Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 16
Tíniinn
LAUGARDAGUR10. NÓVEMBER1990
Skotveiðifélög í Skagfirði og Eyjafirði deila um skotveiðirétt á Silfrastaðaafrétti:
Sleppur rjúpan meðan skot-
menn þrefa um lagakróka?
Deila er rísin upp á milli tveggja skotveiðifélaga á Norðurlandi
og snýst deilan um veiðirétt á Öxnadalsheiði. Skotveiðifélag í
Skagafírði hefur leigt veiðiréttin þar af Akrahreppi, en á það vilja
skotveiðimenn í Eyjafirði ekki fallast. Vísa þeir m.a. til laga um
ftjálsan aðgang að afrétti og segjast ætla að halda þar áfram
veiðum hvað sem tautar og raular.
Á miðvikudaginn s.l. var undir-
ritaður samningur á milli Akra-
hrepps í Skagafirði og skotveiðifé-
lags í hreppnum um leigu á rétti
til rjúpnaveiða á Silfrastaðaafrétti.
Gildir samningurinn til tveggja
ára. í félaginu eru á bilinu 10 og
20 manns. Árni Gunnarsson, sem
situr í stjórn Skotveiðifélags Akra-
hrepps, sagði í samtali við Tím-
ann, að til sé kaupsamningurinn
frá árinu 1898 sem sanni eign
hreppsins á því landsvæði er deil-
an snýst um. Það eru jarðirnar
Hálfdánartungur og Krókárgerði.
„Við lítum svo á, að ekki fari á
milli mála að við erum ekki að tala
um almenning, heldur eignarland
og þess vegna er hreppurinn í full-
um rétti með að leigja okkur
þetta."
Árni sagði að meiningin væri að
leigja veiðirétt gegn vægu gjaldi.
„Eins og þetta hefur verið undan-
farin ár, hefur ríkt hálfgert vand-
ræðaástand á heiðinni og oftar en
einu sinni hafa heimamenn þurft
frá að hverfa vegna fjölmennis ut-
an að komandi veiðimanna. Ef
frést hefur af t.d. rjúpu á einu
svæði, þá eru komnir þar jafnvel
tugir skjótandi manna, sem þvæl-
ast hver fyrir öðrum. Við erum
fyrst og fremst að koma skipulagi
á veiðarnar með þessu", sagði
Árni. í máli hans kom fram, að
slíkar deilur hafi einnig staðið yfir
í fyrra, og þá var leitað álits Sig-
urðar Líndal lagaprófessors.
„Hann taldi að hreppnum væri
stætt á að ráðstafa veiðunum. En
eflaust verður framvindan sú að
menn munu fjölmenna þarna um
helgina og neita að borga leyfi. Við
munum þá í fyrsta lagi reyna að
tala við þá og skýra frá því að við
séum með þetta svæði á leigu. Ef
þeir neita því og taka engum söns-
um, þá verðum við að kæra þá sem
veiða á svæðinu án þess að hafa til
þess leyfi. Þau mál fara síðan hefð-
bundna leið í dómskerfmu."
Skotveiðifélag Eyjafjarðar er ekki
á sama máli og hyggst ekki gefa
eftir við svo búið. Á fjölmennum
félagsfundi á Akureyri á fimmtu-
dagskvöldið s.l. voru þessi mál til
umræðu. „Við ætlum að halda
áfram okkar veiðiskap á þessum
stað. Ef þeir ætla sér að reyna að
hindra það á einhvem hátt, verða
þeir að gera það löglega. Þeir
hljóta því að kæra og þá verjum
við okkar mál, sem við vinnum ör-
ugglega", sagði Gísli Ólafsson for-
maður Skotveiðifélags Eyjafjarðar
í samtali við Tímann. Gísli vitnar
m.a. í lög um fuglaveiðar og fugla-
friðun máli sínu til stuðnings. Þar
segir að öllum íslenskum ríkis-
borgurum séu fuglaveiðar heimil-
ar í afréttum og almenningum ut-
an landareigna lögbýla, enda geti
enginn sannað eignarrétt sinn til
þeirra. ,Á þessu byggjum við okk-
ar vörn þegar þar að kemur. Mér
skilst að dómar hafi fallið í hlið-
stæðum málum veiðimönnum í
hag.“
Menn mega því búast við ein-
hverju uppistandi á Öxnadalsheiði
næstu daga, þar sem Skagfirðing-
ar og Eyfirðingar gera út um sín
skotveiðimál. Á meðan fær blessuð
rjúpan frið til að kroppa í sig
kjarnmikla fjallagrasafæðu áður
en snjór og kuldi leggst á landið.
Það er þó ekki að vita upp á hverju
gráskjótta uppvakningstryppið í
Hálfdánartungum tekur, þegar
grannarnir gera út um sín mál í
tungunum. Sagan segir nefnilega
að tryppi þetta hafi jafnan gert
gangnamönnum og skepnum
skráveifur þegar skyggja tók, og
ófriðlega var látið. Við skulum þó
vona að svo verði ekki nú, enda
hefur tryppið ekki bært á sér um
langan tíma.
-hs.
Á myndlnni sést það svæðl sem Eyflrðlngar og Skagfirðlngar deila
um veiðirótUn á.
Viðbrögð menntamálaráðuneytisins við skólagjöldum grunnskólanemenda:
RÍKIÐ OG SVEITAR-
FELOG SKULU BORGA
Menntamálaráðuneytið hefur sent frá
sér greinagerð um kaup á námsgögn-
um og efnisgjald í grunnskólum og var
hún kynnt á blaðamannafundi í gær.
Niðurstöður greinagerðarinnar eru í
meginatriðum samhijóma áliti um-
boðsmanns Alþingis. En hún er einnig
byggð á umsögnum ýmissa aðila svo
sem Námsgagnastofnunnar, Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, ríkislög-
manns og Ammundar Backman hri.
Svavar Gestsson menntamálaráðherra
kynnti einnig þessa niðurstöðu ráðu-
neytisins á Alþingi í gær.
Niðurstaða umboðsmanns Alþingis
var þríþætt í fyrsta lagi að ríkið skuli
leggja nemendum í skyldunámi til
ókeypis námsgögn og að ríkið fúllnægi
þessu skyldum sínum með framlagi til
Námsgagnastofnunnar. í öðru lagi að
ekki sé heimilt að taka svokallað efnis-
gjald af nemendum og í þriðja lagi að
ráðuneytinu hafi borið að sjá um við-
urkenningu á þeim námsgögnum sem
notuð eru í skyldunámi sem og skv.
fyrri lögum sem nú eru fallin úr gildi.
Afstaða og tillögur menntamálaráðu-
neytisins eru þær að Námsgagnastofn-
un eigi að láta nemendum í skyldu-
námi ókeypis námsgögn í té, nema þau
námsgögn sem eru til verklegrar
kennslu sem sveitarfélög greiða. Sveit-
arfélög greiða einnig pappír og ritföng
sem notuð eru í sameiginlegri stafsemi
skólans og eru í hans vörslu. Ráðu-
neytið gerir þá tillögu að sett verði í
grunnskólalög skýrt ákvæði um að
nemendur eigi ekki að bera kostnað af
námsgögnum í skyldunámi og að ráð-
stafanir verði gerðar til að efla Náms-
gagnastofnun þannig að hún geti upp-
fyllt þessa lagaskyldu.
Ráðuneytið gerir þá tillögu að sett
verði í lög um grunnskóla ákvæði, sem
taki af tvímæli um að óheimilt sé að
innheimta efhisgjöld af nemendum, í
þessu fellst m.a. að setja skýrari laga-
ákvæði um hvað fellur undir rekstrar-
kostnað grunnskóla. „Opinberum aðil-
um er þó ekki skylt að leggja nemend-
um til stílabækur, vinnubækur, ritföng
og önnur slík gögn sem hver og einn
notar fyrir sig. Skólum er heimilt að
útvega nemendum slík gögn gegn
endurgjaldi ef foreldrar óska þess. En
samkvæmt niðurstöðum könnunar
menntamálaráðuneytisins á efriis-
gjaldi, kaupum nemenda á námsefni
og kostnaði við valgreinar, var inn-
heimt efnisgjald í grunnskólum lands-
ins að heildarupphæð um 18,7 millj-
ónir króna árið 1989, en þar af voru
um 13,4 milljónir innheimtar í
Reykjavík. Á þessu ári hafa verið inn-
heimtar um 11 milljónir í efnisgjald
hjá grunnskólum: í Reykjavík um 9,3
milljónir, á Reykjanesi 1,4 milljónir og
295 þús. á Vesturlandi. En aðrir staðir
á landinu hafa ekki innheimt efnis-
gjald á þessu skólaári samkvæmt nið-
urstöðum könnunarinnar.
Lagaákvæði það sem kveður á um
námsgögn, sem notuð er í skyldu-
námi, er fallið úr gildi og því leggur
ráðuneytið til að skipuð verði nefnd til
að meta námsgögn þegar þess er
óskað.
—GEÓ
Ekið á níu
ára stúlku
Ekið var á níu ára gamla stúlku
við Amarbakka um hádegisbilið í
gær. Hún var að koma úr stræt-
isvagni og gekk út á götuna fyrir
aftan vagninn og lentí framan á
fólksbfl. Hún var flutt á slysa-
deild en mun ekkl vera talin al-
varlega slösuð.
—SE
Hreggviður spyr
umboósmann
Hreggviður Jónsson alþingismaður
vill að umboðsmaður Alþingis
kanni hvort heimilt sé að nota sér-
stakan þjóðarbókhlöðuskatt í annað
en lög gera ráð fyrir. í bréfi Hregg-
viðs til umboðsmannsins er greint
frá því að innan við helmingi af
þessum skatti hafi verið ráðstafað til
þjóðarbókhlöðunnar. Þá óskar
Hreggviður eftir áliti umboðs-
manns á því hvort hann geti krafist
endurgreiðslu á þeim hluta skatts-
ins, sem fór til þjóðarbókhlöðunnar.
-hs.