Tíminn - 13.11.1990, Side 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 13. nóvember 1990
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin [ Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gíslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Framsýni og fyrirhyggja
íslendingum er nauðsynlegt að hyggja að framtíðar-
þróun atvinnulífsins, því að sýnt er að þjóðfélagið er á
breytingaskeiði sem m.a. stafar af því að núverandi
undirstöðugreinar framleiðslunnar hafa sínar takmark-
anir nema þróuninni sé stýrt í samræmi við nýja vaxt-
armöguleika og markaðsaðstæður.
Síst skal því haldið fram að ráðamönnum þjóðarinn-
ar, athafnamönnum og sérfræðingum í tækni og vís-
indum hafi ekki verið ljós þessi staðreynd, því að
vissulega hafa stjómmálamenn látið í sér heyra um
þessi mál, athafnamenn hafa tekið til hendinni um
djarflegar ffamkvæmdir og sérfræðingar á tæknisviði
og verkmenntun látið að sér kveða í margs konar upp-
byggingu.
I rauninni hefur ekkert skort á að sungin væri glymj-
andi framtíðarmúsík í atvinnumálum á íslandi og leit-
ast við að hrífa þjóðina með í miklu bjartsýnistali um
ffamtíðarmöguleikana. Það væri því synd að segja að
svartsýni og úrtölum hafði verið haldið að þjóðinni.
Þótt skyldugt sé að virða bjartsýni og athafnasemi,
því að án slíkra eiginleika er hætt við hnignun og aftur-
för, verður fyrirhyggja eigi að síður að ráða athöfhum
manna. Það kann ekki góðri lukku að stýra, þegar
ffamtakssemin ber fyrirhyggjuna ofurliði.
Segja má að þetta sjónarmið hafí ríkt á ráðstefnu sem
haldin var á Akureyri í fyrra mánuði, þar sem lærðir og
reyndir menn á sínu sviði báru saman bækumar um
eldi sjávarfíska á íslandi. Vel fór á að halda þessa ráð-
stefnu á Akureyri, því að undanfarin þijú ár hefur Fisk-
eldi Eyjafjarðar hf. stundað tilraunir með lúðueldi í
Eyjafirði í eðlilegu samráði við Haffannsóknastofnun.
Fyrir því eru ffæðileg rök að lúða kunni að vera álitleg-
ur eldisfískur og arðsöm markaðsvara. Tilraunir sem
gerðar eru á þessu sviði í Eyjafirði hafa að markmiði
að leita sannana fyrir því að þessi fræðilegu rök stand-
ist. Hitt virðist jafnvíst að tilraunimar hafa að svo
komnu máli ekki sannað eitt eða neitt í þessu efni ann-
að en það að skynsamlegt sé að halda þeim áfram.
A ráðstefnunni vom norskir rannsóknarmenn, sem
unnið hafa að tilraunum með lúðueldi í heimalandi
sínu. I máli þeirra og Halldórs Asgrímssonar sjávarút-
vegsráðherra var upplýst að eftirspum eftir fiski í
heiminum vaxi miklu hraðar en afrakstursgeta heims-
hafanna ræður við. „Bilið verður fyrst og fremst brúað
í framtíðinni með auknu eldi, bæði ferskvatns- og sjáv-
arfiska,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Hann sagði því
spáð að heildarframleiðsla og eldi físks muni þrefald-
ast á tuttugu ámm úr tíu milljón lestum í þrjátíu millj-
ónir. Islendingar verði að gefa þessari þróun gaum og
geti það ekki nema með sjálfstæðu rannsókna- og þró-
unarstarfí. Hið sama kom fram í máli Jakobs Jakobs-
sonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar.
Þrátt fyrir þær góðu vonir sem framtíðarspár gefa um
eftirspum eftir fiski til neyslu og þá staðreynd að þörf
er á miklu magni eldisfisks til þess að eftirspuminni
verði svarað og augljóst sé að íslendingar eigi að líta til
fiskeldis sem tiltækrar framleiðslugreinar, er jafnvíst
að fyrirhyggja verður að ráða uppbyggingunni. Hún
má ekki eingöngu stjómast af bjartsýni og „dugnaði“.
á að hlusta á mann, sem gaf séra
Matthíasi vatn að drekka. Og ekki
er minna um vert a& vatnsberinn
talaði við okkur í sjónvarpi eins og
ungur maður. Þóvarð hann áttatíu
og átta ára í ágúst í sumar. Þcssi
maður er Steindór Steindórsson
frá Hlöðum, náttúrufræðmgur og
fyrrum skólameistari við Mennta-
skólann á Akureyri, margvís mað-
ur, góður rithöfundur og sjór af
fróðleik. Það einkennlr Steindór
að hami er yfirleitt alltaf skemmti-
legur og varpar stórum svip á um-
hverii sitt.
Hann var núna að koma fram í
sjónvarpsþætti um Matthías Joc-
humson, skáldprestinn miida, sem
var 8vo trúheitur, að þegar efmn
sótti að honum kvað hann, „eins
og út úr ofni æpi stiknað hjarta."
Mætir menn höfðu hin sterkustu
orð um sera Matthfas, b»ði skáld-
skap hans og persónu. Þótt sjón-
varpsþættir séu yfírleitt yfírborðs-
kenndir, komst séra Matthías mjög
vel tíl skilaíþættíGísla Jónssonar,
rithöfundar og fyrrum mennta-
skólakennara, í sjónvarpinu á
sunnudagskvöld, þ.e. sú ímynd
sem við höíum fengið af þessu yf-
irburðaskáidi í áranna rás.
Hnoð án orðgnóttar
Samt var þess* þáttur sorglegur
að einu ieytí. Hann var sorglegur
vegna þess samanburðar, sem
óhjákvæmilegt var að gera við þaö
Steindórsson
Þessi mál eru nefhilega þanníg
vaxin, að engin furða er þótt lítið
sé gert af þáttum f sjónvarp og
annars staðar um samtfmaskóld
Matthíasar. Dagskrár fjölmiðla eru
l f ísienslcum
skáldskap, þar sem lárið er með
nútímalegum norrænum himin-
skautum um margvíslegt hnoð án
orðgnóttar, sem borið er uppi af
sérstökum taismönnum fáfengð-
eifcans. Þeir koma hver á fætur
öðrum t3 að freista að haida við
þeirri fmynd að hér Hfi fjölmenn
Og afkastamikil skáldakynslóð.
Þeh" búa út bækur fyrír skólana
meö þessu skáidapuði, sem er
bæði tilfinningalítið og afskipta-
Matthtas Jochumson
laust og líkara uppkasti að kross-
gátu en raunverulegu mæltu máli,
Sigur þessara talsmanna fáfengil-
eikans er umtalsverður sé miðað
við fjölmiðla og skóla. Hann kem-
ur iika f Ijós eins og f Rhhöfunda-
sambandi íslands, sem er h'tíð
annað en deild úr Alþýðubandalag-
inu, þar sem á fjóröa hundrað
meðlimir hafa komið sér fyrir. Síð-
an á þjóðin að líta upp og hlusta.
Barist gegn minningum
Sjónvarpsþáttur um séra Matthí-
as réttir af kompásmn andartak, en
síðan leggst þokan yfír að nýju. Og
það meridlega við Matthíasarþátt-
inn er að hann var ekki geröur af
talsmötmum fáfengileikans. Vegna
þess að þeim er ijóst að þeir eiga f
baráttu við minningar um góðan
sem brá á létt hjal við fyrinnenn
jafnt og konur, sem gáfu honum
kaffi. Sagan um vatnið var þó
skemmtílegust, enda talaði þar
rödd manns aftan úr tímanum,
sem hafði líknað þyrstum manni.
Autt Íand austan
Vaðlaheiðar
Steindór frá Hlöðum man Matthí-
as, en hann var sjö ára, þegar Matt-
um og báðu um vatn að drekka.
Áður höðfu þau spurt eftír Ólöfu
frá Hlöðum, sem var á engjum að
heýja ofan í kindur sínar. Þessi fá-
brotna saga er nóg. Hún lýsir
fyrfr áttatíu og einu ári. Drengur-
enn
tíma var hann forystumaður AJ-
á Akureyri. Þeir
Gísla Jónssonar var aftur á móti
fiaiiað um Matthías af virðingu og
reist í stuttan tíma og fékk að
jjóma um sinn á skjánum tneð sltt
hann hafa setið stutt á þingL
Steindór lentí í Laxárdeilunni svo-
Þingeyinga, eins og fram kcmur í
hans. Liggur nærri að
Sögurnar af
Matthfasi eru tnargar. Sjálfur hef-
ur hann skrifað nokkrar og ekki
óétýrar í bókinni Sögukaflar af
sjálfum mér. Við sjáum fyrir okkur
austan Vaðlaheiðar. En Matthías
býr f huga hans, Hann fætðl hon-
uro vatn að drekka. Um stund hef-
ur það orðið okfeur binnm eíns-
konar lífsíns vatn.
Ol handa milljón manns
Það þóttu tíðindi fyrir nokkru í
samantekt helgarblaðs að hátt í 23
þúsund manns geta setið samtímis
á vínveitingahúsum Reykjavíkur-
borgar. Krárnar og veitingahúsin
sem selja áfengi eru hátt í níutíu
talsins.
Þetta verður að teljast nokkuð vel
í lagt í þar sem ríflega fjórðungur
borgarbúa getur setið samtímis að
sumbii, og sæmilega rúmt um alla.
Síðan bjórinn var lögleiddur hefur
kránum fjölgað jafnt og þétt og
unglingspiltar aukið drykkjuna um
60% eða svo. Samt dugir það
hvergi nærri til því mikið vantar á
að nóg sé drukkið til að sæmileg
nýting fáist á veitingahúsin.
IDV um helgina vom raktar mikl-
ar gjaldþrotaharmatölur vegna erf-
iðleika í rekstri veitingahúsa. í nýju
tölublaði Frjálsrar verslunar segir
að veitingarekstur sé í kreppu og
óðum dimmi yfir næturlífmu.
Framboð skemmti- og veitinga-
staða í Reykjavík einni gæti nægt
milljón manna borg.
Dimmir að
í úttekt Frjálsrar verslunar segir
að afkoma flestra staðanna sé mjög
slæm, eigendaskipti tíð og enn
fleiri gjaldþrot framundan í svona
rekstri ef að líkum lætur.
En áfram er haldið og kránum
fjölgar vikulega og virðast engir
meinbugir vera lengur á því hverjir
fá leyfi til áfengissölu né hvar.
í Breiðholti standa íbúar og versl-
unareigendur að söfnun mótmæla
vegna kráar sem opna á í verslun-
armiðstöð í miðju íbúðahverfi.
Þarna er svo undarlega staðið að
verki að verið er að innrétta krána
án þess að sótt hafi verið um form-
legt leyfi til að reka hana á þessum
stað.
Yfirvöld hafa því fengið undir-
skriftalista í hendur þar sem kráar-
smíði er mótmælt, en ekkert um að
þarna sé verið að stofnsetja vínveit-
ingahús.
Mótmæli
Ekki er langt um Iiðið síðan íbúar
í Þingholtunum söfnuðu undir-
skriftum til að mótmæla uppsetn-
ingu kráar þar. Það erindi gekk
umræðulaust um meltingarvegi
borgarráðs, rétt eins og ölið sem á
greiðan gang í gegnum gesti bjór-
kránna og er oft á tíðum skilað aft-
ur á staðnum.
Það tilheyrir víst ekki alfrelsi nú-
tímans að hafa vit fyrir neinum. En
það er undarleg árátta að stofnsetja
hvert dýrindis veitingahúsið af
öðru til að stefna eigendunum lóð-
beint í gjaldþrotin.
Sumir verðandi veitingamenn
virðast ekki einu sinni láta sér
detta í hug að sækja um vínveit-
ingaleyfi til réttra aðila áður en
búllurnar eru smíðaðar.
Svo mikil er fartin í þessu nýtísku-
lega offjárfestingaatvinnulífi, að
vertshúsin eru sett niður á staði
þar sem íbúarnir vilja ekki sjá þau
en enginn hlustar á umkvartanir
þeirra. Þeir verða svo aðeins að
bíða rólegir eftir að gjaldþrotin
dynji yfir, eins og Frjáls verslun tel-
ur að sé óhjákvæmilegt.
En borgaryfirvöld gætu að
minnsta kosti hlustað eftir óskum
íbúa í nábýli við kátínuhús um að
þau séu ekki æskileg í of nánu ná-
býli.
Það gæti líka bjargað sumum veit-
ingamönnum frá enn verri útreið
ef hægt væri svolítið á fram-
kæmdagleði þeirra og þeim bent á
að íbúar Reykjavíkur séu enn ekki
orðnir milljón. Það vita að minnsta
kosti þeir sem kunna að telja.