Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 10. nóvember 1990 Tíminn 21 A Lóðaúthlutun Kópavogskaupstaður auglýsir lóðir í „Digranes- hlíðum“ (þ.e. sunnan Digranesvegar og austan Bröttubrekku) til úthlutunar. Um er að ræða 42 einbýlishúsalóðir, 14 lóðir fyrir parhús, 4 rað- húsalóðir og 40 íbúðir í sambyggðum tvíbýlishúsum. Gert er ráð fyrir að hefja megi byggingarframkvæmdir í ágúst 1991. Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingarskilmálar svo og umsóknareyðublöð liggja frammi á tæknideild Kópavogskaup- staöar að Fannborg 2, 3. hæð, frá þriðjud. 13. nóv. nk. kl. 9:00- 15:00. Umsóknum skal skila á sama stað. Umsóknarfrestur er til 27. nóv. 1990. Bæjarstjórinn í Kópavogi ■ I | RÚLLUBINDIVÉLIN I : í þrem stærðum _ Algengasta stærðin 1,2 x 1,2 MEÐ: # 33ja kefla baggahólfi ■ • Aukamötun inná baggahólf • Sparkara • Sópvinduhjóli • Garnbindikerfi • Öflugu drifskafti • Þéttleikavísi • 10,75 x 15 hjólum Kostar nú kr. 590.000 + VSK Rúllupökkunarvélin frá sömu framleiðendum - alsjálfvirk með baggalyftu af og á - kostar kr. 430.000 + VSK Verð október 1990 OLIMPIC D. !& HF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk Sonny og Cher gerðu það gott í byijun áttunda áratugarins. Sonny Bono, fyrrverandi eigin- maður Cher, hefur nú í hyggju að skrifa bók um líf sitt með stjörn- unni. Cher hefur látið ýmislegt fjúka um Sonny um dagana og hann hefur tekið því með þegj- andi þögninni þar til nú að hann ákveður að skýra frá sinni hlið á málinu. Sonny rekur nú veitinga- hús og er borgarstjóri í Palm Springs. Þaer eru ekki beint fallegar lýs- ingarnar sem hann gefur á fyrrum eiginkonu sinni. Hún á að hafa verið alger freðýsa í rúminu, sauðheimsk og ástæða skilnaðar þeirra viðhald hennar við einn vin þeirra hjóna. Sem dæmi um gáfnafar Cher segir hann að hún hafi haldið að tunglið væri bakhliðin á sólinni og að andlitsmyndirnar af forset- um Bandaríkjanna á Mount Rush- more væru náttúruundur. Vatn og vindur hefðu sorfið bergið í þessa mynd fyrir einhverja undursam- lega tilviljun. Af skilnaði þeirra hjóna, sem Cher hefur löngum hermt upp á illmennsku Sonny, er nú komin alveg ný útgáfa. Cher á að hafa haldið við einn aðilja hljómsveitar þeirra hjóna og endaði með því að sparka Sonny fyrir þann mann. Skilnaðurinn sjálfur var hið versta mál, því Cher mun hafa sagt dóttur þeirra, Chastity, að lögreglunni yrði sigað á föður hennar ef hann léti sjá sig nærri heimili þeirra. Cher, sem hefur komið sér upp ímynd sem gáfað, hæfileikaríkt og ástríðufullt kyntákn, er hoppandi ill yfir þessum skrifum Sonny Cher óttast að kyntáknsímyndln fari fýrir Iftið þegar bók Sonnys kem- urá markaðinn. Bono tuttugu árum eftir skilnað þeirra. Hún sagði í viðtali nýlega að hún talaði ekki við hann nema brýna nauðsyn bæri til og að ekki væri söknuðinum fyrir að fara. Sonny Bono hefur ákveðið að svara fýrir sig eftir 20 ára lastmælgi Cher. Austur-Landeyingar Búnaöarfélag Austur-Landeyja er 100 ára um þessar mundir. Þess verður minnst með kaffisam- sæti í Félagsheimilinu Gunnarshólma föstudaginn 16. nóv. kl. 20.30. Allir sveitungar, núverandi og burtfluttir, eru velkomnir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 12. nóvember í síma 98-78524 og 98-78720.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.