Tíminn - 13.11.1990, Page 5

Tíminn - 13.11.1990, Page 5
Þriðjudagur 13. nóvember 1990 Tíminn 5 Könnun menntamálaráðuneytisins um háskólastigiö: Allir skólar vilja heita háskólar — en af hverju? Teljið þiö mikilvægt að orðið háskóli sé í nafni skóla ykkar og þá hvers vegna? var fyrsta spuming menntamálaráðuneytisins í könnun sem það sendi til 14 háskóla og sérskóla í landinu s.l. vor. Tónskóli Sigursveins reyndist hinn eini þessara skóla sem neitaði því alveg að hann þyrfti á háskólaheitinu að halda, en Fósturskólinn tók ekki afstöðu til spumingarinnar. í umsögn menntamálaráðuneytis- ins segir að rök allra hinna, sem vildu hafa háskólaheiti í nafni skóla sinna, hafi verið af ýmsum toga. „Skólarnir voru þó furðu fáorðir um mikilvægi inntaks þeirrar starfsemi, sem fram ætti að fara í háskóla til þess að slík stofnun risi undir nafni. Sú mynd blasir því við í þessari könnun að rök um ímynd skólanna, t.d. tengsl þeirra út á við, yfirgnæfa rök um að inntak náms og starfs- hættir segi fyrir um heiti þeirra." Og samkvæmt þessari könnun segir menntamálaráðuneytið „þeirri sí- gildu spurningu því enn ósvarað hvort það sé nafnið sem eigi að segja til um starfsemi stofnunar eða að nafnið eigi að ráðast af eðli þeirrar starfsemi sem þar fer fram“. Spurningar voru sendar eftirtöldum skólum í framhaldi af ráðstefnu ráðuneytisins um háskólastigið í maí í vor: 1. Bændaskólinn á Hvanneyri 2. Fósturskóli íslands 3. Háskóli íslands 4. Háskólinn á Akureyri 5. íþróttakennaraskóli íslands 6. Kennaraháskóli íslands 7. Leiklistarskóli íslands 8. Myndlista- og handíðask. ísl. 9. Samvinnuháskólinn Bifröst 10. Tónlistarskólinn í Reykjavík 11. Tónskóli Sigursveins 12. Tækniskóli íslands 13. Tölvuháskóli Verslunarsk. ísl. 14. Þroskaþjálfaskóli íslands Allir skólarnir skiluðu svörum, sem ráðuneytið (Þorsteinn Gunnarsson og Gerður G. Óskarsdóttir) segir bera vitni um mikinn áhuga háskóla- manna á viðfangsefninu. Önnur spurning f könnuninni var: „Teljið þið að hlutverk ykkar skóla eigi að vera fleira en kennsla?" Þessu svöruðu allir skólarnir játandi nema Tölvuháskóli VÍ. „í svörum annarra skóla vakti athygli sú mikla áhersla sem lögð var á rannsóknar- hlutverk þeirra. Nær allir töldu rann- sóknir mikilvægari en kennslu," seg- ir í umsögn ráðuneytisins. í þriðja lagi var spurt hvaða tegund- ir náms ættu að vera í viðkomandi skólum og þar gefnir þrír valmögu- leikar: 1) eins til tveggja ára starfs- námsbrautir; 2) starfsnám/undirbún- ingur undir sérnám (BA/BS/BEd og fleira) og 3) Fræðilegt framhaldsnám til meistara/doktorsgráðu. Sex skólar tiltóku flokk 1. Allir skól- arnir nema Tölvuháskóli VÍ nefndu flokk 2. Og átta skólar tiltóku fram- haldsnám. „Hér vekur athygli sá mikli áhugi sem fram kemur á framhaldsmennt- un, jafnvel til doktorsprófs," segir í samantekt ráðuneytisins. Bent er á að HÍ hafi veitt 57 doktorsgráður frá upphafi. Með tilvísun í svör skólanna við fyrstu spurningunni er dregin sú ályktun að „nauðsynlegt væri að skil- greina nánar hvert væri eðli og Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra leitar leiða til að koma Gísla Sigurðssyni lækni heim: Tekst Arafat aö koma Gísla til íslands? Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur sent Yassir Arafat, leiðtoga PLO, bréf þar sem fram kemur beiðni um hjálp við að koma Gísla Sigurðssyni lækni frá Kúvæt og til íslands. Forsætisráðherra sendi þetta bréf áður en Gísli kom til Bagdad sl. föstudag. Forsætisráðherra hefur borist bréf frá skrifstofu PLO í Stokkhólmi þar sem fram kemur að þetta muni verða mjög erfitt mál að leysa. Steingrímur Hermannsson sagði í samtali við ríkisútvarpið í gær að þetta mál hafi fyrst og fremst verið í höndum utanríkisráðuneytisins en hann hefði verið beðinn um að gera það sem hann gæti. Hann sagði að til sín bærust bréf frá ýmsum aðil- um sem eru t.d. að kynna sinn mál- stað, og eftir að hann átti fund með Arafat fyrir nokkru, hafi honum bor- ist slík bréf frá PLO. Þegar hann rit- aði svar við einu slíku bréfi, notaði hann tækifærið til að vekja athygli á málefnum Gísla og sendi allar þær upplýsingar sem hann taldi að kæmu að gagni og fór fram á að þetta mál yrði skoðað á þeirra veg- um. markmið hins almenna háskólanáms og hagkvæma verkaskiptingu há- skólastofnana á grundvelli þeirrar skilgreiningar, áður en farið væri að byggja upp tiltölulega langt og kostnaðarsamt fræðilegt nám við all- margar stofnanir hér á landi". Spurðir um inntökuskilyrði vildu listaskólarnir nota eigið inntökupróf, en allir hinir mæltu með að það væri stúdentspróf. Þar af vildu allmargir skólar binda inntöku við stúdents- próf af ákveðinni námsbraut. Þá má geta þess að enginn skólanna lýsti sig mótfallinn afnámi æviráðn- inga, þótt nokkrir tækju fram að skoðanir væru skiptar um það atriði. Menntamálaráðuneytið mun nota niðurstöður þessarar könnunar til hliðsjónar við þá framkvæmdaáætl- un unnið er að í ráðuneytinu um skólamál til aldamóta, þar sem sér- stakur kafli verður um háskólastigið. Listi framsóknarmanna á Norðuriandi eystra ákveðinn: GUÐMUNDUR OG VALGERÐUR EFST Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra fór fram á Húsavík á laug- ardaginn. Þingið var málefnalegt og fór vel fram. Auk hefðbund- inna þingstarfa störfuðu vinnu- hópar, og blrtlst niðurstaða þelrra í stjórnmálaályktun sem sam- þykkt var á þinginu. Á sunnudag- inn var síðan haldið aukaþing, þar sem kosið var bindandi kosningu { sjö efstu sæti lista framsóknar- manna í kjördæminu fyrir kom- andi Alþlngiskosningar. Kosið var bindandi kosningu í 7 efstu sæti listans, en stjóm kjördæmissam- bandsins mun síðan raða í þau 7 sæti sem eftir eru. Kosið var um hvert sæti fyrir sig, og niðurstöð- ur kynntar áður en kosið var um næsta sætL 25 manns voru í kjöri samkvæmt tilnefningum. Guðmundur Bjamason heil- brigðisráðherra og Valgerður Guðmundur Bjarnason. Sverrisdóttir þingmaður hlutu ör- ugga kosningu í tvö efstu sæti listans. Talsverð barátta varð um 3ja sætið milli Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar og Guðmundar Stefánssonar, en Jóhannes hafði betur. Guðmundur hlaut síðan fjórða sætið. Sigfús Karisson og Bjami Aðalgeirsson börðust um sjöunda sætið, og hafði Bjami betur. Röð 7 efstu manna varð þessi: 1. Guðmundur Bjamason heil- brigðisráðherra Húsavík 2. Valgerður Sverrisdóttir þing- maður Grýtubakkahreppi 3. Jóhannes G. Sigurgeirsson bóndi Eyjafjarðarsveit 4. Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri Akureyri 5. DaníelÁmason skrifstofumað- ur Akureyri 6. Guðlaug Björasdóttir banka- starfsmaður Dalvík 7. Bjarai Aðalgeirsson fram- kvæmdastjóri Húsavík hiá-akureyri. Keflavík: Faðir blés lífi í barnið sitt Eins og fram hefur komið í fréttum tekur PLO afstöðu með írökum í Persaflóadeilunni. Hafa því leiðtogar PLO aðgang að æðstu embættis- mönnum íraks. í svarbréfi PLO seg- ir að þeir geti ekki lofað neinu í þessu sambandi, en í millitíðinni hafa aðstæður breyst að því leyti að Gísli er ekki lengur í Kúvæt heldur kominn til Bagdad. —GEÓ Tvö slys urðu í Keflavík í gær. Um miðjan daginn i gær féll tveggja ára gömul stúlka í litla tjörn sem var inni á lóð við hús. Stúlkan var meðvitundarlaus þegar hún fannst. Faðir stúlk- unnar fann hana og blés í hana lífi og var hún síðan flutt á sjúkrahús. Talið er að stúlkan hafi ekki hlotið skaða af. í versluninni Samkaup féll hillusamstæða með vörum í, sem staðsett var inni á lager, ofan á konu sem var þar að vinna. Að sögn lögreglunnar í Keflavík slapp konan tiltölulega vel en kvartaði undan eymslum í hálsi og var flutt á sjúkrahúsið til skoðunar. —SE Maður í 30 daga gæsluvarð- hald á Akureyri: Grunaður um sifjaspell Akureyringur á fimmtugsaldri hef- ur verið úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald, vegna sifjaspells- brots. Kæra barst til lögreglunnar á Akureyri s.I. fimmtudag. Maðurinn var handtekinn á föstudag og færður til yfirheyrslu. í kjölfar þess var gæsluvarðhalds krafist, og úrskurð- aði héraðsdómari manninn í 30 daga gæsluvarðhald. Rannsóknar- deild lögreglunnar á Akureyri vinn- ur nú að rannsókn málsins, og verða frekari upplýsingar ekki gefnar fyrr en rannsókn er lokið. hiá-akureyri. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi: Ólafur G. í fyrsta sæti Sjálfstæðismenn héldu prófkjör á Reykjanesi um helgina. Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, fékk góða kosningu í fyrsta sætið og Salome Þorkelsdóttir lenti í öðm sæti. í þriðja sæti lenti nýliðinn Ámi M. Mathiesen en þingmaður- inn Hreggviður Jónsson lenti í 12. sæti. í fjórða sæti varð Árni R. Árna- son, í fimmta Sigríður A. Þórðar- dóttir, í því sjötta lenti María Ingvadóttir og Sveinn Hjörtur Hjartarson lenti í sjöunda sæti. Á eftir þeim komu síðan Viktor B. Kjartanson, Kolbrún Jónsdóttir, Lovísa Christiansen, Sigurður Helgason, Hreggviður Jónsson, Þröstur Lýðsson, Lilja Hallgríms- dóttir og Guðrún Stella Gissurar- dóttir. Salome Þorkelsdóttir alþingis- maður sagði að sér litist vel á þessi úrslit. „Ég er auðvitað mjög ánægð með þann stuðning sem ég fékk til að ná öðru sætinu. Ég er einnig mjög ánægð með það hvað Ólafur G. Einarsson fékk ótvíræð- an stuðning í fyrsta sætið sem for- ystumaður," sagði Salome. Hún sagði að það hefði komið fram í fjölmiðlum á undanförnum vikum að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að yngja upp og auka hlut kvenna. „Ég sé ekki betur en að listinn á Reykjanesi muni uppfylla þær kröfur, því við verðum með þrjár konur í sex efstu sætunum," sagði Salome. —SE

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.