Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 15
! iVíVí' vWnwdrt Oi Laugardagur 10. nóvember 1990 IÞROTTIR í upphafi keppnistfmabilsins f NBA-deildinni: „EKKI RAÐINN TIL ÞESS AÐ SPILA GÖNGUBOLTA“ -segir Paul Westhead, þjálfari Denver Nuggets Lið Loyola Marimount háskólans í Kalifomíu hefur verið stigahæst allra háskóialiða í Bandaríkjunum undanfarin þtjú ár. Ástæðan er sú að þjálfari Iiðsins, Paul Westhead, hefur lagt áherslu á að sóknarleik- urinn taki ekki nema lágmarkstíma hveiju sinni og helst ekki lengri tíma en 5-10 sekúndur. Þessa sömu leikaðferð hefur Westhead lagt fyrir í Denver, þar sem hann mun í vetur þjálfa Nuggets-liðið. Westhead er ekki með öllu ókunn- íþróttir helgarinnar: Snæfell á heimavelli í dag kl. 13.00 verður vígt nýtt íþróttahús í Stykkishólmi. Af þeim sökum hefur leik Snæfells og Vals í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik verið flýtt, en leikurinn hefst vestra í dag kl. 17.00. Á morgun leika í úrvalsdeildinni Þór og Njarðvík á Akureyri, KR og Keflavík í Laugardalshöll, Tindastóll og Haukar á Sauðár- króki og ÍR og Grindavík í Selja- skóla. í dag er einn leikur á dagskrá í 1. deild karla í handknattleik, Grótta og Fram leika á Seltjarn- arnesi kl. 16.30. BL Knattspyrna-Evrópukeppni: ítölsku liðin mætast ekki í gær var dregið til þriðju um- ferðar í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, UEFA-keppninni. Fjögur ítölsk lið eru meðal þeirra 16 liða sem enn eru eftir og þau drógust ekki saman þegar dregið var í Ziirich í gær. Þessi lið dróg- ust saman: Bröndby Danmörku-Bayer Le- verkusen Þýskalandi Inter Milan Ítalíu-Partizan Belgrade Júgóslavíu AS Roma Ítalíu-Bordeaux Frakk- landi Vitesse Arnhem Hollandi-Sport- ing Lissabon Portúgal Admira Wacker Austurríki- Bologna Ítalíu Anderlecht Belgíu-Borussia Dortmund Þýskalandi Köln Þýskalandi-Atalanta Ítalíu Torpedo Moskva Sovétríkjunum- Monaco Frakklandi Leikirnir fara fram 28. nóvem- ber og 12. desember. Dregið verður í keppni meist- araliða og bikarhafa í Zúrich 18. desember, en ekki 14. des. eins og til stóð. BL Körfuknattleikur-NBA: Utah vann Spurs San Antonio Spurs tapaði sínum fyrsta leik á keppnistímabilinu í NBA-deildinni í fyrrinótt, gegn Utah Jazz, en úrslit leikjanna urðu þessi: New Jersey Nets-Miami Heat 114-103 N.Y.Knicks-Washington B. 114- 103 Houston Rockets-Orlando Mag. 103-99 Milwaukee Bucks-Philadelp- hial41-lll Utah Jazz-San Antonio Spurs 103-94 BL ugur í NBA-deiIdinni, því hann þjálfaði lið Los Angeles Lakers áður en Pat Riley tók við liðinu og undir hans stjórn vann Lakers meistaratit- ilinn 1980. Þá hélt hann um stjórn- völinn hjá Chicago Bulls 1983-1984. „Ég er „fljótasti" þjálfarinn," segir Westhead og á auðvitað við þá leik- aðferð sem hann boðar. „Ég tek á mig alla þá gagnrýni sem fram kann að koma vegna leikaðferðar liðsins. Svona vil ég hafa þetta. Þeir sem réðu mig vita að hverju þeir gengu. Ég var ekki ráðinn til þess að spila göngubolta. Öll liðin í deildinni eru að gera nokkurn veginn sömu hlut- ina, allir eru að spila samapókerinn, en ég ætla að spila 21. Ég ætla að reyna að breyta leiknum svolítið," segir Westhead. I fjórum fyrstu leikjum sínum í deildinni hefur Denver-liðið skorað að meðaltali 139 stig í leik, en því miður tapað öllum leikjunum. Hátt stigaskor er reyndar engin ný bóla í Denver, undanfarin ár hefur aðall liðsins verið hraður sóknarleikur og mikið stigaskor, en minna hefur far- ið fyrir varnarleiknum. Tveir gamlir á nýjum slóðum Tveir gamalkunnir kappar og mikl- ir stigaskorarar, þeir Alex English og Raggie Theus, munu í vetur skora fyrir ný lið. English, sem undanfarin 10 ár hefur leikið með Denver Nug- gets, fékk frjálsa sölu frá félaginu í ágúst og gerði samning við Dalias Mavericks. English hefur á ferli sín- um skorað 24.850 stig og er annar stigahæsti leikmaðurinn sem enn er að í deildinni. Moses Malone er í efsta sætinu, þó aðeins 18 stigum á undan English. Ekki er ólíklegt að fljótlega hafi þeir sætaskipti. English, sem 8 sinnum hefur verið valinn á stjörnuliðið, segir að það hafi ekki verið átakalaust að færa sig um set eftir svo langan tíma í Den- ver. Það hafi hjálpað til að fyrrum fé- lagi hans frá Denver, Fat Lever, hafi eining haldið til Dallas, ásamt Rodn- ey McCrey frá Sacramento. „Ég mun sakna Denver, þar hef ég eytt 10 árum ævi minnar, sem er Iangur tími, en ég hef notið þessara ára. En ég er líka mjög spenntur að byrja á nýjum stað. Fat lék með mér í Denver og hann er góður vinur minn. Ég ber mikla virðingu fyrir McCrey, eftir að hafa leikið gegn honum undanfarin ár. Rolando Blackman er einnig góður vinur minn og fóstbróðir. Það eru margir leikmenn í hópnum sem mér líst mjög vel á. Ég held að þessi hópur sé efni í meistara.” Reggie Theus er kominn til fjórða liðsins á jafnmörgum árum, en hann var seldur frá Orlando Magic til New Jersey Nets í júní sl. „Eftir að ég hugsaði málið komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta sé stórt tæki- færi fyrir mig. Körfubolti er skemmtun og nú mun ég leika á stærsta sviði Ameríku og það hef ég ekki gert áður,“ segir Theus um flutninginn til New Jersey. Hann er 8. stigahæsti leikmaður NBA-deild- arinnar frá upphafi, af þeim leik- mönnum sem enn eru að, með 17.505 stig. BL Forval Vegagerð ríkisins efnir hér með til forvals á verktökum vegna byggingar jarðganga í Breiða- dals- og Botnsheiði. í verkinu er innifalin gerð jaröganga og frá- gangur þeirra, uppsteypa forskála við gangamunna og lagning vega með bundnu slitlagi. Áætlaðar helstu stærðir í verkinu eru: Jarðgöng: lengd 8,7 km þversnið 29 og 47 m2 Forskálar: lengd 450 m breidd 7,5 m Vegir utan ganga: lengd 9 km Miðað er við að útboðsgögn verði afhent ( janúar/febrúar 1991, að verkið geti hafist sumarið 1991 og því verði lokið fyrir árslok 1995. Forvalsgögn (á íslensku og ensku) verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5, 105 Reykjavík og Dagverðardal, 400 (sa- firði, frá og með þriðjudeginum 13. nóvem- ber 1990. Útfylltum og undirrituðum forvals- gögnum skal skila á sömu stöðum eigi síð- aren þriöjudaginn 18. desember 1990. Vegamálastjóri Látum fara vel um barnið, og aukum öryggi þess um leið! mIumferðar Uráð Bygging hjúkrunarheimilis Magnús L. Sveinsson Séra Sigurður H. Guðmundsson Elín Elíasdóttir Féiagsfundur: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund að Hótel Sögu, Súlna- sal, sunnudaginn 11. nóvember n.k. kl. 15:00. Fundarefni: 1. Kynnt skipulagsskrá fyrir umönnunar- og hjúkrunarheimilið Eir. 2. Tekin ákvörðun um þátttöku Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur í byggingu hjúkrunarheimilis. Framsögumenn: Magnús L. Sveinsson, formaður V.R. Séra Sigurður H. Guðmundsson, for- maður stjórnar Skjóls. Fundarstjóri: Elín Elíasdóttir, varaformaður V.R. Félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í ákvörðunartöku um þetta þýðingarmikla mál. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Lektorsstaða í kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla (slands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um- sækjenda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 10. desember nk. Menntamálaráðuneytið, 8. nóvember 1990. HÚSEIGN Á TÁLKNAFIRÐI Kauptilboð óskast í vélaverkstæðishús við Strandveg á Tálkna- firði, samtals 428 m3 að stærð. Brunabótamat er kr. 3.201.000.- Húsið verður til sýnis I samráði við Stefán Skarphéðinsson sýslumann, Patreksfirði (sími: 94-1187). Tilboðseyðublöð eru af- hent á staðnum og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Skrifleg tilboð óskast send skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavik, fyrir kl. 11:00 þann 21. nóvember 1990. INNKAUPASTOFNUN RlKISINS BORGARTÚNI 7 . REYKJAVÍK C, --------------------------N Útboð Ólafsvíkurvegur um Mýrar 1990 Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum I of- angreint verk. Lengd kafla 7,4 km, fyllingar 60.000 m3, skeringar 8.000 m3, burðarlag 43.000 m3 og klæðingar 45.000 fermetrar. Verki skal lokið 15. ágúst 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rík- isins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 13. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 26. nóvember 1990. Vegamálastjórí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.