Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn
, Laugardagur 10. nóvember 1990
Vélsmiðja Kaupfélags Rangæinga
hefur framleitt nýtt tæki til að gefa
á garðann úr rúlluböggum:
Helmingi
ódýrara en
innflutt
Vélsmiöja Kaupfélags Rangæinga hefur hafið fram-
ieiðslu á tæki sem auðveldar mjög heygjöf úr rúllubögg-
um. Við hönnun tækisins hefur verið Íeitast við að hafa
það sem einfaldast að allri gerð og jafnframt ódýrt. Það
kostar röskar hundrað þúsund krónur fyrir utan virðis-
aukaskatt. Sambærilegt innflutt tæki kostar meira en
helmingi meira.
Rúllutækni hefur á síðustu árum
orðið æ ’algengari heyverkunarað-
ferð. Hún þykir hafa marga góða
kosti. Hægt er að bjarga miklu
magni af heyi jafnvel þó að þurrkur
sé ótraustur og hey geymist mjög
vel í rúllum ef ekki kemst loft að
því. En þessi nýja heyverkunarað-
ferð hefur sína ókosti. Hún er nokk-
uð kostnaðarsöm og henni fylgir
óþrifnaður af plasti. Aðalókostur
hennar er þó sá að erfitt er að gefa
úr rúllunum. í mörgum tilfellum er
erfitt að koma við tækni við heygjöf
og sú tækni sem verið hefur á
markaðinum er dýr.
Tæki það, sem Vélsmiðja Kaupfé-
lags Rangæinga framleiðir, er vök-
vaknúið og tengist moksturstækj-
um eða þrítengi dráttarvéla. Með
tækinu eru rúllur sóttar og fluttar á
þann stað þar sem gefa á heyið. Þar
greiðir tækið heyið niður, t.d. í vagn
eða í múga á fóðurgangi eða annar-
staðar, þar sem gripir ná til þess.
Við hönnun þessa tækis var sér-
staklega haft í huga að það kæmi að
sem bestum og víðtækustum not-
um fyrir bændur, en kostaði ekki
allt of mikla peninga. Auk þess sem
að nota tækið við að gefa úr rúllum
er hægt að fá fylgihluti með tækinu
sem breyta því í öflugan staurabor,
steypihrærivél eða tæki til að rúlla
upp gaddavír.
Magnús Halldórsson verkstjóri hjá
Vélsmiðju Kaupfélags Rangæinga
sagði að bændur hefðu sýnt þessu
nýja tæki mikinn áhuga. Hann
sagði þörfina fyrir tækni af þessu
tagi vera mikla því rúllutæknin
væri orðin mjög almenn. í sumar
hefðu t.d. margir bændur tekið
þessa tækni í sína þjónustu í fyrsta
sinn. Magnús sagði þessa bændur
vera að leita að hentugri aðferð við
að gefa úr rúlluböggunum. Að nota
einungis handafl við að gefa úr
rúlluböggum er illmögulegt til
lengdar. Slík vinna er afar erfið og
slítandi.
-EÓ
Hið nýja tæki vélsmiðju Kaupfélags Rangæinga er tengt við venjulega dráttarvél. Það er sérstaklega hannað
til þess að leysa rúllubundið hey. Auk þess fást við það fylgihlutir eins og staurabor og steypuhrærivél.
Mynd: Ottó Eyflörð.
„GARÐAKRINGLA“
OPNUÐ í MJÓDD
Á fundi Borgarráðs s.I. þriðjudag
var samþykkt fyrirheit um lóðarveit-
ingu suður í Mjódd fyrir byggingu
Garðamiðstöðvar. Lóðin mun vera
um 5700 fermetrar að stærð og ætl-
unin að byggja þarna miðstöð fyrir
allt sem tengist garðyrkju og útliti
húsa og lóða.
Umsækjandi er Garðás h.f. sem er í
eign Róberts Róbertssonar og Guð-
mundar Birgissonar skrúðgarð-
yrkjumanna. Að sögn Róberts er
hugmyndin sú að byggja nokkurs-
konar „garðyrkjukringlu" þar sem
fagfólk í t.d. hús- og landslagsarki-
tektúr og garðyrkju verður til stað-
ar. „Þannig að fólk, sem er búið að fá
úthlutað lóð, getur komið þarna og
látið teikna húsið sitt, látið útvega
sér efni og annað í lóðina og keypt
allar plöntur.“ Þarna verða til söíu
verkfæri, tré, blóm og annað sem
kemur við garðyrkju, ásamt öllu efni
sem þarf í lóðina. Þarna munu vera
skipulagðir landslagsgarðar, svokall-
aðir þemagarðar. Mun þetta verða
tengt skrúðgarði, sem ætlunin er að
hafa á þessu svæði, þarna mun verða
kaffihús og útisvæði þar sem jafnvel
væri hægt að halda tónleika t.d. á
17. júní og jólatrésaia um jólahátíð-
ina svo eitthvað sé nefnt, sagði Ró-
bert í samtali við Tímann. —GEÓ
Forsvarsmenn fyrirtækisins Fjör hf.:
Persénulega ábyrg-
ir fyrir skuldunum
Síðastliðinn miðvikudag var kveðinn
upp í sakadómi dómur þar sem for-
svarsmönnum fyrirtækisins Fjör hf.
var gert að greiða söluskatt af hátíð,
sem fyrirtækið stóð að á Melgerðismel-
um í Eyjafirði 1988, en greiddi ekki áð-
ur en það varð gjaldþrota.
Þetta mun vera í fyrst sinn sem for-
svarsmenn gjaldþrota hlutafélags eru
sóttir til saka með þessum hætti. Ef
dómnum verður vísað til hæstaréttar
og hann staðfestur þar má búast við að
hann gefi ákveðið fordæmi og forsvars-
menn fleiri gjaldþrota hlutafélaga verði
sóttir til saka. Félagamir þrfr sem
dæmdir voru í sakadómi var gert að
greiða söluskatt að upphæð 2.257.620
kr. og 50 þúsund króna sekt hver. Þá
voru þeir dæmdir í þriggja mánaða
varðhald, skilorðsbundið í tvö ár. —SE
18. þing Landsambands slökkviliðsmanna:
LSS VERÐI
STÉTTARFÉLAG
Aðalmálefni 18. þings Landsam-
bands slökkviliðsmanna, sem haldið
var dagana 3. og 4. nóvember s.I.,
var að LSS verði gert að stéttarfélagi
slökkviliðsmanna. Var samþykkt til-
laga þar sem ákveðið var að stjórn
LSS ynni markvist aö því næsta
starfsár að undirbúningi þessa máls.
Formaður LSS var kjörinn Guð-
mundur Vignir Óskarsson slökkvi-
liðsmaður úr Reykjavík.
Einnig var þess krafist að starfs-
heitið öðlaðist löggildingu sem fyrst
og að starfi nefndar á vegum félags-
málaráðuneytisins um réttindi og
skyldur slökkviliðsmanna yrði lokið
sem fyrst.
Önnur niðurstöður þessa þings
voru „að skorað var á sveitastjórnir
landsins, að við gerð fjárhagsáætl-
unar fyrir næsta ár verði auknu fjár-
magni veitt til tækjakaupa slökkvi-
liða. Tekin verði úr notkun allur
ólöglegur hlífðarbúnaður slökkvi-
liðsmanna, enn fremur verði öll
þjálfun og fræðsla slökkviliðsmanna
stóraukin."
—GEÓ
Fréttayfirlit
MOSKVA - James Baker, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
segir að Sovétmenn séu engu
bjartsýnnl en Bandaríkjamenn á
að unnt verði að telja Iraka á að
halda frá Kúvæt með fríði. Hann
sagðist ennfremur sannfærður
um að bandamenn BNA myndu
berjast við hllð bandarískra
herja ef til átaka kæm! við
Persaflóa.
BAGDAÐ - frakar neita því að
hafa flutt Inn lyf til að gera úr
þeim efnavopn. Saddam Hus-
sein segir að öllum hemaðarað-
gerðum á hendur irökum verði
svarað af fullri hörku.
NIKOSÍA - franir segjast óttast
að stríð brjótist út við Persaflóa
og krefjast þess að frakar hverfi
skilyrðislaustfrá Kúvæt
BONN - Mikhafl Gorbatsjov
sovétleiðtogi kom til Bonn í gær f
sína fyrstu heimsókn tll samein-
aðs Þýskalands.
BEIJING - Kínverjar segja það
vera tilhæfulausan orðróm að
hinn 86 ára gamli leiðtogi þeirra,
Deng Xiaoping, sem ekki hefúr
sést opinberiega í marga mán-
uði, hafi verið fluttur á sjúkrahús.
JERÚSALEM - fsraelski her-
inn hefur gert árásir langt inn í
Suður- Líbanon á bækistöðvar
Hizbollah hreyfingarinnar, að
sögn ísraelskra heryfirvalda.
Heimildir í Beirút segja að líb-
anski herinn muni leita hemaðar-
aðstoðar frá Sýriendingum, ef
nauðsyn krefur, þegar ráðist
verður inn á hertekin svæði í
Beirút til að freista þess að binda
enda á borgarastyrjöldina.
WASHINGTON -Súákvörð-
un Bandaríkjamanna aö senda
100.000 hermenn til viðbótar á
vettvang við Persaflóa hefur
breytt þvf sem álitið var vamariið
f her reiðubúinn til árásar á fraka.
DYFLINNI - Vinstri sinnaði
lögfræðingurinn Mary Robinson,
sem allar Ifkur benda til að verði
næsti forseti friands, segist vera
f sjöunda himnL
SOFIA - Ári eftír að stalínistan-
um Todor Zhivkiv var steypt af
stóli standa sósíaliskir leiðtogar
Búlgaríu frammi fyrir sífellt há-
værarí kröfum um að þeir segi af
sér.