Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. nóvember 1990 Tíminn 3 slenskt brotajám frá Hríngrás h/f á leið til vinnslu eriendis. Hringrás h/f reynir að selja íslenska stálfélag- inu brotajárn án árangurs: HLUTAFJÁR- UTBOÐI EIMSKIPS ER LOKIÐ Sölu á nýju hlutafé í EIMSKIP að nafnverði 86 milljónir króna lauk 5. nóvember sl. Sölu- verð hlutafjárins nam 477 milljónum króna. EIMSKIP þakkar eldri hluthöfum þátttöku í hlutafjár- útboðinu. Jafnframt býður félagið 1.450 nýja hluthafa Brotajárn flutt út og inn á sama velkomna í hópinn. Hluthafar EIMSKIPS eru núna um 14.200. Félagið þakkar Verðbréfamarkaði íslandsbanka hf. og Fjárfestingarfélagi íslands hf. ágætt samstarf við sölu Nú fyrr í vikunni flutti Hríngrás h/f út 2000 tonn af flokkuðu og brytj- uðu brotajámi. En áður en til út- flutningsins kom hafði íslenska stálfélaginu veríð boðið jámið til kaups, en þeir svömðu ekki fyrir- spumum Hríngrásar. Afkastageta Islenska stálfélagsins er um 100.000 tonn árlega en að sögn kunnugra falla ekki til nema um 14.000 tonn á ári hérlendis. Þannig að meirihluti þess hráefnis sem Islenska stálfélagið notar er innflutt. En að sögn Sveins Ásgeirs- sonar hjá Hringrás h/f þá virðast þeir hjá Stálfélaginu ekki vilja kaupa það hráefni sem er flokkað og brytj- að hér á landi annað en það sem þeir vinna sjálfir, ef marka má þessi við- brögð þeirra við fyrirspurninni. „Við erum því mjög hissa á því að Stálfé- lagið hafi ekki svarað okkur,“ sagði Sveinn. Að sögn Sveins er mikill áhugi fyr- Skjálftarn- ir í rénun Jarðskjálftahrinurnar sem voru á Reykjaneshryggnum suðvestur af Reykjanestá virðast vera í rénun. Síðustu daga hafa mælst nokkrir skjálftar í kringum 3 á Richter og eru það að sögn Barða Þorfinnsson- ar jarðfræðings, eftirhreytur hrin- anna sem á undan eru gengnar. Talsverðar líkur eru taldar á að skjálftarnir berist upp á land eins og áður hefur komið fram en ógjörn- ingur er fyrir vísindamenn að spá nokkru um það hvenær það verður. —SE SMÁLEKI HJÁ ESSO Smáleki kom á neðansjávarolíu- leiðslu Esso við Örfirisey í gær- morgun. Að sögn Vilhjálms Jónssonar hjá Esso var verið að dæla bensíni eftir leiðslunni þegar menn urðu varir við að smáolíubrákarbólur komu upp úr sjónum. Hætt var að dæla samstundis og sagði Vilhjálmur að engin olíubrák eða þess háttar væri sjáanlegt nálagt staðnum þar sem leiðslan lak. Strax var hafist handa að gera við leiðsluna og bjóst Vil- hjálmur við að viðgerðin tæki nokkra klukkutíma. Nýbúið er að yf- irfara allar eldri neðansjávarleiðslur hjá Esso en leiðslan sem lak er frá 1988. khg. ir kaupum á brotajárni erlendis frá og hingað til lands koma gjarnan menn til að skoða járnið, þannig að vandamálið er ekki það að erfitt sé að losna við hráefhið. Endur- vinnslumarkaðurinn í heiminum framleiðir á bilinu 300-350 milljón- ir tonna á ári, en stálmarkaðurinn í heiminum er í heild sinni yfir 600 milljónir tonna. Þetta járn sem Hringrás var að selja út fer til Asíulanda. En Hringrás h/f hefur stundað endurvinnslu á málmi sl. 40 ár, fyrst sem Endur- vinnsludeild Sindra og nú sl. 2 ár sem Hringrás h/f. —GEÓ hlutabréfanna. EIMSKIP NISSAN SUNNY SENDIBÍLL Ljúfur og þægilegur vinnuþjarkur VERÐ KR. 580.000 STGR. ÁN VSK Getum líka boðið þér afborgunarkjör sem eru hreint ótrúleg! Hríngdu og heyrðu allt um það. BÍLASÝNING laugardag og sunnudag kl. 14 til 17 Ingvar Helgason Sævsrhöfða 2 Sími 91-674000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.