Tíminn - 07.11.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.11.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 7. nóvember 1990 Tíminn 7 !l§t? VETTVANGUR Guðmundur Sigurðsson, formaður lyfjaverðlagsnefndar: Lyfjaverö enn og aftur — Um störf lyfjaverðlagsnefndar og ákvarðanir hennar Ef ekkí hefðu komið til ákvarðanir lyfjaverðlagsnefndar á síðustu misserum væri lyfjaverð 9-10% hærra en það er nú og árlegur lyfjakostnaður 250-300 m.kr. hærri en ella. Mikið hefur verið skrifað að undanfömu og margt sagt um verðlagningu lyfja og lyfjakostnað hins opinbera. Störf lyfjaverðlagsnefndar hafa tengst umræðunni og hefur einstaka maður reynt að gera þau tortryggileg. Af því tilefni verður þess freistað hér að útskýra hlutverk Íyfjaverðlagsnefndar og starfssvið, hvemig nefndin hef- ur starfað að undanfömu og hvaða ákvarðanir hún hefur tekið. Jafnframt því verður rakinn hlutur annarra stjóm- valda er varðar lyfjaverð og lyfjakostnað. Hlutverk lyfjaverð- lagsnefndar Samkvaemt lögum á lyfjaverðlags- nefnd: 1. að ákveða grundvöll heildsölu- og smásöluálagningar lyfja, 2. að ákveða grundvöll vinnu- og af- hendingargjalda lyfjabúða, 3. að staðfesta framleiðsluverð lyfja að fengnum tillögum innlendra framleiðenda, 4. að gera tiilögur um lyfjaverðskrá. Við ákvarðanir sínar skal nefndin taka tillit til kostnaðar við fram- leiðslu, prófanir, gæðaeftirlit, sölu og dreifingu lyfja. Af samfélagslegum ástæðum þykir eðlilegt að sama lyfjaverð gildi hvar sem er á landinu. Lyfjaverðlags- nefnd hefur því í störfum sínum þurft að miða ákvarðanir sínar við það, að sama álagning skuli vera á lyfjum í heildsölu og smásölu hvar sem lyfin eru seld. Nefndin hefur m.a. þurft að miða við rekstrar- kostnað og afkomu smæstu jafnt og stærstu apóteka á landinu við ákvarðanir um smásöluálagningu. Nefndin hefúr um margra ára skeið safnað rekstrarupplýsingum um rekstur apótekanna í landinu til þess að byggja ákvarðanir sínar á. Hin síðari ár hefur nefndin einnig aflað gagna frá heildsölufyrirtækj- um. Með þessari upplýsingaöflun hefur lyfjaverðlagsnefnd fylgst með kostnaðarþróun og afkomu apótek- anna og hin síðari ár heldsölufyrir- tækjanna einnig. Á grundvelli þeirra m.a. hefur nefndin byggt ákvarðanir sínar á liðnum árum. Ákvarðanir lyfjaverð- lagsnefndar Heildsölu- og smásöluálagning lyfja hefur lækkað nokkuð á síðustu árum. Fyrir sjö árum síðan var heildsöluálagning 18% og smásölu- álagning 75% en í dag er heildsölu- álagningin 13,5% (hefur verið lækkuð um fjórðung) og smásölu- álagning 58-59% (hefúr verið lækk- uð um tæplega fjórðung). Auk þess sem álagningarprósentan hefur lækkað er smásöluálagningin núna skert með því að apótekum er skylt skv. ákvörðun lyfjaverðlagsnefndar að veita afslátt af þeim reikningum sem þau innheimta hjá TVygginga- stofnun ríkisins. Lækkun álagning- ar hefur orðið í nokkrum áföngum og var stuðst við rekstrarlegar upp- lýsingar og breytt rekstrarumhverfi þegar ákvarðanir voru teknar. Mestur hluti álagningarlækkunar lyfja hefur orðið á yfirstandandi ári. Lækkunin var ákveðin m.a. með hliðsjón af bættum rekstrarskilyrð- um og vilja stjómvalda. Ef ekki hefðu komið til ákvarðanir lyfja- verðlagsnefndar, þ.e. lækkun álagn- ingar í heildsölu og smásölu, hefði lyfjaverð að meðaltal hækkað um 9,3% vegna gengisbreytinga og er- lendra verðhækkana frá 1. október 1989 til 1. október 1990. Aðgerðir lyfjaverðlagsnefndar hafa hins vegar valdið því að lyfjaverð hefur aðeins hækkað um 0,3% á umræddu tíma- bili auk þess sem apótek veita Tryggingastofnun ríkisins afslátt af lyfjareikningum sem nemur 30 m. kr. á þessu ári. Má áætla að árlegur lyfjakostnaður hins opinbera væri um 250-300 m. kr. hærri miðað við útgjöld ársins 1989 en ella ef ekki hefðu komið til ákvarðanir lyfja- verðlagsnefndar á síðustu misser- um. Þáttur pólitískra stjómvalda Eins og að framan hefúr verið lýst mótast ákvarðanir lyfjaverðlags- nefndar fyrst og fremst af faglegu mati á kostnaði og afkomu fyrir- tækja sem annast lyfjadreifingu auk þess sem rekstraraðstæður á hverj- um tíma og pólitískt umhverfi hafa áhrif á störf nefndarinnar. Jafnframt því þarf lyfjaverðlags- nefnd að taka tillit til þess ramma sem löggjafar- og framkvæmdavald- ið setur um starfsemi lyfjadreifing- arfyrirtækja. Er þar m.a. átt við ákvæði um fjölda apóteka í landinu og staðsetningu, en þessi atriði hafa áhrif á tekjur apótekanna og af- komu þeirra. Löggjafarvaldið setur reglur um það hvaða skilyrði apótek og lyfjaheildsölur þurfa að uppfylla varðandi starfsmannahald og birgðahald og hafa þær áhrif á kostnað fyrirtækjanna. Fleiri atriði þessu lík mætti tína til. Lyfjaverðlagsnefnd hefur fjallað óformlega um breytingar á skipan lyfsölu sem verða megi til lækkunar lyfjaverðs. Hafa margar hugmyndir verið reifaðar við ráðamenn. Hefur m.a. verið rætt um stækkun lyfsölu- svæða úti á landi svo treysta megi grunninn undir rekstri smærri apó- teka, um breytt greiðsluform hins opinbera o.s.frv. Ýmsir aðrir hafa rætt þessar og aðrar hugmyndir. Öllum hugmyndunum hefur verið ætlað að lækka lyfjakostnað en eng- in þeirra hefúr verið framkvæmd. Þess hefúr verið getið hér að fram- an að lyfjaverðlagsnefnd hafi lækkað álagningu í heildsölu og smásölu á liðnum árum. Ekki hafa þó allar til- lögur þar að lútandi falíið í frjóan jarðveg hjá ráðamönnum. Haustið 1987 flutti formaður lyfja- verðlagsnefndar tillögu í nefndinni um að lækka smásöluálagningu úr 68% niður f 66%. Ágreiningur varð um tillöguna í nefndinni og var henni því vísað til úrskurðar heil- brigðisráðherra sem á skv. lögum að skera úr um ágreining þegar hann kemur upp í nefndinni. Ráðherra úrskurðaði að álagningin skyldi ekkl lækka heldur vera óbreytt áfram. Vildi ráðherra bíða niður- stöðu sérstakrar nefndar sem þá hafði unnið í níu mánuði að úttekt á forsendum álagningar á lyfjum. Nefnd þessi vann að þeirri úttekt og fleiru varðandi lyfjamál þar til hún skilaði áliti eftir tæplega þriggja ára starf í október 1989. Á meðan var allt frumkvæði til breytinga á verð- lagningu lyfja tekið úr höndum lyfjaverðlagsnefhdar. Þegar úttekt áðurgreindrar nefnd- ar lá fyrir skipaði heilbrigðisráð- herra aðra nefnd til að koma með tillögur um aðgerðir til lækkunar lyfjakostnaðar sem unnar væru með hliðsjón af úttekt fyrri nefndarinnar. Áður en seinni nefndin kom með tillögur, eða í nóvVdes. 1989, var þess farið á leit við lyfjaverðlags- nefnd að hún gripi til skjótra að- gerða er leiddu til tiltekinnar lækk- unar lyfjaútgjalda. Strax 1. janúar lækkaði smásöluálagning úr 68% í 65% auk þess sem ákveðnar breyt- ingar voru gerðar á verðlagningu í heildsölu. I janúar s.l. var síðan unnið að undirbúningi frekari að- gerða. Hinn 27. janúar 1990 gerði lyfja- verðlagsnefnd samþykkt sem leiða átti til lækkunar á lyfjakostnaði frá 1. febrúar og meiri jafnaðar á milli dreifbýlisapóteka og þéttbýlisapó- teka. Tekin skyldi upp smásölu- álagning sem lækkaði hlutfallslega eftir því sem heildsöluverð lyfjanna væri hærra. Álagning í heildsölu skyldi lækkuð úr 17% í 15,5% og loks skyldu apótek veita TVygginga- stofnun ríkisins afslátt á lyfjareikn- ingum til stofnunarinnar. Gildistöku stiglækkandi álagning- ar var frestað að beiðni heilbrigðis- ráðuneytisins, en önnur framan- greind atriði tóku gildi 1. febrúar. Um svipað leyti var breytt gjaldi því sem sjúklingar greiða sjálfir fyrir lyf og gefinn út af heilbrigðisráðuneyti s.k. bestukaupalisti sem hvetja átti til kaupa á ódýrustu lyfjum hverrar gerðar. Var þetta viðleitni til frekari lækkunar útgjalda vegna lyfja. Við- leitni sem að sögn starfsmanna ráðuneytisins hefur litlu áorkað. Af framangreindu ætti að sjást að lyfjaverðlag hefur lækkað allnokkuð hlutfallslega á undanfömum miss- erum. Þrátt fyrir það hafa útgjöld hins opinbera vegna lyfjakostnaðar aukist verulega. Ástæðunnar fyrir því er augljóslega ekki að leita í verðlagningu lyfja. Þar hlýtur að vera um að kenna aukinni heildar- notkun lyfja, aukinni notkun dýrari lyfja eða breytingum á greiðsluhlut- falli hins opinbera. Samt sem áður var enn vegið í sama knémnn og fyrr í september s.l. þegar heilbrigð- isráðherra óskaði eftir því við lyfja- verðlagsnefnd að hún endurskoðaði ákvörðun sína frá janúarmánuði s.l. um smásöluálagningu og heildsölu- álagningu. Óskaði ráðherra þess að heildsöluálagning yrði 10% frá 1. október 1990, smásöluálagning yrði 55% frá sama degi og afsláttur, sem apótek veita TVyggingastofnun ríkis- ins, yrði aukinn verulega. Ekki vom færð töluleg rök fyrir til- lögu ráðherra, en farið um það al- mennum orðum að afkoma í lyfja- verslun hefði batnað og tilkostnað- ur hennar hlutfallslega lækkað. Jafnframt var vísað til þess að kostn- aður hins opinbera hafi enn aukist á þessu ári og útgjöld TVyggingastofn- unar ríkisins vegna lyfja hafi hækk- að um 15% umfram verðhækkanir lyfja árið 1988 og aftur árið 1989. Þó að ekki hafi legið fyrir önnur gögn vegna rekstrar yfirstandandi árs en kostnaðargreining frá Lyfja- verslun ríkisins fyrir fyrstu átta mánuði ársins og almennar for- sendur um bættar rekstrarforsend- ur í kjölfar þjóðarsáttar var lögð fram tillaga í lyfjaverðlagsnefnd um lækkun álagningar í heildsölu og smásölu. Var samþykkt að taka upp stiglækkandi hlutfallsálagningu í smásölu sem hefur skv. fyrstu út- reikningum í för með sér lækkun álagningar úr 65% í 58-59%. Jafn- framt var afsláttur, sem apótek veita TVyggingastofnun ríkisins, aukinn og mun hann nema 30 m. kr. á yfir- standandi ári. Ekki náðist samstaða um tillögu formanns lyfjaverðlags- nefndar um að lækka heildsölu- álagningu lyfja úr 15,5% niður í 13,5% og var henni því vísað til úr- skurðar heilbrigðisráðherra sem úr- skurðaði að álagningin skyldi verða 13,5% frá 1. október s.l. Af því sem að framan greinir ætti að vera ljóst að lyfjaverðlagsnefnd hefur unnið að því lengi með ákvörðunum sínum að lækka lyfja- verð í landinu og þar með að stuðla að hlutfallslega lækkandi lyfjakostn- aði hins opinbera. Hefur nefndin ýmist gert þetta að eigin frumkvæði eða vegna óska heilbrigðisráðherra. Þrátt fyrir þriggja ára vinnu nefnd- ar sem skipuð var til að leita leiða til lækkunar á lyfjakostnaði og þrátt fyrir störf nefndar til að vinna að til- lögum út frá skýrslu fyrri nefndar- innar er lyfjaverðlagsnefnd eini aðil- inn í stjórnkerfinu sem með ákvörð- unum sínum hefur stuðlað að hlut- fallslegri lækkun lyfjaverðs og þar með lægri útgjöldum hins opinbera en ella. Er þar enginn undanskilinn. Aðdróttanir um að lyfjaverðlags- nefnd hafi brugðist við að lækka lyfjaverð eru því rangar og með öllu ómaklegar. UR VIÐSKIPTALIFINU VINNSLUGETA ALIÐNAÐAR í september 1990 birti Billiton-Ent- hoven Metals álitsgerð um stöðu ál- iðnaðar í „heimi öllurn" nema sósíal- ísku löndunum. í álitsgerðinni segir, að í heimi öllum hafi vinnsla hrááls numið 14.377 milljónum tonna 1989 (og hafi á árinu aukist um 30% í Bandaríkjunum), en vinnslugeta ál- vera í ár muni vera 15.225 milljónir tonna (en þau munu vera svo til full- nýtt), og verði um 16.234 milljónir tonna 1992. í álitsgerðinni er giskað á, að vinnslugeta áliðnaðar verði 1995 á bilinu 18.268-20.295 mil]jónir tonna. — í álitsgerð frá Shearson Lehman Brothers í apríl 1990 er vinnslugeta álvera á næstu árum áætl- uð lítið eitt lægri. Til væntanlegrar aukningar vinnslugetu álvera, sagðrar um 3.043 milljónir tonna frá 1990 til 1993, mun Norður-Ameríka leggja til 630.00Ó tonna nýja vinnslugetu, þ.e. um 840.000 tonna aukningu í Kan- ada, en 218.000 tonna samdrátt í Bandaríkjunum sakir úreldingar ál- vera. í Kanada er nú vinnslugeta tveggja nýrra álvera um 315.000 tonn, Sept Isles í eigu Alouette og Des- chamault í eigu Alumax, en verður væntanlega 645.000 tonn 1995. Og fram til 1992 verður vinnslugeta tveggja annarra kanadískra álvera aukin, Beancour í eigu Albecour um 120.000 tonn og Baie Cameau í eigu Reynold’s um 128.000 tonn. í hröðustum uppgangi er áliðnaður samt sem áður í Venezúela. Þar eru ný álver í undirbúningi sem og vinnslu- geta hinna starfandi. Unnin verða um 600.000 tonn af hrááli í Venezúela í ár, en 1995 verður vinnslugeta álvera þarlendis um 1.338.000 tonn. Hlýst spamaður af EBE-gjaldeyri? Efnahagsbandalag Evrópu birti 19. október greinargerð um væntanlegan sameiginlegan gjaldeyri aðildarlanda sinna. í greinargerðinni segir, að að- ildarlöndum muni sparast allt að 25 milljarðar $ á ári vegna brottfalls kostnaðar af skiptum peninga gjald- miðla á milli eða um 0,5% af vergri þjóðarframleiðslu þeirra. Að auki munu vextir af lánum aðildarlanda á milli lækka, því að þeim verður ekki lengur áhætta búin af sveiflum á gengi gjaldmiðla þeirra. Fer EBE-gjaldmiðill í umferð upp úr 1994? Á ráðherrafundi aðildarlanda Efna- hagsbandalags Evrópu í Róm helgina 27.-28. október 1990 var ákveðið, gegn andstöðu Bretlands, að annar áfanginn á upptökuskeiði sameigin- legs EBE-gjaldeyris hefjist í janúar 1994. Til þess hafa Þýskaland og Spánn hvatt, en Frakkland æskt upp- hafs hans ári fyrr. Á þessum öðrum áfanga verður hinn sameiginlegi gjaldmiðill tekinn í umferð meðfram gjaldmiðlum aðildarlanda og Seðla- banki EBE mun beinlínis taka til starfa. Andstaða Bretlands beinist ekki að upptöku sameiginlegs gjaldmiðils, heldur að hinu, að hann komi að lok- um í stað gjaldmiðla aðildarríkjanna. Fáfnir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.