Tíminn - 28.11.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.11.1990, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 28. nóvember 1990 Tíminn 15 Ivan Jonas skoraði 38 stig fýrir Tindastólsmenn, sem sigruðu Keflvíkinga á Króknum í gærkvöld 109-96 í úr- valsdeildinni í körfuknattleik. Valur Ingimundarson gerði betur, skoraði 40 stig, en hjá Keflavík skoruðu þeir Jón Kr. Gíslason og Sigurður Ingimundarson 23 stig hvor. Meðal annars gerði Jón Kr. 7 þriggja stiga körfúr í leiknum. Tindastóll hefúr nú tekið forystu á nýjan leik í B-riðli úrvalsdeildarinnar. Jón sló öll metin í 100 kg f lokknum Bikarmót Kraftlyftingasambands íslands var haldið á laugardaginn var í íþróttahúsi Víöistaðaskóla í Hafnarfirði. Keppendur voru 27 talsins og kepptu þeir í 9 flokkum. 18 met vom slegin á mótínu, þar af 2 drengjamet, 7 unglingamet og 9 fuDorðinsmet Jón Guðmundsson settí drengja- met í beldcpressu í -82,5 kg flokki, lyftí 122,5 kg. í hnébeygju settí hann einnig met, jyftí 220 kg. Ingimundur Ingimundarson settí 2 unglingamet í réttstöðulyftu í -75 kg flokki, jyftí 232,5 kg og síð- an240kg. Bárður Olsen settí 2 unglingamet í hnébeygju í -82,5 kg flokki. Hann lyftí f>TSt 255 kg og síöan 260 kg. Hann settí einnig met í réttstöðu- lyftu, lyfti 290 kg og settí 2 met í samanlögðu 700 kg og 705 kg. Jón Gunnarsson, okkar fremstí kraftlyftingamaöur í dag, kepptí nú í fyrsta sinn í -100 kg floldd og stó gildandi íslandsmet í flokkn- um. Hann lyfti 340 kgf hnébeygju, 201 kg í bekkpressu og 330 kg í réttstöðulyftu, sem gerði 870 kg samanlagt. Jón var stigahæsti keppandinn á mótínu. Guðni Siguijúnsson setti glæsi- kgt íslandsmet í réttstöðulyftu í -110 kg flokkum, en metíð hafði staðið frá árinu 1979. Hann lyfti fyrst 345,5 kg og siðan bættí hann um betur og lyftí 355 kg. Þar með bættí hann einnig íslandsmetíð í samanlögðu, fyrst 890 kg og síðan 900 kg. Baldvin Skúlason settí met í bekkpressu í -110 kg flokki, fyfti 223 kg. Auðunn Jónsson, sem aðeins er 18 ára gamall, hefúr sýnt miklar framfarir á árinu og fróðlegt verð- ur að fylgjast með honum í fram- tíðinni. Hann náði góðum árangri á mótínu. Sigurvegarar urðu þessir, hné- bcygja, beldcpressa, réttstöðufyfta og samanlagt: Jóhannes Eiríksson 145 kg 70 kg 147,5 kg 362,5 kg -67,5 kg: Hilmar Gunnarsson 170 kg 85 kg 160kg415kg -75 kg: Kári Elísson 240 kg 165 kg 260 kg665kg Bárður Olsen 260 kg 155 kg 290 kg705kg -90 kg: Halldór Eyþórsson 295 kg 140 kg 280kg715kg -100 kg: Jón Gunnarsson 340 kg 201 kg 330 kg 870 kg -110 kg: Guðni Siguijónsson 335 kg 210 kg355 kg900kg -125 kg: Birgir Mðarsson 185 kg 175 kg 150 kg 510 kg +125 kg: Kristján Falsson 225 kg 147,5 kg 220 kg 592,5 kg Körfuknattleikur— Urvalsdeild: Breiddin meiri hjá Grindavík — miklum villuleik á Hlíðarenda lauk með 1 stigs sigri Grindvíkinga, 96-97 Alls þurftu 7 leikmenn að yfirgefa leikvöllinn með 5 villur í gærkvöld, þegar Valsmenn mættu Grindvík- ingum í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik á Hlíðarenda, 5 Valsmenn og 2 Grindvfldngar. Á æsispennandi lokamínútum reyndist breiddin meiri hjá gestunum sem sigruðu með 1 stigi 96-97. Valsmenn voru yfir allan fyrri hálf- leik, ef frá er talið þegar gestirnir voru yfir 4-6 í upphafi leiksins. Munurinn var þetta 1-11 stig. Grindvíkingar minnkuðu muninn í 11 stig undir lok fyrri hálfleiks 46- 45, en Valsmenn bættu við fram að hléi og voru yfir 53-47 í leikhléinu. Síðari hálfleikur var mjög jafn og spennandi, Valsmenn leiddu framan af, en Grindvíkingar náðu að komast yfir í fyrsta sinn 74-75. Upp frá því var leikurinn í járnum og hart bar- ist. Rúnar Árnason UMFG varð að fara af leikvelli með 5 villur snemma í hálfleiknum og sömu leið fór félagi hans, Steinþór Helgason. Hjá Val munaði miklu um að Magnús og Matthías Matthíassynir, David Griss- om, Helgi Gústafsson og Guðni Haf- steinsson urðu allir að hverfa af velli af sömu ástæðu með reglulegu millibili á lokamínútunum. Sigur- inn gat lent hvorum megin sem var. Valsmenn fengu síðustu sóknina í leiknum, eftir að dæmdar voru 3 sek. á Dan Krebbs í liði UMFG. Þriggja stiga skot Jóns Bender á lokamín. rataði ekki rétta leið og Grindvíkingar fögnuðu sínum 8. sigri í röð 96-97. Steinþór, Dan Krebbs og Jóhannes Kristbjörnsson voru bestir hjá Grindavík í þessum leik. Guðmund- ur Bragason náði sér ekki á strik, lenti snemma í villuvandræðum og hann gerði öll stig sín í síðari hálf- leik. Hjá Val voru þeir Magnús og Ragn- ar mjög góðir og Grissom átti góða spretti en hitti illa. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Ólafs- son og Helgi Bragason. Þeir voru ósparir á villurnar eins og fram hef- ur komið, en margar þeirra höfðu engin áhrif á leikinn. Stigin Valur: Ragnar 30, Grissom 28, Magnús 24, Guðni 6, Helgi 5, Matthías 2 og Jón 2. UMFG: Krebbs 30, Jóhannes 17, Steinþór 16, Guð- mundur 10. Bergur 9, Marel 7, Sveinbjörn 4, Ellert 3 og Rúnar 1. BL Handknattleikur. íslendingar unnu Bandaríkja- menn stórt, 30-19, í landsleik í handknattieik í Stykkishólmi í gærkvöld að viðstöddum 450 áhorfendum. f leikhléi var stað- an 14-10. Mörk ísiand gerðu: Júlíus 10, Skúli 4, Sigurður 4, Jakob 3, Héðinn 3, Valdimar 2, Konráð 2, Einar 1 og Bjarkl 1. Körfuknattleikur— NBA-deildin: PORTLAND HEFUR UNNIÐ FYRSTU 11 LEIKI SINA — Nú síðast lið San Antonio Spurs 117-103 Portland TVail Blazers er enn eina taplausa liðið f NBA-deildinni í körfuknattíeik. Liðið hefur unnið fyrstu 11 leiki sína í deildinni og er geysisterkt um þessar mundir. San Antonio Spurs er efst í sínum ríðli í vesturdeildinni, en í austurdeildinni eru það Boston Celtícs og meistarar Detroit Pistons sem skipa efstu sæt- in í riðlunum tveimur. Úrslitin um helgina urðu sem hér segir, föstudagun Boston Celtics-Sacramento K. ...115-105 Philadelphia 76ers-Cleveland..111-105 Charlotte Homets-Miami Heat ..100-116 Detroit Pistons-Washington B...97- 88 Indiana Pacers-Houston Rock. ..112-111 Dallas Mavericks-SA Spurs ....104-107 Utah Jazz-Seattle Supersonics..97- 96 Phoenix Suns-New Jersey Nets ..114-116 LA Clippers-Chicago Bulls.....97-105 Portland TB-Golden State War. ..143-119 Laugardagun NY Knicks-Milwaukee Bucks.....97-107 Washington Bullets-Indiana P. ...107-105 Miami Heat-Charlotte Homets ..112-125 Atlanta Hawks-Philadelphia....121-124 Cleveland Cav-Boston Celtics ....102-113 Dallas Mavericks-Utah Jazz.....74- 84 Denver Nuggets-Chicago Bulls ..145-151 LA Lakers-Orlando Magic ......115- 89 Golden State Warr.-NJ Nets....113-117 Sunnudagun Detroit Pistons-Sacramento K. ..105- 92 Minnesota TW-Houston Rockets .91-107 LA Clippers-Orlando Magic.....91-119 Portland TB-SA Spurs..........117-103 Mánudagun Boston Celtics-Miami Heat.....118-101 Staðan í deildinni er nú þessi, heildarleikir, unnir, tapaðir, vinningshlut- fall: Austurdeild — Atlantshafsríðill: Boston Celtics............13 11 2 84,6 Philadelphia‘76ers........13 9 4 69,2 New York Knicks...........11 6 5 54,5 Miami Heat................13 4 9 30,8 New Jersey Nets...........13 4 9 30,8 Washington Bullets........11 3 8 27,3 Austurdeild — Miðriðill: Detroit Pistons...........12 10 2 83,3 Milwaukee Bucks...........12 9 3 75,0 Chicago Bulls.............13 7 6 53,8 Cleveland Cavaliers.......13 7 6 53,8 Charlotte Homets..........14 7 7 50,0 Atlanta Hawks.............12 4 8 33,3 Indiana Pacers ...'......12 5 7 41,7 Vesturdeild — Miðvesturriðill: San Antonio Spurs ........10 7 3 70,0 Dallas Mavericks...........11 5 6 45,5 Houston Rockets............13 7 6 53,8 Utah Jazz..................12 6 6 50,0 Minnesota Timberwolves ...12 4 8 45,5 Orlando Magic.............13 3 10 25,0 Denver Nuggets.............12 111 8,3 Vesturdeild — Kyrrahafsriðill: Portland TVail Blazers...1111 0 100,0 Golden State Warriors.....13 8 5 61,5 Phoenix Suns..............10 6 4 60,0 Los Angeles Lakers........11 6 5 54,5 Los Angeles Clippers .....12 6 6 50,0 Seattle Supersonics.........9 4 5 44,4 Sacramento Kings...........11 110 9,1 í miðriðli austurdeildarinnar vekur athygli að Atlanta Hawks er nú í neðsta sæti riðilsins, en fyrir tveimur vikum var liðið í efsta sætinu. í Kyrrahafsriðli vesturdeildarinnar hefur Los Angeles Lakers heldur bet- ur tekið sig á og hefur nú unnið 4 leiki í röð. Liðið hefur því hér um bil tvöfaldað árangur sinn í prósentum talið á einni viku. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.