Tíminn - 28.11.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.11.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNIKGAR Halnorhusinu v Tryggvagotu. S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS NORO- AUSTURLAND AKTU EKKI UT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sœvarhöföa 2 Síml 91-674000 Iíminn MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER1990 Afskipti Jafnréttisráðs af kynbundnu launamisrétti leiðir til þess að kona er lækkuð í launum: W J/ iF R n TS BAR ATTA >N :r J! G AR IR Kona sem vinnur hjá Ríkisútvarpinu hefur verið lækkuð í laun- um, eftir að karlmaður sem vinnur við hlið hennar óskaði eftir áliti Jafnréttisráðs á því hvort röðun hans í launaflokk bryti í bága við ákvæði laga um jafnan rétt kvenna og karla. Konan var á hærri launum en karlmaðurinn. Málavextir eru þeir að karlmað- urinn hóf störf hjá Ríkisútvarpinu árið 1977 sem tölvugrafíker. Hon- um var raðað í launaflokk sam- kvæmt kjarasamningum Starfs- mannafélags sjónvarps og fjár- málaráðuneytis. Á árinu 1988 urðu breytingar á starfi hans, einkum með tilkomu nýrrar tækni. Hann og samstarfsmaður hans, kona, sóttu þá um og fengu inngöngu í Rafiðnaðarsamband ís- lands. í nóvember 1988 óskaði Rafiðnaðarsambandið eftir því við Launaskrifstofu ríkisins að þau tækju laun samkvæmt kjarasamn- ingi þess félags og Vinnumála- nefndar ríkisins. Þessi krafa gekk eftir hvað varðar konuna, en karl- manninum var neitað um sömu Iaun. Sú staða kom því upp að þessir tveir starfsmenn voru á mismunandi launum en unnu hlið við hlið sömu störf. Jafnréttisráð skrifaði bréf til Launaskrifstofu ríkisins út af þessu máli. Niðurstaðan af þessum bréfaskriftum liggur nú fyrir. Kon- an á að þiggja laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags sjónvarpsins, sem þýðir að hún mun lækka í launum til samræm- is við laun karlmannsins sem vinnur við hlið hennar. Jafnréttisráð harmar þessa niður- stöðu og telur varhugavert að rík- ið gangi á undan og skapi það for- dæmi að lækka starfsmann sinn í launum, einungis vegna þess að annar starfsmaður óskar álits á því hvort hann eigi lögum samkvæmt rétt á sömu launum og viðkom- andi starfsmaður. -EÓ Ólympíuskákmótið í Novi Sad. íslendingar gegn Bandaríkjamönnum: EINN SIGUR OG ÞRJU JAFNTEFLI í tíundu umferð Ólympíuskák- mótsins mætti íslenska sveitin þeirri bandarísku. Helgi Ólafsson tefldi á fyrsta borði og hafði svart gegn Seiravan. Skákin endaði með jafntefli í 25. ieik. Á öðru borði hafði Margeir Péturs- son hvítt gegn Gulko. Skákin var tefld af varfærni af hálfu beggja og sömdu þeir um jafntefli eftir 16 leiki. Jón L. Árnason hafði svart á þriðja borði gegn Joel Benjamin. Jón L. lék af sér í miðtaflinu og varð að játa sig sigraðan skömmu eftir fyrri tíma- mörk. Jóhanni Hjartarsyni gekk hins veg- ar betur gegn andstæðingi sínum Federovic á fjórða borði. Jóhann stýrði hvítu mönnunum og yfirspil- aði andstæðing sinn algerlega. Skákinni lyktaði með því að Fe- derovic gafst upp eftir 40 leiki. ís- lendingar og Bandaríkjamenn Hannes fær fyrirfram Stjóm Hitaveitu Reykjavíkur ákvaö fyrir nokkru að fá Hannes Hólmstein Gissurarson til að rita ævisögu Jóns Þoriákssonar í tilefni af sextugsafmæli Hitaveitunnar og vom Hannesi ákveðin laun fyrir vikið að jafngildi tveggja ára launa lektors við Háskóla Islands. Davíð Oddsson borgarstjóri afhenti í gær Hannesi Hólmsteini launin í gær fyrirfram og var myndin tekin við það tækifæri. Tímamynd: Pjetur Er salmonella að herja á landsmenn? Iðrakvef í Reykjavík, salmonella á Akureyri Fram hefur komið í fréttum að allskæö salmonellu- sýking hafi stungið sér niður á Akureyri. Undanfar- ið hefur einnig borið á því, a.m.k. á höfuðborgar- svæðinu, að fólk sýktist af upp- og niöurgangspest, þannig að Tímanum lék forvitni á að vita hvort salmonella væri einnig að herja á Reykvíkinga. Skúli G. Johnsen borgarlæknir sagði í samtali við Tímann í gær að svo væri ekki. „Við höfum verið svo heppin hér í Reykjavík að undanfarin ár höfum við einungis fengið stök tilfelli af salmonellu og þau til- felli eru mjög oft rakin til ferðalaga fólks utanlands." Þegar Skúli var inntur eftir uppgangspestinni sagði hann að þar væri á ferðinni fýrirbæri sem almennt væri kallað „iðrakvef' og kæmi alltaf upp aukning á þeirri sýkingu á vorin og haustin. „Þetta eru vírusar sem virðast ganga mjög auðveldlega á milli fólks og valda í jafnvel einn til tvo sólarhringa niðurgangi, uppköstum og hita,“ sagði Skúli. Þessi vírus berst skiidu jafnir í gær, 2:2. Eftir skákirnar 10. umferð eru fs- lendingar í sjöunda sæti ásamt Svíum með 24 vinninga. Efstir eru Sovétmenn með 28 vinninga, þá Englendingar með 26,5 vinninga og biðskák, Júgóslavar með 25 vinn- inga og biðskák, Tékkar með 24,5, Bandaríkjamenn með 24,5 og V- Þjóðverjar með 24 og biðskák. —sá með andardrætti, en ekki mat eins og salmonella gerir. Þessi „iðravírus" hefúr verið til staðar svo lengi sem smitsjúkdómar hafa verið skráðir á íslandi. „Þeir vírusar af þessu tagi sem eru algengastir virð- ast vera mjög líkir kvefþestarvírusum, en í stað þess að leggjast á slímhúðina í lungunum þá leggjast þeir á slímhúðina í þörmunum," tjáði Skúli borgarlækn- ir Tímanum í gær. —GEÓ Leiðrétting vegna launa bæjarstjóra Hafnarfjarðar: Með 370 þús- und á mánuði Bæjarstjóri Hafnarfjarðar bað fyrir eftirfarandi leiðréttlngu vegna fréttar í Tímanum í gær um skýrslu Páls V, Daníelsson- ar, annars tveggja skoðunar- manna ársreikninga bæjarsjóðs 1989. í fréttinni í gær kom fram að laun bæjarstjóra Hafnaríjarðar hafl verið kr. 473.239,- á mán- uði í fyrra, en það mun vera röng tala og einníg mun vera rangt að sú upphæö hafl komið fram t skýrslu Páls. Rétt er að árið 1989 voru laun bæjarstjóra um kr. 341.000.- á mánuði. í dag eru laun bæjarstjóra Hafnarfjarðar kr. 336.267.- alls, innifalið í þeirri upphæð eru föst laun, risna, bílastyrkur, yf- irvinna og seta á fundum bæjar- ráðs. Auk þess fær bæjarstjórí kr. 33.898.- sem bæjarfulitrúi. Þannig að heildarlaun bæjar- stjóra Hafnarfjarðar eru nú 370.165.- krónur á mánuði. Tíminn biðst veivirðingar á þessu. —GEÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.