Tíminn - 27.11.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.11.1990, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR & 686300 RÍKISSKIP NtrriMA FLUTNIKGAS Holnarfiusinu v Tryggvogotu. _____S 28822_____ r SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS \ i 3 NORÐ- AUSTURLAND Á AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ SUBARU Ingvar Helgason hf. Sœvartiöföa 2 Sfmi 91-674000 m I iniinn hRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER1990 Baejarstjórn Hafnarfjarðar um skýrslu endurskoðanda ársreikninga 1989: „Pólitískur skot- grafahernadur“ Nýlega var lögð fram í bæjarráði Hafnarfjarðar skýrsla annars skoðunarmanns ársreikninga 1989. í henni kem- ur m.a. fram að æðstu embættismenn bæjarins hafi tek- ið sér launaauka að upphæð hundruð þúsunda og að bæj- arstjóri hafi fengið greitt orlof á m.a. bílapeninga, nefnd- arlaun og risnu. Á fundi bæjarráðsins s.l. þriðju- dag var samþykkt af hálfu meiri- hluta bæjarráðs að hér væru á ferðinni „lágkúrulegar pólitískar árásir gegn einstaklingum" og al- mennur pólitískur skotgrafa- hernaður gegn meirihluta bæjar- stjórnar. Ársreikningar 1989 voru af- greiddir á tveimur fundum í bæj- arstjórninni í júní og júlí s.l. með vanalegum hætti, en þá neitaði Páll V. Daníelsson, annar tveggja kjörinna skoðunarmanna, að skrifa undir reikningana. Hinn endurskoðandinn ásamt löggilt- um endurskoðanda bæjarráðsins undirrituðu reikningana til af- greiðslu þá. Skýrsla Páls er lögð fram nú fyrst, þar sem honum voru gefnir aðeins nokkrir dagar til að yfirfara reikningana í sumar fyrir afgreiðslu þeirra. í skýrslu Páls kemur fram að bæjarstjóri hafi látið greiða sér kr. 205.070.- vegna „orlofs fyrir 13 daga“ sem hann telur sig ekki hafa tekið sem orlof. Þessi upp- hæð fékkst með því að reikna or- lof á „mánaðarlaun, yfirvinnu, bíl, nefndarlaun og risnu“, eins og kemur fram í skýrslunni. Þar segir einnig að ekki hafi áður þekkst að reiknað sé orlof á bíla- peninga, nefndarlaun né risnu. Einnig segir í skýrslu Páls að bæjarstjóri hafi fengið greidd laun kr. 473.239.- á mánuði fyrir utan ofangreinda upphæð. Svo og segir að bæjarstjóri, bæjarritari og fjármálastjóri bæjarins hafi skrifað upp á reikninga hver fyrir annan, um launauppbætur, sem samtals nema um rúmlega 900 þús. krónum á síðasta ári. Skýrsla þessi var lögð fyrir á bæjarráðsfundi í Hafnarfirði s.l. þriðjudag. Þar samþykkti meiri- hluti bæjarráðs, bæjarráðsmenn Alþýðuflokks, að „stóryrtar ásak- anir og alvarlegar aðdróttanir Páls í garð æðstu embættis- manna bæjarins eigi ekki við rök að styðjast". Einnig vildi meiri- hlutinn vekja sérstaka athygli á að engar upplýsingar koma fram í skýrslu Páls, sem ekki hafa komið fram áður í umfjöllun um árs- reikninga Hafnarfjarðarbæjar. „Skýrslan er því aðeins umbúnað- ur um persónulegar árásir á emb- ættismenn." Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Guð- mundur Árni Stefánsson, stað- festi í samtali við Tímann í gær það sem fram kemur í fundargerð fundar s.l. þriðjudag og sagði að þessi skýrsla fjallaði um mál sem voru rædd og afgreidd fyrir fjór- um mánuðum í bæjarráði, þ.e. þegar umræddir ársreikningar voru afgreiddir og sendir félags- málaráðuneytinu. „Þannig að allt sem þarna er á ferðinni er löngu þekkt hér í bæjarstjórninni og var þetta rætt bæði fyrir og eftir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar," sagði Guðmundur Árni. Einnig sagði Guðmundur Árni að Páll sé kjörinn endurskoðandi reikninganna af minnihluta bæj- arstjórnar og beri því öll þessi skýrsla hans keim af því að hann er í pólitískri andstöðu við meiri- hluta bæjarráðs. Á fundinum s.I. þriðjudag bar Þorgils Óttar Mathiesen, bæjar- fulltrúi minnihlutans, fram til- lögu þess efnis m.a. að bæjar- stjóri sjái um að umræddir emb- ættismenn greiði bæjarsjóði til baka ofangreindar upphæðir. Að tillögu Alþýðuflokks var þeirri til- lögu Þorgils Óttars vísað frá. —GEÓ Leit að smábátnum Jóhannesi HU 127: Tveggja manna er saknað úr bátnum í gær leituðu á milli 25 og 30 bátar, Fokkervél Landhelgisgæslunnar og þyrla Landhelgisgæslunnar að 4,5 tonna plastbáti frá Hvammstanga, Jóhannesi HU 127. Brak úr bátnum hefur fundist, en ekkert hefur sést til mannanna tveggja sem voru um borð í bátnum. Þeir eru 45 og 19 ára gamlir. Mennimir fóru frá Hvamms- tanga um hádegisbilið á sunnudag í línuróður. Um sexleytið sama dag kom síðan neyðarkall frá bátnum um að hann væri að sökkva. Mönnunum tókst ekki að gefa upp staðsetningu bátsins. Strax og neyðarkallið barst var hafin leit að bátnum. 21 bátur leituðu um nóttina alveg til klukkan fimm um morguninn. Þá gengu björgunar- sveitir fjörur og þyrla Landhelgis- gæslunnar leitaði til miðnættis. Leit hófst aftur um klukkan níu í gærmorgun. Að sögn Hálfdáns Henrýssonar hjá Slysavamafélagi ís- lands, sem stjórnar leitinni úr landi, er búið að leita frá Heggstaðanesi og út með Vatnsnesi og um allan Húna- flóann einsog hann leggur sig, alveg að Rifstanga. Fokkervél Landhelgis- gæslunnar leitaði eftir öllum nyrðri hluta flóans en bátamir og varðskipið Týr fóru út á móti og norður fyrir Grímsey í Steingrímsfirði og síðan beygði flotinn austurum. Brakið úr bátnum fannst síðan við Fáskrúðs- sker sem er norður af Vatnsnesi. Búið er aö ganga allar fjörur frá Skagatá og inn fyrir hjá Skagaströnd, Blönduósi og inn að Sandi og norður með Vatnsnesinu að austanverðu og síðan inn með Vatnsnesinu að vestanverðu og alveg inn á Hvammstanga. 1 dag mun leit halda áfram og verður þá leitað frá Skagatá væntanlega og alveg inn fyrir Blönduós, en þó mun það fara eitthvað eftir vindátt hvar leitað verður. Gúmmíbátur sem var um borð í bátnum hefúr enn ekki fundist og óvíst er hvort mönnunum hefúr tekist að sjósetja hann. khg. Akureyri: Eldur í timburhúsi Um kl. 11.30 á sunnudags- morgun kom upp eldur í 3ja hæða timburhúsi við llafnar- stræti á Akureyri. Eldurinn kom upp í eldhúsi á miðhæð hússins. Eldsupptök eru ókunn, en unnið er að rann- sókn málsins. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu kom eldurinn upp í eld- húsi á miðhæð hússins. íbú- amir voru ekki heima, en íbúi á þriðju hæð varð var við reyk- inn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en ibúðin þar sem e!d- urinn kom upp er mikið skemmd. Þá er jarðhæðin mik- ið skemmd af voldura vatns, og risíbúðin skemmdist af sóti og reyk. hiá-akureyri Húsnæðismál rædd utan dagskrár á sambandsstjórnarfundi ASÍ: Fjöldi láglaunafólks í okurleigu „Sambandsstjómarfundur Alþýöu- sambands íslands lýsir yfir áhyggjum sínum vegna gífurlegs húsnæðisvanda hjá lágtekjufóUd á höfuöborgarsvæðinu og á ýmsum stöðum á landsbyggðinni og þeirri okurieigu sem fjölmargar fjöl- skyldur þurfa að búa við til þess að hafa þak yfir höfúðið. T.d. er algengt á höfúð- borgarsvæðinu að þriggja heibergja ibúð sé leigð fyrir 40-65 þúsund krónur ámánuðL Fundurinn skorar á stjómvöld og sveitastjómir að gera nú þegar ráðstaf- anir til þess að aflétta þessu neyðar- ástandi sem er blettur á þjóðfélaginu." Þetta er tillaga frá Sigurði T. Sigurðs- syni, formanni verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, en Sigurður hóf um- ræður um húsnæðismál utan dagskrár á árlegum sambandsstjómarfúndi Al- þýðusambands Lslanck sem hófst í Reykjavík í gær. Sambandsstjómarfundinum verður fram haldið í dag. Utandagskrámmræð- unni var frestað í gær, en verður tekin upp á ný í dag. Þá verður m.a. fjallað um skýrslu um húsnæðismál sem Ásmund- ur Hilmarsson hagfræðingur hefur tek- iðsamanfyrirfundinn. í skýrslunni er rakin forsaga húsnæðis- Ásmundur Stefánsson flytur ræðu við setningu sambandsstjómarfundar ASÍ í gær. Lengst til vinstri er Lára V. JÚIÍUSdÓttÍr, þá Öm FriörikSSOn og Guðríður Elíasdóttir. Tímamynd: Ami Bjama lánakerfisins frá 1986, hvemig ástandið var á markaðnum áður en það komst á og hvað var samið um þegar því var komið á og hvemig málin hafe þróasL í gær var á fundinum fjallað um kjara- mál, stöðu eldra fólks á vinnumarkaði og lífeyrismál, en framsögumaður um hið síðastnefnda var Benedikt Davíðsson. í dag verður sem fyrr segir fjallað m.a. um húsnæðismál, framtíð verkalýðshreyf- ingarinnar og um starísmenntun. —sá Gísli Sigurðsson: Færhann aðfara áburt? íraska þingið hefur samþykkt að hleypa sænskum þegnum úr landi og vísaö málinu til af- greiðslu hjá forseta íraks, Sadd- am Hussein. Svíar hafa iagt fram tvo lista, einn yfir sænska borg- ara sem þeir vilja að verði hleypt úr landi og síðan er Gísla Sig- urðssyni lækni getið í hinum, þar sem hann sé undir verndarvæng sænska sendiráðsins. Gísli sagði sjálfur að það gæti tekið 3-4 daga að fá það á hreint hverjir fái að fara, en ýmislegt bendi til þess að hann fái að fara með Svíunum, sem yrði þá í þess- ari viku. Ef Gísli kemst ekki frá Bagdad með Svíunum þá mun utanríkis- ráðuneytið halda áfram að reyna að fá hann til íslands eftir öðrum leiðum. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.