Tíminn - 27.11.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Þriðjudagur 27. nóvember 1990
DAGBÓK
Sigurvegarar
í verölaunagetraun IBM
Dagana 7.-11. nóvcmbcr s.l. hclt IBM á
íslandi vcglcga sýningu í Hckluhúsinu
við Laugavcg. Samfara því sýndi Hckla
hf. söluvörur sínar og cfhdi um leið til
vcrðlaunagetraunar, scm gestir fyrirtækis-
ins tóku flcstir þátt í. 11 vinningar voru i
boði: 1 farsími af Panasonic-gcrð og 10
borðsímar, cinnig af Panasonic-gerð.
Borgarfógctacmbættið sá um að draga út
vinningana og var mcðfylgjandi mynd
tckin í hinum nýju húsakynnum heimilis-
deildar Heklu þegar hinum heppnu voru
afhentir vinningamir. Með þeim á mynd-
inni eru fúlltniar Heklu.
NYJAR BÆKUR
Gjá Baldurs
Baldur Óskarsson hefur sent frá
sér nýja ljóðabók sem ber heitið
Gjáin. Bókin er nær 100 blaðsíður
að stærð og full af ljóðum.
Gjáin er níunda ljóðabók Bald-
urs, en hin fyrsta, Svefneyjar,
kom úr árið 1966.
Baldur Óskarsson.
Tungutak
Geirlaugs
Út er komin hjá Máli og menn-
ingu ljóðabókin Sannstæður eftir
Geirlaug Magnússon. Bókin hef-
ur að geyma 45 ljóð og skiptist í
þrjá hluta: Sannstæður, Jarð-
tengsl og Slitrur af samræðulist
útilegumanna. Ljóð Geirlaugs
einkennast af sterkum myndum
og mergjuðu tungutaki, og þar er
snúist gegn auðkeyptri bjartsýni
og gefnum sannindum. -
Geirlaugur Magnússon er fædd-
ur árið 1944, stundaði nám í Pól-
landi og Frakklandi, og er nú bú-
settur á Sauðárkróki. Sannstæður
er m'unda ljóðabók hans.
Bókin er 62 bls., prentuð í Prent-
smiðjunni Odda. Ragna Sigurð-
ardóttir hannaði kápu. Bókin er
gefin út bæði innbundin og í
kilju.
Afmælisdagar
með stjörnuspám
- Ný bók eftir Amy Engilberts
Hörpuútgáfan hefur gefið út nýja
íslenska bók, „Afmælisdagar
með stjörnuspám". Höfundur-
inn, Amy Engilberts, er vel þekkt
fyrir spádómsgáfu sína og dul-
skyggni. Þetta er fyrsta bók
hennar, sem mun vafalítið þykja
forvitnileg. Bókin skiptist í 12
kafla og fær hvert stjömumerki
sérstaka umfjöllun. Greint er frá
eiginleikum fólks, sem fætt er í
hinum ýmsu stjömumerkjum, og
sérstakir reitir til þess að færa inn
nöfn vina og minna þannig á af-
mælisdaga þeirra. Einnig er sagt
frá frægu fólki, sem fætt er í við-
komandi stjömumerkjum.
f inngangsorðum bókarinnar
segir: „Þessi litla afmælisdaga-
bók er ætluð til þess að gleðja
vini og kunningja. Hver afmælis-
dagur minnir á hið liðna, en
einnig þær vonir sem bundnar
em við framtíðina. Með því að
minnast vina og gleðjast á af-
mælisdögum færast manneskj-
umar nær hver annarri. Amy
Engilberts."
Afmælisdagar með stjömuspám
er 130 bls.
Nútíma
lambakjöt
Ef einhver veit ekki hvað stöðluð
sundurtekning á lambakjöti er þá
upplýsist hér með að komin er út
bæklingur um efnið og nefnist
Lambakjöt til nútíma neyslu-
hátta. Undirtitill er f ofninn - á
pönnuna - á grillið.
Höfundur ritlingsins er Gunnar
Páll Ingólfsson, kjötiðnaðar-
meistari.
í bókinni er að finna rétta með-
ferð á lambakjöti og em birtar
margar uppskriftir af gómætum
réttum úr hráefninu.
Gunnar Páll Ingólfsson.
ITC Melkorka
ITC-dcildin Mclkorka hcldur fund í
Mcnningarmiðstöðinni Gerðubcrgi kl.
20.00. Fundarstcf: Sá scm þckkir aðcins
cina hlið á málinu þckkir litið til þcss.
Mcðal cfhis á fundinum cr kvikmynda- og
leikhúspistlar, íslcnskt mál o.fl. Fundur-
inn cr öllum opinn. Upplýsingar vcita
Guðrún s: 67806 og Ólöf s: 72715.
Jólafundur Kvf. Fjallkonurnar
Kvcnfclagið Fjallkonumar hcldur jóla-
fúnd sinn þriðjudaginn 4. dcscmbcr kl.
20. Á boðstólum vcrður hangikjöt og
laufabrauð. Tilkynnið þátttöku fyrir 30.
nóvember í síma 72002. Hildigunnur.
Kvenfélag Kópavogs
Spilað verður i kvöld þriðjudaginn 27.
nóv. í Félagsheimili Kópavogs kl. 20:30.
Allir velkomnir.
Grensáskirkja
Kirkjukaffi í Grensási í dag kl. 14. Bibl-
íulestur. Sr. Halldór S. Gröndal.
Árbæjarkirkja
Starf fýnr eldri borgara: Lcikfimi 1 dag
kl. 14. Hárgreiðsla hjá Hrafnhildi á
þriðjudögum. Opið hús á morgun mið-
vikudag kl. 13.30. Fyrirbænastund mið-
vikudagkl. 16.30.
Breiðholtskirkja
Bænaguðsþjónusta í dag kl. 18.30. Fyrir-
bænaefnum má koma á framfæri við
sóknarprest í viðtalstímum hans þriðju-
daga til föstudaga kl. 17-18.
Daníel Magnússon sýnir
í Gallerí Sævars Karls
Föstudaginn 23. nóvember, opnaði Daníel
Magnússon myndlistarsýningu í Galleri
Sævars Karls, Bankastræti 9, Reykjavík.
Danícl er fæddur 28.06. 1958 og nam við
Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983-
1987.
Hann hcfur haldið einkasýningar í Ný-
Rúna Gísladóttir
sýnir í FÍM-salnum
Laugardaginn 24. nóvembcr sl. opnaði
Rúna Gísladóttir sýningu á collagc og
málverkum í FÍM-salnum, Garðastræti 6.
Sýningin cr opin frá kl. 14.00- 18.00
daglcga og stcndur til 11. desember.
Hallgrímskirkja
Fyrirbænaguðsþjónusta i dag kl. 10.30.
Bcðið fýrir sjúkum.
Seljakirkja
Mömmumorgun. Opið hús kl. 10.
listasafninu 1989, skipulagsstofu höfúð-
borgarsvæðisins 1989 og Mcnntamála-
ráðuneytinu 1990. Af samsýningum má
nefna „Mjög góðar myndir“ í Kaup-
mannahöfn 1990.
Á sýningunni eru lágmyndir, allar unnar
áþessu ári.
Sýningin stendur til 23. desember og cr
opin á verslunartíma frá kl. 9-18 á virkum
dögum og 10-14 á laugardögum.
Skáldakynning
Haldin verður skáldakynning í dag
þriðjudag að Hverfisgötu 105, kl. 15. Þar
munu nokkrir höfúndar lcsa úr vcrkum
sínum sem út koma fýrir jólin. Ath. húsið
opnað kl. 14.
Frá Bridgefélagi Vestur-Hún-
vetninga, Hvammstanga
Þann 3. nóvembcr var haldið 11. Guð-
mundarmótið (heitið eflir Guðmundi Kr.
Sigurðssyni) og varð það í fýrsta skipti í
sögu þess að kona varð Guðmundarmóts-
meistari. En þau sigruðu með glæsibrag
Björk Jónsdóttir og Sigfús Stcingrímsson,
hlutu 184 stig. Oftast hefúr maður Bjark-
ar, Jón Sigurbjömsson, unnið Guðmund-
armótin, eða 4 sinnum, en 2 sinnum hafa
þeir unnið Ásgrimur Sigurbjömsson, Þór-
ir Leifsson og Þorstcinn Pétursson, cn alls
hafa 16 einstaklingar orðið Guðmundar-
mótsmeistarar.
Spilaform Barómcter.
1. Björk Jónsdóttir-Sigfús Steingrímsson
Siglufirði 184 stig
2. Anton Haraldsson-Grettir Frímanns-
son Akureyri 118 —
3. Valtýr Jónasson-Baldvin Valtýsson
Siglufirði 115 —
4. Steinar Jónsson-Jón Sigurbjömsson
Siglufirði 108 —
5. Gunnar Sveinsson-Ingibcrgur Guð-
mundsson Skagaströnd 94 —
6. Erlingur Sverrisson-Unnar A. Guð-
mundsson Hvammstanga 93 —
7. Jón Viðar Jónmundsson-Sveinbjöm
Eyjólfsson Borgarfirði 90 —
8. Pétur Guðjónsson-Tryggvi Gunnars-
son Akureyri 57 —
9. Gunnar Berg-Reynir Helgason Akur-
eyri 53 —
10. Þórir Leifsson-Þorstcinn Pétursson
Borgarfirði 30 —
11. Ólafúr Jónsson-Ásgrímur Sigur-
bjömsson Siglufirði 24 —
12. Dóra Axelsdóttir-Sigurður Már Ein-
arsson Borgarfirði 21 —
13. Eyjólfúr Sigurðsson-Guðmundur
Einisson Gmndarfirði -3 —
30 pör spiluðu, en boðið var spilumm frá
10 stöðum frá Akurcyri til Grundarfjarð-
ar. Keppnisstjóri var Jakob Kristinsson
Akureyri, en verðlaun vom gcfin af
Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga
Hvammstanga og afhenti Gunnar V. Sig-
urðsson kaupfélagsstjóri verðlaunin.
Hafinn er 5 kvölda aðaltvímcnningur fé-
lagsins, og hægt cr að bæta við pömm og
hjálpa til við að útvega einstaklingum
makkcr, en vinsamlcgast með fýrirvara.
Kærar kveðjur,
Unnar Atli Guðmundsson,
ritari Bridgefélags Vestur- Húnvctninga,
Hvammstanga,
Melavcgi 17, sími: 95-12617,
Hvammstanga
ÁRNAÐ HEILLA
65 ára:
Jón Ben Georgsson
Nú á þessum dögum í nóvember á
stórvinur minn og velgjörðarmaður
Jón Ben Georgsson, Ytri-Njarðvík,
65 ára afmæli. Mjög gjarnan hefði
ég kosið að geta heimsótt þennan
elskulega vin minn, Jón Ben, og
konu hans Siggu, sem einnig á af-
mæli í þessum mánuði, en þess á ég
því miður engan kost meðan ég bý
erlendis. En mig langar svo mikið
að með þessum fáu línum óska þess-
um bestu vinum mínum til ham-
ingju með afmæli sín og vil biðja
góðan guð að blessa þau.
Það hefur reynst lífi mínu stórkost-
leg blessun að ég fyrir ca. 17-18 ár-
um fékk að kynnast þessum höfð-
inglegu hjónum. Sem ungur, blank-
ur trúboði kom ég til Ólafsfjarðar til
að selja kristileg rit og bækur. Eng-
an þekkti ég í þessu litla sjávarþorpi,
en eftir heimsókn mína hjá aldraðri
konu breyttist það. Hún spurði
hvort ég væri ekki búinn að koma í
litla húsið til þeirra Jóns og Siggu.
Ég hélt rakleiðis þangað og satt var
að húsið var lítið, hið minnsta á Ól-
afsfirði hefur mér verið sagt. En
hverju máli skiptir það þó þröngt sé
á milli veggja, því þar var hjartarým-
ið stórt og hátt í þak í gestrisni og
gleði og á einu augabragði eignaðist
ég tvo svo dásamlega vini sem aldrei
hafa brugðist mér enn í dag. Ég man
nú ekki að greina frá hvernig sölu-
mennska mín gekk, en þarna í
„litla" húsinu hlaust mér ókeypis
það sem hvergi er hægt að kaupa né
selja, nefnilega kærieika þegar hann
er sem bestur og kemur frá kristnu
hjarta. Sú vinátta hefur aldrei horfíð
né dvínað.
Ég segi stundum að ég eigi marga
kunningja en fáa vini, en tveir af
þeim sönnustu og tryggustu vinum
sem ég á eru einmitt hjónin sem búa
að Hlíðarvegi 54 í Ytri-Njarðvík,
nefnilega Jón Ben og hún Sigga
hans. Heimili þeirra hefur ætíð stað-
ið mér og fjölskyldu minni opið og
þar hefur ætíð verið borið fram það
besta sem til er, bæði af því sem end-
urnærir líkama en ekki síst af því
sem sálina seður og sem því miður
er svo mikill skortur á nú á þessum
tímum, nefnilega sönnum kærleika.
Guð blessi vini mína, Jón Ben og
Siggu.
Ég hef margs að minnast frá næst-
um tveggja áratuga viðkynningu en
ég hef ekki svo mikið pláss í Tíman-
um, að ég geti rakið það. Þegar ég
var forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti
og þreytan var að ná yfirtökum á
mér og enginn taldi sig hafa tíma tij
að Ieysa mig af, þá kom hjálpin enn
einu sinni frá höfðingjanum Jóni
Ben og Siggu. Þau buðust til að taka
að sér heimilið og ekki nóg með það,
að nýju kom rausnarskapur þeirra í
ljós. Þau lánuðu mér lyklana að litla
húsinu á Ólafsfirði og buðu mér
viku hvfld í ró og næði sem var ein-
mitt það sem ég hafði þörf fyrir.
í sannleika sagt verð ég að viður-
kenna að þá var ég dálítið í vafa um
hæfileika Jóns Ben. Ég hugsaði:
Getur Jón Ben í raun ráðið við
þetta? Viljinn að hjálpa er fyrir
hendi, en að stjórna 16 manna
heimili fyrir óreglumenn er tæplega
hlutverk fyrir mann sem aldrei af
eigin raun hefur kynnst svona
mönnum. Þeir plata hann upp úr
skónum, eins og sagt er, og heimil-
ið verður tómt þegar ég kem aftur
og hann sennilega á taugahæli. En
þreytan knúði mig til að taka boð-
inu og enn á ný fékk ég að njóta
gæða „litla“ hússins á Ölafsfirði í
heila viku. Endurnærður hélt ég til
Hlaðgerðarkots viðbúinn hinu
versta. En ég mætti fullu húsi af
fagnandi vinum sem rómuðu þessi
dásamlegu hjón. Ég var margspurð-
ur af vistmönnum síðar hvort.ekki
væri möguleiki að ég gæti ráðið þau
til starfa við heimilið, en því miður
var það ei mögulegt. Þó átti hann
eftir að gera meira fyrir okkur í
Samhjálp, því þegar mig vantaði
gjaldkera og enginn vildi koma, tók
Jón Ben að sér hlutverkið, sem var
bæði vanþakklátt og tímafrekt starf
og laun engin, heldur þvert á móti
útgjöld af bfl og dýrmætum tíma
hans.
Ég er neyddur til að hætta, en
margt fleira er að segja. En þegar sá
meistari, sem Jón Ben hefur með
óbifanlegri rökfestu fullyrt að sé
sinn frelsari, sagði við einn af læri-
sveinum sínum: Þú ert „klettur", þá
dettur mér oft í hug vinur minn Jón
Ben Georgsson, því svo oft hefur
hann reynst mér óbifanlegur og
traustur vinur í með- og mótlæti.
Guð blessi vini mína að Hlíðarvegi
54 í Ytri-Njarðvík.
Georg Viðar Björnsson.