Tíminn - 07.11.1990, Síða 13

Tíminn - 07.11.1990, Síða 13
Miðvikudagur 7. nóvember 1990 Tíminn 13 Útboð Rafmagnsveitur eftirfarandi: RARIK-90005: ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ríkisins óska eftir tilboðum Háspennuskápar 11 kV, fyrir að- veitustöðvarnar Eskifirði, Laxár- vatni, Ólafsfirði, Saurbæ og Þor- lákshöfn. Opnunardagur: Fimmtudagur 20. desember 1990, kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 7. nóvember 1990 og kosta kr. 2.500,- hvert eintak. Reykjavík 2. nóvember 1990. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík TIL SÖLU VÉLAGEYMSLA, SELEYRIVIÐ B0RGARFJÖRÐ Kauptilboö óskast í vélageymslu Vegagerðar ríkisins á Seleyri við Borgarfjörð, sem er stálgrindarhús, utanmál 14,2x16,2 m. Skemman, sem er klædd með bárujárni, selst til niðurrifs og brottflutnings og er til afhendingar nú þegar og skal kaupandi fjarlaegja allt efni að undanskildum steyptum undirstöðum fyrir 31. desember 1990. Skemman er til sýnis í samráði við Guðmund Finnsson eða Elís Jónsson, Vegagerð ríkisins, Borgarnesi, sími: 93-71320. Skrifleg tilboð óskast send skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Fteykjavík, fyrir kl. 11:00 þann 15. nóvember1990. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? : SPRUNCIÐ? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiöa. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin-Sími 84110 t Öllum þeim sem auðsýndu okkur hjálp og samúð í veikindum og við fráfall Hartmanns Kristins Guðmundssonar frá Þrasastöðum sendum við bestu þakkir. Sérstakt þakklæti til lækna og annars starfsfólks handlæknadeildar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar fyrir frábæra hjúkrun og hlýju. Gæfan fylgi ykkur. Kristín Halldórsdóttir, börn og tengdabörn t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Jóhann Sveinbjörn Gíslason frá Miðmörk, Vestur-Eyjafjöllum verður jarðsunginn frá Stóra-Dalskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 14. Kristín Sæmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn Karl Lagerfeld er mjög hrifinn af átjándu öldinni eins og íbúð hans í París ber með sér. Tískukóngurinn Karl Lagerfeld Einn virtasti og frægasti tísku- hönnuður heims er hinn sænski Karl Lagerfeld. Hann hefur skapað sér sérstaka ímynd sem felst m.a. í því að vera alltaf með tagl, sólgler- augu og blævæng. Karl Lagerfeld er sonur sænsks milljónamærings og ferðaðist iðu- lega með foreldrum sínum til París- ar þegar hann var barn. 14 ára gam- all flutti hann til Parísar, gekk þar í skóla og bjó einn. Tveimur árum síðar vann hann hönnunarsam- keppni og bauðst þá starf hjá Pierre Balmain. Þaðan fór hann til Chloé en tók við tískuhúsi Chanel árið 1980. Hann er vellauðugur, á einkaþotu og sjö hús í París, Hamborg, Róm, Monte Carlo og Bretlandi. Karl Lagerfeld lætur að sér kveða á ýmsum sviðum. Hann framleiðir ilmvötn, hannaði búninga lögreglu- kvenna í Róm og á starfsfólk stór- markaða í Frakklandi. Fyrir utan starf sitt hjá Chanel hannar hann föt sem bera nafn hans og einnig fyrir Fendi-systur á Ítalíu. Einnig hefur hann snúið sér að Ijósmyndun með góðum árangri. Hann segir að Karólína Mó- nakóprinsessa sé sinn uppáhaldsvið- skiptavinur. Hún sé vel gefin og skemmtileg og hún og bömin henn- ar séu hans uppáhaldsmyndefni. Hann er mjög hrifinn af 18. öldinni og öll heimili hans em innréttuð í þeim stfl. Hann erfði sum húsanna eftir foreldra sína og segist ekki enn vera búinn að innrétta þau öll eftir eigin höfði. Blævængurínn, taglið og sólgieraugun eru hlutl afímynd tískukóngsins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.