Tíminn - 23.11.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.11.1990, Blaðsíða 2
2 Ti'minri Föstudagur 23. nóvember 1990 Tíu börn alveg heimilislaus Svavar Gestsson menntamálaráðherra sagði í svari við fyrirspurn Guðrúnar J. Halldórsdóttur, alþingismanns Kvennalistans, að hér á landi væru að meðaltali um tíu börn sem ættu ekfcert heimili. Ráð- herrann talaði um að þessi börn væru í reynd á vergangi. Guðrún J. Halldórsdóttir spurði menntamálaráðherra hvaða ráð- stafanir hefðu verið gerðar til að koma í veg fyrir að börn flosnuðu upp úr skóla, en hún sagðist hafa heimildir fyrir því að 100-200 börn flosnuðu upp úr grunnskólanámi án þess að yfirvöld menntamála hefðu á því haldbærar skýringar. í svari menntamálaráðherra kom fram að ýmsar skýringar væru á því hvers vegna þessi börn ljúka ekki lögboðnu skyldunámi. Nokk- uð væri um að nemendur færðust Starfsleyfi fyrir Sorpu Júlíus Sólnes umhverfisráðherra greindi frá þvf á Alþingi að starfs- leyfi fýrir sorpböggun í Gufunesi og sorpurðun í Álfsnesi yrði gefið út í janúar á næsta ári. Ráðherra sagði að starfsleyfið yrði gefið út eftir að þýskt ráðgjafafyrirtæki, sem rannsakað hefur urðunar- staðinn, hefur skilað áliti. Það var Jóhann Einvarðsson, al- þingismaður Framsóknarflokks- ins, sem vakti máls á þessu máli í fýrirspurnatíma á Alþingi. Jóhann gagnrýndi að framkvæmdir við byggingu sorpböggunarstöðvar skuli vera hafin löngu áður en starfsleyfi er gefið út. Búist er við að sorpböggun í Gufunesi geti haf- ist fljótlega eftir áramót, eða fáum vikum eftir að starfsleyfið hefur verið gefið út. Júlíus sagðist ekki að öllu leyti vera sáttur við að taka Álfsnesið undir urðun sorps. Hann benti á að í svæðaskipulagi fýrir höfuð- borgarsvæðið, sem unnið var á ár- unum 1985-86, hafi Álfsnesið ver- ið merkt sem mjög gott bygging- arland. Þetta svæðaskipulag hefur aldrei verið samþykkt. Júlíus sagð- ist hins vegar beygja sig fyrir þeim rökum sem starfshópurinn sem valdi urðunarstaðinn hefur lagt fram. - EÓ til milli bekkja, þó nokkur börn lykju grunnskólaprófi erlendis o.s.frv. Hann sagði að eftir sem áð- ur væri Ijóst að nokkur hópur barna hyrfi frá námi án eðlilegra skýringa. Þessi börn leituðu mörg hver í vímuefni og annan ósóma. Svavar sagði það hlutverk fræðslustjóra og skólastjóra að fylgjast með að nemendur Ijúki skyldunámi, en minnti einnig á skyldur foreldra við börn sín. Hann sagðist ætla að beita sér fyr- ir að betur yrði fylgst með þessu í framtíðinni. Ráðherra greindi jafnframt frá því að hugmyndir væru uppi um að byggja sérstakt heimili fyrir heimilislaus börn. Stofnkostnaður við slíkt heimili er talinn vera 20-30 milljónir og reksturskostnaður er áætlaður 15 milljónir á ári. Þá greindi ráð- herra frá því að settur hafi verið á stofn starfshópur til að vinna að úrlausn fyrir þessi börn. Fyrirspyrjandi, Guðrún J. Hall- dórsdóttir, sagði að það væri ekki síður áhyggjuefni hve margir nemendur hyrfu frá námi í fram- haldsskóla. Hún nefndi sem dæmi að þriðji hver nemandi sem hæfi nám í Menntaskólanum við Sund lyki ekki námi. Guðrún sagði að þjóðin þyrfti ekki bara nýja skóla- stefnu. Þörf væri á nýrri þjóðfé- lagsstefnu. -EÓ íbúum Reykjavíkur fjölgar um 15-25 þús. næstu 20 ár. Skipulagsforsendur breyttar: AÐALSKIPULAG í ENDURSKOÐUN Hafín er endurskoðun á Aðalskipulagi Reykjavflcur 1984-2004, en aðalskipulagið er stefnumörkun borgarstjómar varðandi landnotkun, umferðarkerfí og þróun byggðar næstu tvo áratugi. Sú stefna hefur verið í gangi að Aðalskipulag Reykjavíkur verði tekið til endurskoðunar í upphafí hvers kjörtímabils og gefst nú borgarbúum í fyrsta skipti tækifæri til að koma á framfæri skrif- legum ábendingum varðandi endurskoðun aðalskipulagsins. Þegar litið er á þróun seinustu ára kemur í ljós að uppbygging borgar- innar varð nokkuð hraðari seinustu 4 árin en aðalskipulagið 1984-2004 gerði ráð fýrir. Borgarbúum hefur fjölgað heldur hraðar en áætlað var, einkum vegna fólksflutninga af landsbyggðinni. Uppbygging at- vinnuhúsnæðis, sérstaklega versl- unar- og skrifstofuhúsnæðis, var meiri en markaður var fýrir, svo dregið hefur úr byggingu atvinnu- húsnæðis seinustu mánuði. Upp- bygging stofnbrautakerfis Reykja- víkur hefur ekki fýlgt eftir aukinni bifreiðaeign og umferð sem orðið hefur í borginni seinustu ár. Samkvæmt þeim framreikningum, sem gerðir voru vegna endurskoð- unar aðalskipulagsins, er Iíklegt að íbúar Reykjavíkur verði á bilinu 115 til 125 þúsund árið 2010, þ.e. að borgarbúum fjölgi um 15 til 25 þús- und manns. Þá er áætlað að byggðar verði 10 til 15 þúsund nýjar íbúðir á þessu tímabili, þar af um 2 þúsund íbúðir innan núverandi byggðar. Ein til ein og hálf milljón fermetra af at- vinnuhúsnæði verða líklega byggðir næstu 20 árin, þar af tæplega helm- ingur í athafnahverfum innan nú- verandi byggðar. Sundahafnarsvæðið og land Há- skóla íslands eru stærstu byggingar- svæðin innan núverandi byggðar. BÚR-svæðið og Skúlagötusvæðið eru nú í örri uppbyggingu. Næstu íbúðahverfi Reykjavíkur verða Borg- arholtshverfin, norðan Grafarvogs- hverfanna. Þau verða þrjú, með 10 til 12 þúsund íbúa alís, þegar þau verða fullbyggð. Á Geldinganesi er gert ráð fýrir hafnaraðstöðu og al- mennri atvinnustarfsemi við Eiðsvík og íbúðabyggð fyrir allt að 5 þúsund íbúa. Á núverandi sorphaugum er gert ráð fyrir golfvelli og bæði vest- an og austan við Rimahverfi er gert ráð fýrir athafnahverfi. í Hamrahlíð undir Úlfarsfelli er gert ráð fýrir íbúðahverfi fyrir um 5 þúsund íbúa og athafnahverfi við Vesturlandsveg. í Grafarholti og við Reynisvatn allt austur að Langavatni er gert ráð fýr- ir íbúða- og athafnahverfum. Engar verulegar breytingar eru fýr- irhugaðar á stofnbrautakerfinu eins og það er í Aðalskipulaginu 1984- 2004, nema að nýjar brautir koma til vegna nýrra byggðahverfa. Ósa- braut verður brúar- og vegtenging yfir Elliðaárósa milli Sæbrautar og Höfðabakka við Gullinbrú. Ráðgert er að hún verði tekin í notkun 1992. Hún mun létta mjög á umferð til og frá Grafarvogshverfunum. Á svipuð- um tíma verður Geirsgata, sem verður gerð á nýjum hafnarbakka norðan Hafnarhúss, væntanlega opnuð fýrir umferð. Geirsgata mun leysa þann mikla umferðarhnút sem er á Tryggvagötu. Þá er áætlað að breikka Kringlumýrarbraut á næsta ári og Miklubraut austan Kringlu- mýrarbrautar 1993. Árið 1995 er fýr- irhugað að breikka Vesturlandsveg austur að Höfðabakka og byggja umferðarbrú á gatnamótunum við Höfðabakka. Á tímabilinu 1996 til 2000 er ráðgert að ieggja Hlíðarfót og byggja Fossvogsbraut í göngum. Á tímabilinu 2001 til 2005 er m.a. fyrirhugað að byggja umferðarbrýr við mislæg gatnamót. Þetta eru gatnamót Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar, Miklubrautar og Skeiðarvogs, Reykjanesbrautar og Bústaðavegar og Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar. —SE FélagamlrSteve Golln og Slgurjón Slghvatsson. Mynd: Newsweek Propaganda Films, fyrírtæki Sigurjóns Sighvats- sonar í Hollywood, á mikilli velgengni að fagna: Sigurjón „meikar það“ í Hollywood Fyrirtæki Sigurjóns Sighvats- uppdráttar fýrir stóru kvik- sonar, Propaganda Films, hefur myndajöfrunum sem yfirgnæfa notið mikillar velgengni og vakið markaðinn vestra. Þeim þrem töluverða athygli undanfarið eins fyrirtækjum, sem minnst er á í og sjá má á því að það er til um- greininni, hefur öllum tekist að fjöllunar í nýjasta tölublaði koma sér áfram á eigin burðum Newsweek. MikiH heiður er fóig- eða „virðast vera að læra á mis- inn í því að hljóta umfjÖUun í tökum allra hinna — bæði þessu blaði Og er það mjög eftir- Stóru-Hollywood og litlu töffar- sótt í heimi peninga og áhrifa. ana. Þau sýna hagnað, komast í Það er því ákveðinn gæða-og vel- fyrirsagnir og vaxa í áliti fyrir gengnisstimpill og sönnun þess staðfestu í þessum áhættumiklu að viðkomandi er að gera eftir- viðskiptum,“ eins og segir í tektarverða hluti. greininni. Þessa athygli hefur Propaganda í greininni segir að Propaganda Films hlotið einkum vegna fram- Films sé „nýi krakkinn í hverf- leiðslu þeirra á sjónvarpsþáttun- inu“ og hafi í fórum sínum öf- um „T\vin Peak“ eða Tvídrangi, undsvert magn fjár sem bakhjarl sem eru til sýningar á Stöð 2 um eða 40 millj. dollara á ári sem er þessar mundir, og bíómyndar- velta af auglýsinga- og tónlistar- innar „Wild at Heart" en hún myndbandagerð, en Propaganda hlaut Gullpálmann í Cannes á Films byijaði sem slíkt fyrirtæki. þessu ári; hún verður væntan- En 40. millj. dollara eru u.þ.b. lega sýnd hérlendis fljótlega. 2,16 mUljarðar íslenskra króna. Báðar þessar myndir eru leik- Jafnframt segir frá því að stofn- stýrðar af frekar umdeildum Icik- endur Propaganda, Jorfí Sig- stjóra að nafni David Lynch, en hvatsson, eins og hann er kallað- hann gerði m.a. myndina „Blue ur vestra, og Steve Golin hafi Velvet“. hist í kvikmyndaskóla og séu nú Greininni í Newsweek fýlgir með aðrar 40 milljónir doUara í einnig mynd af Sigutjóni og Ste- fórum sinum frá Polygram Gro- ve Golin, sameiganda hans í up, sem er eitt stóru kvikmynda- Propaganda. í undirfyrirsögn fyrirtækjanna, til þess að fram- greinarinnar segir: „Nokkrir leiða kvikmyndir árið 1991. Það „óháðir" þrífast með því að neita sem vantar uppá framleiðslu að fara eftir leikreglum Stór- næsta árs ætla þeir að reyna að Hollywood“; en greinin fjallar fjármagna erlendis frá, en fyrsta um smærri, óháð kvikmyndafyr- verkefni þess árs verður líklega irtæki sem eru á uppleið, eti slík einnig leikstýrt af David Lynch. fyrirtæki hafa löngum átt erfitt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.