Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 6
6 jíminn Laggardagur. 1Q. nóvember 1990, Tfmirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrifetofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Undirstaða byggðar Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra kom víða við í ræðu sinni á aðalfundi Landssambands ís- lenskra útvegsmanna í fyrradag. Tíminn mun birta ræðuna í heild í næstu viku. Ráðherrann fjallaði m.a. um mikilvægi sjávarút- vegsgreina fyrir byggðir og byggðaþróun í landinu og tók svo til orða að sjávarútvegurinn væri „traust- asta akkeri byggðar í landinu“: „Hér verður ekki haldið uppi góðum lífskjörum nema með öflugum sjávarútvegi sem rekinn er með hagnaði og er þess megnugur að greiða lífvænleg laun. Ef sjávarútveg- urinn hefur ekki skilyrði til að leita hagkvæmra lausna í rekstri getur hann ekki sinnt þessu veiga- mikla hlutverki. Án slíkra skilyrða getur greinin heldur ekki verið undirstaða byggðar víðast hvar á landinu." Með þessum orðum er sjávarútvegsráðherra að gera grein fyrr því tvenns konar hlutverki sem sjávarút- vegurinn hefur og þeirri tvímerkingu sem felst í orð- inu „byggð“, að fiskveiðar og fiskvinnsla eru undir- stöðugreinar þjóðarbúskaparins í heild, sjálfrar þjóð- artilverunnar og að þessar atvinnugreinar eru um- fram allt meginstofninn í íslensku byggðamynstri, þ.e.a.s. að landshlutum öllum sé haldið í byggð. Þess vegna tók ráðherra svo til orða: „Breytingar og hagræðing geta einnig haft í för með sér að breyting verði á byggðinni vegna þess að sum kauptún og kaupstaðir hafi meiri möguleika til að efla atvinnu- starfsemi sína en aðrir. Þannig hefur það alltaf verið og aldrei hefur verið hægt að tryggja fyrirfram vöxt og viðgang atvinnulífsins í hverju einstöku byggðar- lagi. Þar veldur hver á heldur nú sem fyrr.“ Halldór Ásgrímsson sagði því að það væri eðlilegt að ýmsir hefðu áhyggjur af byggðaþróun framtíðar og í þeirri umræðu heyrðist oft að framseljanlegar veiði- heimildir leiði til þess að þær safnist á fárra hendur. Hins vegar sagði ráðherrann að ekki væri hægt að ná því markmiði að fækka fiskiskipum án þess að hafa sem mest frelsi til að sameina veiðiheimildir. í þessu sambandi vék Halldór að Hagræðingarsjóði sjávarútvegsins sem m.a. gegndi því hlutverki að koma til aðstoðar byggðarlögum sem höllum fæti standa. Eins og reglum um sjóðinn er háttað er hægt að bjóða sveitarfélagi, sem illa stendur á fyrir, for- kaupsrétt að tilteknum veiðiheimildum til eins árs í senn. Starfsemi Hagræðingarsjóðs veitir því möguleika til þess að leysa brýnan atvinnuvanda í sveitarfélögum án þess að það sé gert með einhliða fjölgun fiski- skipa, sem stríddi gegn því meginmarkmiði fiskveiði- stjórnar að minnka fiskveiðiflotann. Ráðherrann sagði að hér væri um viðkvæm úrlausnarefni að ræða sem fjalla yrði um á málefnalegan hátt. Hins vegar vildi hann undirstrika að lögin um stjórn fisk- veiða væru til styrktar byggðinni í landinu. Þau skapa grundvöll fyrir betri afkomu í sjávarútvegi sem er aðalatriði málsins, sagði Halldór Asgrímsson. StáKSTEINAR Morgunblaðs- ins kynntu lítillega í vikunni einn af postulum frjálshyggjunnar og trúarinnar á réttlæti markaðslög- málsins, Bandaríkjamanninn John Naisbitt. Hann er höfundur bókarinnar Megatrends sem aug- lýst var upp sem spádómsbók framtíðarskipunar heimsins og nú er komið annað testamenti og nefnist Megatrends 2000 og á að útskýra meginstrauma í fram- vindu heimsmála til aldamóta. Naisbitt er mikill bjartsýnismað- ur og gefur þá skýringu á góðri sölu bóka sinna að „fólk viti fyrir- fram hvað í þeim stendur." Við lestur þeirra gefst fólki kostur á að sannfærast um bjarta framtíð og neyslufreka og óskhyggjan fær byr undir báða vængi. Postulinn fær 2,5 milljónir króna fyrir að flytja fyrirlestur enda er bjartsýnin helsta við- skiptaleyndarmál hans, og hún er í háu verði nú til dags. Samkvæmt tiltíningi Morgun- blaðsins um spámanninn blasir nú við alheimsefnahagsheild sem á eftir að nýtast öllum til hagvaxt- ar. Evrópubandalagið og efna- hagsheild þess er aðeins áfangi á leið til alheimsmarkaðar. Banda- lagið verður ekki evrópskt virki sem standa muni andspænis öðr- um heimshlutum, heldur muni það dragast saman, en vaxtar- broddur hagvaxtar framtíðarinnar er í Asíu, þar sem neytendum fjölgar um 80 milljónir fram til aldamóta. Það eru aðeins svartsýnir og vondir blaðamenn sem vilja segja slæmar fréttir sem ekki vilja sjá hve glæsta framtíð markaðsöflin bjóða upp á. Takmarkalaus hagvöxtur Ekki þarf mikla skarpskyggni til að sjá að hinn mikli spámaður markaðshyggjunnar og óendan- legs hagvaxtar á sér forvera sem sáu fyrir sér alheimsskipulag og lögðu söguþekkingu sína og sam- tíð til grundvallar framtíðarórun- um. Marx og Lenin vissu harla vel að mannkynið stefndi að því að lúta skipulagi alheimsstjórnar og að söguleg nauðsyn byði upp á allsherjarlausn allra vandamála. Endaníegt markmið marx-lenin- ismans var alræði öreiganna og því góða skipulagi átti ekkert að geta haggað. Alþjóðahyggja verkalýðsins var það sterka virki sem halda átti öllum voða í skefj- um. Margar fleiri forsagnir um framtíð og allherjarskipulag hafa orðið til og vakið mismikla hrifn- ingu og hafa ekki náð nema tak- mörkuðu fjöldafýlgi. En það undarlega við frjáls- hyggju og marx-leninismann er hve lík hugmyndafræði kenninga- smiðanna er. Hagvöxtur og óend- anleg náttúrugæði eru lögð til grundvallar alheimshyggjunni og hinn alfrjálsi markaður frjáls- hyggjunnar er furðu líkur þeirri forsögn marxismans, að þegar kommúnisma er náð leggur hver fram hæfileika eftir getu og vilja og tekur sér lífsins gæði eftir þörf- um. Þeir sem aðhyllast kristindóm þekkja þessa forspá paradísarvist- ar mæta vel. Það er þegar ljónið og lambið leika saman og friðsæld og öryggi hvílir yfir allsnægtinni. Það er engin furða þótt fólk viti fyrirfram hvað stendur í spádóms- bókum frjálshyggjunnar. Óhófleg bjartsýni Þegar litið er á þróunina í heim- inum geta menn ekki komist hjá því að vera bjartsýnir, hefur Morg- unblaðið eftir Naisbitt, og nefnir hann breytingarnar í kommún- istaríkjunum í átt til lýðræðis- legra stjórnarhátta. Vel má taka undir það með bjart- sýnismanninum, en hin þrautin er þyngri, að sýna fram á að virkt markaðskerfi verði tekið upp í þeim heimshlutum næstu áratug- ina. Þvert ofan í lagasetningar og varajátningar sjálfsánægðra Bandaríkjamanna um að allir séu eins og að þjóðerni og sérkenni kynþátta séu ekki til, eru Sovét- ríkin og önnur fyrrverandi kommúnistaríki að gliðna vegna þess að þar eru uppi aðrar skoðan- ir á þeim málum, en lögbundnar eru í bandarískum stofnunum og fjölmiðlum. Það er því ekki víst að heimssýn þjóðernishópa og ólíkra menn- ingarheilda innan Sovétríkjanna eða annars staðar miðist við þarfir frjálsa markaðarins eða að mark- aðshyggjan verði þjóðernisvitund yfirsterkari þegar oki kommún- ismans léttir af þjóðunum. Ástandið bendir síst til þess að einhver alheimsskipan sé að kom- ast á í verslun og viðskiptum og rambar mestallur annar heimur- inn, sem kallaður var, á barmi borgarastyrjalda og sér enginn fyrir endann á hvers konar ríki eða stjórnskipulag á eftir að þró- ast þar eftir að alræði kommún- ismans verður að víkja fyrir nýj- um tíma og nýrri, eða eldgamaíli, hugsun. Vel má vera að fólk aust- ur þar sjái öðruvísi fagra framtíð- arveröld yfír sér en þeir sem lifa við auðhyggju neyslusamfélaga Veturlanda. Ofíjölgun og skortur Aulabjartsýni spámanns mark- aðsaflanna kemur m.a. fram í þeirri staðhæfingu að efnahags- legur styrkur Asíu muni aukast vegna þess að neytendum fjölgi um 80 milljónir fram til alda- móta. Þessi tala er vanreiknuð. En það er sama hvort þar er of eða van. Offjölgunin í Asíu eykur aðeins vandræðin þar, eins og annars staðar í heiminum þar sem íbúafjölgunin er langtum meiri en náttúrugæði og mat- vælaframleiðsla þolir. Að finna það út að offjölgunin í þriðja heiminum auki hagvöxt vegna þess að neytendum fjölgar er fáránleiki sem jafnvel áköfustu markaðssinnar hafa ekki látið sér detta í hug að halda fram til þessa. Offjölgunin leiðir til fátæktar og eykur á skort og viðheldur hon- um. Það er sama hve öreigum fjölgar, þeir auka aldrei markaðs- hlutdeild. Spámenn hagkerfanna Kenningasmiðir og áhangendur spámanna hagkerfanna eru dug- legir að skilja flesta hluti þeim Byggt yfir bjartsýnina. skilningi sem þeir kæra sig um. Sanntrúaðir kommúnistar héldu allt fram undir perestrojku, að al- heimsskipan dýrðarríkisins væri í nánd. Þeir sem trúa á markaðsöfl- in í blindni sjá fyrir sér hrun landamæra, tollmúra, þjóðernis- kenndar og fátæktar. Ljúf og nota- leg alheimsskipan markaðarins sér fyrir allherjarharmóní mann- kyns og náttúru þar sem séð verð- ur fyrir allra þörfum. Ef maður tekur ekki undir bjart- sýni spámanna markaðshyggju og hagvaxtar kalla þeir það bölsýni og svartagallsraus og verður að una því. En óneitanlega væri fróðlegt að fá nánari vitneskju um einstaka þætti framtíðardýrðarinnar. Hvernig munu til dæmis olíuvið- skipti í heiminum æxlast næstu árin? Hvert verður framboðið, dreifingin, verðið og hverjir munu ráða viðskiptunum? Hverj- ir framleiða, hverjir selja, hverjir hafa efni á að kaupa? Hvernig mun markaðurinn bregðast við þegar séð verður fram á þrot olíu- birgða heimsins og takmarkað framboð mun valda verðhækkun- um og þurfa mun mikil auraráð til að kaupa hinn dýrmæta orku- gjafa? Bjartsýnin segir að áður en til þess kemur muni vísindin vera búin að finna upp nýja og betri orku og trúi hver sem vill. Framfaragleði og takmörk vaxtar Ferskvatnsbúskapur jarðarinnar i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.