Tíminn - 23.11.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.11.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. nóvember 1990 Tíminn 7 Fjórar bækur Ijóða VORT SKARÐA LÍF Höf.: Ami Ibsen Útgef.: Handafl 1990 „Þú hefur látið blekkjast / í autt leikhús / situr frá þér numin / af eig- in ósigri." Þannig endar Ámi Ibsen Ieikari ljóð sitt í minningu hláturs. Kaldhæðni í fyrirrúmi. Árni kemur yfirleitt beint að því efni sem hann ætlar sér að fjalla um og er hnitmið- aður í skáldskap sínum. Víða er hægt að taka upp vel sögð orð sem greini- lega eru ættuð úr raunveruleikan- um. Skáldskapurinn er vafalaust ekki tilbúningur yfir glasi og ritvél. Gott dæmi um þetta er stef sem fyr- ir kemur í ljóðunum Gamalt fólk, Á hæli og Jólakort. Gamla fólkið er eins og afskorin blóm sem við vitjum annað veifið eins og að skipta um vatn. Innan veggja hælisins þarf enginn að óttast dauðann: „það er lífið sem er uggvænlegt". Eins er það með tilfinningamar. Hann var „staðinn að einsemd / á ári samkenndar“. Efi, trúnaður, firring og raunsæi eiga sín ljóð. Einnig tek- ur Árni á hlutum eins og þráhyggju, heift og óþreyju. Dauðinn á sinn þátt í safninu og viskan, eins og vera ber í ljóðabók. Kosturinn við bókina er tvímæla- laust sá að höfundur reynir ekki að loka dyrum tilverunnar með því að gefa svör við efanum um lífið. Skiln- ingur á hugtakinu eign er gott dæmi um þetta: „við eigum áhættu / ugg- Iaust.“ Á stöku stað ber nokkuð á því að bókin er samsafn Ijóða frá löngum tíma, eða allt frá því Árni gaf út sína fyrstu ljóðabók fyrir fimmtán árum. Miðað við yfirskrift bókarinnar og uppsetningu hef ég tilhneigingu til að ætla að hnitmiðaðri ljóðin séu frá síðari tímum að þroska, en prósurn- ar og lengri ljóðmæli séu eldri. í heild er „Vort skarða líf" góð bók, innihaldsrík og veitir tilefni til end- urskoðunar almennra lífshátta. Þagnar tjaldur ÞRÍLEIKUR AÐ ORÐUM Höf.: Hrafn Andrés Harðarson Útgef.: Hlér 1990 „Óði ljóða / smiðurinn / stóð við þjóðveginn / og jóðlaði / hljóðlega." Þannig stendur hann í mínum huga þessi ljóðasmiður Hrafn Andrés, eins og hann kemst reyndar sjálfur að orði. Bók hans skiptist í kafla sem bera heitin Fjöll, Óður ljóðasmiðs og Kenndir. í FjöIIum fjallar höfundurinn um fjöll og ekki fjöll. Fjöllum lýkur á eðlilegan hátt með ljóði um fjöruna og endar það á þessum orðum: „þagnar tjaldur / logagaldur lækk- andi sólar / lýkur degi.“ Fjöll eru greinilega notuð til samanburðar við lítilmótleika mannsins, smæð hans og hverfulleika. Niðurlagsorð kafl- ans má líklega skoða sem forstef að niðurlagi bókarinnar, sem er minn- ingarljóð um ungsveininn Leif, en fram kemur að hann hefur dáið tæp- lega sjö og hálfs mánaðar gamall í ágúst 1975. Bókin er því öll sett fram af hæfi- legri hógværð hjartans og kemur höfundur víða við, eins og skáldum er tamt. Þegar kemur að ljóðum um þjáningu og von er rist djúpt í mannskilning og reynslu. Þjáningu er líkt við skurð sem fyllist aftur og aftur. „minningarnar / koma stund- víslega / á hverjum morgni / og moka upp úr honum." Sorgin er eins og óvelkomið illgresi í garði, arfi. Þegar sorgin sefast kemst skáldið að niðurstöðu: „Blómstrandi arfi / er líka fögur jurt.“ Einlægnin er á sínum stað og það er líka hægt að segja um kímnina. Litla flugan er dæmi um það. Hún „flaug ... smaug... og laug / bæði um heim- ilisfang, aldur / og kennitölu." Þá fjallar hann á skemmtilegan hátt um bækur sem tímasprengjur, orð og bókstafi, tálvonir og óskalög sjúk- linga. Teikningar eftir Höm Hrafns- dóttur í ljóðabókinni eru góðar og koma vel á móts við innihaidið. Erótískur karl í GRÓÐURREIT VORSINS Höf.: Þór Stefánsson Útgef.: Goðorð, Reylg'avík 1990 í gróðurreit vorsins er að finna tal- að mál í ljóðum sem númemð eru frá einum og upp í 32. Það er fyrri hluti samnefndrar ljóðabókar, en hún er í heild sinni erótísk einhliða tjáning karlmannsins í samskiptum pars. Umgjörðin er gróandi vorsins og líkingar em óspart sóttar í lífríki landsins. Síðari hlutinn, Bláar appelsínur, er settur fram í tuttugu Ijóðum eða jafnmörgum erindum sama ljóðs. Þar hamrar höfundur til- finningar sínar en frekar með áslætti hafsins — Öldu, Unnar, Hrannar og Ránar. í heild má segja að reynsla höfundar af litbrigðum náttúmnnar sé nánast einskorðuð við þá snert- ingu sem hann hefur fundið við kon- una í áðurnefndu pari. „Himinninn er eins og bláar appelsínur. / Ég er sólginn í þær / en fæ mér bita af brjóstum þínum / í staðinn." Við yfirlestur er ekki að sjá mjög knappan Ijóðastíl, eins og fram kem- ur hjá æði mörgum ungum mönn- um um þessar mundir. Bókina má því lesa nokkuð samfellt sem heil- lega frásögn. Af því leiðir að bókin hefur líkast til verið rituð á skömm- um tíma og án vemlegs biðtíma milli einstakra ljóða eða ljóðahluta. í raun mætti kalla bókina tvö ljóð í 32 erindum og tuttugu er segja lesanda sínum sögu. Sagan er falleg og orð- færið oftast nær skemmtilega mynd- rænt. Afrif vorsins em sjálfgefin: „Blóm og kransar vaxa / sjálfsprottin á leiði vorsins." Bara hafragraut, takk HRÆRINGUR MEÐ SÚRU SLÁTRI Sögur — ljóð — pistiar Höf.: Stefán Þór Sæmundsson Útgef.: Höfundur 1990 Við útkomu sumra bóka verður manni á að spyrja um tilgang útgáf- unnar. Liggur hún líkast til helst í tileinkuninni, sem er stíluð á ungt fólk sem staðið hefur í basli við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Vegna þess að hræringur þessi er tekinn hér með Ijóðabókum ætla ég fyrst að segja nokkur orð um ljóða- þáttinn sem kallaður er Skyr. Það helgast af því að skyr er jú helming- ur hrærings á móti volgum hafra- graut. Skyrið er því miður ekki vel heppnað og gat ég ekki þrátt fyrir góðan vilja fundið bragðgóða slettu þar í. Tilraunir höfundar til að stíga út fyrir stuðla og höfuðstafi eru hvorki listrænar né skáldlegar. Aðrir hlutar bókarinnar eru sam- safn greina, smásagna og pistla, sem að mestu hefur birst annars staðar áður. Oft er ástæða til að birta góðar smásögur og jafnvel blaðagreinar ef þær eru sérstök tímamótaverk. Jafnvel má hugsa sér að birta greinar af þessu tagi í afmælisritum eða yfirlitsverkum manna við aldur. Er þá venjulega um mikið úrval að ræða og valdar úr þær blaðagreinar sem valdið hafa nokkru í þjóðmálaumræðu líðandi stundar eða verið stefnu- markandi á sinni tíð. Vel má hugsa sér að Stefán Þór Sæmundsson kunni í framtíðinni að eiga slíkar greinar í safni sínu, þótt ekki sé óhugsandi að hann hafi þegar haft einhver áhrif á þjóðmálaumræðu í sínu héraði með lyginefni sínu Hallfreður Örgumleiðason. Lík- legra er þó að haldi hann áfram blaðamannsferli sínum sem horfir eigi hann eftir að gera stærri hluti en hér líta dagsins ljós í bókar- formi. í smásagnasafni Stefáns leynast hins vegar bitastæðir hlutar. Það er fyrsti hluti bókarinnar og ber hann yfirskriftina Hafragrautur. Má með sanni segja að hafragrautsafgangur sé hin raunverulega ástæða þess að búinn er til hræringur á rammís- lenskum heimilum enn þann dag í dag. Einnig má hugsa sér að búinn sé til hafragrautur til að drýgja skyr og er þá slátrið haft til fyllingar og bragðauka. Hvað þessa bók áhrærir bið ég höf- und aðeins um vel heppnaðan hafragraut með nýmjólk, næst þeg- ar hann býður mér og öðrum Iands- mönnum til borðs. Bara hafra- graut, takk. Kristján Björnsson YNGSTU LESENDURNIR FÁ NÝTT LESEFNI Út eru komnar hjá Máli og menn- ingu nokkrar bækur fyrir yngstu „lesendurna" sem hér verða skil- greindir sem börn frá rúmlega 2ja ára aldri. Einar Áskell Þrjár nýjar bækur í bókaflokkn- um um Einar Áskel hafa nú bæst við fjölmörgum aðdáendum Ein- ars til gleði. Einar Áskell er orðinn heimilisvinur hjá fjölmörgu barnafólki og er það einnig svo hjá undirrituðum. Þær bækur sem nú hafa komið út heita „Höldum veislu, Einai A;kell“; „Var það vofa, Einar Áskell?"; og „Engan æsing, Einar Áskell". Allar bækurnar eru eftir Gunillu Bergström, en Sigrún Árnadóttir hefur þýtt þær með ágætum. Ekki verður annað séð en að þessar nýju bækur fái jafngóðar viðtökur hjá börnunum og fyrri bækurnar um þá feðga Einar Áskel og pabba hans. Heimsmynd og hugmyndir Einars Áskels virðast höfða vel til barna á aldrinum ca 3-5 ára og e.t.v. er besta umsögnin um þessar bækur sú að þær lenda strax í þeim flokki bóka sem lesa þarf fyr- ir börnin aftur og aftur og aftur. Níski haninn Hjá sama forlagi er nú komin út á ný tékkneska myndabókin um Níska hanann. Sagan, sem margir foreldrar þekkja e.t.v. frá sinni barnæsku, er í sama flokki og eftir sömu höfunda og „Lata stelpan", en þessar bækur voru gefnar út fyrst í kringum 1960. Bækurnar eru skemmtilega myndskreyttar sem ýtir undir áhuga yngri barna á þessari skemmtilegu dæmisögu. Sagan fjallar annars um hvernig hamingjusamur hani fer flatt á því að gerast eigingjarn og nískur. Hér er á ferðinni sígild barnasaga sem á erindi á öllum tímum. Bókin er vel þýdd af Hallfreði Erni Arnar- syni. Gullfjöðrin Hér er á ferinni myndabók eftir nýjan íslenskan höfund, Áslaugu Jónsdóttur. Bókin segir frá litlum fugli sem finnur gullfjöður og vill koma henni til skila til eiganda síns sem er sjálfur gullfuglinn. Það reynist nokkuð erfitt en hefst að lokum og er bókin hugsuð dæmi- saga um það að sá sem leggur hart að sér uppsker laun erfiðisins að lokum. Myndirnar í bókinni eru aðalatriði, enda eru þær mjög fal- legar og lifandi og segja í raun sög- una sjálfar. Texti sögunnar er prentaður í samfellu aftast í bók- inni en ekki samhliða myndunum. Þetta er nokkuð óvenjulegt fyrir- komulag og fór aðeins í taugarnar á undirrituðum til að byrja með. Hins vegar er þetta ekki svo galið þegar bókin hefur einu sinni verið lesin, því textaleysið með þessum fallegu myndum hvetja þann full- orðna sem er að lesa fyrir barnið til að spinna í kringum aðalsögu- þráðinn um leið og myndirnar eru skoðaðar. Birgir Guömundsson Ný bók frá Félagsmálastofnuninni: Evrópumarkaðs- hyggjan Út er komin 10. bókin í Bókasafni Félagsmálastofnunarinnar. Nefnist hún Evrópumarkaðshyggjan: Hags- munir og valkostir íslands og er eftir dr. Hannes Jónsson, fv. sendiherra. Hún er 118 bls. kilja í stóru broti, prýdd ijölda mynda og teikninga og kostarkr. 1000,00. í formála segbr höfúndur. „Greini- legt er, að hér er á ferö öriagaríkasta málið, sem að okkur íslendingum snýr í dag. Ógætilegar samnings- skuldbindingar um EES gætu unnið fullveldl okkar og sjálfstæði óbætan- legan skaða, jafnvel leitt til þróunar, sem kynni að leiða til endaloka sjálf- stæðs og fullvalda ríkis á íslandi. Það er því fúll ástæða fyrir okkur íslend- inga að athuga okkar gang vel og flýta okkur hægt í þessu máli. Eink- um er mikilvægt að grandskoða mál- ið út frá íslenskum hagsmunum og sjónarmiðum og efna til menntandi og upplýsandi umræðu um það, svo að almenningur geti gert sér sem gleggsta grein fyrir kostum og göH- um málsins svo og öðrum valkost- um, sem heppilegri kynnu að vera fyrir okkur. Þessi menntandl um- ræða hefur enn ekki farið fram á fs- landi. ADt það, sem frá stjómvöldum hefur komið um málið, hefur ein- kennst af þeirri nauðhyggju, að Evr- ópuþróunin eigi sér stað og að við verðum að vera hluti af henni eða einangrast ella og veslast upp í fá- tækt á útkjálka svæðisins. En er þetta nú alveg rétt? Ég hef ekki komið auga á neinar rökrænar forsendur fyrir þessari skoðun. Hún byggist á einhliða efnl- stúlkun, tekur ekki tilHt tð allra at- Dr. Hames Jónsson. riða málsins, byggist ekki á sann- sýnL“ Síðar segir höfúndun „Oft var þörf en nú er nauðsyn að slá skjaldboig um fullveldi og sjálfstæði íslenska fýðveldisins. Til þess þarf að beita vinnuaðfcrð- um iýöræðisins. Góðar umræður, scm lelða til sann- sýni vegna rækilegrar skoðunar á öD- um efnisþáttum máls, eru meðal undirstöðuatriða farsæDa lýðræðis- legra stjómarhátta. Þessi bók er samin og gefln út tfl þess að stuðla að góðum umræðum um bestu hagsmuni íslands f sam- bandi við Efnahagssvæð) Evtópu og hina efnahagslegu samrunaþróun í Evrópu. Megi hún þjóna þeim tfl- gangi veL“ (Fréttatflkynning)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.