Tíminn - 08.11.1990, Page 2
2 Tíminn______________________■■ \ ___________________________________Fimmtudagur 8. nóvember 1990
Júlíus Sólnes umhverfisráðherra lýsti því yfir á alþjóðlegu loftslagsráðstefnunni
í Genf í gær að íslendingar myndu draga úr CÓ2 mengun á næstu árum:
Magnið ekki meira ár-
ið 2000 en það er nú
Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra, flutti í gær ræðu á seinni degi al-
þjóðlegu loftslagsráðstefnunnar í Genf. A ráðstefnunni hafa eink-
um verið til umræðu aðgerðir til að draga úr útblæstri á koltvísýr-
ingi út í andrúmsloftið og lýsti Júlíus því yfir fyrir hönd íslensku
rfldsstjómarinnar að íslendingar myndu fylgja fjölmörgum Evr-
ópuþjóðum og skuldbinda sig til að draga þannig úr útblæstri á kol-
tvísýringi, að árið 2000 yrði magnið ekki meira en það er nú árið
1990.
Júlíus sagði í ræðu sinni að hækk-
un hita á jörðinni vegna mengunar
væri staðreynd ef þjóðir heims
reyndu ekki að sporna gegn aukinni
mengun. Hann sagði að sum tölvu-
líkön sem reyndu að meta aukið
hitastig vegna mengunar spáðu því
að hitastig á íslandi myndi lækka í
kjölfar aukinnar mengunar og sagði
Júlíus að íslendingar gætu vel verið
án þess. Hann sagði að til að ná því
markmiði að auka ekki C02 meng-
un á næstu árum, þyrfti að finna
leiðir til að vega upp á móti þeirri
11-14% aukningu á útblæstri á kol-
tvísýringi sem verður með byggingu
200 þúsund tonna álvers á íslandi.
Júlíus sagði í samtali við Tímann í
gær að hann hefði kannað það hvort
við gætum staðið þetta og sagði
hann að menn teldu að það væri vel
mögulegt. „Við fáum tímabundna
aukningu við álverið en mest af
menguninni sem kemur frá okkur
er fyrst og fremst tilkomin vegna
véla sem við kaupum frá öðrum
þjóðum. Það eru bæði vélar í bílum,
skipum og í flugvélum og mesta
mengunin kemur frá þessum vél-
um. Að mörgu leyti þá leysist þetta
sjálfkrafa vegna þess að iðnaðarþjóð-
irnar sem þarna skuldbundu sig til
að draga úr þessari mengun, þær
verða að framleiða hreinni vélar og
við komu til með að njóta góðs af því
þannig að við á þessum tíu árum
komu til með að kaupa nýjar vélar
sem verða miklu hreinni og þannig
dregur sjálfkrafa úr þessari mengun
hvað okkur varðar“, sagði Júlíus.
Hann sagði að við þyrftum að skoða
vandlega allar vérksmiðjurnar ókk-
ar, sérstaklega fiskimjölsverksmiðj-
urnar og skoða vandlega hvort við
gætum ekki gert betur þar. Júlíus
sagði að þeir í umhverfisráðuneyt-
inu hefðu ákveðið að skipa starfshóp
sem færi ofan í saumana á þessari
mengun og ætti hann að finna út
hvaðan hún kæmi og hversu mikil
hún sé. Starfshópurinn á einnig að
gera langtímaáætlun um það hvern-
ig síðan er hægt að standa við þessa
skuldbindingu.
Júlíus sagði að ef um verulega
fækkun á fiskiskipum yrði að ræða,
þá myndi þessi mengun minnka
verulega og sagðist hann halda að
yrði ekkert erfitt að standa við þetta
en það kostaði mikla yfirlegu. „Við
þurfum að gera þetta með skipuleg-
um hætti og ég held að það sé ágætt
að hafa sett sér svona markmið því
þá eru kannski meiri líkur á því að
við gerum eitthvað raunhæft í
þessu", sagði Júlíus.
—SE
Frá blaöamannafundi í gær þar sem menntamálaráöherra kynnti nýja skólastefnu
Menntamálaráðuneytið hefur kynnt drög að framkvæmdaáætlun í
skólamálum til ársins 2000. Svavar Gestsson menntamálaráðherra:
Nú vita skólamenn
hvert skal stefna
„Til nýrrar aldar“ heita drög að
stefnumörkun í skólamáium til
ársins 2000, n.k. framkvæmda-
áætlun sem menntamálaráðu-
neytið hefur unnið að s.l. tvö á.
Drögin verða lögð fyrir mennta-
málaþing sem hefst 16. nóvem-
ber til frekari umræðu. Áætlað er
að um tveggja milljarða króna út-
gjaldaauki verði fyrir mennta-
málaráðuneytið samfara fram-
kvæmd stefnumörkunarinnar, en
það á að skiptast niður á tíu ára
tímabil.
í framkvæmdaáætluninni eru
sett fram markmið fyrir hvert
skólastig frá leikskóla til Háskóla
og fullorðinsfræðslu. Gerð er
grein fyrir skrefum sem stíga þarf
til að ná hverju markmiði. Slík
markmið eru t.d. efling leikskóla
sem uppeldis- og menntastofnun-
ar, og samfelldur, einsetinn
grunnskóli. Á háskólastigi er lögð
áhersla á samvinnu háskóla og
kennaramenntun fyrir allar helstu
greinar sem kenndar eru í grunn-
og framhaldsskólum. Aætlun
þessi byggir á víðtækri umræðu
og margvíslegum gögnum, svo
sem skýrslu nefnda og niðurstöð-
um skoðanakannana eins og
könnun á 10 helstu forgangsverk-
efnum í skólamálum.
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra kynnti drögin fyrir
fréttamönnum í gær og sagði
hann að hér væri um tímamóta-
skjal að ræða. „Það hefur aldrei
áður verið reynt að setja fram
heildarstefnumótun fyrir öll
skólastig í landinu, eins og hér er
verið að gera. Tilgangurinn er sá,
að þjóðin og skólamenn viti hvert
skal stefnt í skólamálum, og að
starfsmenn ráðuneytisins hafi það
að leiðarljósi við sína vinnu."
Hann sagði drögin ekki vera
óskalista, heldur raunsæa stefnu,
sem m.a. endurspeglast í áætluð-
um kostnaði. „Við teljum að ef allt
þetta yrði framkvæmt, þá þyrftu
útgjöld til menntamála, sem hlut-
fall af ríkisútgjöldum, að hækka
úr 13,5% í 15%. Það er sama hlut-
fall og útgjöld til menntamála
hafa áður verið, þannig að hér er í
raun og veru lagt til að mennta-
málin haldi þeim hlut sem mestur
hefur verið í ríkisútgjöldum á
hverjum tíma.“
Miðað við að þetta markmið
næðist fram á tíu árum, þá þarf að
auka útgjöld til skólamáia um
1,5% á ári, sem er sama raun-
aukning og gert er ráð fyrir í fjár-
lögum næsta árs. Þessi áætlun fel-
ur því í sér um tveggja milljarða
útgjaldaauka í rekstrarkostnaði
fyrir menntamálaráðuneytið, sem
skiptist þá eins og áður sagði nið-
ur á tíu ára tímabil -hs.
Hólamenn fjalla um vænlega aukabúgrein á laugardag:
Námstefna um
bleikjueldi
Frá fréttartara Tímans á Sauðár-
króki; Guttormi Óskarssyni
Námsstefna um rannsóknir, nýtingu
og eldi bleikju verður haldin að Hól-
um í Hjaltadal nk. laugardag. Það eru
Hólaskóli, Veiðimálastofnun á Hólum
og Hólalax hf. sem standa fyrir náms-
stefnunni, en bleikja þykir vænlegur
fiskur til ræktunar og eldis.
Á námsstefnunni mun Uimi Tómas-
son greina frá rannsóknum á nýtingu
bleikju í íslenskum stöðuvötnum og
Einar Svavarsson mun greina frá nið-
urstöðum eldistilrauna á mismunadi
bleikjustofnum hjá Hólalaxi hf. Auk
þess verða flutt erindi, m.a. um fæðu-
atferli villtrar bleikju í búrum, um
bleikjuna í Þingvallavatni og kynat-
ferli villtrar bleikju.
Námsstefnan hefst kl. 12.30 á laugar-
dag 10. nóv. og eru allir áhugamenn
um bleikjueldi velkomnir. — sá
17 ára stúlka
vann hnattferð
Mikil þátttaka var í „Stóra brauð-
leiknum" sem Brauðgerð MS efndi
til fyrir skemmstu. Dregið var úr
réttum lausnum 25. október s.l. og
fyrstu verðlaun, hnattferð fyrir tvo á
vegum Flugleiða, hlaut sautján ára
nemandi í Verslunarskóla Islands,
Hildur Aradóttir frá Þorlákshöfn.
„Stóri brauðleikurinn" var fólgin í
því, að menn áttu að svara þeirri
spurningu, hve mörg „Stórbrauð"
þyrfti til að mynda hring umhverfis
jörðina og einnig tveimur öðrum
auðleystum vandamálum. Til hægð-
arauka voru gefnir þrír kostir varð-
andi hverja spurningu, svo allir gátu
tekið þátt í leiknum. Vegna mikillar
þátttöku var kynningarbæklingur
endurprentaður og var honum
dreift í rúmlega 40 þúsund eintök-
um.
Samhliða „Stóra brauðleiknum"
var gert umfangsmikið sölu og
kynningarátak á „Stórbrauðum", en
af þeim fást nú fjórar tegundir: Fínt,
gróft, fjölkorna og trefjaríkt Stór-
brauð. Brauðin voru kynnt í versl-
unum og 10% afsláttur veittur af
hverri brauðtegund viku í senn, en
fimmtu og síðustu vikuna voru allar
tegundirnar seldar á tilboðsverði.
khg.