Tíminn - 13.11.1990, Qupperneq 2

Tíminn - 13.11.1990, Qupperneq 2
Þriðjudagur 13. nóverhber 1990 Finnur hlaut bindandi kosningu í efsta sæti Finnur Ingólfsson, aðstoöarmaður heilbrigðisráðherra, hlaut bindandi kosningu í fyrsta sæti framboðs- lista Framsólmarflokksins í Reykja- vík. Guðmundur G. Þórarinsson al- þingismaður lenti í öðru sæti. Þessi niðurstaða fékkst í skoðanakönnun meðal félaga í fulltrúaráöi fram- sóknarfélaganna í borginni. Finnur Ingólfsson fékk 236 at- kvæði í fyrsta sætið og 328 alls. Guðmundur G. Þórarinsson fékk 175 atkvæði í fyrsta sætið, 199 sam- tals í fyrsta og annað og 228 alls. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir deildarstjóri fékk 280 atkvæði í þriðja og 322 alls. Bolli Héðinsson hagfræðingur fékk 276 atkvæði og lenti í fjórða sæti. Hermann Svein- björnsson, aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra, fékk 180 atkvæði og lenti í fimmta sæti. Anna Margrét Valgeirsdóttir nemi fékk 152 at- kvæði og lenti í sjötta sæti. Sigfús Ægir Árnason framkvæmdastjóri fékk 145 atkvæði og lenti í áttunda sæti. Guðmundur Birgir Heiðarsson leigubflstjóri fékk 26 atkvæði og lenti í níunda sæti. Alls tóku 440 menn þátt í skoðana- Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður: Prófkjörið var marklaust gabb „Ég vil orða það svo að þetta próf- kjör hafi verið marklaust gabb. Hér var ekki um prófkjör að ræða heldur skipulagða aðför. Þetta var lokað prófkjör þar sem var bundið hverjir mættu taka þátt í því, en búið var að velja um 40% fulltrúanna fyrir fram án minnar vitundar með það að markmiöi að fella þingmanninn. Þama fór fram keppni þar sem for- maður fulltrúaráðsins, sem í kjöri var, var með forgjöf upp á 170-180 atkvæði þegar keppni hófst," sagði Guðmundur G. Þórarinsson alþing- ismaður þegar úrslitin í prófkjörinu Iágu fyrir. Þegar samþykkt var á aðalfundi fulltrúaráðsins að fara þessa leið við val frambjóðenda á lista flokksins, kom engin athugasemd fram. Guð- mundur sagði að það ætti sínar skýringar. Hann sagði að fyrir aðal- fundinn hefði hann gert formanni fulltrúaráðsins og formanni Fram- sóknarfélags Reykjavíkur grein fyrir því að hann gæti ekki sætt sig við að einungis fulltrúaráðið veldi listann. Finnur Ingólfsson hefði hins vegar sannfært sig um að engin átök yrðu um skipan listans. „Við Finnur gerð- um um það drengskaparsamkomu- lag að reyna að halda listanum óbreyttum, ég yrði í fyrsta sæti og hann í öðru. Eftir að við höfðum tekist í hendur um það samkomulag gaf ég út þá yfirlýsingu að ég gæti Guðmundur G. Þórarinsson. fallist á prófkjör inni í fulltrúaráð- inu, enda skipti það ekki öllu máli ef séð varð fyrir því að engum bola- brögðum yrði beitt. Ég hef verið al- veg bláeygður í þessu máli og aldrei dottið í hug að unnt væri að reka stjórnmálafélög eins og bófafélög í Chicago." Guðmundur sagðist krefjast þess að stjórn fulltrúaráðsins lýsi próf- kjörið ógilt og að efnt verði til opins prófkjörs þar sem Iistinn verði val- inn. „Ef menn ekki taka á þessu máli málefnalega og átta sig ekki á hvað hér hefur gerst, þá eru alvarlegir hlutir í vændum. Þetta mál er ekki búið,“ sagði Guðmundur. -EÓ „Flugeldasýning“ Hitaveitunnar: MÖKKUR VIÐ GRENSÁSVEG Þeir sem áttu ieið um Grensásveg og Miklubraut á ellefta tímanum í gærmorgun urðu eflaust varir við mikinn gufumökk sem lagði upp úr hitaveitubrunni á Grensásvegi. Ástæðan mun hafa veriö hitaveitu- rör sem sprakk með fyrmefndum afleiðingum. Að sögn Hreins Frímannssonar, yf- irverkfræðings hjá Hitaveitu Reykjavíkur, var þarna um eðlilega skemmd að ræða, sem „sumar eru flugeldasýning en aðrar ekki“, bun- an stendur upp undir brunnlokið sem fer af og þá stendur bunan upp í loftið. En ástæðan fyrir því að rör þetta sprakk var að það lak með brunnlokinu niður á rörið og það ryðgar í gegn. Hitaveitan er með reglubundnar athuganir og endurnýjun á búnaði sínum þar sem reynt er að koma í veg fyrir leka af þessu tagi, að sögn Hreins. „En miðað við að við erum með 1000 kflómetra af lögnum, þá má alltaf reikna með að svona lagað komi fyrir, en það er þó ekki al- gengt." Hreinn sagði þó að Hitaveit- an gerði við nokkur hundruð litla leka á ári, en lekar af þessu tagi hafi ekki orðið lengi. í gær mun Iíklega hafa verið vatns- lítið í Smáíbúðahverfi og Kringlu- hverfi, en Hreinn bjóst við að við- gerðum yrði lokið fyrir gærkvöldið. —GEÓ könnuninni, en á kjörskrá voru 504. Jón Sveinsson, formaður kjör- nefndar, sagði að engar athuga- semdir hefðu verið gerðar við fram- kvæmd könnunarinnar. Hún hefði verið framkvæmd í samræmi við þær reglur sem aðalfundur fulltrúa- ráðsins samþykkti 17. október síð- astliðinn. -EÓ Finnur Ingólfsson varaþingmaður: Frambjóðendur vissu að hverju þeir gengu „Þetta er meiri stuðningur en ég átti von á. Úrslitin koma mér því þægilega á óvart og ég er ákaflega þakklátur því fólki sem studdi mig,“ sagði Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigöisráð- herra, eftir að úrslit í skoðana- könnun fulltrúaráðs framsóknar- félaganna í Reykjavík lágu fyrir. Finnur hlaut bindandi kosningu í fyrsta sætið. „Það er fulltrúaráðið sem tekur ákvörðun um hvaða leið er farin til að velja fólk á framboðslistann og einnig hvernig hann á endanum er skipaður. Ég get ekki séð að um neitt gabb sé að ræða í þeim efn- um,“ sagði Finnur um viðbrögð Guðmundar G. Þórarinssonar við úrslitunum. Finnur benti á að aðalfundur full- trúaráðsins hefði samþykkt skýrar reglur um hvernig standa ætti að prófkjörinu. Frambjóðendur hefðu fengið í hendur kjörskrár og þeim gefinn kostur á að gera athuga- semdir við þær. „Frambjóðendur vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu og ég veit ekki til að neinar athugasemdir hafi verið gerðar." Guðmundur G. segir að þið tveir hafið gert samkomulag um skipan Iistans. Finnur Ingólfsson. „Ég vísa því á bug að ég hafi gert samkomulag við nokkurn mann í þessari könnun. Við Guðmundur hittumst hins vegar fyrir aðalfund fulltrúaráðsins þar sem ég kynnti honum, sem formaður fulltrúa- ráðsins, þær reglur um skoðana- könnunina sem stjórnin hugðist bera undir fundinn. Ég vildi að hann væri vel upplýstur fyrir fund- inn um vilja stjórnarinnar. Ég vil taka skýrt fram að það er ekki hlut- verk okkar Guðmundar að stilla upp þessum lista. Það er móðgun við fulltrúaráðið að reyna að gera slíkt með samkomulagi." Finnur sagðist hafa gert Guð- mundi það Ijóst í byrjun síðustu viku að hann stefndi ákveðið á fyrsta sæti listans. „Mér fannst heiðarlegt af mér að tilkynna Guð- mundi ákvörðun mína. Hann getur þess vegna ekki ásakað mig um að koma aftan að sér í þeim efnum." Finnur benti á að þeir Guðmund- ur hefðu keppt um efsta sætið í opnu prófkjöri 1986. Hann sagði að margir hefðu gert athugasemd við framkvæmd prófkjörsins. Á það hefði m.a. verið bent að menn, flokksbundnir í öðrum flokkum, hefðu tekið þátt í því. Finnur sagð- ist hafa ákveðið að sætta sig við úr- slit prófkjörsins þrátt fyrir þessa annmarka á framkvæmd þess. „Á yfirstandandi kjörtímabili hef ég unnið af fullum heilindum með Guðmundi G. Þórarinssyni. Nú hefur flokkskjarninn í Reykjavík ákveðið að víxla okkar sætum og ég vonast til þess að Guðmundur hafi þetta með svipuðum hætti og ég 1986 og sætti sig við úrslitin. Það sem við þurfum á að halda í Reykja- vík er samstaða," sagði Finnur að lokum. -EÓ Framsóknarflokkurinn á Vestfjörðum: Olafur Þ. Þórðarson áfram í efsta sæti Síðastliðinn laugardag var haldið aukakjördæmisþing framsóknar- manna á Vestfjörðum þar sem rað- að var á lista flokksins fyrir kom- andi kosningar. Raðað var á listann samkvæmt úrslitum skoðanakönn- unar meðal framsóknarmanna sem haldin var fyrir um hálfum mánuði. Útbúnir voru atkvæðaseðlar og þeir sem voru félagar í framsóknarfé- lögum á Vestfjörðum þann dag sem kjördæmisþingið var haldið í sept- ember fengu að kjósa. Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður skipar fyrsta sætið líkt og fyrir síð- ustu kosningar og Pétur Bjarnason fræðslustjóri skipar annað sætið. í þriðja sæti er Katrín Maríasdóttir, í fjórða sæti er Magnús Björnsson, í fimmta sæti er Magdalena Sigurðar- dóttir, í sjötta sæti er Guðmundur Hagalínsson, í sjöunda sæti er Sveinn Bernódusson, í áttunda sæti er Kristinn Halldórsson, í níunda sæti er Guðni Ásmundsson og í tí- unda sæti er Jóna Ingólfsdóttir. Pétur Bjarnason fræðslustjóri sagði að niðurstöðurnar væru skýr- ar og afgerandi, það væri hvergi vafaatriði í þeim og vilji þeirra sem tóku þátt í þessu mjög ljós. „Hins vegar finnst mér galli við þessa skoöanakönnun, sem ég vona að Ólafur Þ. Þórðarson alþingismað- ur skipar fyrsta sæti á lista fram- sóknarmanna á Vestfjörðum. endurtaki sig ekki, að ekki skyldi vera heimilað að taka nýja félaga inn. Það verður tæpast endurtekið því það vakti óánægju," sagði Pétur. Aðspurður sagðist hann ekki hafa átt von á því að það hefði breytt nið- urstöðunum en það gæti hafa gert einhverja óánægða sem hefðu viljað vera með í valinu á listanum. Pétur sagðist telja þennan lista sterkan og sagðist hann vekja sérstaklega at- hygli á því að alþingismaðurinn Pétur Bjamason fræðslustjóri skipar annað sæti á lista fram- sóknarmanna á Vestfjörðum. þeirra, Ólafur Þ. Þórðarson, hefði fengið þarna mjög skýra og afger- andi kosnipgu, sem komi til með að styrkja þennan lista mjög verulega. Pétur sagði að Ólafur hefði mun sterkari stöðu nú heldur en fyrir síð- ustu kosningar og þeir færu af stað með þennan lista mjög bjartsýnir á árangur. „Við erum bjartsýnir og stefnum að því að endurheimta okk- ar fyrri styrk í Vestfjarðakjördæmi," sagði Pétur. -SE

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.