Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 7
Láúgaritfágúr fó. rróvembériÓ§b‘
I,*1 r
Tíniihh 7
LAUGARDAGURINN 10. NOVEMBER 1990
á við slíka hnignun að stríða að
hætta er á að heilu heimshlutarn-
ir verði óbyggilegir ef mannfjölg-
un og vatnsbruðli linnir ekki. Hið
mikla Aralvatn í Síberíu er að
hverfa og allt lífríkið á stóru svæði
umhverfis það og í því hverfur um
leið og er mannlífíð þar ekki und-
anskilið. Eignatjónið nemur
stjarnfræðilegum upphæðum.
Þarna óð kommúnisminn áfram í
framfaragleði sem átti sér engin
takmörk og trúin á mátt og meg-
in sósíalismans vék ekki fyrir
neinum rökum þeirra sem hæg-
ara vildu fara í hagsældaræðinu.
Gírugir kapitalistar Vesturheims
gleypa hvern dropa Colorado-
fljótsins áður en það nær landa-
mærum Mexíkó, hvað þá að fljótið
nái að renna út í Kaliforníuflóa.
Hér er aðeins minnst á tvö dæmi
um hvert stefnir í vatnsbúskap í
sitt hvorum heimshlutanum þar
sem hagkerfin, hvað sem þau eru
kölluð, ýta undir hnignunina og
þora fæstir sem til þekkja að leiða
hugann langt fram í framtíðina
hvað þessi atriði snertir. Víða í
veröldinni horfir jafnvel enn
óbjörgulegar með vatnsbúskap-
inn.
Mengun lofts og jarðar og jafnvel
sjávar er ekki síður hrikaleg og
sem betur fer er einhver smáhluti
mannkynsins farinn að vara við
afleiðingunum og krefjast þess að
snúist verði til varnar.
Frjáls markaður
og lffsgæði
Við þær aðstæður sem ríkja er
það hreinn bjálfaháttur að Iofa
fólki síauknum hagvexti og að
halda því fram að einhver hrika-
legustu vandamál sem mannkyn-
ið hefur staðið frammi fyrir verði
leyst með einhvers konar hag-
kerfispatenti og að markaðsöflin
ein og sér séu fær um að koma á
jafnvægi í samskiptum manna við
náttúruna og að þjóðernishyggja
og rótgrónar menningarhefðir
láti undan markaðslögmálum
sem fundin eru upp í ríkum iðn-
veldum Vesturlanda.
Þjóðir sem búa við alræði og ein-
ræði hafa eflaust gott af því að
kynnast frjálsum markaði og ein-
staklingsframtaki og geta vafa-
laust bætt lífskjörin með því að
leggja niður miðstýringu og
gegndarlaust arðrán ráðandi
stétta.
En að halda því fram að mark-
aðsöflin séu fær um að sporna við
rányrkju og misskiptingu verald-
argæða vítt og breitt um veröld-
ina er álíka trúverðugt og hin
gömlu og haldlausu loforð sósíal-
ista og kommúnista, sem lugu því
að þeir hefðu ráð við hverjum
vanda og trylltu þjóðir og stéttir
með hégiljum sínum og skrumi.
Maður skyldi ætla að mannfólk-
ið lærði eitthvað af hruni hag-
kerfa kommúnismans, en svo
virðist ekki vera. Það rísa aðeins
upp aðrir spámenn sem lofa
bjartri og gróðavænlegri framtíð,
aðeins ef einföldum skilyrðum sé
fylgt, svo sem eins og því að láta
markaðinn ráða einan hvernig
hagsæld og réttlæti verður útbýtt
meðal heimsins barna í framtíð-
inni.
Raunsæi og
framtfðarórar
Heilbrigð bjartsýni er lofsverð
og nauðsynleg og eykur fólki og
þjóðum trú á sjálf sig og framtíð-
ina. En aldrei sakar þótt einhver
raunsæi sé í framtíðarórunum
og að smáskammti af rökhyggju
sé gefið rúm í vangaveltum um
hvert mannkynið stefnir á þeirri
jarðarkúlu sem því er úthlutað af
almættinu, hvað svo sem menn
kjósa að kalla það og tilbiðja.
í ríkra manna klúbbum hafa
menn sér gjarnan til dundurs að
kaupa skemmtikrafta til að hafa
ofan af fyrir sér í hádegismatn-
um. Því dýrseldari sem svona
brandarakarlar eru á tíma sinn
og visku því meira er að marka
boðskap þeirra. Þetta er marg-
staðfest í fjölda frétta um efnið.
Forríkur alþjóðasvíi var hérna
um daginn og uppfræddi at-
hafnamenn um hvílíkt Ián fylgdi
því að láta peningana sína rúlla
milli landa og heimsálfa og ráð-
lagði svo íslenskum veiðikvóta-
eigendum að fara nú að kaupa
sér kvóta við Skotlandsstrendur
til að færa út athafnasviðið. Urðu
sumir hissa.
Ekki fylgdu fréttunum af fýrir-
lesara þessum að auður Wallen-
berganna fer hraðminnkandi og
að þeir selja hvert fyrirtækið af
öðru til að halda velli í viðskipta-
heiminum.
í bjartsýnisæði frjálshyggjunn-
ar virðist hvergi vikið að því hví-
líkur órói er í öllum peninga- o
verðbréfamarkaði heimsins.
Tímamynd: Pjetur.
síðasta ári fóru ekki færri en 200
bandarískir bankar á hausinn.
Sparisjóðahneykslið í guðseigin-
landi bólgnar út með hverjum
degi og ábyrgðirnar sem falla á
ríkissjóð eru farnar að ska£a upp
í skuldir þriðja heimsins. I Japan
hafa hlutabréf fallið í verði um
40 af hundraði á einu ári. Austur
þar botna menn ekkert í ástand-
inu vegna þess að það eru ekki
nema öldungar sem muna annað
en síhækkandi verð á hlutabréf-
um og öðrum verðpappírum.
Þá eru Japanir farnir að halda
að sér höndum í fjárfestingum í
Norður-Ameríku þrátt fyrir að
dollarinn hríðlækkar og söluerf-
iðleikar á fasteignum valda verð-
hruni. Offjárfestingar í atvinnu-
og skrifstofuhúsnæði eru slíkar
að fjórðungur slíkra eigna stend-
ur auður og safnar skuldum í
stað þess að gefa arð. Sama þró-
un er sjáanleg hvað varðar íbúð-
arhúsnæði.
Kannast nokkur á Fróni við
svona ástand?
Offjárfestingar, samdráttur og
verðhrun á eignum, bréfum og
gjaldmiðli eru sjaldnast til um-
ræðu þegar postular og framtíð-
arspámenn markaðshyggjunnar
láta ljós sín skína. Hagvöxtur og
sístækkandi markaðir fýrir vöru,
þjónustu og pappíra eru fyrirheit
þeirra guðspjalla.
Erfitt að spá
Hér er ekki verið að draga úr
mikilvægi frjáls markaðskerfis
eða samningum og viðskiptaleg-
um samskiptum þjóða á milli.
Heldur aðeins að vara við því að
horft sé til framtíðar með þá
glýju í augum að markaðshyggja
sé allra meina bót og að hún
muni ein og sér koma á einhverri
útópíu alheimsskipulags í ein-
hverri þeirri mynd sem róttækir
sósíalistar létu sig dreyma um á
meðan þeirra var ennþá framtíð-
in.
Það er erfitt að spá, einkanlega
um framtíðina, sagði fyndinn
Dani hér um árið. Enda mun
auðvaldið aldrei hafa boðið
Storm P að halda fyrirlestra í sín-
um frúkostum. í dag er jafnvel
enn erfiðara en nokkru sinni áð-
ur að rýna í hvað framtíðin ber í
skauti sér en nokkru sinni áður.
Vissulega gefa framfarir og
tækniþekking fýrirheit um nota-
legan lífsstíl ef vel er með farið.
En það er einnig ótal margt sem
bendir til að mannfólkið lendi á
villigötum og það er langt frá því
að tekist hafi að bægja fornum
plágum frá og mikill hluti mann-
kynsins býr við skort, fáfræði,
sjúkdóma og allsleysi og sér
hvergi fyrir endann á því böli
öllu, hvað þá að fundin hafi verið
einhver patentlausn til að koma á
allsherjarskipulagi um sambýlis-
háttu þjóða og kynþátta.
Fáfróð umræða
Framvinda mála er hröð nú til
dags, hugmyndakerfi hrynja og
viðskiptahættir breytast frá degi
til dags. íslendingar eru mitt í
þeirri hringiðu allri og halda að
þeir eigi bæði kost og völ.
Þátttaka í hinu nýja Evrópu-
bandalagi er til umræðu og
skilja fæstir upp né niður í því
tali öllu og um hvað málin snú-
ast. Enda hefur lítið verið gert
til að uppfræða þjóðina um þau
mál og um hvað þau snúast yfir-
leitt. Enda ekki nema von þar
sem enginn veit í rauninni hver
verður framvindan í Evrópu
næstu mánuði eða árin. Ekki er
heldur vitað hvaða skilmálar
bjóðast, til að mynda hvað varð-
ar eignarhald á auðlindum og
landi og hvort þjóðerni er eitt-
hvað til að púkka upp á í því
framtíðarríki.
Sumir segja að okkar bíði ekkert
annað en fátækt og basl þar sem
íslendingar muni óhjákvæmilega
dragast aftur úr nágrannaþjóðun-
um ef staðið er utan við þau nýju
bandaríki. Aðrir telja að örlög
þjóðarinnar verði fátækt og basl
jaðarþjóðar f hráefnavinnslu ef
við sameinumst ríkjabandalag-
inu.
Enginn virðist kæra sig um að
vita neitt um hvað verður um aðr-
ar þjóðir sem ekki munu eiga kost
á inngöngu í Evrópubandalag,
hvort þeirra bíður sultur og seyra
eða hvort einhverra framfara er
von utan ríkidæmis framtíðarrík-
isins.
Kannski best að hugsa sem
minnst um olíuþurrð, vatnsskort,
mengun og offjölgun, en vera bara
bjartsýnn og trúa á markaðslög-
málið sem leysa mun allan vanda,
að minnsta kosti þar til maður
stendur frammi fyrir honum. Þá
er líka tími til kominn að vera
raunsær.
Annars er það allra best við bjart-
sýnisfyrirlestrana hve vel er borg-
að fyrir þá.