Tíminn - 08.11.1990, Side 11
10 Tíminn
Fimmtudagur 8. nóvember 1990
Fimmtudagur 8. nóvember 1990
Tim
Kirkjuþing vill benda ungu fólki á mikilvægi vfgðrar sambúðar:
OSKRA
SAMBÚ
Eftir
Guðrúnu
Erlu
Ólafsdóttur
GETUR
ÞREFALT
LÖGBROT
Staöa og mikilvægi hjónabandsins í þjóðfé-
Iaginu er eitt þeirra mála sem kirkjunnar
menn taka fyrir á 21. kirkjuþingi þjóðkirkj-
unnar sem stendur yfir um þessar mundir.
Tilgangur umræðu þessarar mun vera að
vekja athygli á þeim réttindum sem hjúskap-
ur veitir og að gera hjónabandið mikilvægara
í augum ungs fólks.
í þingsályktunartillögu sem lögð var fyrir
þingið, um réttarstöðu fólks í vígðri sambúð,
kemur fram að óvígt sambúðarform veiti
möguleika á að sniðganga lög þannig að „fólk
í óvígðri og óskráðri sambúð getur leitað leiða
til þess að njóta réttinda sem einstæðir for-
eldrar hafa að lögum“. Með því að rangfæra
hjúskaparstöðu sína og/eða segja rangt til um
lögheimili geta einstaklingar sem í raun búa í
sambúð notið réttinda sem hugsanlega auka
ráðstöfunartekjur þeirra nokkuð.
Þingsályktunartillaga þessi er helsta niður-
staða nefndarálitsgerðar, sem unnin var af
þriggja manna nefnd sem skipuð var af kirkju-
ráði eftir síðasta kirkjuþing árið 1989. í þess-
ari nefnd áttu sæti þau séra Birgir Snæbjörns-
son prófastur, Jónína Jónasdóttir lögfræðing-
ur og Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofu-
stjóri. í álitsgerðinni eru fyrrgreind mál tekin
fyrir, svo og er rætt um tíðni hjónaskilnaða og
hjónabanda undanfarin ár, skattamál, hús-
næðismál, tryggingamál fólks í hjónabandi,
óvígðri sambúð og einstæðra foreldra, ásamt
fleiru.
Sambúð sem brýtur
þrenn lög
í tillögunni kemur fram að þegar fólk „býr og
á heimili saman í raun, en skráir sig á tveim
stöðum með lögheimili í auðgunarskyni, er
það í raun að brjóta a.m.k. þrenn lög, þ.e. lög
um lögheimili, lög um almannatryggingar (ef
um bótagreiðslur er að ræða) og skattalög1'.
Öllum ber, samkvæmt lögum, að skrá sig þar
sem heimili viðkomandi er. En eins og kemur
fram í álitsgerðinni, þá hefur orðalag þessara
laga gefið færi á hentisemi og hringlanda við
ákvörðun lögheimilis. En til þess að stemma
stigu við lögbrotum af þessu tagi munu ný lög
um lögheimili taka gildi 1. janúar 1991, þar
sem um er að ræða breytingu á lögheimilis-
hugtakinu. í þeim er kveðið svo á um að mað-
ur eigi lögheimili þar sem hann hefur fasta
búsetu.
í þingsályktunartillögu kirkjuþingsins segir
að þeir muni styðja aðgerðir yfirvalda til að
koma í veg fyrir hvers kyns misferli, og að lög-
brot sem þessi jafngildi lagabrotum varðandi
undandrátt frá skatti, „hvort heldur um beina
eða óbeina skatta er að ræða sem og trygg-
ingasvik. Þau kunna einnig að tengjast lána-
fyrirgreiðslu úr sjóðum“. En jafnframt segir
að „þingið lítur svo á, að möguleiki til slíkra
lögbrota réttlæti ekki að lögbundinn réttur
þeirra, sem í raun eru einstæðir foreldrar,
verði skertur".
Mismunur á hjúskaparstöðu
Ávallt hefur verið gerður greinarmunur á
fólki eftir hjúskaparstöðu í almannatrygg-
ingakerfinu, eins og kemur fram í álitsgerð-
inni. „Þannig hafa einhleypingar fengið hærri
greiðslur en hjón/sambúðarfólk tiltölulega.
Þetta hefur verið rökstutt með því að það
kosti hlutfallslega meira fyrir einhleyping að
framfæra sig en hjón eða fólk í óvígðri sam-
búð.“
Einstæðir foreldrar njóta sérstöðu varðandi
barnabætur, barnabótaauka og vaxtabætur. í
álitsgerðinni kemur fram að barnabætur ein-
stæðra foreldra séu hærri en samanlagðar
barnabætur hjóna, í sumum tilfellum helm-
ingi hærri. „Tekjumörk barnabótaauka eru
lægri en hjá hjónum og hvað vaxtabótum við-
víkur njóta einstæðir foreldrar hærri bóta en
einstaklingar, en lægri en hjón.“
Er rangfærð hjúskaparstaða
algeng?
Samkvæmt heimildum Tímans, þá eru ekki
til neinar tölur um tíðni lögbrota af þessu
tagi, en þó þau geti ef til vill verið stunduð, þá
séu þau líklega ekki algeng. Nefna má sem
dæmi, að samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofunni, þarf að skila til þeirra bréfi frá við-
komandi fógeta, ef um sambúðarslit er að
ræða. Því dugar ekki að annar aðilinn tilkynni
um nýtt lögheimili, ef fólk hefur verið í sam-
búð. Munu þessi mál vera sérstaklega athug-
uð, ef um er að ræða börn í sambúðinni.
í 58. grein almannatryggingalaga, no. 67 frá
1971, segir í íyrstu málsgrein: „Nú hafa bóta-
þega verið greiddar hærri bætur en vera bar
samkvæmt Iögum þessum. Á þá Trygginga-
stofnun endurkröfurétt á hendur honum. Eft-
ir almennum reglum má og draga upphæðina
frá bótum sem hann síðar kynni að öðlast rétt
til.“ Samkvæmt upplýsingum frá Trygginga-
stofnun ríkisins, þá er nokkuð algengt að far-
in sé sú leið að draga frá þeim bótum sem
bótaþegi á rétt á áfram. Annars er fólki sent
bréf og það krafið greiðslu, ef slík mál komast
upp.
I annarri málsgrein sömu laga segir m.a.: „Ef
greiðsla samkvæmt lyrstu málsgrein stafar af
sviksamlegu atferli bótaþega, getur Trygg-
ingastofnun látið hann endurgreiða allt að
tvöfaldri þeirri fjárhæð sem ógreidd var.“ En
þetta ákvæði mun geta orkað tvímælis um
hvenær sviksamlegt atferli hefúr verið framið,
og ef einhver vafi leikur á því, þá er því ekki
beitt, kom einnig fram í upplýsingum frá
Tryggingastofnun ríkisins.
Réttur einstæðra foreldra
annars vegar og
sambúðarfólks
eða hjóna hins vegar
í álitsgerðinni kemur fram að við samanburð
á mismun á réttarstöðu fólks sem er í hjú-
skap/óvígðri sambúð annarsvegar og stöðu
einstæðra foreldra hinsvegar er einkum um
mismun að ræða á sviði skattamála, dagvist-
unarmála, varðandi greiðslur úr trygginga-
kerfi og möguleika til félagslegra íbúða.
Ef fólk býr í óvígðri sambúð eru bætur,
skattaafsláttur og aðrar fyrirgreiðslur oft
lægri heldur en ef um einstætt foreldri er að
ræða. Á hinn bóginn getur fólk sem hefúr ver-
ið í sambúð sem hefur varað samfleytt í a.m.k.
tvö ár, hefur átt saman barn eða konan er
þunguð, átt rétt á að telja fram og vera skatt-
lagt sem hjón. „Við álagningu opinberra
gjalda er persónuafsláttur sama upphæð fyrir
hvern einstakling. Hjónum og samsköttuðu
sambýlisfólki er heimilt að nota 80% af ónot-
uðum persónuafslætti maka síns.“
í húsnæðismálum er staðan sú að réttur til
húsnæðislána hjá hjónum/sambýlisfólki er
samanlagður réttur þeirra beggja. En einstak-
lingar jafnt sem sambúðarfólk/hjón þarf að
hafa greitt iðgjöld til lífeyrissjóðs í 20 mánuði
á s.l. 24 mánuðum. Þegar um félagslegar
íbúðir er að ræða hafa hingað til gilt reglur
sem gera einstaklingum eða einstæðu for-
eldri, sem þó hefur næga greiðslugetu, betri
möguleika á rétti til að kaupa félagslega íbúð
en hjón/sambýlisfólk með lágar tekjur, vegna
þess hve viðmiðunartekjur hækka lítið þegar
um hjón/sambýlisfólk er að ræða. En með
lögum sem tóku gildi 1. júní s.l. er gert ráð
fyrir hærra tekjumarki fyrir hjón til að gefa
. láglaunahjónum samskonar möguleika og
einstaklingum.
Samkvæmt álitsgerðinni á fólk í hjúskap eða
óvígðri sambúð ekki rétt á dagheimilisvistun
fyrir börn sín, einungis einstæðir foreldrar og
námsmenn eiga rétt á slfku. Einnig fá ein-
stæðir foreldrar niðurgreiðslu á gjöldum dag-
heimila, dagmæðra og leikskóla.
Réttarstaða einstæðra foreldra í almanna-
tryggingakerfinu tekur mið af þörfum for-
eldra og barna í sameiningu. ,J4æðra-
laun/feðralaun eru greidd ekkjum, ógiftum
mæðrum og fráskildum konum, sem hafa
börn undir 18 ára aldri á framfæri sínu og eiga
lögheimili hér á landi.“
Aukning hjónaskilnaða
í álitsgerðinni koma einnig fram tölur úr
skýrslum í Hagtíðindum um hjónabönd og
hjónaskilnaði árin 1961-1987. Þar kemur
fram að hjónavígslur voru flestar árið 1974
eða 1891, og árin 1986-1987 urðu hjónavígsl-
ur um 37% færri, eða 1229 árið 1986 og 1160
árið 1987. Hjónaskilnaðir voru flestir árið
1985 af þessum árum sem miðað er við, og
hefur þeim fjölgað mikið á undanförnum ár-
um. „Sé miðað við árin 1961-65 hafði tala lög-
skilnaða hátt í þrefaldast 1987, en tvöfaldast
miðað við íbúatölu."
Mikílvægi hjónabandsins
Eins og fram hefur komið, er meginmarkmið
álitsgerðar og þingsályktunartillögu kirkju-
þingsins sú ósk þingsins að starfsmenn þjóð-
kirkjunnar beiti sér fyrir „aukinni umræðu og
fræðslu innan kirkjunnar sem og í þjóðfélag-
inu í heild, þar sem vakin er athygli á þeim
réttindum sem hjúskapur veitir og gerir
hjónabandið þýðingarmeira í augum ungs
fólks."
Þau atriði, sem kirkjunnar menn telja að sé
mikilvægt að benda á f þessu efni, eru: „að
hjón eru skylduerfingjar hvors annars og
framfærsluskyld hvort gagnvart öðru. Við
skipti á búi hjóna gildir helmingaskiptaregla.
Hjón njóta ýmissa réttinda skv. lögum um al-
mannatryggingar. Eftirlifandi maki á rétt til
setu í óskiptu búi. Börn hjóna eru skilgetin.
Hjónum er einum heimilt að ættleiða börn.
Þær tillögur, sem kirkjan setur fram til að
stemma stigu við framangreindum „lögbrot-
um“ þeirra sem búa í raun í óvígðri sambúð
en njóta samt réttar sem einstæðir foreldrar,
eru m.a. þær að „heimiluð verði millifærsla
ónotaðs persónuafsláttar þess maka, sem
lægri eða engar tekjur hefur, að fullu yfir til
hins makans."
—GEÓ