Tíminn - 13.11.1990, Page 3

Tíminn - 13.11.1990, Page 3
,Þriðjudagur 13. nóvember 1990 Tíminn 3 Tillaga á borði ríkisstjórnarinnar frá sérstökum starfshópi: Stjórnarráðið noti sem mest endurunninn pappír Tillaga frá menntamálaráðherra um að mótuð verði stefna í Stjómarráði ís- lands í samvinnu við Þjóðskjalasafn um notkun á endurunnum pappír var samþykkt 27. mars sl. I framhaldi af því var ákveðið að fela starfshópi skip- uðum fulltrúa frá forsætisráðuneyti, iðnaðarráðuneyti, menntamálaráðu- neyti, umhverfísráðuneyti og Þjóðskjalasafni að móta tillögumar. Tillaga starfshópsins um pappír- snotkun fyrir Stjómarráð fslands er eftirfarandi: „Skjalavörslusjónarmið skulu lögð til grundvallar við kaup Stjómarráðs íslands á pappír en jafri- framt skuli tekið tillit til umhverfis- vemdarsjónarmiða. Pappír til skjala- gerðar verði samkvæmt staðli og gæðaprófíinum sem Þjóðskjalasafn fs- lands hefur samþykkt og telur hæfan til gagnaframleiðslu. í staðlinum skuli tekið tillit til umhverfisvemdarsjónar- miða, m.a. ávinnsluferli pappírsins. Endurunninn pappír sé heimilt að nota í afrnörkuðum málaflokkum ef eyða á skjölum eftir skamman tíma samkvæmt skjalavistunaráætlunum sem samþykktar hafa verið af Þjóð- Samningafundur í London um raforkuverð til Atlantsáls: Tímafrekari samningar en gert var ráð fyrir Fyrir helgina lauk í London tveggja daga samningafundi fulltrúa Landsvirkjunar og Atlantsáls fyrir- tækjanna þriggja. Jóhannes Nordal, stjómarformaður Landsvirkjunar, sagði eftir fundinn að hann hefði verið mjög gagnlegur og mál hefðu þokast í rétta átt. Samningsaðilar væru hins vegar sammála um að margt væri eftir og að mun lengri tíma tæki að ljúka öllum atriðum málsins en upphaflega var talið. Með Jóhannesi á fundinum var nefnd þriggja manna sem stjórn Landsvirkjunar skipaði í lok síðasta mánaðar til að fara með samning- sumboðið ásamt stjórnarformanni. f nefndinni eiga sæti Páll Pétursson, Birgir ísleifur Gunnarsson og Davíð Oddsson. Jóhannes sagði að á fund- unum hefði verið farið yfir öll atriði málsins með nefndinni, en hún hef- ur ekki áður setið samningafundi. Jóhannes tók fram að ekki hefði ver- ið farið yfir málin að nýju í þeim til- gangi að taka alla þætti til endur- skoðunar. Samningafundurinn í London hefði verið í eðlilegu fram- haldi af fyrri samningafundum. Jóhannes var spurður hvort samn- inganefndarmenn Atlantsáls hefðu látið í ljós óánægju með gang við-. ræðnanna, en fyrir fáeinum dögum lét Robert G. Miller, aðstoðar- framvæmdastjóri Alumax, í Ijós ótta um að skipan samninganefndar Landsvirkjunar táknaði að samning- arnir myndu tefjast. Jóhannes kvað það ekki vera, þvert á móti hefðu samningamenn Atlantsáls lýst því yfir að þeir væru mjög ánægðir með gang viðræðnanna. Næsti fundur verður haldinn 9. og 10. desember nk. í Atlanta í Georg- íufylki. Jóhannes sagðist vonast eftir að á þeim fundi yrði hægt að þoka málum mjög langt áfram. Fram að fundinum verður unnið að ýmsum þáttum samningsins, bæði tækni- Íegum og fjárhagslegum. -EÓ skjalasafni. Ennfremur við gerð fjöl- földunarefnis sem hefur takmarkað varðveislugildi, enda séu frumgögn varðveitt á viðurkenndum pappír. Stjómarráð íslands skuli nota endu- runninn pappír þar sem því verður við komið. M.a. á það við um allar hrein- lætisvörur, risspappír, umslög, boðs- kort o.fl.“. í niðurstöðukafla greinargerðar nefndarinnar segir m.a. „Það er skylda Stjómarráðsins og annarra ríkisstofn- ana að gera miklar kröfur um varð- veislu skjala. Lélegur pappír og ritföng hafa oft leitt til þess að dýrmæt gögn hafa orðið nánast ólæsileg. Því er nauðsynlegt að nota viðurkenndan pappír fyrir skjöl sem hafa varðveislu- gildi. Rannsóknir sýna að endurunn- inn pappír hefur ekki lengra geymslu- þol en 3040 ár. Jafnframt skemmir lé- legur pappír út frá sér svo að gæta verður þess að slíkur pappír lendi ekki innan um skjöl sem hafa varðveislu- gildi". Starfshópurinn leggur til að Inn- kaupastofnun ríkisins sjái um að kaupa inn pappír og hreinlætisvörur. Á fundi ríkisstjómar á föstudaginn var ákveðið að fela forsætisráðherra og fjármálaráðherra, auk menntamála- ráðherra, að vinna að málinu frekar. khg. íslandskynn- ing í Japan Á mrgun 14. nóvember hefst í Japan Islandskynning. Kynning- in er haldin í tilefni af ferð forseta íslands, frú Vigdísar Finnboga- dóttur til Tokyo vegna krýningar Japanskeisara. Kynningin er að mestu leyti kostuð af tveimur japönskum fyrirtækjum. Áf íslands hálfu eru 36 fyrirtæki og stofnanir sem taka þátt í kynningunni með einum eða öðrum hætti. Kynningin er ís- lenskum þátttakendum að mestu að kostnaðarlausu, þar sem jap- önsku aðilarnir annast alla kynn- ingu og útvega aðstöðu fyrir vörukynninguna. 14. nóvember mun Útflutningsráð íslands halda hádegisverð fyrir helstu viðskiptavini íslenskra fyrirtækja og verður forseti íslands þar heiðursgestur. Sama dag verður tískusýning á íslenskum fatnaði í menningarmiðstöð Tokyo-sam- steypunnar með þátttöku Lindu Pétursdóttur. Fimmtudaginn 15. nóvember mun forseti íslands opna íslandskynninguna og dag- inn eftir verður síðan vígt Is- landshús sem byggt hefur verið og er eftirlíking af Höfða, húsi Reykjavíkurborgar. Þau fyrirtæki og stofnanir sem taka þátt í kynningunni eru m.a. Álafoss, Alpan, Bláa Iónið, Fínull, Fisk- mar, Frostmar, menntamála- ráðuneytið, Saga Film, Lýsi hf., Listasafn Islands og Jókó sem ætlar að markaðssetja íslenska jólasveininn í Japan. —SE Á myndinnl sjáum vW þau sem hafa haft veg og vanda af útgáfu Skóg- ræktarbókarinnar. Frá vinstri: Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands, Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfé- lags Islands, Haukur Ragnarsson, ritstjóri bókarinnar, og Sigurþór Jak- obsson sem sá um hönnun hennar. Timamynd Pjetur Upplýsingarit í skógfræði Skógræktarfélag Islands hefur gefið út bók, Skógræktarbókina, sem fjallar um undirstöðuatriði í skógfræðum. Að sögn Brynjólfs Jónssonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélagsins, er hér verið að koma á móts við þann mikla áhuga sem íslendingar hafa á skóg- rækt og gróðri. Þá segir Brynjólfur að mikið sé lagt upp úr myndræn- um þætti í bókinni og reynt eftir fremsta megni að túlka texta á myndrænan hátt. Bókina skrifa níu sérfróðir höfundar auk Hauks Ragnarssonar sem er ritstjóri bók- arinnar. Það var í byrjun síðasta árs sem ákveðið var að gefa skógræktarbók út á 60 ára afmæli Skógræktarfélags íslands. Einnig var ákveðið að bókin yrði tileinkuð minningu Hákonar Bjarnasonar, sem var meðal stofn- enda Skógræktarfélags íslands og framkvæmdastjóri þess í áratugi og ritaði einnig fjölda greina í ársrit fé- lagsins. í kynningarbæklingi um bókina segir að Skógræktarbókin sé alhliða fræðslu- og leiðbeiningarrit um skógfræðileg efni. Þar er að finna á einum stað svör við ýmsum spurn- ingum ásamt fróðleik er áhuga- menn jafnt sem lærðir geta flett upp á þegar á þarf að halda. Skóg- ræktarbókin er 248 blaðsíður. Kafl- ar bókarinnar eru 27 og er m.a. fjallað um ýmis undirstöðuatriði skógfræðinnar auka margs annars sem tengist skógrækt og gróðri. Mikill áhugi virðist vera fyrir bók- inni því þegar bókin kom úr prent- un í gær var þegar búið að panta 500 eintök. Bókin verður seld á sér- stöku kynningarverði, kr. 2.800, til 1. desember en eftir það kostar hún 3.500. Þeir sem hafa áhuga á að nálgast bókina er bent á að hafa samband við Skógræktarfélag ís- lands en í desember verður hún einnig seld í nokkrum bókaverslun- um. khg. EINDAGI STAÐGREIÐSLUFJÁR ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar. Munlð að gera skil tímanlega! RSK RÍKISSKATTSTJÓR!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.