16%) á þessu hálfa ári. Benda
má á að íbúðalán til einstaklinga (alls 67
milljarðar á miðju ári) nema nú orðið
meira en helmingi heildarútlána allra
fjárfestingalánasjóða í landinu borið
saman við rúman þriðjung í ársbyrjun
1985.
Fjárfestingalán til atvinnuveganna (alls
rúmir 54 milljarðar á miðju ári) hækk-
uðu aftur á móti aðeins um 1,5 milljarða
(2,6%) á sama tíma. Það þýðir að þau hafa
í raun ekkert aukist heldur minnkað að
raungildi. Fjárfestingalán ríkisstofnana
lækkuðu einnig um rúmlega hálfan
milljarð.
Hækkun skulda í krónum talið er sára-
lítil hjá öllum helstu atvinnugreinunum,
frá því að vera innan við 1% hjá fyrirtækj-
um í sjávarútvegi upp í rúmlega 4% í
þjónustustarfsemi.
Hjá bönkunum hafa skuldir sjávarút-
vegsfyrirtækja lækkað um 2,6 milljarða í
krónum talið (6%) frá áramótum. Þetta
er stór breyting frá síðasta ári, þegar sjáv-
arútvegurinn jók skuldir sínar um 7,3
milljarða á sama tímabili.
Bankalán í landbúnaði hafa einnig lækk-
að nokkuð eða um 260 m.kr., sem er hins
vegar miklu minni lækkun heldur en á
sama tímabili í fyrra.
Þar sem bankalán atvinnugreinanna í
heild eru sama upphæð og um áramót
hafa skuldir annarra greina aukist sem
nemur samdrættinum hjá sjávarútvegi
og landbúnaði. Aukningin er þó hlutfalls-
lega lítil í öllum greinum, t.d. mest 7,5%
Eftir
Heiöi
Helgadóttur
hjá þjónustufyrirtækjum. Allar atvinnu-
greinarnar nema byggingaverktakar, hafa
tekið miklu minni bankalán á þessu ári
heldur en því síðasta. Enda hefur hlutfall
atvinnuveganna af heildarútlánum
bankakerfisins lækkað úr 70,5% um ára-
mót niður í 65,7% í ágústlok.
100.000 kr. skuldaaukning
á hverja fjölskyldu
Hlutfall einstaklinga (heimilanna) af
heildarútlánum bankakerfisins hefur á
hinn bóginn hækkað úr 20,7% í 21,9% á
umræddu átta mánaða tímabili. Sú
hækkun svarar til 2ja milljarða króna.
Hlutfail einstaklinga (íbúðalána) af
heildarútlánum fjárfestingalánasjóðanna
hækkaði enn meira, þ.e. úr 47,5% upp í
50,8% á fyrri helmingi þessa árs. Það er
hrein skuldaaukning upp á rúmlega 4,3
milljarða króna.
Þessi 6,3ja milljarða hækkun á skulda-
hlutfalli einstaklinga samsvarar um
100.000 skuldaaukningu á hverja fjög-
urra manna fjölskyldu á íslandi á aðeins
rúmu hálfu ári.
Þá eru þó ótalin t.d. ný lán lífeyrissjóð-
anna beint til einstaklinga, sem voru t.d.
hátt í þrjá milljarða á síðasta ári.
Hvað geríst ef...?
Má kannski gera ráð fyrir að vextir hefðu
lækkað talsvert meira ef ríkissjóður og
einstaklingar hefðu ekki verið svo frek til
lánsfjárins og raun er á?
Eiríkur Guðnason segir að það hefði
a.m.k. verið fróðlegt að fylgjast með
vaxtaþróun á þessu ári ef ríkissjóður og
heimili hefðu ekki haldið upp svona mik-
illi eftirspurn. Því bankarnir hefðu þá átt
í erfiðleikum með að koma peningunum
út.
Má þá ekki álykta sem svo að ríkissjóður
eigi það atvinnurekendum að þakka að
hann sleppur að mestu við erlendar lán-
tökur á þessu ári?
Eiríkur segir fyrirtækin hafa skapað rík-
issjóði svigrúm til mikillar lánsfjáröflun-
ar innanlands þannig að hann hefur ekki
þurft á erlendum lánum að halda. Og
vissulega sé það af hinu góða að ríkissjóð-
ur notaði það tækifæri í stað þess að taka
erlend lán. „Hins vegar geta menn haft
áhyggjur af því hvað framundan er. Fari
eftirspurn aftur í gang hjá fyrirtækjunum
og ekkert dregur úr eftirspurn ríkisins
eða heimilanna þá hlýtur eitthvað undan
að láta“. Þ.e. vextirnir muni enn hækka
ellegar að erlend skuldasöfnun hefjist á
ný.
Um 21% aukin velta
út á „krít“
Og það er ekki aðeins í fjárfestingarlán-
um og bankalánum sem einstaklingar
stundað „sláttinn" grimmt. Af notkun
greiðslukorta má sjá að stöðugt fleiri ís-
lendingar eru farnir að eyða mánaðar-
laununum sínum fyrirfram.
Frá áramótum til septemberloka var
velta greiðslukorta um 26 milljarðar inn-
anlands. Það er 21% aukning miðað við
sama tímabil í fyrra í krónum talið. Sú
hækkun er a.m.k. langt umfram það sem
laun manna hafa almennt hækkað á sama
tímabili, enda enda hefur kortaúttektum
fjölgað 8% á milli ára. Þar við bætast svo
rúmlega 4,4 milljarðar í erlendum út-
tektum. Það er 19% hærri fjárhæð en á
sama tímabili í fyrra en 6% fjölgun á út-
tektarnótum.
Þessi krítarkortanotkun samsvarar um
480.000 kr. innkaupum á hverja 4ra
manna fjölskyldu í landinu að meðaltali á
þessu 9 mánaða tímabili, hvar af um
70.000 eru erlend úttekt.
Margir líka duglegir að spara
Til að einn fái lán þarf annar að spara.
Og íslendingar hafa líka safnað grimmt á
árinu.
Frá áramótum til ágústloka jukust inn-
lán banka og sparisjóða jukust um 12,6
milljarða króna, eða töluvert meira held-
ur en útlán þeirra á sama tímabili.
Þessi aukning er þó nánast smámunir
einir í samanburði við aukningu á verð-
bréfaeign þjóðarinnar. Samanlögð upp-
Þessi einstaklingur virðist áhugasamur um að slá lán í bankakerfinu, enda með tóma vasa. Af 21 milljarðs útlánaaukningu banka og sparisjóða á þessu ári fóru 2/3 til einstaklinga.
Um 90% hækkun hlutabréfa hækkað úr 11,6 upp í 22 milljarða, 89%,
Aukningin er hins vegar hlutfallslega frá áramótum til ágústloka.
mest í ríkisvíxlum, um 100%, og síðan í Eign í hlutdeildarskírteinum verðbréfa-
hlutabréfum. Markaðshlutabréf hafa sjóða óx á sama tímabili úr 9 upp í 13,5
hæð helstu markaðsverðbréfa var rúm-
lega 75 milljarðar kr. um áramót. f ág-
ústlok hafði milljörðunum fjölgað í
meira en 112, þ.e. um 50% á átta mánuð-
um. Hæsta upphæðin, 34 milljarðar,
liggur í spariskírteinum ríkissjóðs, sem
hafa hækkað um 10 milljarða frá áramót-
um.
milljarða sem er
hæð bankabréfa
arða sem er 42%
Tímamynd: Ámi Bjama
50% aukning. Og upp-
úr 13 upp í 18,4 millj-
aukning.
- HEI
: