Tíminn - 27.11.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.11.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 27. nóvember 1990 Tfmirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavfk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason SkrffstofunLyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldslman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Grundvöllur þjóðarsáttar Að loknum samningum sjómannasamtaka, bæði undirmanna og yfírmanna, og viðsemjenda þeirra, og að afstöðnum samráðsfundum milli aðila að kjarasamningunum frá í febrúar, er fullvíst að grundvöllur þjóðarsáttar um þróun efnahags- og kjaramála er traustur. Afram verður sameinast um að áhrifaöfl þjóðfélagsins vinni í anda þjóðarsáttar- innar. Þess er þá að minnast að áætlað þjóðarsáttartíma- bil er aðeins hálfnað, því að það á að standa fram í september á næsta ári. Við gerð þjóðarsáttarinnar var það sammæli að nauðsynlegt væri að ætla ekki minna en eitt og hálft ár til þess að sýna fram á ár- angur af samstilltu átaki þjóðfélagsaflanna til þess að koma á jafnvægi í efnahagsmálum. Þegar samningamir voru gerðir í febrúar vom all- ir sammála um að undirskrift þeirra væri sögulegur viðburður. Hins vegar var réttilega bent á það, að það yrði ekki fyrr en í lok samningstímans á haust- dögum 1991 sem hægt væri að kveða upp úr með það, hvort samningamir hefðu reynst tímamóta- samningar. Allir sem að þessum samningum standa verða að gera sér það ljóst að árangur þjóðarsáttar- innar verður ekki gerður upp endanlega fyrr en að loknum samningstímanum. Hitt er annað, og það skiptir miklu máli fyrir fram- haldið, að þjóðarsáttin heíur staðist og sannað gildi sitt það sem af er. Samstaðan sem efnt var til milli ólíkra hagsmunaafla hefur haldist og efnahagslegur árangur samstöðunnar hefur verið góður. Meginatriði þjóðarsáttarinnar snýst um það að gera óðaverðbólgu útlæga úr íslensku hagkerfi. Samstaða um þetta markmið gerði þjóðarsáttina sögulega. Þar kom ffam skilningur á því, að verð- bólga er afleiðing af árekstrum milli verðlags og kaupgjalds, hvert sem menn annars vilja rekja upp- haf slíks atvikaferlis, enda tilgangslaust að eltast við slíkt, þegar málspartar eru famir að átta sig á að verðbólga er öllum jafnmikill meinvaldur, hvort heldur það em atvinnurekendur eða launþegar. Að- ferðin til að draga úr verðbólgu er því að leita jafn- vægis, fækka árekstratilefnum í verðlagsþróuninni. Þetta hefur tekist það sem af er þjóðarsáttartíman- um. Verðbólgan hefúr stórminnkað á þessu ári og verðgildi íslensku krónunnar styrkst að sama skapi. Gengi krónunnar er mjög stöðugt. Ef miðað er við 12 mánaða tímabil október 1989 - október 1990 hefur verðbólga mælst 9.2%, en ef litið er til þróun- ar síðustu þriggja mánaða (1%) samsvarar það tæp- lega 4% verðbólgu miðað við heilt ár. Þjóðhags- stofnun gerir að vísu ráð fyrir að verðbólga verði meiri á næstu mánuðum, 7-9% eftir atvikum, en þótt svo verði er óþarfi að tala um að með því sé öllu stefnt í voða. Hinsvegar em þessar horfur ströng áminning um að ekki verði slakað á aðhaldi í þjóðarbúskap og aðilar þjóðarsáttar haldi fast við markmið hennar. í því efni er enginn undanþeginn. GARRI : Sjénvarpiö sýtrlr einskonar ágrip sögu seinni heimsstyrjaldarinnar, eins og hún kemur rithöfundinum Hermanni Wouk fyrir sjónir. Nú síðast var þáttur um sjóorrustuna við Midway-enu f KyrrahafL Þar töpuðu Japanir náumt, tn nóg til þess að með þessari orrustu urðu Jráttaskil í Kyrrahafsstríðinu Jap- önum í hag. Sýndi þessi þáttur hve oft er mjótt á mununum í stríði, þar sem úrslit ráðast oft á hálf- gerðum háimstráum. Sagnfraði- lega séð virðist ekkert athugavert við þættina nema síður sé. Þeir eru barist var með stærri og sýótvirk- arí tóium en áður þekktust, og þar sem öríög mannsins skiptu litlu máli. Wiuston Churehill, sem stundum Íeit á stríð eins og hluta af bókmenntum, helt því fram, að stríöið 1914-18 hefói veriö síðasta stríðið þar sem einhverrar riddara- mennsku gætti. Þar átti hann m.a. við þau atvik, þegar flugmenn viku frá óvini sínum eftír að hann varð skotfæraiaus og gat ekki varist, í stað þess að skjóta hann niður. Fieiri atvik úr því stríði urðu ChurchiU minnisstæð, er sýndu mannleg samsldpti miiil óvina. Þar má geta samelginiegs söngs í skot- gröfúnum milii óvinaherja á jól- um. Seinna stríðið leyfði engan inga hafi verið útrýmt. Síðar hefur þessl háa tala verið taiin vafasöm. Sagnfræðingar hafa komið fram, sem taiið hafa þessa tölu mikið Íægrí. Héðan af skiptír þessi tala út tfðinni hafa Gyðingar náð undir sig þýöingarmildum þáthim í inn sem slíkur varla vera tíi. Yfírborð stríðssögunnar Þættinijr Stríð og minningar eru að því leyti fráhrugðnir hinu raun- verulega yfirborði, að þar er fjallaö um fótk í stríði, titfinningasemi þess og ástríður í skuggaiegri ver- öld. Að vissu Ieyö er öfi saga gerð af þeim efnivið. Stríössaga hefur þó annað yfirborð á meðan hún er að verða til lúndurskeyii, setn i,er Anoin sKxpsiuSt sem v&tOuT iyri» því, leysist hins vegar upp f ein- staídinga, og af hveijum og einum verður allt í eínu nokkur saga, jafn- vel í dauðanum. Það er þar sem menn eins og Hermann Wouk koma til skjalanna og færa örlög einstaklinga í ietur. Þegar hann skrifar bók sína úr stríðinu hefur þeirri heifl sem stríð skapar linnt og hann talar af mM um andstæð- ingana. Að vísu fer hann þarfljótar yfir sögu sem eðliiegt er, enda er bókin um Bandarikjamenn f stríði, en ekkl um Japani eða nasista. Gyðingar í iðnaði í seinni heimsstyrjöidinni urðu marghrað fara huldu höfði, eins og fóik í andspyrnuhreyfingum og fóik andstætt hugmyndafræði óvina Bandamanna, sem auðvitað var mildð af f hcmumdum lönd- um. Fyrfr stríð höfðu nasislar tck- ið upp fáránlega stefnu, sem mið- aði að því að hrekja og útrýma Gyð- ingum. Eftir að styrjöldin hófst voru Bandamenn tregir til að trúa því aö menntuð þjóð eins og tjóð- veijar gæti af pólitískum ástæðum og í krafti þess einræöis sem kom- ið haföi verið á í Þýskalandi Þeir eru ráðamenn í kvikmynda- gerð og gerð sjónvarpsefnis. Það sést á þáttunum, sem gerðlr hafa verið um Stríð og minningar Her- manns Wouks, að þar hafa Gyðing- ' ar um vélað. Aukahluti stórverks Á sama tíma og heilar þjóðír standa i heljarátökum og tcfla fram mannafia og vélum og Íítið er sagt frá andstæðingum, Japönum og nasistum, tefla þáttasmiðir fram Gyðingaætt sem þátttakendum f þessarí þjóðabaráttu. Með sama hætti heföi verið hægt að tefla fram Rússum og Pólveijum, sem hiutu sömu örlög í fangabúðum nasista. í sögulegum þáttum um seinni heimsstyijöidina eiga Gyð- ingar að sjálfsögðu heima. 1 þátt- um um Stríð og minnlngar verða þeir hins vegar alitof íyrirferðar- míkili bluti verksins, einir sér þeirra þjóðstofna, sem á voru unn- in svívírðileg hryðjuverk. Þeir sem og sjónvarpsþáttum þaðan komast eldd hjá því að sjá hvemig eigendur og áhrifamenn þessa iðnaðar iáta ekkert tækitæri ónotað U1 að minna á meðferðina á Gyðingum á stríðsárunum, Þetta er fyrir löngu gengið út f öfgar. Og enn einu sinni hafa framleiðendur Stríðs og minninga fengið því ráðið, að skaða annars góða þættí með of mikilli áherslu á útrýmingarstefnu nasista, þannig að úr verður stíl- rðf. En það skiptír framleiðendur 1 AF ERLENDUM VETTVANGI Þófiö við Persaflóa Nærri fiórir mánuðir eru liðnir síð- an írakar réðust inn í Kúvæt og hröktu fúrstann frá völdum og létu ekki þar við sitja, heldur lýstu yfir því að landið væri innlimað í írak, þ.e. þurrkað út sem sjálfstætf ríki. Langdregið umsátur Bandaríkjastjóm hafði frumkvæði um að Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti að lýsa yfir við- skiptabanni á írak, sem haldið hefur verið uppi með beinu hafnbanni. Sovétmenn studdu þessa ákvörðun og fjöldi Arabaríkja auk Týrklands og annarra ríkja. Bandaríkjaforseti hafði þannig mikinn stuðning við þá afstöðu sína að stöðva frekari framgang árásarstefnu Saddams Hússeins og hefur auk þess notið fylgis við þá ákvörðun að senda bandarískt herlið til Saúdi Arabíu og styrkja það með herflutningum fjölda annarra ríkja. Það ríkir því umsátursástand um írak, þótt ekki hafi komið til beinna átaka í því sambandi, ef undan er skilið að her- skip umsátursaðila hafa haft afskipti af ferðum skipa sem sigldu í þágu íraka. Þetta er hemaðarástand án beinna hemaðaraðgerða, sem aug- ijóst er að þreytir Bandaríkjastjóm e.t.v. meira en sjálfan skúrkinn í sögunni, Saddam Hússein. Vandi Bandaríkjaforseta er nú farinn að liggja í því að hann á erfítt með að fá stuðningsríki sín um viðskiptabann og hernaðarumsátur til að taka undir þá hugmynd að hefja árás á ír- aka og stofna til styrjaldar sem hreki þá frá Kúvæt. Að vísu hafa aðal- stuðningsríki Bandaríkjastjómar ekki afneitað því að óhjákvæmilegt verði að hefja styrjöld fyrr eða síðar en í reynd hafa þau dregið úr slíku og ekki viljað setja það á vald Banda- ríkjanna að ákveða innrásardaginn. Andstaða gegn stríði En ef stuðningsríki Bandaríkja- stjórnar eru hikandi í þessu efni, þá á það ekki síður við um ýmsa ráða- menn í Bandaríkjunum sjálfum. Innan alríkisþingsins í Washington er veruleg andstaða gegn því að styrjaldaraðgerðir færist meira út en verið hefur. Að einhverju leyti kemur þar til sú staðreynd að demó- kratar eru í meirihluta í báðum þingdeildum. En hitt má sín einnig mikils að þingmenn vita um and- stöðu meðal almennings gegn því að Bandaríkjamenn verði neyddir út í styrjöld í fjarlægum heimshluta, sem Bandaríkjaforseta hefur ekki tekist að réttlæta með neinum sannfæringarkrafti gagnvart þjóð sinni. Vandi Bandaríkjaforseta felst því ekki eingöngu í því að sannfæra Ör- yggisráðið og stuðningsríki sín þar, heldur á hann undir högg að sækja hjá sinni eigin þjóð. Deilur standa um það á pólitískum vettvangi í Bandaríkjunum, hvort forsetinn hafi rétt til vegna stöðu sinnar sem æðsti yfirmaður heraflans að lýsa yf- ir styrjöld við íraka, enda standa for- ystumenn á þingi fast á þeim rétti að alríkisþingið verði að veita heim- iid tii svo afdrifaríkrar ákvörðunar, sem þeir telja bundið í stjómarskrá. Enginn vafi er á því að andstaða bandarísks almennings er vemleg sem lýsir sér m.a. í niðurstöðum skoðanakannana sem segja að um 70% þjóðarinnar telji að forsetinn skuli fara með fullri gát og afla sér heimildar þingsins. Virk andstaða fer auk þess vaxandi með samtökum og mótmælaaðgerðum. Þetta fólk er vantrúað á skjótan sigur og óttast að eyðimerkurstríð í Arabíu og írak verði nýtt Víetnamstríð þar sem bandarískum ungmennum verði fórnað fyrir ekki neitt. Frestur til áramóta? Hvað sem um þetta er að segja benda nýjustu fréttir til að Banda- ríkjastjóm muni knýja fram sam- þykkt í Öryggisráðinu áður en langt um líður um að írökum verði gef- inn ffestur til áramóta um að draga her sinn frá Kúvæt áður en látið verði til skarar skríða með hervaldi. Bush forseti telur sig ekki getað hvikað frá þeirri yfirlýsingu sinni að írakar skuli á brott með hervaldi, ef viðskiptabann og samningar duga ekki. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.