Tíminn - 28.11.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 28. nóvember 1990
Tíminn 5
Könnun Félagsvísindastofnunar á vinnu framhaldskólanema:
Lífsgæðakapphlaupið
hefst strax í skóla
47,5% framhaldskólanemenda á landinu vinna með skólanum og
81,5% þeirra vinna um helgar. 5,2% af þeim nemendum sem vinna
eru í vinnu vegna námsins. Mun fleiri konur vinna með skólanum
en karlar, eða um 56% á móti 39% karla.
42,7% þeirra framhaldskólanem-
enda sem vinna eru í verkamanna-
vinnu, 28,8% vinna við afgreiðslustörf
og 28,6% við ýmis þjónustustörf. 35%
framhaldskólanema sem stunda
vinnu eru að því til þess að sjá fyrir sér,
en flest aðspurðra vinna til þess að
hafa vasapeninga eða 64,8% og 31,8%
vinna til að geta keypt eitthvað sem
hugurinn gimist. Athyglisvert er að
samkvæmt niðurstöðum þessarar
könnunar er að heildartími, sem varið
er til náms hjá þeim sem vinna mest,
er um 4 klst skemmri á viku en hjá
þeim sem ekkert vinna. Einnig er at-
hyglisvert að nærri helmingur karl-
manna í framhaldsskóla á bíl en um
fjórðungur kvenna.
Þetta kemur fram í könnun Félags-
vísindastofnunar á vinnu framhald-
skóianema veturinn 1989-’90, sem
gerð var fyrir Menntamálaráðuneytið,
en niðurstöður hennar voru birtar ný-
lega.
Könnun þessi fór fram í mars og
apríl s.I. og náði til 11 framhaldskóla
víðsvegar á landinu, bæði fjölbrauta-
skóla, menntaskóla, iðnskóla og verk-
menntaskóla. Úrtak þessarar könnun-
ar voru um 1300 nemendur, en um
1035 nemendur svöruðu könnuninni
eða um 79,6%. Tilgangur könnunar-
innar var að athuga hve stór hluti
nemenda ynni með náminu og hve
lengi, kanna áhrif vinnunnar á námið,
tómstundir, tengsl vinnunnar við bú-
setu, aðstæður, tegund skóla, aldur,
kyn o.fl.
í könnuninni kemur fram munur á
atvinnuhegðan eftir þvr hvar á land-
inu menn stunda nám, en talsvert
fleiri nemendur í skólum á höfúð-
borgarsvæðinu voru í vinnu veturinn
1989-’90 en þeir sem voru í skóla á
landsbyggðinni, eða 50,3% á móti
40,2%. En 75% aðspurðra voru við
nám á höfuðborgarsvæðinu, en 25% á
landsbyggðinni.
Það virðist háð tegund skóla, kyni
og fleiri þáttum hve mikið nemendur
vinna. Karlar vinna talsvert lengur en
konur og nærri 18% þeirra vinna yfir
30 klst á viku, en innan við 10%
þeirra sem yngri eru. Spurt var í þrem
aldurshópum: eldri en 20 ára (fæddir
fyrir 1970), 18-20 ára (fæddir 1970 eða
1971) og yngri en 18 ára (fædd 1972
eða síðar). Nemendur í iðn-Aerk-
menntaskóla vinna að jafnaði lengur
en nemendur annarra skóla. Um
fjórðungur þeirra vinnur 30 klst. eða
meira á viku, enda vinnur stór hluti
þeirra vegna þess náms sem þeir
stunda og þá oft fulla vinnuviku. Þá
vinna nemendur fjölbrautaskóla
lengri vinnuviku en nemendur
menntaskóla.
Rúmlega fjórðungur þeirra sem
vinna með námi vinna daglega virka
daga og yfir 80% um helgar. Þeir sem
einkum vinna daglega eru þeir sem
vinna vegna náms; þeir vinna jafh-
framt álíka mikið og aðrir um helgar.
Ekki kom fram marktækur munur á
kynjum hvað þetta atriði varðar.
Tálsverður munur kom fram á teg-
undum þeirrar vinnu sem nemendur
stunda, eftir því í hvaða tegund skóla
þeir stunda nám. 58% nemenda í iðn-
/verkmenntaskóla vinna verkamanna-
vinnu, en 35-40% annarra. Um 35%
nemenda fjölbrautaskóla vinna við af-
greiðslustörf, en 21-25% annarra. Og
um 35% nemenda í menntaskóla
vinna ýmiskonar þjónustustörf, en
21-25% annarra.
Laun nemenda eru nokkuð mis-
munandi, en meðaltímakaup nem-
enda var rúmar 450 kr. Tímakaup
virðist einkum háð því hve langt nem-
endur voru komnir í námi sínu, en
þeir sem voru að byrja nám höfðu
lægst tímakaup. Þá voru nemendur
iðn- og verkmenntaskóla að jafnaði
með lægra tímakaup en nemendur
fjölbrautaskóla og menntaskóla.
Ástæður þessa eru að hluta til þær, að
nemendur iðn- og verkmenntaskóla
vinna í ríkara mæli daglega virka daga
heldur en nemendur annarra skóla.
Athyglisvert er að ekki kom fram
marktækur munur á tímakaupi karla
og kvenna sem vinna með námi. Karl-
ar vinna ffekar verkamannavinnu en
konur afgreiðslustörf.
Nemendur nefna ýmsar ástæður
fyrir vinnu með námi, en flestir, eða
um 65%, nefna meiri vasapeninga
sem aðalástæðuna. 35% segjast vinna
til að sjá fyrir sér, 31,8% til að kaupa
eitthvað sérstakt, 20% nefna áhuga
fyrir starfinu, 13% vinna til að taka
þátt í heimilishaldinu og 11,7% vegna
þess að þeir telja sig hafa nægan tíma
til að vinna. Karlar vinna ffekar en
konur til að hafa meiri vasapeninga,
vegna áhuga á starfinu og vegna þess
að þeir hafa meiri tíma. Nemendur
fjölbrauta-, iðn- og verkmenntaskóla
nefha frekar en nemendur mennta-
skóla að þeir verði að vinna til að sjá
fyrir sér og taka þátt í rekstri heimilis.
Einnig kemur fram munur á
ástæðum fyrir vinnunni eftir búsetu
fólks á landinu. Þeir landsbyggðarbú-
ar sem stunda nám á höfuðborgar-
svæðinu eru í ríkari mæli en aðrir að
vinna til að sjá fyrir sér, eða um 56,3%
þeirra. Hinir nefna ffekar vasapeninga
eða að kaupa eitthvað sérstakt sem
ástæður vinnu sinnar. Einnig kemur
fram að böm verkamanna, sjómanna
og bænda vinna meira en önnur til að
sjá fyrir sér eða til að taka þátt í heim-
iíisrekstri, en böm skrifstofu- og þjón-
ustufólks, sérfræðinga og atvinnurek-
enda vinna frekar til að afla sér vasa-
Áhangendur liðanna studdu keppendur af mikilli innlifun.
SKREKKUR ‘90: hæfiieikakeppni Grunnskóla Reykjavíkur og ÍTR:
Breiðholt sigraði
Breiðholtsskóli bar sigur úr býtum
í úrslitum í hæfileikakeppni Grunn-
skóla Reykjavíkur sem haldin var í
Háskóiabíói í gær.
Atriði Breiðholtsskóla hét „Svart-
Hvít og þrír svalir“ og var flutt af 8
nemendum, þeim Jóni Helga, Arn-
óri, Guðfinni, Ásgeiri, Torfa, Gústa,
Sigrúnu og Davíð.
Fullt var út úr dyrum á keppninni í
gær, en þar kepptu 12 skólar um
vinningssætið og verðlaunagripinn
SKREKK ‘90 en það var einnig nafn
keppninnar. Þeir skólar sem tóku
þátt auk Breiðholtsskóla voru
Hvassaleitiskóli, Austurbæjarskóli,
Hólabrekkuskóli, Seljaskóli, Lauga-
lækjarskóli, Fellaskóli, Æfingaskóli
KHI, Hagaskóli, Réttarholtsskóli,
Langholtsskóli og Árbæjarskóli.
-GEÓ
peninga.
Flest aðspurðra, eða tæp 80%, búa í
heimahúsum á meðan á námi stendur
og auk þess búa tæp 90% hjá foreldr-
um þess utan. Rétt rúm 10% ffam-
haldskólanemenda greiða fullan hús-
næðiskostnað og innan við 10% í við-
bót greiða einhvern hluta húsnæðis-
kostnaðar, eða um 20% samtals. Þeir
sem em eldri en 20 ára greiða í ríkari
mæli sjálfir fyrir flesta hluti en þeir
sem yngri em. Landsbyggðarbúar
sem stunda nám á höfuðborgarsvæð-
inu greiða í mun ríkari mæli fyrir
húsnæði og fæði heldur en aðrir og
einnig greiða börn sjómanna/bænda
og verkamanna í meira mæli fyrir
húsnæði og fæði en aðrir. Þá fá nem-
endur síður aðstoð ffá foreldmm sín-
um eftir því sem þeir vinna meira og
nemendur í menntaskóla munu ffek-
ar fá fjárhagsaðstoð frá foreldmm en
nemendur annarra skóla, einkum
nemendur iðn- og verkmenntaskóla.
Helmingur karlmanna í framhalds-
skóla eiga bíl en um fjórðungur
kvenna. Yfir 60% þeirra elstu eiga bíl,
en um 20% þeirrayngstu. Hvort nem-
endur eiga bfl er einnig nátengt því
hvort menn stunda launaða vinnu eða
ekki, þ.e. þeir sem vinna mest eiga
frekar bfl en þeir sem vinna minna.
Bflaeign er algengust meðal nemenda
iðn-/ verkmenntaskóla, þá meðal fjöl-
brautaskólanemenda en minnst með-
al menntaskólanemenda.
Athyglisvert er að í niðurstöðum
þessarar könnunar kemur ffam að
vinna nemenda virðist ekki hafa mikil
áhrif á þann tíma sem þeir verja í
heimanám, né tímasókn í skólann.
Munurinn á tímasókn þeirra sem ekki
vinna og þeirra sem vinna yfir 12 klst.
á viku er aðeins um 3 kennslustundir
á viku og munurinn á heimanámi á
dag er aðeins um stundarfjórðungur
að jafnaði, og einnig að heildartími
sem varið er til náms hjá þeim sem
vinna mest er um 4 klst skemmri á
viku en hjá þeim sem ekkert vinna.
Einnig kemur fram að þeir sem vinna
lítið eru meira í félagslífi í skólanum
heldur en þeir sem ekkert vinna. Hins
vegar minnkar sú þátttaka hratt þegar
vinnan er orðin mikil.
Því segir í niðurstöðunum: ,A1-
mennt má því draga þær ályktanir af
þessu að tengsl vinnu með námi og
hve mikið menn stunda nám eru lítil,
en marktæk. (Ath. að ekki er neitt
fjallað um tengsl vinnu og námsár-
angurs, heldur eingöngu í hve mikl-
um mæli námið er stundað). Tengsl
vinnu og tómstunda eru hins vegar
sterk, þannig að mikil vinna dregur úr
tómstundaiðkun eða mikil tóm-
stundaiðkun dregur úr vinnu.“
—GEÓ
Niðurstöður rannsóknar RLR vegna
brunans í Gufunesverksmiðjunni:
Eldurinn kom
upp vegna leka
Rannsóknarlögregia rfldsins hefur
sent frá sér fréttatilkynningu um
niðurstöður rannsókna á brunanum
sem varð í Áburðarverksmiðjunni í
Gufunesi 15. aprfl s.l.
í niðurstöðunum segir að eldurinn
hafi komið upp þegar verið var að
dæla ammoníaki úr flutningaskipi,
sem lá í höfninni í Gufunesi, í amm-
oníaksgeymi verksmiðjunnar.
Við rannsókn kom fram að gasi úr
geyminum var hleypt úr um búnað
sem er ofan á geyminum í stað þess
að dæla því um rör út í tanka skips-
ins, en þessi háttur var hafður á
vegna bilunar í búnaðinum. Við
rannsókn á gasinu sem var í geymin-
um eftir brunann kom í ljós að um
var að ræða vetni í mjög miklum
mæli, en áður en dælingin átti sér
stað var talið að svo eldfimt vetni
væri ekki til staðar í geyminum.
Við rannsókn á gasi sem var í flutn-
ingaskipinu sem kom með ammon-
íakið reyndist það ekki innihalda
vetni í þem mæli sem var í geymin-
um. Við frekari athugun varð niður-
staðan sú að þetta vetni myndaðist
við ammoníaksframleiðslu í verk-
smiðjunni og komst um lagnakerfi
hennar í ammoníakstankinn.
.Ástæða þess að eldur kom upp í
þessu tilviki er talin vera sú, að þeg-
ar gasið var látið streyma í gegnum
þann búnað sem er á tanknum til að
lækka í honum þrýsting hafi mynd-
ast við núninginn neisti. Þar sem út-
blástursbúnaðurinn er úr plasti og
hefur þar af leiðandi ekki jarðsam-
band hefur neistinn hlaupið úr plast-
efninu. Þegar neistinn komst í snert-
ingu við svo eldfima lofttegund sem
vetnið, kviknaði samstundis eldur,“
segir í fréttatilkynningu RLR.
Einnig segir í fréttatilkynningunni
að hætta á eitruðum lofttegundum
hefði ekki verið fyrir hendi, ef undan
er skilin einhver myndun köfnunar-
efnisoxíða líkt og gerist í hverjum
öðrum eldsvoða.
En við bruna ammoníaksins hefði
myndast svo til eingöngu köfnunar-
efni og vatn.
„Þannig hefði bruni ammoníaksins
með þessum hætti komið í veg fyrir
að eitruð ammoníakský gætu borist
til svæða í nágrenni verksmiðjunnar,
en slíkt hefði hugsanlega getað gerst
ef ammoníak hefði streymt úr geym-
inum án þess að brenna."
—GEÓ
Leitað í
fjörum
Skipulagðri leit á sjó og úr lofti
að mönnunum tveim, sem voru
um borð í Jóhannesi SU 127,
var hætt í gærmorgun. Þeirra
hefur verið saknað síðan á
sunnudag. í gær voru fjörur
gengnar og það eina sem fannst
voru noldcrar fjalir og slægðir
þorskar sem bentu til að gætu
verið úr bátnum. Björgunar-
sveitarmenn munu halda áfram
að leita í fjörum í dag.
Mennimir sem voru í bátnum
heita Dagbjartur M. Jónsson, 45
ára, búsettur í Víðigerði í Víði-
dal, og Jónas Sigfússon, 18 ára,
búsettur hjá foreldrum sínum í
Gröf í Víðidal. Dagbjartur er
kvæntur og á tvö böm. khg.