Tíminn - 07.11.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.11.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 7. nóvember 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Sfml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsímar. Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Norsk kratastjóm Ný ríkisstjóm tók við völdum í Noregi um helgina í eftir fall ríkisstjómar Jans P. Syse sem sat u.þ.b. eitt ár. Hin nýja ríkisstjóm er minnihlutastjóm Verka- mannaflokksins imdir forsæti flokksformannsins, Gro Harlem Bmndtland. Verkamannaflokkurinn er stærsti þingflokkurinn, en hefur þó aðeins 63 fulltrúa af 165 sem setu eiga á Stórþinginu. Forsætisráðherra nýju stjómarinnar hefur sagt að hún muni sitja út kjörtímabilið í u.þ.b. þrjú ár, en í Noregi er ekki hægt að stytta kjörtímabil með þing- rofi eins og yfírleitt er í þingstjómarlöndum. Sú að- staða kann að stuðla að því að minnihlutastjómin sitji tímabilið til enda, því að flokkaskipan í Stórþinginu greiðir síst fyrir meirihlutastjómum eins og dæmin sanna, ekki síst ferill fráfarandi ríkisstjómar undir forystu formanns Hægri flokksins. í Noregi em marg- ir flokkar, þar sem Verkamannaflokkurinn og Hægri flokkurinn em öflugastir og standa algerlega á önd- verðum meiði og vinna ekki saman, en svo er einnig um litlu flokkana, að þeir móta sér hver um sig mjög skarpa sérstöðu að því er tekur til grundvallarstefhu í ýmsum málum. Þótt Miðflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn séu ekki stórir flokkar hafa þeir eigi að síður mikil áhrif, ekki aðeins fyrir þá oddaaðstöðu sem þeir kunna að vera í þegar fúlltrúatala flokka er metin reikningslega, heldur vegna málefna sinna. Stjóm hægri mannsins Jans Syse var mynduð með aðild Miðflokksins og Kristilega þjóðarflokksins, en hún reyndist óstarfhæf þegar hægri menn ætluðu að fara að knýja frarn þá stefnu sína að undirbúa aðild Noregs að Evrópubandalaginu. Miðflokkurinn er slíkri hugmynd algerlega andvígur og Kristilegi þjóð- arflokkurinn einnig. Það em þessir flokkar sem fyrst og fremst reyna að halda við norskri þjóðræknis- stefnu og halda henni þeim mun snarpar ffam sem auðvaldshyggja íhaldsmanna og veikleiki kratanna fyrir bandarikjahugmyndum hringavaldsins lætur meira á sér bera. Þótt Gro Harlem Bmndtland leggi mikla áherslu á hin mjúku mál og gefi stjóm sinni þann svip með því m.a. að nær helmingur ráðherra er konur, verður fróð- legt að fylgjast með hvemig tekið verður á því mál- efhi sem fyrst og fremst varð fráfarandi ríkisstjóm að falli, þ.e.a.s. Evrópumálunum. Þrátt fyrir útbreiddan sósíaldemókratískan slappleika í þeim efnum hafa sænskir og norskir kratar vísað ffá hugmyndum um að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Því er lík- legt að norska kratastjómin standi við það fýrirheit að vinna áfram innan EFTA að samningum við Evrópu- bandalagið um evrópskt efnahagssvæði, en gangi ekki lengra á því sviði. Þar með er Gro Harlem Bmndtland á sama róli og Jón Baldvin Hannibalsson í Evrópumálum. Reynslan verður að skera úr um það hvenær þessum samningum getur lokið. Þá fýrst verður tímabært að meta árangurinn og hvort Norð- menn og Islendingar eigi samstöðu þegar til lengri tíma er litið. íútvarp- Krístmann Guðmundsson. hefur annars „automaf' óhætt að fara að efast um „sann* höfundarferíi hans. hér áður. Að vísa er um að ræða fyr- um að spyija. Vinstri páfarnir fengu iriesarasem titlarsigsemleikara, en engu um J>að rácHð hvemig Krist- þeim er flest tfl lista iagt, eins og mann gekk frá þessari bnkmennta- Guðmundsson hélt fifam um ein- staka höfunda í bókmenntasögu löfettniiiin ÍlliiÍiÍÍÍÍÍÍ l'cssi tu* sbkar fjækur. Hún var ; GARRI WÁ § 1 v ”".v VÍTT OG BREITT Séríslenskur femínismi Þegar nú er sýnt að Kvennalistinn er á hraðri leið út úr pólitík sam- þykkir flokkurinn loks að fara að taka þátt í pólitík og er varla seinna vænna. Á nýafstöðnum landsfundi flokks aðskilnaðarstefnu og pólitísks hreinleika ventu kynsysturnar sínu kvæði í kross og samþykktu að stjómmálaflokkur þeirra mætti gjaman hafa áhrif á stjóm lands og þjóðar og jafhvel sveitarfélaga. Jafn- framt samþykkti samkunda systra- bandanna að þeim væri leyfilegt að fara að kosningalögum og að kjömir fulltrúar fengju að sitja í stólum sín- um samkvæmt stjómarskrárákvæð- um, það er að segja út hvert kjör- tímabil. Það hlýtur að hafa verið erfitt átak fyrir landsfundinn að samþykkja að halda kosningalög og að viðurkenna það ákvæði stjómarskrár, sem sam- in er af körlum, að kjörtímabil hvers kjörins fulltrúa á löggjafarsamkund- una sé heil fjögur ár, en ekki háð geðþóttaákvörðunum grasrótar- hreyfinga, sem er einkar lagið að dæma sjáífar sig til áhrifaleysis. Dyggðum prýtt áhrífaleysi Fram til þessa hefur kvennaflokk- urinn notið mikils og vaxandi kjör- fylgis og hafa áreiðanlega notið þar syndlauss lífernis og dyggðum prýddrar áhrifalausrar fortíðar. En nú er fylginu að hraka ef marka má skoðanakannanir, en þær eru að verða allt eins afdrifaríkar í stjóm- málaumsvifunum og kosningar. Áhrif skoðanakannana ganga svo langt að alvöru stjómmálamenn tala um það í fúlustu alvöru, að þessi eða hinn flokkurinn eða ráðandi sam- steypur í stjórnum hafi ekki lengur kjósendur að baki sér og jafnvel að minnihlutaflokkar hafi meirihluta á þingi vegna nýrra skoðanakannana. Þá gleymist að taka mið af niður- stöðum hinna eiginlegu kosninga, sem engar skoðanakannanir fá neinu breytt um. Samkvæmt þessum nýju viðhorf- um er kvennaflokkurinn á hraðri niðurleið og nú eygja stúlkumar þá von eina til kjörfylgis að hremma öll þau völd og áhrif sem bjóðast þeim kjörnu fulltrúum sem hafa nennu til að grípa gæsirnar þegar þær gefast. Ráðherrasæti og samvinna með karlaflokkum f stjóm og við náðar- samlega úthlutun embætta og setu- réttar í ráðum og nefndum er það sem nú er helst talið aðskilnaðar- flokki vel upp alinna, háborgaralegra kvenna af góðum ættum til fram- dráttar. Ekki andskotalaust Kvennaflokkskonur fara ekki dult með það að þær hafa miklar áhyggj- ur af hve brösuglega gengur að tryggja kynsystrum þeirra í karla- flokkunum brautargengi í prófkjör- um og skoðanakönnunum. Frammákona systralagsins endur- tekur opinberlega að „tegundinni" sé hafnað. Það er annars ekki andskotalaust hve fáar konur sitja á Alþingi, í sveit- arstjómum og áhrifastöðum ýmiss konar. Þetta er nánast orðið sérís- Jenskt fyrirbæri sé miðað við þjóðir sem næstar okkur standa í efnahags- legu og menningarlegu tilliti. Meðal nágrannaþjóðanna ríkir mun meira jafnrétti milli kynjanna hvað varðar fjölda kjörinna fulltrúa en hér á landi. Má nefna að í norsku ríkis- stjóminni sitja níu konur, en stól- amir eru alls nítján. Skýringar á tregðu íslendinga til að velja konur í ábyrgðarstörf liggja ekki á lausu. Rauðsokkur og femínistar geta gníst tönnum og úthúðað karlaveld- inu, kvenfyrirlitningu þess og yfir- gangi. En það skýrir engan veginn hve slaklega konum gengur að ná kjörfylgi. Kvennabókmenntir, kvennalist, kvennaguðfræði og hvers kyns athvarf kvenkynsins og aðskilnaðarstefnu femínistanna sýn- ast ekki gera mikla stoð íslenskum konum til framdráttar, að minnsta kosti ekki á sviði stjórnmála. Femíriismi, kvenremba og karlafyr- irlitning er kannski ekki það sem dugir konum best í jafnréttisslagn- um. Jafnvel ekki heldur kvenna- flokkur, sem af stórbokkalegum misskilningi dæmir sjálfan sig til áhrifaleysis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.