Tíminn - 23.11.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.11.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 23. nóvember 1990 Afmælissýning Þórðar frá Dagverðará „Allt frá undirdjúpum og upp fyrir himintungi“ Þeir eru ekki margir samtíðarmennim- ir, sem hafa legið á grenjum með upp- vakningum,' staðið rcyrðir við sigluna á sokknu fleyi í fjórar klukkustundir meðan snæfellskir brotsjóir buldu yfir án afláts, né kveðið afturgöngu í kútinn, um nætur- skeið á heiðum uppi, með vindil ftá Braun-bræðrum í Kaupinhafn einan að vopni. Allt þetta og gott flcira má tína til úr lífshlaupi lífskúnstncrsins Þórðar Hall- dórssonar frá Dagverðará, sem með sanni má nefha síðasta víking hérlcndan. Það má undrum sæta að einn skrokkur og ein ævi hafi dugað kappa þessum til allra þcirra afreka, dagsannra sem uppdiktaðra og stílfærðra, sem hann á að baki. Og þó er hann bráðungur og hcfur löngu sigrað cllibelginn: Attugasti og fimmti afmælis- dagurinn rcnnur upp á sunnudag, 25. nóv- ember. „Eg hef stundum vcrið talinn dauður, cn það cr nú lygi,“ scgir rcfaskyttan, kraftaskáldið, sagnaþulurinn, rithöfund- urinn og listmálarinn Þórður Halldórsson. Og ckki bcr á öðru: Afmælisbamið cr um þcssar mundir að lcggja siðustu hönd á vcglega málvcrkasýningu í höfuðstað Norðurlands, í Gamla-Lundi, Eiðsvalla- götu 14, scm opnuð vcrður með pompi og pragt á afmælisdag kúnstncrsins, sunnu- daginn 25. nóvembcr kl. 14.00. Þar gcfst Norðlendingum og gcstum þcirra færi á að líta og fala til cignar og ánægju 40 ný- lcg verk úr pcnsli Þórðar. Engum manni er Þórður líkur og ekki skortir á lércfti hans myndauðgina né náttúm, hrauna og fjalla. Og ckki rýrir það listgildið að með hverri og cinni mynd fýlgir vísa frá listamannin- um, sem rcyndar lætur það fljóta með að ckki sé kveðskapurinn sá ortur undir nein- um útsöluháttum. Hugarheimur refaskyttunnar frá Dag- verðará þckkir engin takmörk og stíl- brögð dráttlistamannsins gcfa tungutaki sagnaþularins ekkert eftir. Þessi 10. mál- vcrkasýning Þórðar mun standa akur- cyrskum listunnendum opin um tíu daga skcið, fram til miðvikudagsins fimmta desember, en þá hefúr listamaðurinn sí- ungi á prjónunum að leggja haf undir fót og lcyfa Grimseyingum að njóta mynd- listar sinnar. Öll verkin á sýningunni eru föl og prís- ar allir vel á færi íslenskra launþega. Laugardagskaffi Kvennalistans í Laugardagskaffi Kvennalistans í þcssari viku mun Helga Kress tala um kvcnna- slúður scm uppsprcttu frásagnar í íslend- ingasögunum. Laugardagskaffið hefst að venju kl. 10.30 á Laugavegi 17. Því lýkur kl. 13.00. Laugardaginn 1. desembcr vcrður Laugardagskaffið helgað Evrópubanda- laginu og verður dagskrá þess kynnt nán- ar þegar nær dregur. Laugardaginn þar á eftir, þ. 8. dcscmbcr, verður Friða Á. Sig- urðardóttir gestur og mun hún lcsa úr ný- útkominni bók sinni, Meðan nóttin liður. Breiöholtskirkja Á morgun laugardag kl. 11 verður bibliu- lcstur í kirkjunni í umsjá sóknarprcstsins, sr. Gisla Jónassonar. Allir velkomnir. Kvenfélagiö Fjallkonurnar vcrður mcð laufabrauðs- og kökusölu i Kringlunni laugardaginn 24. nóvembcr. Kvenfélag Óháöa safnaðarins vcrður mcð konfektgerð fyrir félagskon- ur og gcsti í Kirkjubæ þann 24.11. kl. 13. Lciðbcinandi vcrður Björg Ólafsdóttir. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu, Hverfisgötu 105, i dag föstudag. Kl. 14 vcrður spiluð félagsvist. Gönguhrólfar hittast kl. 10 nk. laugardag að Hvcrfisgötu 105. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Haraldur Elíasson múrarameistari, Dalbraut 27 verður jarðsunginn frá Hábæjarkirkju, Þykkvabæ, laugardaginn 24. nóvember kl. 14.00. Lúðrasveit verkalýösins Laugardaginn 24. nóvcmbcr nk. hcldur Lúðrasvcit vcrkalýðsins sina árlcgu hausttónleika. Vcrða þcir fluttir í Lang- holtskirkju að vanda og hcfjast kl. 17. Á efiiisskránni vcrða vcrk cftir Áma Bjöms- son, Eric Coates, Bcnedctto Marcello, Gi- uscppe Vcrdi, C.S. Grafúlla, Gustav Holst, Tcd Huggens og Andrew Lloyd Wcbbcr. Einlcikari á tónlcikunum vcrður Pctcr Tompkins á óbó. Stjómandi Lúðrasvcitar verkalýðsins er Jóhann Ingólfsson og cr þctta hans þriðja starfsár með sveitina. í sveitinni eru nú starfandi um 60 hljóðfæralcikarar, að mcstu ungt fólk, og hefur sveitin aldrei vcrið stærri. Á tónleikunum vcrða vígðar nýjar pák- ur sem svcitin hefúr nýlcga fest kaup á. Var með kaupum þessum rckinn enda- hnútur á cndumýjun hljóðfærakosts sveit- arinnar scm hófst fyrir um 5 ámm með kaupum á túbum, tcnorum og althomum. Öll stærri og dýrari hljóðfæri em í eigu sveitarinnar, en minni hljóðfærin eiga hljóðfæraleikaramir sjálfir. Aðgangur að tónleikunum cr eins og ávallt hjá Lúðrasveit verkalýðsins ókeyp- is, en tónleikagestum gcfst kostur á að styrkja starf sveitarinnar mcð því m.a. að kaupa hljómplötu hennar „Lúðraþytur" á tónleikunum gegn vægu verði og/eða gerast styrktaraðilar sveitarinnar. Kattavinafélag íslands heldur kökubasar í Kringlunni á morgun kl. 11 á fyrstu hæð við gosbmnninn. Allur ágóði rcnnur til Dýraspítalans Kattholts. í frétt frá Kattavinafélaginu segir að stefnt sé að því að opna 110 fcrm. dýrageymslu snemma á næsta ári. Það cr von að vinir og velunnarar sjái sér fært að koma með kökur og vcrður þcim veitt viðtaka frá kl. 10 í Kringlunni. Mælsku- og rökræðukeppni ITC Mælsku- og rökræðukcppni ITC (Intcma- tional Training in Communication) verður haldin laugardaginn 24. nóvembcr 1990, kl. 13.30, að Hamraborg 5, Kópavogi. ITC Fífa, Kópavogi, leggur til að 3000 ársverk kvenna verði flutt út á lands- byggðina á næstu 2 árum. ITC Stjama, Rangárþingi, andmælir tillögunni. Allir velkomnir. Feðgin sýna í Hafnarborg Sigrún Steinþórsdóttir og Slcinþór Mar- inó Gunnarsson opna samsýningu i Hafn- arborg, mcnningar- og listastofúun Hafn- arfjarðar, laugardaginn 24. nóv. nk. kl. 15:90. Á sýningunni vcrður listvcfnaður unn- inn úr íslenskri ull og jute cflir Sigrúnu og olíumálverk og myndvcrk unnin mcð blandaðri tækni eftir Stcinþór Marinó. Þetta cr sjötta samsýning þeirra, en síðast sýndu þau i Listasafni alþýðu árið 1987. Sigrún er búsett í Noregi og starf- rækir eigin vcfstofú í Stavem. Sigrún og Stcinþór Marinó hafa bæði haldið fjölda cinkasýninga og tckið þátt I samsýningum hér hcima og erlendis. Sýningin vcrður opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14 til 19. Henni lýkur 9. des. nk. Húnvetningafélagið í Reykjavík Spiluð vcrður félagsvist í Húnabúð, Skeifúnni 17, laugardaginn 24. nóvember kl. 14. Allir velkomnir. Tékkneskur glerlistarmaöur í Mjódd { versluninni Hirti Nielsen, Mjódd, er nú staddur tékkneski glerlistarmaðurinn Jo- sef Adamek. Hann sker I glös og aðra muni bæði stafi, dagsetningar og annað skraut. Vélin sem hann notar cr níutíu ára gömul og var áður fótstigin. Hann kom með hana með sér ffá Tékkóslóvakíu og vinnur hann munina eftir aldagamalli hcfö. Verslunin Hjörtur Nielscn selur kristal ffá Tékkóslóvakíu sem er allur handunninn á þennan hátt. Josef Adamek hefúr unnið við þetta ffá fimmtán ára aldri. Hann hefúr í fjölda ára hannað munstur og unnið að gcrð gler- listaverka. Eflir fall kommúnistastjómar- innar rekur hann sitt eigið fýrirtæki, þar scm fjöldi glcrskurðarmanna vinna eftir hans hönnun. Josef Adamck verður í versluninni til og með 1. desember nk. kl. 12-18 alla virka daga og kl. 10-16 laugardaga. Basar og kökusala Kirkjufélag Digranesprcstakalls hcldur basar og kökusölu í safnaðarhcimilinu, Bjamhólastíg 26, Kópavogi, á morgun kl. 14. Margt góðra muna, kökur og flcira, komið og gerið góð kaup og styrkið gott málefni. Heilmynd í Norræna húsinu í dag kl. 17 verður opnuð í anddyri Nor- ræna hússins sýning á svokölluðum heil- myndum, sem á erlendum tungumálum er kallað holografi. Sýningin kemur ffá Hologram safninu i Stokkhólmi og mun Kcrstin Lind safn- stjóri kynna sýninguna við opnunina og lýsa þcssara nýju tækni við listsköpun. Hcilmynd er þrívíð mynd sem unnin er með leysigeislum. Hlutir scm myndaðir em á þcnnan hátt virðast raunvemlcgir en ekki flöt mynd eins og við cigum að venj- ast. Tækninni sem notuð er við gerð myndanna hefúr fleygt ffam á síðustu ár- um og sífellt flciri færa sér þcssa tækni í nyt. Margir ungir listamenn hafa sérhæfl sig í gcrð slíkra mynda eins og glögglega kcmur ffam í þeim myndum scm verða til sýnis í Norræna húsinu. Einnig cm mynd- ir scm þcssar notaðar í auglýsingaskyni. Þá em þær einnig notaðar í öryggisskyni því erfitt cr að falsa slíkar myndir nema með mikilli fýrirhöfn. Margir gamlir munir og verðmæt lista- verk hafa vcrið mynduð með heilmynda- tækni. Þannig auðveldar þcssi tækni sýn- endum að ferðast með og sýna hlutina í sinni „raunvemlegu" mynd. Sýningin verður opin daglcga kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 12-19. Hún mun standa til dcsembcrloka. Jólakort Ásgrímssafns Ut er komið listaverkakort sem Safn Ás- grims Jónssonar gcfúr út fýrir þessi jól. Kortið er eflir vatnslitamynd Ásgrims Strúturog Eiríksjökull ffá 1948. Kortið er til sölu í Safni Ásgríms Jóns- sonar, Bergstaðastræti 74, á opnunartíma safnsins þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga kl. 13,30-16 og cnn ffemur i Listasafhi íslands á opnunartíma þess. Jólamerki Kvenfélagsins Framtíöarinnar Jólamcrki Kvcnfélagsins „Framtíðarinn- ar“ á Akureyri cr komið út. Að þessu sinni teiknaði ffú Kristín Pálsdóttir mcrkið. Kristín vinnur verslun- arstörf, en málar og teiknar í ffístundum og er henni margt til lista lagt. Sölustaðir cm Pósthúsið á Akureyri, Frimerkjahúsið og Frímerkjamiðstöðin í Reykjavík. Auk þcss sjá félagskonur um sölu mcrkisins á Akureyri. Merkið kostar 15 kr. stk., 180 kr. örkin. Ágóðinn rennur í ellihcimilissjóð. Við trcystum á að sem flestir sjái sér fært að láta þetta fallega merki prýða jóla- póstinn í ár. Öll viljum við hag þcirra öldmðu sem bcstan. Alfreð Haraldsson Skarphéðinn Haraldsson Helga Guðjónsdóttir Guðmundur Haraldsson Eyrún Óskarsdóttir Rannveig Haraldsdóttir Kolbrún Haraldsdóttir Magnús ívar Þorvaldsson V. bamaböm og bamabamaböm J ~\ Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarð- arför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa Jóns Einars Hrólfssonar Haugum Bergþóra Stefansdóttir Þorgerður Jónsdóttir Sveinlaugur Bjömsson Ingifinna Jónsdóttir Amór Benediktsson Haukur Jónsson Anna Gunnlaugsdóttir Sigrún Jónsdóttir Vignir Þorsteinsson Jóna Björg Jónsdóttir Snorrí Tómasson Stefán Jónsson Hugrún Sveinsdóttir Hrólfur Jónsson Ásta Gunnarsdóttir bamaböm og bamabamaböm ÁRNAÐ HEILLA 75 ára: Guðrún Jónsdóttir Hjartar Svo segja bækur að í dag séu 75 ár síðan Guðrún Jónsdóttir fæddist í Stóradal. 23. nóvember 1915 fædd- ist hún, dóttir hjónanna Jóns Jóns- sonar, bónda og síðar alþingis- manns, og Sveinbjargar Brynjólfs- dóttur. Guðrún stundaði nám í 2. og 3. bekk Kvennaskólans í Reykjavík 1932- 34 en lauk prófi í Kennara- skólanum 1936. Hún var kennari við barnaskólann á Flateyri 1936-1940 við góðan orðstír. Haustið 1939,21. september, gift- ist hún Hirti Hjartar sem þá var kaupfélagsstjóri á Flateyri. Þau hjón fluttu til Siglufjarðar 1945 og þaðan til Reykjavíkur 1952 eftir því sem Hirti voru falin um- fangsmeiri störf fyrir samvinnu- hreyfinguna. Ég lærði að þekkja Guðrúnu árin sem hún var vestra og einkum eftir að hún giftist. Við Hjörtur höföum margt saman að sælda á þeim árum á ýmsum vettvangi og var margt rætt um félagsmál á heimili hans. Fann ég þá að Guðrún var hin mæt- asta kona og finnst mér enn að fáar hafi ég þekkt betur gerðar og traust- ari án alls yfirlætis. Þó að lengra yrði á milli og fundum fækkaði rofnuðu ekki þau tryggðabönd sem hnýtt höfðu verið. Mér finnst Guðrún hafa verið far- sæl kona og lánsöm. Hjónabandið farsælt og barnalán fylgdi. Þau hjón eiga fjögur börn. Þau eru: Jóna, bú- sett í Hollandi, gift þarlendum kennara; Sigríður lyfjafræðingur, gift Stefáni Guðbergssyni verkfræð- ingi; Elín hjúkrunarfræðingur, gift Davíð Á. Gunnarssyni, forstjóra rík- isspítalanna; og Egill rafmagns- tæknifræðingur, kvæntur Maríu Gunnarsdóttur. Þungar raunir hefur fjölskyldunni borið að höndum þar sem Hjörtur missti heilsuna miklu fyrr en okkur finnst ásættanlegt og er nú svo kom- ið að hann fer ekki úr rúmi nema í hjólastól. í þeim raunum öllum hef- ur Guðrún annast hann af mikilli prýði og æðruleysi og sést þar enn styrkur hennar og ágæti. Það sem gerðist vestur í fjörðum fyrir hálfri öld er ekki á dagskrá nú orðið og heyrir sögunni til. Þó er öll samtíð byggð á því sem á undan er og rætur framtíðar liggja til hins liðna. Þeir sem muna skulu meta góðar og glaðar stundir. Og gott ér að standa í þakkarskuld við fólk sem af má læra. Því þakka ég góð kynni í blíðu og stríðu. H.Kr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.